"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

21.08.2021 12:22

Allskonar fólk.


Hverjum eru þau lík Barbafjölskyldan?
Þau eru bara engum lík.
Einn er loðinn annar blár,
mamman svört og pabbinn bleikur.
Hver ætli boðskapurinn sé hjá höfundinum?

Jú við erum öll einstök.
Há, lág, mjó eða breið.
og litirnir.......
auðvita erum við allskonar á litin,
og börn eru nú flest með það á hreynu að við erum allskona.
En er fullorðna fólkið búið að gleyma því?

Og ef fullorðna fólkið gleymir því að við
erum öll einstök,
hvernig á þá að vera hægt að kenna börnunum það?
Í sturtu í Sundlaug á Austurlandi
horfði lítill strákur á mig
hann var ekki kominn á þann aldur að
hafa skoðanir á því hvort feitur eða mjór væri betri,
Eftir að hafa skoðað mig með augunum í góða stund 
sagði hann:
Afhverju ertu með svona löng brjóst?
Mamma er bara með stutt brjóst.

Aumingja móðirin roðnaði og blánaði,
sussaði á barnið og var vandræðaleg.
Í stað þess að stinga barninu undir sturtuna 
og segja honum að þau þyrftu að drýfa sig,
þá hefði hún geta sagt:
Það er vegna þess að við erum allskonar
og öll einstök.

Var það nokkuð í mínum verkahring að fræða barnið,
er alltaf að reyna að skipta mér ekki of mikið af.
En verði ég fyrir þessu aftur,
þá er ég ákveðin í því að segja,
við erum allskonar,
ég er með löng brjóst,
stór læri
og tvær hökur,
þú ert einstakur á þinn hátt.

Kæru vinir,
fögnum fjölbreytileikanum og berum virðingu fyrir öllum.

K.kv. Anna
Flettingar í dag: 279
Gestir í dag: 117
Flettingar í gær: 39
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 1285128
Samtals gestir: 229246
Tölur uppfærðar: 17.10.2021 16:02:42

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar