"bara" Austurland að Glettingi!

14.03.2019 09:56

Hver er ég?


Hver er ég?
Þegar ég var unglingur þá langaði mig svo að vera prestur,
en háskálanám með einhverjum framandi tungumálum hræddu mig,
svo ég varð "bara" sunnudagaskólakona.

Frá því að ég man fyrst eftir mér þá hef ég elskað börn,
þegar ég var allveg að verða 5.ára þá eignaðist ég
bróður mér finnst ég enn finna fyrir gleðinni í hjartanu
ég ætlaði alltaf að eignast börn,
það tók bara lengri tíma en ég hafði reiknað með
og ég fór aðeins aðra leið en ég hafði reiknað með í upphafi.

Ég átti ekki auðvelt með að læra þegar ég var í skóla,
einbeitningin var einhverstaðar fyrir utan gluggann,
held ég sé nú ágætlega greynd,
er bara meiri "dúer" en "þinker".

Ég er nú ekkert gömul en um dagin fór ég að hugsa,
þegar ég dey og það kemur aukablað með Mogganum
með öllum minningargreinunum þá stendur þarna efst,
Anna átti stjúpdóttur og tvo fóstursyni,
fullt af frændsiskynum og helling af litlum vinum.
Mér langar bara að eiga börn,
ekki að það hangi alltaf með stjúp og fóstur,
er ég með fordóma?
Eða kanski í tilvistarkreppu?

Auðvita á að kalla skóflu skóflu.
ég veit að ég hef skrifað um þetta áður,
sem þíðir kanski að ég er ekki allveg búin að 
vinna úr því að ég eignaðist ekki börnin mín eftir "eðlilegu" leiðum.
En það sem ég er ánægð með þau,
öll þrjú.
Hefðu ekki getað verið flottara fólk þó ég hefði búið þau til sjálf.

En svona getur lífið komið endalaust á óvart,
hverjum hefði dottið í hug að barnakellingin Anna
nyti þess að vera alein heima?
En ég get allveg sagt ykkur það að það er stundum
allveg dásamlega notalegt,
en bara í stuttan tíma í einu.

Núna ætla ég að koma mér á uppáhalds staðinn minn,
og njóta þess að sauma og hlusta á útvarpið
í allan dag.

Hafið það sem allra best kæru þið sem nennið að lesa párið mitt.

K.kv. "bara"Anna

02.03.2019 11:57

Fjarbúð.


Þegar ég var að alast upp þá var pabbi mis mikið heima,
það var nú ekki kallað að vera í fjarbúð.
Hann var bara að vinna fyrir heimilinu,
menn fóru á vertíð og sóttu vinnu langt frá konu og börnum.
Ég hef ekki lagst í neina ransóknarvinnu um þetta 
þarf bara að rifja upp frásagnir af karlmönnum í fjölskyldunni minni.
Núna er maðurinn í lífi mínu í vinnu í öðru landi,
við heyrumst á hverjum degi og hittumst einusinni í mánuði.
Ég segi nú ekki að mig langi að hafa þetta alltaf svona,
en ég held að við höfum gott af þessu um tíma allavegana.

Þegar ég sat ein í sjónvarpssófanum í gærkvöldi og fann ekkert 
til þess að horfa á þá saknaði ég þess svo 
að hafa hann ekki hrjótandi við hliðina á mér,
þegar hann er svo sofnaður fyrir framan sjónvarpið 
þá rek ég hann inn í rúm.

Þvottavélin er í hálfgerðu orlofi,
ekki það að bróðir-Súpermann hafi verið að tæta sig úr
fötunum oft á dag eins og unglingsstelpa
nei vinnufötin voru þvegin á hverjum degi
og ég tala nú ekki um vinnu samfestingarnir,
já þeir eru venjulega þvegnir í vinnuni
en ekki hjá honum Jens,
honum fannst miklu betra að fá konuna sína til þess að þvo.

Svo nú elda ég annanhvern dag og þvæ einu sinni í viku.
Þið megi ekki halda að ég sé búin að henda hellisbúanum út,
nei,nei hann er bara á nákvæmlega sama stað
og síðast þegar ég skrifaði um hann,
inní herbergi og á öðru tímabelti en ég.

Auðvita er best að heimilisfeðurnir geti stundað vinnu
sem skilar þeim heim á kvöldin,
en svoleiðis er það ekki á Íslandi og hefur aldrei verið.
Sjómenn, flutningabílstjórar já bara allskonar,
Þið sem búið tvö og hittist á hverju kvöldi,
njótið þess.
Þið sem búið ein og getið ráðið því 
hvað þið horfið á í sjónvarpinu
njótið þess.
Ég ætla að halda áfram að telja niður dagana
þangað til ég hitti manninn í lífi mínu næst,
njóta hvers dags og alls þess sem hann bíður uppá.
Njótið lífsins elskurnar mínar það er núna.

K.kv Anna í fjarbúð.

06.02.2019 11:11

Lífið í Mánaborg.


Húsmóðir,
Ég var spurð að því um dagin hvað ég starfaði,
ég er húsmóðir.
Í fyrsta skipti í mörg ár fannst mér það ekki nóg,
ég er með einn ungling sem sefur á meðan ég vaki.

Hvaða rugl er þetta,
ég hef vinnustofuna mína sem er nú eiginlega bara hobby,
ég geri mitt besta að vera virk bæði í 
Slysavarnadeildinni og barnastarfi kirkjunar,
ég ætla að halda áfram að vera HÚSMÓÐIR,
mér tekst svo vel til í því starfi,
kem hvorki til með að fá Fálkaorðu
eða feitan lífeyri en ég er glöð.

Það sem ég hef verið svo hrædd um þegar 
flotta unga fólkið mitt yrði sjálfstætt og færi að heima
er að ég myndi bara gleymast,
væri ekki þörf fyrir mig lengur.
Ég er ekki mamma þeirra.
Kom bara inní líf þeirra þegar þörf var á.
En þó bæði heimasætan og fótboltastrákurinn
séu flutt að heiman þá er ég enn hluti af lífi þeirra.
Hvernig datt mér í hug að ég yrði það ekki?
Svona getur maður gert lítið úr sjálfum sér.

Ég er kanski "bara" Anna,
stjúpmamma,fósturmamma og húsmóðir,
en ég reyni af öllum mætti að sinna því vel.
Ég er glöð og ánægð með lífið,
það er mis erfitt eða mis auðvelt,
en þetta er lífið sem mér var úthlutað
og ég er sannfærð um það að 
þegar ég verð gömul kona þá verð ég með 
veggfóðraða veggina af öllum börnunum og barnabörnunum
þó DNA próf sýni engin tengsl á milli okkar.

Njótið augnabliksins, lífið er núna.
K.kv.. Anna húsmóðir.

30.01.2019 15:35

Vetur.


Já það er vetur í firðinum fagra,
og  víðar skilst mér.
Ég hef séð í fréttunum að það er ískalt
 á mörgum stöðum og snjór í stórum sköflum.
Ég hef sagt það áður að mér finnst veturinn góð árstíð.
Það er bara val.
Við veljum sjálf hvort glasið sé hálf tómt eða hálf fullt.
Og við veljum hvort við förum aðeins fyrr á fætur 
til þess að sópa af bílnum eða hvort við setjum
okkur sjálf og alla sem í kringum okkur eru í stór hættu
við það að fara af stað á farartækinu sem er þakið snjó.
Gefum okkur tíma til þess að njóta árstíðarinnar.

Nú er sú gula farin að sýna sig í firðinum fagra,
mikið er nú alltaf gott að sjá hana.
Á nirsta odda Noregs er hún líka farin að kíkja 
á manninn í lífi mínu,
þar er ískalt og snjór en annars allt í besta lagi.

Í höfuðborginni reynir fótboltastrákkurinn fyrir sér
sem sjálfstæður ungur maður á smá-bíl.
Ef þið rekist á sérlega myndalegan dreng
sem er fastur út í skafli þá megið þið endilega
hjálpa honum, hann er örugglega minn.

Heimasætan og tengdasonurnn eru í norðlenska snjónum,
skilst að hann sé sérstaklega góður.
Hef ekki áhyggjur af þeim ef littli bíllinn þeirra 
hverfur í snjó þá renna þau sér bara í skólann og vinnuna.

Hellisbúinn er kanski af bjarnaætt,
allavegana þá verður hann ekki mikið var við snjóinn,
er laggstur í híði en kemur fram í apríl skilst mér.
En þá á hann sjálfur og kærastan afmæli.

Ég er að hugsa um hvort þessi pálmatré í glerhjúp
eigi eftir að breyta einhverju?
Hættir að snjóa í höfuðborginni?.
Ætli "listamaðurinn" hafi ráðfært sig við garðyrkjufræðing?
Fá gluggaþvottamennirnir í Hörpu þá meiri vinnu?

Hvað er að?
Í Færeyjum sagði ráðherra af sér vegna 8% umframkostnaðar
sem varð á byggingarverkefni sem heyrði undir viðkomandi.
Það væri nú fámennt í steinhúsinu við Austurvöll
ef við tækjum bræður okkar í Færeyjum
okkur til fyrirmyndar.

Hvar endar  þetta allt saman,
ég veit það sem betur fer ekki,
passa bara að njóta hvers dags 
og hafa það að leiðarljósi að vera góð manneskj,
já til öryggis ef ég yrði tekin upp og spiluð fyrir alþjóð.

Þangað til næst takk fyrir lesturinn þið sem gáfuð mér af tíma ykkar.
K.kv. Anna í lok janúar

  • 1
Flettingar í dag: 139
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 200
Gestir í gær: 36
Samtals flettingar: 1022498
Samtals gestir: 196892
Tölur uppfærðar: 26.3.2019 11:58:52

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar