"bara" Austurland að Glettingi!

10.10.2016 21:43

Líffærið HEILINN !


Fordómar koma af fáfræði.
Ég er ekkert sérstaklega fróð um líkamann,
reyni að hugsa vel um mig bæði líkamlega og andlega,
ef ég borða hollt og hreyfi mig þá líður mér vel,
já svona yfirleitt.
En það er sama hvað ég borða mikið af grasi
og geng marga kílómetra,
ef heilinn er vanræktur þá er allt ómögulegt,
HEILINN,
aldrei tölum við um að ef við hugsum ekki um lifrina þá sé allt ómögulegt,
andleg heilsa er svo flókin,
heilinn er "bara" líffæri eins og nýru og lifrin en samt
einhvern veginn allt öðruvísi.
Ég þekki fólk með nýrnarvandamál,
þekki meira að segja konu með eitt nýra,
svo á ég vinkonu með sykursýki
og frænda með gangráð,
en þekki ég einhvern sem er ekki með heilann í lagi?
Er einhver með heilann í lagi?
Ég er ein af þeim sem þarf að passa voða vel uppá andlegu heilsuna,
sofa vel og dreifa stressinu jafnt yfir árið.
Ég hef sagt ykkur frá því áður að ég hef legið á kjallaragólfinu
og bara varla ratað upp tröppurnar,
en ég held mér nú yfirleitt á floti.
Fordómarnir í kringum geðheilsu eru áþreyfanlegir í samfélaginu,
Það eru settar af stað safnanir fyrir langveikt fólk 
sem berst við krabbamein eða MND,
já eða einhvern annann illvígan sjúkdóm,
en það er sjaldan talað um sjúklingana sem berjast árum saman,
og sem enda á því að tapa,
tapa fyrir heilanum, 
geðheilsunni.
Ef ég enda á kjallaragólfinu andlega
og finn ekki leiðina upp
verður þá talað um mig sem baráttujaxl sem
tapaði fyrir illvígum sjúkdóm?
Ég er ekki í niðursveiflu,
ég er bara svo sorgmædd yfir því að í okkar ágæta landi
deyr fólk úr geðsjúkdómum,
krabbamein getur verið ólæknandi
en að geðsjúkdómar séu á öðru plani 
það er óásættanlegt.
Sem betur fer er fullt af fólki sem lifir nokkuð góðu lífi
með geðsjúkdóm sem lífs"förunaut"
allveg eins og það er hægt að lifa með aðra sjúkdóma 
í mörg mörg ár.
En ertu allvarlega veiikur í heilanum
þá eru úrræðin ekki mörg.
Ég verð svo sorgmædd,
að í okkar góða landi sé betra að vera með
nýrnasjúkdóm eða kransæðastíflu
en geðsjúkdóm.

Takk fyrir lesturinn þið sem enn eruð með augun á skjánum.
K.kv. Anna djúpt hugsi,

28.09.2016 08:31

Flökkukind


Heima er best.
Það er bara þannig, ég er búin að vera á flakki,
ég, Oktavía og krakkaormarnir keyrðum sem leið lá 
til höfuðborgarinnar fyrir tveimur vikum síðan,
þetta er löng leið, 
þau voru ótrúlega þolinmóð í bílnum,
þökk sé snjalltækjum, regnbogum og heyrúllum.
Já það er hægt að breyta heyrúllu í búfénað,
hvert barn átti sinn lit,
bleiku rúllurnar eru svín,
þær hvítu kindur og svörtu kýr,
svo var bara að telja og safna.
Og auðvita vann sauðkindinn.
Ég fór svo með tölvulúsina til augnlæknis,
hann er með latt auga og það þarf að laga,
læknirinn kíkti á frúnna í leiðinni þars sem lúsin
nefndi að augað á henni væri stundum krípí!
Það gladdi fósturmömmuhjartað þegar
doktorinn sagði:
Ef ég vissi ekki betur þá hefði ég sagt að 
strákurinn væri bara eins og mamma sín.
Aumingja tölvulúsin náði að erfa frá mér latt auga!
En svo tók flökkueðlið við,
ég skrapp til Finnlands,
þangað hafði ég aldrei komið áður,
en þaðngað ætla ég sko aftur,
dásamlegt land!
Ég segi ykkur nú seinna frá ferðinni.
Én ég er komin heim,
og finnst það svo gott,
Lífið gengur sinn vana gang í Mánaborg,
skóli hjá krökkunum,
vinna hjá ofur-manninum
og húsverkin og saumaskapur hjá frúnni.
Reyndar ætla ég að tala norsku í dag,
Og það er svo hressandi,
hvað er betra en að vera beðin um að tala.
Þangað til næst hafið það sem allra allra best.

K.kv. Anna í haustgírnum


26.08.2016 23:57

vinkonur


Ég les stundum á fésbókinni og annarstaðar 
að konur tiltla dætur sínar sem 
sínar bestu vinkonur,
ég hef oft velt því fyrir mér hvort ég sé eitthvað afbrigðileg?
Ég veit að ég á ekki dóttir sem ég hef gengið með 
og fætt í þennan heim,
en heimasætan mín sem er reyndar flutt að heiman
 er mér sem dóttir,
en samt ekki besta vinkona mín,
Ég á yndislega móður sem ég er í mjög góðu sambandi við,
en hún er samt ekki besta vinkona mín.
Hún er mamma mín.
Ástæðan fyrir myndinni hér að ofan er einföld.
Daginn sem heimasætan horfði á þessa mynd með mér,
þá var hún ekki lengur bara pabba stelpa.
heldur líka mín,
Ég er heilsuhraust að eðlisfari og hef því aldrei þurft að 
láta skoða í mér hjartað, 
en ég trúi því að það sé sérstaklega stórt,
og í því sé pláss fyrir fullt af fólkii,
bæði litlu og stóru,
síðla sumars komu nýjir íbúar í hjartað mitt,
en það þíðir ekki að einhverjir aðrir flytji út.
Heimasætan á sinn stað í hjartanu mín,
fótboltastrákurinn sem er farinn í framhaldsskóla 
og á heimavist á líka sinn stað í hjarta mínu,
tölvulúsinn sem hefur stundum áhyggjur af sínu plássi,
er allveg ótrúlega plássfrekur og á stóran stað í hjarta mínu,
þar sem er hjartarúm þar er húsrúm.
Ég stend í breytingum á heimilinu til þess að koma öllum fyrir,
ég er ekkert fyrir breytingar,
en mikið hef ég gott af því.
Við þroskumst allt lífið ef við viljum.
Ég er svo heppin að eiga góðar vinkonur,
góðan mann
og góða fjölskyldu,
hvaða máli skiptir þá hvort ég eigi sjónvarpsherbergi 
eða hvort það breitist í stelpu herbergi,
eða hvort ég horfi á Simson fjölskylduna
eða fröken Johns.
Njótum augnabliksins 
Ræktum vináttuna.
Og verum góð.
K.kv. Anna með fullt hús .

  • 1
Flettingar í dag: 95
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 88
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 860875
Samtals gestir: 176998
Tölur uppfærðar: 22.10.2016 15:58:53

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar