"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

30.05.2016 22:14

"bara"Anna eða Anna "allskonar"

Ég hef nú örugglega sagt ykkur það áður,

en ég er oft spurð: heitir þú bara Anna?

Það er nú ekkert bara að heita Anna,

en já ég heiti Anna og ekkert annað!

Ég á góða vinkonu sem kallar mig Önnu Elínborgu,

henni finnst Anna of stutt fyrir stórkostlega konu.

Mér finnst Anna svo passlegt,

þarf ekkert meira.

En þegar ég er ekkei spur hvort ég heiti bara Anna

þá er ég oft spurð, hvað gerir þú?

Eða ertu bara heimavinnandi?

Mér finnst náttúrulega flottast af öllu að vera heimavinnandi.

Að minn frami í lífinu sé að horfa á krakkana mína

verða að flottu ungu fólki en ég er ekki bara húsmóðir.

Ég geri margt,

um daginn hitti ég gamlan vin,

hann spurði mig hvort ég væri að vinna einhverstaðar?

Þetta er góður vinur minn og ég sagði honum að það hentaði

mér betur að vera bara svona aðeins hér og svolítið þar,

þá sagði hann, já við erum svona "múltí talent".

Ég hefði ekki getað lýst mér betur,

og af því að ég elska íslensku og allt sem er íslenskt

þá er ég búin að vera að velta fyrir mér hvaða orð get ég notað

í staðin fyrir þetta útlenska "múltí talent".

Ég er komin með orðið.....

viljið þið vita hvað það er?

ALLSKONAR!

Ef ég verð spurð hvað ég geri þá segi ég:

Allskonar,

Anna allskonar :-)

Eiginlega vorkenni ég þeim sem eru ekki allskonar,

það getur ekki verið gaman að vera bara eitthvað eitt.

Ég gæti alavegana ekki hugsað mér það.

En nú ætla ég að hætta,

er með fullt sem ég þarf að skrifa mjög fljótlega,

svo ég vona að þið bíðið spennt.

Þangað til næst hafið það dásamlega gott.

K.kv. Anna allskonar.26.04.2016 20:32

Sumir dagar....


Sumir dagar eru erfiðari en aðrir,
dagurinn í dag var svoleiðis dagur.


Ef lífið er gjöf og við tökum öll við þeirri gjöf við fæðingu,
þá er þessi gjöf ekki í glanspappír með silkiborða hjá öllum.
Svo er það innihaldið,
einfalt og vandað ,
brothætt og flókið,
allskonar og ekkert eins.
Ef það væri merkimiði á gjöfinni,
miði sem segðir hvað þín bíði í lífinu,
miðinn minn væri langur,
hvað sem stæði á honum....
það væri margt,
sé fyrir mér alla með miða hangandi á sér,
svo væri bara hægt að lesa sig til um hvern og einn.
Eiginlega erum við með ósýnilegann miða á okkur,
þegar við erum spurð hvaðan við séum
þá er verið að fylla á miðann,
miðinn minn gæti verið svona:
frá Patreksfirði
býr á Fáskrúðsfirði
gift
3.börn
hund
glaðlind,
þunglind,
kvíðin,
kröfuhörð,
góðhjörtuð,
umburðalind,
félagslind,
fagurkeri,
snyrtileg,
söngelsk,
stjórnsöm.

Stundum er eitthvða á miðanum næstum því ósýnilegt,
og annað á miðanum með áherslutúss.
Í morgun var kvíði með svo stórum stöfum á miðanum
að það var ekki pláss fyrir neitt aðnnað.
Öll él byrta upp um síðir stendur einhverstaðar,
þetta var ósköp ræfilslegt óveður,
það leið allavegana hjá á einum degi.
En á meðan á lægðinni stóð þá hélt ég
að ég kæmist ekki útúr henni.
Mig langaði ekki að tala við neinn,
svaraði ekki í símann,
greyddi mér ekki.

Ég er búin að hugsa um það fram og til baka hvort ég ætti
að skrifa um þennann dag,
hvort að þið gleymið þá öllu sem er jákvætt
á miðanum mínum
og sjáið bara fyrir ykkur
blikkandi neonljós:
Þunglind!
Kvíðin!

Ég hef nú einhvertímann skrifað um það að liggja á kjallaragólfinu
og finna ekki stigann.
Að laga til í sálarkommóðunni,
passa að skúffurnar fyllist ekki af rusli.

Svona er að vera ég.
allskonar áskoranir
gleði og sorg.
En yfirleitt er þetta allt í jöfnum hlutföllum,
nema eins og í dag,
þegar hlutföllin urðu 20/80

Á morgun er nýr dagur og ný verkefni,
ég hlakka til morgundagsins og kveð þennann dag
með þakklæti, því í éljagangi lærum við meira
en þegar sólin skín hvað skærust.

Þaðngað til næst farið vel með ykkur.
K.kv. Anna á þriðjudagskvöldi.
  • 1
Flettingar í dag: 341
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 229
Gestir í gær: 21
Samtals flettingar: 811714
Samtals gestir: 174626
Tölur uppfærðar: 25.6.2016 03:03:19

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar