"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2010 Maí

30.05.2010 23:59

Sunnudagskvöld.

Daginn sem ég læri að fara að sofa um leið og restin af fjölskyldunni þá er ég eitthvað lasinn, mér finnst allveg nauðsynlegt að eiga smá tíma ein ef ég mögulega get, hér að ofan sjáið þið unga-litla já eða tásurnar hans, í nýjum náttgalla frá Danmörku (takk Monika) rimlarúmið er ekki ofnotað og sængurfötin, það var náttúrulega ekki hægt annað en að kaupa "stráka" sængurföt í RL búðinni síðast þegar ég renndi í gegnum Glerártorg. Annars er allt gott að frétta, við fáum gesti frá Færeyjum á þriðjudag, svo er stefnan sett á Patreksfjörð á fimmtudag, sjómannadagurinn á Patró er sá flottasti á landinu! Þangað til tásurnar verða kyrrar næst þá óska ég ykkur bara góðrar viku og njótið augnabliksins, það gerum við!

K.kv.Anna á leið í bóliðemoticon

25.05.2010 18:54

2-5

Takk fyrir allt kvittið, já það er spurning hver er með 5 á móti 2........ég er ekki eins mikil "super Nanny" og ég helst vildi, ungi-litli á vinninginn, hann sefur meira í stóra hreiðrinu en í rúminu "sínu" en það er allt í lagi, bróðir-súpermann sefur þá bara í sófanum. Annars gengur lífið sinn vana gang hérna í firðinum kalda já nú verður fjörðurinn fagri ekki nefndur fyrr en mælirinn sýnir tveggjastafa tölu í plús, hvar er sumarið! Ég ætla að fara að setja mig í stellingar og horfa á Heru Björk rúlla þessu upp, hafið það gott og munið að sofa þegar þið getið.

K.kv.Anna sem er ekkert tapsáremoticon

21.05.2010 08:46

express-meðgangatgg

það er  þekkt á meðal þeirra sem þekkja húsmóðurina að hún er yfirleitt ekki að drolla með hlutina, þannig var það líka þegar ungi-litli kom inní líf okkar, frá því að kallið barst og þangað til hann var kominn til okkar liður ca.2 klukkutímar, og það var  ekki mikið sem minnti á ungabarn í Mánaborg daginn þann en með hjálp góðra vina og dásamlegs fólks sem frétti af breittum heimilisaðstæðum þá var SilverCross kominn hér nánast um leið, sæng og koddi og fullt af fötum, leikteppi og efni og blúnda í vöggusett og margt fleira, en rúm það var til á staðnum, lítið sætt rúm sem á rætur sínar í hlíðina fögru Fljótshlíð, en ungi-litli hann svaf lítið í litla hvíta rúminu, litlir-ungar hafa það voða gott í stórum hreyðrum þar sem unga-pabbinn og unga-mamman sofa við hvora hlið og passa uppá að nægt sé plássið fyrir þann minnsta og gleyma svo sjálfum sér og eru bæði skökk og illa sofin af þess völdum, en í gær, já í gær komu góðir grannar færandi hendi, rimlarúm litlu nágrannakonunar er komið inní svefniherbergi hjá okkur og þar á ungi-litli að sofa, í gærkvöldi sýndi húsmóðirin sína sterkustu hlið...þrjósku hliðina, ungi-llitli sofnaði í fanginu á unga-mömmu og hún lagði hann varlega í nýja einsmanns hreyðrið en þá vaknaði hann og ÖSKRAÐI, já hér ætlaði hann ekki að vera, og þá var það tilraun tvö.......og svo tilraun þrjú........og húsmóðirin rifjaði upp í snarheitum alla þættina með SuperNanny og var fljót að finna út að hún ætlaði ekki að gefast upp, bróðir-Súpermann kom inn og vildi fara að skipta sér af, en NEI þetta ætlaði hún að klára sjálf og fyrir rest var það 1-0 fyrir unga-mömmu og ungi-litli svaf næstum alla nóttina í fína rúminu og kom ekki uppí stórahreiðrið fyrr en undyr morgun, vonandi gengur þetta betur í kvöld, ekki halda að það hafi verið grátið og ekkinn hafi heyrst um alla brekku, nei,nei þetta fór frekar hljóðlega fram og ég held að ungi-litli eins og restin af fjölskyldunni hafi áttað sig á því hver það er sem ræður á þessu heimili, nefnilega ÉG. Hafið það gott og verið glöð það gerir daginn svo miklu betri!

K.kv.Anna unga-mamma hin þrjóskaemoticon

20.05.2010 08:16

Þolinmæðin þrautir vinnur allar!

Já, það er kominn fimmtudagur, ég er með úfið hár og illa sofin, mikið er það notalegt, ungi-litli er kominn aftur en við þurfum að bíða í viku eftir frekari fréttum um framhaldið, já það á að reyna á alla taugaendana í líkama okkar hjóna, gott að við erum einstaklega þolinmóð að upplagi og það þarf talsvert til þess að hreyfa við okkur. Nóg um það. Í dag er skýjað en fallegt veður í firðinum fagra, dagurinn verður notaður í mikilvæga og merkilega hluti eins og að fara út með SilverCross og föruneyti, hengja út fullt af þvotti og brosa, já fyrst og síðast að brosa, takk fyrir allar kveðjurnar og bænirnar ég trúi því að við höfum áhrif ef við leggjust á eitt, eigið dásamlegan dag og njótið þess sem lífið bíður uppá.

K.kv. Anna sem ætti að fá Fálkaorðuna fyrir þolinmæðiemoticon

17.05.2010 23:41

Mánudagur.

Eitt af uppáhalds blómunum mínum er Hortensía, ég vildi að það væri komið sumar, svona allvöru sumar og að það væri blómstrandi Hortensía í potti úti hjá mér, þangað til sumarið kemur í allvöru skoða ég bara fallegar myndir og læt mig dreyma, það er gott að láta sig dreyma, dagdraumar eru stundum eins og björgunarvesti, ég veit ekki hvort mér á eftir að dreyma eitthvað í nótt, þetta er fyrsta nóttin í tæpa tvo mánuði sem ég ætti að geta sofið heila nótt án "truflunar" en ég vil láta trufla mig, ég vil vera illa sofin með úfið hár, ungi-litli er í burtu í dag og á morgun, það tekur á að vera æðrulaus og umvefja sig með skynsemi fósturforeldris, bróðir-Súpermann sefur svefni hinna vinnandi eiginmanna, hann kom ekki heim fyrr en kvöldið var hálfnað, herra Tinni liggur á sænginni sem er á gólfinu fyrir anna herra en þann svarta loðna, hann er hálf sorgmæddur að sjá, kanski er ég bara svona sorgmædd að allt verður hálf sorglegt í kringum mig, en ég hef verið úti í meiri sjó og stigið hærri öldu, á fimmtudaginn fáum við að vita um framhaldið þangað til held ég að ég stingi mér bara ofaní akur af Hortensíum og láti sem það sé komið sumar, svona allavegana í huganum. Farið vel með ykkur og njótið augnabliksins.

K.kv.Anna á mánudagskvöldi.

15.05.2010 09:18

Hann á afmæli í dag.......

Bróðir-Súpermann á afmæli í dag, það eru 45.ár síðan hann fæddist og ji hvað hann ber aldurinn vel, ég verð að vinna hluta úr deginum en svo ætla ég að dekra við kallinn minn og kanski strauja skikkjuna hans í tilefni dagsins.

K.kv.Anna súper-konaemoticon

11.05.2010 12:02

með gloss og blásið hár!

Múmín-mamma er áhyggjulaus í grasinu, en húsmóðirin hún er með hugan útum allt, er í vinnun með gloss og blásið hár en hugurinn er hjá heimasætunni sem er heima með unga-litla og bróðir-súpermann ætlar svo að taka við, þau klára sig fínt það er ekki málið. Það er fallegt veður úti en ef ég ætti að leggjast í grasið þá þyrfti ég að vera í einhverju meira en svuntunni, hreynlega í svefnpoka held ég, gluggaveður það er veðrið sem er úti núna, eigið dásamlega dag og vonandi er sama róin í ykkur og henni múmín-mömmu.


k.kv.Anna með glossemoticon


  

05.05.2010 13:25

Sól,sól skín á mig!

Ef ekki væri fyrir innlögnina þá væri Bongó blíða í firðinum fagra, við erum búin að fara í góðan göngutúr vinirnir þrír og nú sefur ungi-litli úti og ég er komin með þessa líka flottu græjuna þannig að ég get setið í tölvuni og samt heyrt þegar lúrinn er búinn, Annars er lítið um tölvu-hangs hér á bæ þessa dagana, verst hvað saumaherbergið er lítið notað.

Litla nágrannavinkona mín kíkir reglulega á okkurklappar Tinna vini sínum og er voða góð við unga-litla, hérna um daginn þá náði litli maðurinn góðu taki á ljósu lokkum vinkonunar og ég sagði æi, hann má ekki hárreitta þig! Það er alltilagi sagði sú lokkaprúða, hann er fáviti! .................... eftir langa þögn kom svo...ég meina ÓVITI !

Ég hef þetta ekki lengra í dag, ef blómapotturinn minn litli svona út eins og myndin hér að ofan þá held ég að ég þyrfti að hætta að blogga! Farið vel með ykkur og hlustið á fuglasönginn, það er svo nærandi.

K.kv.Anna og óvitinn emoticon
  • 1
Flettingar í dag: 311
Gestir í dag: 117
Flettingar í gær: 39
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 1285160
Samtals gestir: 229246
Tölur uppfærðar: 17.10.2021 16:34:09

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar