"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

20.08.2021 17:51

Um konur og karla.


Þessi færsla er eiginlega alls ekki um þessa bók,
bókin er nefnilega mjög fróðleg og ég mæli með henni.

Það sem liggur á mér í dag já liggur kanski ekki á mér
en það sem ég er búin að hugsa um aftur og aftur
undanfarna daga er jafnrétti.

Verandi kona með þar til gerð kynfæri þá sakna ég jafnréttis,
ég er ekki að tala um að ef ég réði þá fengju karlar túrverk,
nei ég legg það ekki á þá.

Það er varla sá auglýsingatími í útvarpi
þessa dagana að ekki sé talað um píkur.
Píku heils og píku vax.
Æi, ég er kanski allgjör kelling,
þarf allavegana smá tíma til þess að venjast þessu auglýsingum.

En hvað þá um heilsu og þjónustu fyrir 
karlmennina,
veit ekki hvort þeir sem eru með pung fari í vax,
allavegana er mikilvægt að huga að heilbrigði
bæði limsins og pungsins,

Ætli engum hafi dottið í hug að semja bók um
gleðina við liminn og kúlurnar.
Ég er allgjörlega fyrir utan þægindaramman minn,
sjálfsagt hálfgerð pempía þegar kemur að svona umræðu.
Ég fagna umræðunar í dag en sakna þess að
hún sé á meiri jafnréttisgrundvelli.

Ég varð bara að koma þessu frá mér,
þó opin umræða sé góð 
þá verðum við líka að passa að tala um
kynin af virðiungu og ef það 
er hluti af umræðunni við kvöldmatarborðið 
að snyrtistofan X sé með tilboð á Píkuvaxi
þá skora ég á alla sem þjónusta punga og limi
að skella í auglýsingarherferð 
á dýrasta tíma RÚV.

Þangað til næst,
farið vel með ykkur og hugsið vel um heilsuna 
hvort sem er fyrir ofan eða neðan belti.
K.kv.Anna 

Flettingar í dag: 210
Gestir í dag: 116
Flettingar í gær: 39
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 1285059
Samtals gestir: 229245
Tölur uppfærðar: 17.10.2021 15:01:32

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar