"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2012 Febrúar

29.02.2012 14:38

Rólegheit.Það er svo gott veður, febrúar er liðinn, já eða nánast.
Snúrurnar eru fullar af þvotti,
þegar ég fór í pottinn í gærkvöldi þá kveikti ég á kertum úti,
ég veit ekki hvað þetta er með árstíðirnar,
eru þær farnar einhvert í frí?
Heimasætan og bróðir-Súpermann eru í vinnuni,
heimasætan fékk frí í skólanum, það er þema vika
og henni fannst nú meira spennandi að vinna í Loðnu.
Fótbolta-strákurinn er úti á sparkvelli,
tölvu-lúsin var að koma inn og er svangur,
það er allt með eðlilegheitum og rólegheitum.
Ég er að leita að saumastuðinu mín,
missti það einhverstaðar og þarf örugglega að 
leggjast á fjórar fætur og leita að því.
Þegar ég er komin í gírinn þá bíður mín spennandi verkefni,
pottaleppar sem líta út eins og múffur,
voðalega sætir en það er nú kanski bara ég 
sem er svona múffu óð?
Ég ætla að fara að finna eitthvað í savanginn handa 
lúsinni og vini hans, 
hafið það sem allra allra best og 
finnið rónna innra með ykkur.

K.kv.Anna í miðri viku.

24.02.2012 17:29

föstudagur einu sinni enn!Hvað verður um dagana.....
þessi vika flaug hjá.
Ég var á Akureyrir miðvikudag og fimtudag,
heimasætan,fótboltastrákurinn og tölvulúsin komu með.
Mér finnst Akureyri eiginlega Köben Íslands,
sætar búðir, yndisleg bókabúð, antikk og notað,
Hjálpræðisherinn og Rauðikrossinn,
svo er það maturinn, ummmmm fullt af fínum mat.
Ég man ekki hvernar ég fór síðast í bíó, 
en í þessari ferð var farið í bíó,
svo spiluðum við spil borðuðum snakk og hlógum.
Semsagt flott ferð, en tilgangurinn var smá 
læknisheimsókn sem gekk vel, frk.Loðna sá til þess
að bróðir-Súpermann missti af öllu fjörinu.
Í dag er þvottavélin og þurrkarinn búin að vera í keppni:
Þvottavélin reynir að þvo svo hratt að hún geti hvílt sig á 
meðan þurrkarinn sér um sitt, en þetta hefur nú
bara passað svona akkúrat.
Ég hneigi mig niður í gólf fyrir þessum dásamlegu vélum.
Eigið dásamlega helgi, bakið múffur eða 
kíkið við í kaffi einhverstaðar og ef þið 
eruð heppin þá verður ykkur boðið uppá eina.
Þangað til næst, túrilú!

K.kv.Anna í múffufíling
 

18.02.2012 09:56

Laugardagur.


Já það er kominn laugardagur, ég fann þessa sætu mynd
þegar ég tók "húsmæðra"próf inná norsku dagblaði á netinu,
ég fékk kanski ekki bestu einkunn.......skipulags-sjúk,
en þessi mynd fylgdi með og það fannst mér ávið bæði rós og hrós.

Fótbolta-strákurinn er á Goða-móti á Akureyri
hann var svo spenntur, með nýja takkaskó og nýja tösku
hringdi svo í gærkvöldi og lét fóstru sína vita af tveimur mörkum
sem hann hafði skorað, ég verð nú að kjafta frá því að í töskunni
leyndist snirtitaska með tvennskonar hár-geli og 2.flöskum af
herra ylmi, ég veit ekki hvort hann ætlaði í Sjallann!

Tölvu-lúsin er kátur og hress, í vikunni vorum við nú samt minnt 
á það hvað fullorðið fólk getur verið "ljótt" fyrir gefið orðbragðið.
Bekkjabróðir lúsarinnar bauð í afmæli og var öllum strákunum 
í bekknum boðið nema........já nema mínum skemmtilega strák.
Þetta hafði semsagt ekki með þá bekkjafélaga að gera
en mamma sagði afmælisbarninu að ekki væri pláss fyrir alla!
Við slóum því upp partýi sem tókst svona líka vel,
SS-pylsur og Pepsi, popp og skemmtileg mynd
og svo endað í heitapottinum. 
Já ef okkur er ekki boðið í partý þá búum við bara til okkar eigið!

Heimasætan.........æi, hún meiddi sig í íþróttum fyrir vilku,
sendi stjúpunni mynd af bólgnum putta í gegnum gsm, og stjúpan 
sendi hana á heilsugæsluna þar sem mynd var tekin af
löngutöng sem minnt meira á agúrku en penan fingur,
já hún var brotin en er öll að koma til, búin að vera með 
samanvafða putta í viku en mátti taka af sér umbúðirnar í gær
svona aðalega til þess að prófa að hreyfa greyið löngutöng.
Annars er daman hress og kát og bara sátt við lífið.

Bróðir-Súpermann er mikið skárri í bakinu,
búinn að fín-blása bílastæðið fyrir Oktavíu og frúnna,
og núna er hann í vinnuni.

Ég sjálf er allveg að fá sundfit, er í vatnspúlinu 3 í viku,
og svo er náttúrulega fullt af frísku lofti hjá okkur herra Tinna.
Saumavélin er á borðstofuborðinu, og bíður grímubúningur
fyrir systur heimasætunar eftir því að verða kláraður,
svo eru nokkrar gardínulengjur fyrir góð konu sem bíða þess
að fá á sig saumuð rikkingarbönd og svo er fullt
af dúlleríi sem ég er með á verkefnalistanum.

Litli-rauðhausinn er í heimsókn hjá frænku og Jens
hann eltir tölvu-lúsina eins og skuggi en kúrði í frænku holu
í nótt, bróðir-Súpermann gafst upp og endaði í sjónvarpssófanum,
gott fyrir bakið!

Úti er -6.5 og ofankoma, þá er gott að vera inni í Mánaborg.
Góða helgi elskurnar mínar, njótið þess að vera til.

K.kv.Anna innipúki.

12.02.2012 13:47

ÓtitlaðJá þessi elska búinn að setja inn myndir fyrir mig þó hann sé skakkur,skældur og 
svolítið skapvondur, það fer bróðir-Súpermann ekki vel að geta ekki flogið um frá 
morgni til kvölds, en þetta er allt að koma og hann og heimasætan   fóru út með 
herra Tinna. Það er dásemdar veður og strákarnir eru úri í fótbolta ég aftur á móti         nýt þess að vera ein heima.

Myndirnar hér að ofan eru kanski ekki í bestu gæðum, en allavegana þá eru stólarnir 
vel heppnaðir og gardínurnar einfaldar en fínar bleikar og hvítar köflóttar með 
hvítri blúndu, eins og ég sagði hérna um daginn "Önnu legar".

Það eru semsagt nýjar myndir í albúmi, njótið dagsins og hvílið ykkur svo þið 
getið tekið á móti nýrri viku endurnærð og full af orku.

K.kv.Anna á sunnudegi.

10.02.2012 19:53

Helgi!


Það er komin helgi, og ég vona að það verði þurkur,
hvað er betra en úti þurkuð sængurföt.
Minn ofur duglegi bróðir-Súpermann er rúmFASTUR!
Hann fékk í bakið þegar ég steig á skykkjuna hans,
svo ef þið heyrið eitthvað annað t.d. að hann hafi verið
að setja í þvottavél og farið í bakiu þá er það bara alls ekki satt.
Heimasætan er á skólaballi með íþróttameiðsl á löngutöng,
fótbolta-strákurinn er úti á sparkvelli og 
tlvu-lúsin að leika við vin, 
húsmóðirin og herra Tinni liggja í sjónvarpssófanum 
og ætla að gera það í ALLT kvöld, góða helgi elskurnar og 
það koma myndir, ég veit bara ekki allveg hvenær.

K.kv.Anna á föstudagskvöldi.

08.02.2012 01:07

mig langar svo,mig lagar svo...

í nýju bókina hennar "Tildu" en ég verð að bíða í 3.vikur!
Komin í búðir í Noregi en kemur með árabát í A4!

Það er komin nótt einusinni enn, ég saumaði nýja kappa fyrir eldhúsið
í kvöld og gat náttúrulega ekki hætt fyrr en ég var búin að hengja þá upp
og punta svolítið, bleikt og hvítt það eru litirnir sem ráða ríkjum í eldhúsinu.
Ég stíg á skykkjuna hjá bróðir-Súpermann og fæ hann til þess að setja inn
myndir fyrir mig á morgun, takk fyrir að kíkja við, hafið það dásamlega gott!


K.kv.Anna bleika.

05.02.2012 23:33

smá rólegheit.


Það er sunnudagskvöld, ég ætti að vera farin í bólið en........
það er svo notalegt að vaka aðeins lengur en allir hinir.
Helgin er liðin og mér sem finnst hún varla byrjuð.
Bróðir-Súpermann sýndi leyndan hæfileika og yfirdekkti  gamla
stóla fyrir konuna sína, það koma myndir ég lofa því, það voru 7. mismunandi 
áklæði á hverri sessu, já það er náttúrulega best að klæða yfir blettina!
En nýr svampur, nýtt áklæði og ekki minnst ný sagaðar spónaplötur 
þar sem þæt sem fyrir voru höfðu átt betri daga nokkrum heftum og fáeinum
áklæðum fyrr, já þá urðu stólarnir sem ég keypti á 1000.- stykkið
hjá Hjálpræðishernum á Reyðarfirði, þá urðu þeir allavegana mjög Önnu-legir.
Múffurnar hér fyrir ofan eru ekki mitt handverk, fann þæt bara á netinu og 
fannst þær svo flottar, svo er líka prjónaskapur á þeim og ég er engin prjónakona
en vildi gjarnan vera það, held samt að ég kæmist frekar frá svona múffu með marsipan prjóni 
en allvöru prjónastykki. Já ég erfði ekki prjónahæfileika neinstaðar frá
en ætti kanski bara að auglýsa eftir þeim annaðhvort á Fésbókinni eða
Barnalandi.... prjónahæfileikar óskast mega vera með góða reynslu og litskrúðuga fortíð.
Já það er tvennt sem mig langar að læra, já fyrir utan að verða prestur eða 
ballettdansmær, mig langar að verða ótrúlega flynk prjónakona og 
svo langar mig að læra Færeysku, held reyndar að mér eigi eftir að 
ganga betur með Færeyskuna en prjónana, en þá er allavegana 50% árangur
er það ekki ásættanlegt. 
Held ég hætti þessu pári og komi mér í koju, 
læt örugglega heyra frá mér aftur á morgun, þangað til hafið það sem best.

K.kv.Anna norskutalandi saumakona en minna prjónandi færeyingur

02.02.2012 22:53

Ég lifi í draumi....Ef ég rækist á þær þessar þá held ég að ég ditti killiflöt,
það er svo gaman að skoða fallega hluti á veraldarfefnum,
ég finn nú kanski einhverja mynd handa ykkur á morgun af því 
sem bróðir-Súpermann skoðar á netinu, en ég get lofað ykkur
 að það sem hann dreymir um  kemst ekki í eldhússkáp eða gluggakistu.
Heimasætan er í liði með pabba sínum, ef það eru ekki tæki og tól
þá eru það hundar, stórir hundar og snjóbretti.
Fótbolta-strákurinn notar tölvutímann sinn í að lesa frétti utan úr hinum stóra heimi,
fótbolta-fréttir! Svo skoðar hann fótbolta-skó og hlustar á tónlist, allt á netinu.
Tölvu-lúsinni finnst það heimsins óréttlæti að hafa ekki 
endalausan tölvu-tíma, yfirleitt er það PS3 leikjatalvan sem
fær tímann, en ef hann fer í fartölvuna þá kíkir hann á 
fyndin myndbönd og tónlist, einhvern leik sem er góður fyrir heilann,
það er smá reikningur en líka skotfimi í þeim leik.
Herra Tinni er áhugalaus um þessa tækni en ef það er 
langt síðan hann hefur fengið klapp þá leggur hann hausinn á
lyklaborðið og hefur þá sá sem er í tölvunni ekkert val.
Nútíma fjölskylda, en ég væri nú til í að senda strákana útí
smíðakofa og biðja heimasætuna að ná í fersk egg,
svona Emil í Kattholti líf það er svo sætt.
En spurning hvort ég yrði ekki leið á því að ná í eldivið
og skola þvottinn í læknum, við höldu áfram að vera nútíma fjölskylda
en reynum að spila einn og einn Ólsen og perla með Hama perlunum, 
svona annað slagið allavegana.
Takk fyrir að vera með mér, 
kanski verður helgin tileinkuð blogginu og þá 
fæ ég nú minn heittelskaða til þess að hjálpa mér,
ég er jafn litið tölvunörd núna og ég var í fyrra!

K.kv.Anna á fimmtudagskvöldi.
  • 1
Flettingar í dag: 210
Gestir í dag: 116
Flettingar í gær: 39
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 1285059
Samtals gestir: 229245
Tölur uppfærðar: 17.10.2021 15:01:32

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar