"bara" Austurland að Glettingi!

11.07.2018 20:16

Ekki allveg allt........


Ég get næstum allt,
en ekki allveg allt........
að skipta um dekk eða grilla nutalund,
bora í vegg eða bakka með kerru,
get þetta allt saman.

En í dag upplifði ég að ég dygði ekki til,
ömurleg,
pirrandi,
óþolandi,
fullt af ljótum orðum sem ég fór að efast um ,
hvort væru bara sögð í reiði augnabliksins.
Að finna fyrir þessum efa,
að geta ekki sannfært sjálfan sig um að þessi orð væru merkingarlaus,
það var vont.

Að standa frammi fyrir spurningunni
er þetta mér ofviða?
Er ég bara ekki nóg og góð í þetta hlutverk,
þetta verkefni,
það er eiginlega sárast af öllu.
að vera orðin svo lang þreytt og beygð
að ljót orð og hurðaskellir 
unglingsins sem yfirleitt er sá allra skemmtilegasti
verða til þess að ég efast um ágæti mitt,
hvert er ég þá komin.
Þegar það er freystandi að vera lögð inná lokaða deild,
bara til þess að fá frið.
ég hlakkaði svo til sumarsins,
hafði svo mikla trú á því að það yrði betra en veturinn,
tökum einn dag í einu,
já eða part úr degi.
Að standa frammi fyrir þeim sem manni þykir eiginlega vænst
um af öllum og taka á móti brotsjó af ljótum orðum.
Það sér ekkert á mér,
ég er ekki marin eða blá
en sálin er kramin og sár.

Það kemur nýr dagur á morgun,
hann verður betri en dagurinn í dag
ég er viss um það.
Eru ekki til hækjur fyrir sálina,
já eða hjólastóll.
Í kvöld væri ég til í hjólastól
sko fyrir sálina.

Það fara allir saddir að sofa í Mánaborg,
af því að ég er frekar góð í að grilla.
Oktavía er líka á sínum stað í stæðinu (bökkuð)
af því að mér finnst gaman að bakka.
En orku og gleði get ég ekki dreyft innandyra.
Er bara allveg tóm.

Anda djúpt og velti fyrir mér hvort ekki þurfi
skapandi konu til starfa á Svalbarða.

Takk fyrir lesturinn.
K.kv. Anna pínu örmagna

07.06.2018 19:34

Að gefast ekki upp.


Reyndar játa ég mig sigraða hvað varðar þessa mynd,
ég næ ekki að snúa henni! 
En þessi mynd er sérstök,
þarna er ég stödd á æskuslóðunum,
það er allt breytt, fólkið sem þar bjó er farið og gróður og gras
sjá til þess að gamlir stígar eru horfnir.
Ég á fullt af mynningum frá þessum stað,
ég vel að muna þær góðu
því það er ég sem ræð hvað er geymt í 
minningarskúffunni í huga mínum.
Og frá þessum stað man ég eftir flatkökum og kleinum,
hundasúrusaft og rabbabara,
kúmeni og karteflum.
Það lýsir mér nokkuð vel að minningarnar mínar eru matarkyns.
Mér þótti gott að vera í eldhúsinu hjá ömmu,
ég hef nú örugglega flækst fyrir og ekki verið mikil hjálp í mér,
en ég fékk að vera þar.
Þó ég sjái bæði kýr og hænur í rómantískum ljóma,
hvað það væri gaman að vera með hænsnakofa í garðinum
og kú á pallinum þá var ég nú bara hálf hrædd við skepnurnar.
Minning sem tekur stórt pláss í skúffunni góðu 
er það að vera með frænkum mínum í sveitinni,
drullubú og hundasúrur
týna sóleyjar til þess að skreyta drullukökurnar,
velta sér í grasinu og horfa á skýin.
á rigningar dögum fékk ég náðarsamlegast að 
skoða Andrés blöð frænda míns,
en bara af því að ég fór vel með og fletti varlega.
á góðviðris dögum óðum  við í ánni sem var kanski bara lækur,
en nánast stórfljót í minningunni.
Með þessari upprifjun saannfærist ég um það að
góðu minningarnar eru svo margar og plássfrekar
að aðrar komast bara fyrir í neðstuskúffunni 
innst í vinstra horninu.
Njótið augnabliksins kæru vinir.
Ég er svo heppin að tvær helgar í röð hef ég átt 
góða stund með frænkum og frændum  úr báðum áttum.
Það sem ér er RÍK <3

Þangað til næst takk fyrir lesturinn.
K.kv. Anna á júníkvöldi.
  • 1
Flettingar í dag: 34
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 50
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 970783
Samtals gestir: 189290
Tölur uppfærðar: 22.7.2018 14:29:39

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar