"bara" Austurland að Glettingi!

14.03.2019 09:56

Hver er ég?


Hver er ég?
Þegar ég var unglingur þá langaði mig svo að vera prestur,
en háskálanám með einhverjum framandi tungumálum hræddu mig,
svo ég varð "bara" sunnudagaskólakona.

Frá því að ég man fyrst eftir mér þá hef ég elskað börn,
þegar ég var allveg að verða 5.ára þá eignaðist ég
bróður mér finnst ég enn finna fyrir gleðinni í hjartanu
ég ætlaði alltaf að eignast börn,
það tók bara lengri tíma en ég hafði reiknað með
og ég fór aðeins aðra leið en ég hafði reiknað með í upphafi.

Ég átti ekki auðvelt með að læra þegar ég var í skóla,
einbeitningin var einhverstaðar fyrir utan gluggann,
held ég sé nú ágætlega greynd,
er bara meiri "dúer" en "þinker".

Ég er nú ekkert gömul en um dagin fór ég að hugsa,
þegar ég dey og það kemur aukablað með Mogganum
með öllum minningargreinunum þá stendur þarna efst,
Anna átti stjúpdóttur og tvo fóstursyni,
fullt af frændsiskynum og helling af litlum vinum.
Mér langar bara að eiga börn,
ekki að það hangi alltaf með stjúp og fóstur,
er ég með fordóma?
Eða kanski í tilvistarkreppu?

Auðvita á að kalla skóflu skóflu.
ég veit að ég hef skrifað um þetta áður,
sem þíðir kanski að ég er ekki allveg búin að 
vinna úr því að ég eignaðist ekki börnin mín eftir "eðlilegu" leiðum.
En það sem ég er ánægð með þau,
öll þrjú.
Hefðu ekki getað verið flottara fólk þó ég hefði búið þau til sjálf.

En svona getur lífið komið endalaust á óvart,
hverjum hefði dottið í hug að barnakellingin Anna
nyti þess að vera alein heima?
En ég get allveg sagt ykkur það að það er stundum
allveg dásamlega notalegt,
en bara í stuttan tíma í einu.

Núna ætla ég að koma mér á uppáhalds staðinn minn,
og njóta þess að sauma og hlusta á útvarpið
í allan dag.

Hafið það sem allra best kæru þið sem nennið að lesa párið mitt.

K.kv. "bara"Anna
Flettingar í dag: 139
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 200
Gestir í gær: 36
Samtals flettingar: 1022498
Samtals gestir: 196892
Tölur uppfærðar: 26.3.2019 11:58:52

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar