"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

12.09.2021 13:58

Fótbolti


Fótbolti.
Fótbolti kom ekki inní líf mitt með fótboltastráknum,
nei þegar við vorum krakkar ég og uppáhalds einasti bróðir minn
þá horfðum við á fótboltann í sjónvarpinu,
Bjarni Fel var okkar maður,
og þetta var ekki flókið,
við héldum með liðinu sem sigraði leikinn
jú stundum var líka haldi ðmeð þeim sem voru í flottari búning.

Fóboltastrákurinn minn er ennþá að sparka í bolta
mér skilsat að þeim gangi bara ljómandi  vel,
Völsungur frá Húsavík,
það lá við að ég þyrfti að gúggla þetta,
ég er bara ekkert góð í svona nöfnum.
ég veit að KR er lið úr Reykjavík og 
þar er líka Leiknir bara í öðrum bæjarhluta.
Svo er Leiknir á Fáskrúðsfirði.

En hvað er þetta með fótbolta,
það hefur verið talað talsvert um landsliðið okkar
að undanförnu.
Auðvita eiga þessir ungu menn að vera til fyrirmyndar
en það er misjafn fé í hverri hjörð
og við erum bara ekki nóg og mörg til þess að geta 
sorterað úr flekkótta féð.

Ég held að það sé sama hvar í samfélaginu við leitum
við finnum hvergi alhvíta hjörð.
Íþróttamenn,
tónlistamenn,
þingmenn,
allstaðar eru allskonar menn,
og já konur eru líka menn.
Horfum inná við,
gerum okkar allra besta og ef það er okkur ofviða
þá er hægt að leita sér aðstoðar,
allveg eins og fótboltamaður verður betri
í boltaleiknum með þjálfara og sjúkraþjálfara
leikstjórnanda og allskonar aukafólki,
þá er til allskonar fólk til þess að aðstoða
okkur við það að verað besta útgáfan af okkur sjálfum.
Og það þarf ekki einusinni að leita útfyrir veggi heimilisin,
góðar bækur sem finnast meira að segja upplesnar
á netinu þannig að við þurfum ekki að fletta sjálf einusinni.

Já þó ég geti ekki æft með Íslenska dansflokknum 
í vetur þá er ég viss um að ég get notað 
næstu mánuði í eitthvað uppbyggilegt,
núna ætla ég að koma mér á uppáhaldsstaðinn
minn og taka til þar,
fer ekki af bæ með allt á hvolfi
það er ekki hægt,
er nú reyndar ekki allveg farinn suður.
Á föstudaginn ætlar doktorinn að lappa uppá mig
já eða tærnar á mér.

Þangað til næst,
vandið ykkur við að vera besta útgáfan af ykkur sjálfum
og munið að það að fyrirgefa er ekki það sama og að samþyggja.

K.kv. Anna í fríi frá Íslenska dansflokknum.

08.09.2021 18:31

Haust verkefnin.


Eitt af því sem fylgir hallandi sumri eru alllskyn ný verkefni,
skóli hjá sumum,
fullt af spennandi námskeiðum fyrir aðra,
já bara allskonar.
Mér finnst svo mikið af spennandi námskeiðum
í boði, en ég bý ekki í réttum landshluta.
Ég veit vel að það er fullt af netnámskeiðum
en ég er bara ekkert spennt fyrir þeim.
En verkefnið mitt í haust hefur ekkert með námskeið að gera,
ég þarf að fara aftur í aðgerð á tánum,
Já nú skal þetta ganga,
þegar Birkinstok sandalarnir henta ekki einusinni,
þá verður nú eitthvað að gerast.
Ég var svo svekkt þegar ég var bún að hitta 
bæklunarlækninn í síðustu viku
en ég jafnaði mig fljótt,
er náttúrulega föst í kjólnum hennar Pollý-Önnu
svo eins og svo oft áður þá hugsa ég:
Þetta gæti verið verra.
Og ef ég enda eins og systur Öskubusku
og missi tær þá er ég með svar við því líka.
heppin ég minka um skónúmer og get stolið
skóm af mömmu minni sem á mikið af fallegum skóm.
Nei þetta er nú ljótt grín,
ég reikna 100% með að halda tánum.

Annars líða dagarnir með dundi á uppáhaldsstaðnum,
og að njóta þess að veðrið er svo dásamlegt
hérna hjá okkur fyrir austan.
Kertaljós og Kristall í fallegu glasi eru 
fastir liðir á kvöldin,
sumt breytist ekkert.

Hef þetta ekki lengra í dag,
farið vel með ykkur og njótið hvers dags.
K.kv Anna með aumar tær.

21.08.2021 12:22

Allskonar fólk.


Hverjum eru þau lík Barbafjölskyldan?
Þau eru bara engum lík.
Einn er loðinn annar blár,
mamman svört og pabbinn bleikur.
Hver ætli boðskapurinn sé hjá höfundinum?

Jú við erum öll einstök.
Há, lág, mjó eða breið.
og litirnir.......
auðvita erum við allskonar á litin,
og börn eru nú flest með það á hreynu að við erum allskona.
En er fullorðna fólkið búið að gleyma því?

Og ef fullorðna fólkið gleymir því að við
erum öll einstök,
hvernig á þá að vera hægt að kenna börnunum það?
Í sturtu í Sundlaug á Austurlandi
horfði lítill strákur á mig
hann var ekki kominn á þann aldur að
hafa skoðanir á því hvort feitur eða mjór væri betri,
Eftir að hafa skoðað mig með augunum í góða stund 
sagði hann:
Afhverju ertu með svona löng brjóst?
Mamma er bara með stutt brjóst.

Aumingja móðirin roðnaði og blánaði,
sussaði á barnið og var vandræðaleg.
Í stað þess að stinga barninu undir sturtuna 
og segja honum að þau þyrftu að drýfa sig,
þá hefði hún geta sagt:
Það er vegna þess að við erum allskonar
og öll einstök.

Var það nokkuð í mínum verkahring að fræða barnið,
er alltaf að reyna að skipta mér ekki of mikið af.
En verði ég fyrir þessu aftur,
þá er ég ákveðin í því að segja,
við erum allskonar,
ég er með löng brjóst,
stór læri
og tvær hökur,
þú ert einstakur á þinn hátt.

Kæru vinir,
fögnum fjölbreytileikanum og berum virðingu fyrir öllum.

K.kv. Anna

20.08.2021 17:51

Um konur og karla.


Þessi færsla er eiginlega alls ekki um þessa bók,
bókin er nefnilega mjög fróðleg og ég mæli með henni.

Það sem liggur á mér í dag já liggur kanski ekki á mér
en það sem ég er búin að hugsa um aftur og aftur
undanfarna daga er jafnrétti.

Verandi kona með þar til gerð kynfæri þá sakna ég jafnréttis,
ég er ekki að tala um að ef ég réði þá fengju karlar túrverk,
nei ég legg það ekki á þá.

Það er varla sá auglýsingatími í útvarpi
þessa dagana að ekki sé talað um píkur.
Píku heils og píku vax.
Æi, ég er kanski allgjör kelling,
þarf allavegana smá tíma til þess að venjast þessu auglýsingum.

En hvað þá um heilsu og þjónustu fyrir 
karlmennina,
veit ekki hvort þeir sem eru með pung fari í vax,
allavegana er mikilvægt að huga að heilbrigði
bæði limsins og pungsins,

Ætli engum hafi dottið í hug að semja bók um
gleðina við liminn og kúlurnar.
Ég er allgjörlega fyrir utan þægindaramman minn,
sjálfsagt hálfgerð pempía þegar kemur að svona umræðu.
Ég fagna umræðunar í dag en sakna þess að
hún sé á meiri jafnréttisgrundvelli.

Ég varð bara að koma þessu frá mér,
þó opin umræða sé góð 
þá verðum við líka að passa að tala um
kynin af virðiungu og ef það 
er hluti af umræðunni við kvöldmatarborðið 
að snyrtistofan X sé með tilboð á Píkuvaxi
þá skora ég á alla sem þjónusta punga og limi
að skella í auglýsingarherferð 
á dýrasta tíma RÚV.

Þangað til næst,
farið vel með ykkur og hugsið vel um heilsuna 
hvort sem er fyrir ofan eða neðan belti.
K.kv.Anna 

  • 1
Flettingar í dag: 242
Gestir í dag: 116
Flettingar í gær: 39
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 1285091
Samtals gestir: 229245
Tölur uppfærðar: 17.10.2021 15:32:03

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar