"bara" Austurland að Glettingi!

23.05.2017 12:58

Aumar tær.


Ég var á Akureyri um helgina,
við fórum fjórar Slysó-skvísur á landsþing Landsbjargar.
Já það er ekki bara marenstertubakstur og flíspeysur
hjá okkur í Slysó,
allavegana þá fórum við akandi til Akureyrar
gistum á KEA sem var dásamlegt,
borðuðum góðan mat og hlógum endalaust.
Þegar við vorum ekki að borða eða hlæja þá vorum við
á allskonar fundum og spjallhópum um slysavarnir.
Veðrið var dásamlega gott,
ég náði mér í nokrar freknur meira að segja.
En það sem mig langaði að segja ykkur það var 
í sambandi við aumu tætrnar,
þó við séum með rauðar flíspeysur sem einkennisbúning
þá er vel hægt að vera í kjól og hælaskóm við flíkina.
Þannig að á laugardeginum þá byrjaði fundaseta okkar kl 08:30
og auðvita var ég í kjól og hælaskóm,
já bara allan daginn og svo þegar kom að árshátíðinni
um kvöldið þá var það bara að fara í nýjan kjól
skilja flíspeysuna eftir uppá hóteli og smella sér í 
aðra skó, já hælaskó!
Maturinn á árshátíðinni var dásamlegur,
en kona eins og ég sem fæddist með desert í hendinni
þarf náttúrulega eitthvað meira en kaffibolla í eftirrétt,
já og af því að ég drekk ekki kaffi þá varð ég náttúrulega að 
redda mér einhverjum lokapunkti.
Við vorum í íþróttahúsinu sem er ekki langt frá tjaldstæðinu,
og ég mundi eftir því að þar væri einhver verslun sem væri opin lengi,
nema hvað ég arkaði af stað (á hælaskónum)
sá í fjarska skilti sem á stóð opið til 23:00 þegar
ég svo kom að búiðinni þá var hún lokuð,
já ég meina LOKUÐ hætt!
Þá var bara eitt að gera fyrir desertdrottninguna
ganga til baka lengrileiðina og sjá hvort einhver sjoppa yrði á vegi mínum,
ég endaði við íþróttahúsið jafn tómhent og þegar ég lagði af stað,
settist uppí bílinn og ók af stað í leit að ÍS.
Og ég fann ís, og keypti bara fullt af honum,
ekki svona vanillustöngum fyrir börn,
nei einhverjum lúxus ís-pinnum sem passa við konu í kjól.
Þegar ég kom svo til baka á fínu árshátíðina þá gat ég boðið
borðfélögum mínum uppá eftir- rétt.
Svo byrjaði hljómsveitin að spila,
hljómsveitin Stuðlabandið,
Jiiiidúddamía, þeir eru ÆÐI !
Ég dansaði fram á nótt og var eiginlega farin að 
þrá á miðju ballinu að þeir tækju sér pásu,
en þessir herrar voru greynilega að vinna fyrir laununum sínum
ég staulaðist heim á hótel um klukkan tvö,
og aðal áhyggjur mínar voru hvort ég kæmist inn
án þess að fara úr skónum,
ég labba ekki á sokkabuxunum úti,
þið vitið hvað Oriblú kostar!
Þó tásurnar væru aumar þá var sálin svo yfir sig glöð
að smá verkir voru bara til þess að minna á frábært kvöld.
Ég held ég kvíli hælaskóna, 
já allavegana fram að helgi.

Takk fyrir lesturinn kæru vinir og munið að njóta dagsins.

K.kv. Anna slysó-skvísa
  • 1
Flettingar í dag: 93
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 161
Gestir í gær: 10
Samtals flettingar: 899678
Samtals gestir: 181054
Tölur uppfærðar: 22.7.2017 13:14:02

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar