"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2013 Júní

30.06.2013 12:12

alein heima.....


Ég rölti yfir til elskulegrar vinkonu minnar seinnipartinn í gær,
á leiðinni hugsaði ég til þess með öfund að hún væri ein heima
maðurinn úti á sjó og unglingarnir í útilegu.
Þegar ég kom svo heim úr notalegu spjalli frá vinkonu minni
þá fór ég að hugsa um það hvenar var ég ein heima síðast?
Held bara hreynlega að það hljóti að vera 8.ár síðan!
Ég er ekki að kvarta
á mínar stundir við saumavélina,
en allt í einu fannst mér bara svo freystandi að vera ein heima,
þegar ég fór svo að hugsa um það
þá var þessi hugmynd bara hálf kjánaleg.

Ef bróðir-Súpermann kemur ekki heim á "réttum" tíma
þá fer ég að velta fyrir mér hvort það sé ekki allt í góðu,
ekki það að hann sé einhver 09-17 maður, ó nei,
en hann kemur heim þegar hann er svangur
og á þessum árum sem við erum búin að vera saman
þá hef ég lært inná magann á manninum.

Heimasætan á tvö heimili og þegar hún er hjá mömmu sinni
þá er ég nú svolítið eins og vængbrotin Lóa,
þó hún borði lítið og sé stillt og prúð í eðli sínu
þá sakna ég hennar þegar hún er ekki heima.

Fótboltastrákurinn kemur seint heim á mánudögum
ég á bara svo erfitt með að muna það
svo í kvöldmatnum á mánudögum velti ég því fyrir mér
hvar pilturinn haldi sig,
en eftir smá umhugsun man ég að fótboltinn er nr.1
ég er einhverstaðar fast á hælum boltans en alls ekki  eins mikilvæg.

Tölvu-lúsin er duglegur að láta vita af sér
og biðst afsökunar á þröskuldinum ef hann er of seinn,
en stundum gleymir hann sér og þá 
velti ég fyrir mér í hvern ég eigi að hringja 
eða í hvað átt ég eigi að kalla,
hann er ekki svongur fyrr en um það leiti sem  hann á að fara að sofa
svo ekki er það maginn sem rekkur hann heim.

Herra Tinni er aldrei langt frá matmóður sinni
þegar hann læðist í sjálfstæðan göngutúr
þá geti þið séð konu með sérkennilega greyðslu
já eða eitthvert höfuðfat
jafnvel á náttfötunum 
að leita að ferfætlingnum.

Þannig að þegar ég er ein heima þá er ég að spá í hvar allir séu!
Held að ég njóti þess að vera með fullt hús af fólki,
hræri kanski bara í múffur og dekri við þau í kaffinu,
en í kvöld er heilög stund
Ljósmæðurnar á RÚV
má ekki missa af þeim og þá
gæti ég vel hugsað mér að vera
EIN HEIMA!

Hafið það sem allra allra best þaðngað til næst.

K.kv.Anna aldrei ein.

23.06.2013 22:48

Lóðarí !


Ég hef margoft nefnt hvað ég hef gaman af orðum,
nýjasta uppáhalds orðið mitt er LÓÐARÝ !
Kona sem slær blettinn sinn eða rýir lóðina,
LÓÐARÝ.

Ég var með bróðir-Súpermann í dag í garðvinnu,
nú er ég sólbrennd !
Ekki í fyrsta skipti
 
Ég hefði betur verið með sólhattinn,
sé þennann nú reyndar fyrir mér
fjúka á haf út,
það væri betra að vera með svona 
húfu eins og þær voru með í Húsinu á sléttunni,
munið þið?
Bundið undir hökuna 
sá héldist á mér í logninu sem æðir hjá.
Annars líður mér að sumuleiti eins og skemmtanastjóra,
en að öðru leiti eins og ráðskonu í sumarbúðum,
hvernig er hægt að segja í þessu blíðskapar veðri 
að það sé ekkert að gera!
Ég fæ aukinn blóðþrísting þegar þeir reyna að
telja mér trú um að það sé ekkert að gera.
Eiga tölvur ekki lögbundið sumarfrí eins og aðrir?
Ég þarf að hringja í stéttarfélagið mitt á morgun og athuga það.
.

Farið varlega í sólinni,
njótið þess að nóttin er björt,
brosið og verið glöð.

K.kv.Anna með gras í hárinu og freknur á enninu.

19.06.2013 09:36

Flökkukind.


Ég er búin að vera á flakki,
fór akandi á Oktavíu minni
tók tölvu-lúsina með mér
bróðir-Súpermann flaug!
Já hann hefur ekki tíma
til þess að sitja í bíl.
Fótbolta-strákurinn
var í borginni svo við 
tókum hann með okkur heim.

Ég var með smá samviskubit yfir 
blogginu mínu á meðan ég var 
á þessu flakki,
hugsaði um það augnablik
hvort ég ætti bara að hætta þessu,
en þó lesendur séu farnir að hverfa frá
þá á ég trúfastar vinkonur sem en kíkja við,
upphaflega og ennþá eru þessi skrif
fyrst og fremst til þess að létta á 
sálatetri önnumkafnar húsmóður
man ekki hvort áskriftin að 123.is
sé 3000- kr á ári,
það er ekki hægt að segja mörg orð
hjá sálfræðing fyrir þann pening.

En að borgarferðinni,
ég ætlaði að gera svo margt,
hitta svo marga
og upplifa svo margt,
dagarnir voru ekki margir
og yngri herrann er ekki hrifinn af
svona flakki,
finnst best að vera heima.

Við fórum í sund á hverjum degi,
upplifðurm 17.júní í Hafnarfirði,
borðuðum dýrindis mat á Fabrikkunni,
en fyrst og fremst þá vorum við í faðmi fjölskyldunnar
það er svo dýrmætt.
Til ykkar sem ég hitt ekki í þessari ferð,
ég gef mér lengri tíma næst.

Til ykkar sem ennþá fylgist með párinu mínu,
þið skiptið heilmiklu máli,
takk fyrir þolinmæðina.

Þangað til næst njótið þess að vera til!

K.kv.Anna með fjall af þvotti eftir ferðalagið..05.06.2013 00:05

Einkabörn og önnur börn.


Þegar stóru karkkarnir verða fluttir að heiman,
þá verð ég einkabarn!
Já hann kann að skipuleggja hlutina
Tölvu-lúsin.

En í dag er hann einkabarn,
heimasætan gisti hjá mömmu sinni 
og fótbolta-strákurinn er farinn í borgina
að spila fótbolta.

Ég ætlaði að dekra sérstaklega við 
yngsta herrann og bauð honum að velja 
hvað yrði í kvöldmatinn,
bara það sem er auðvelt fyrir þig var svarið,
heimasætan hefði sagt pizza (heimatilbúin)
og fótbolta-strákurinn grilluð svínarif!
Þannig að við enduðum
í SS-steik (lesist SS-pylsur)
en það var eiginlega vegna veðurs,
þvílík blíða sem er búin að vera í dag,
og ég sat úti á palli og safnaði freknum,
fékk svo heimsókn á pallinn
fermingarbróðir minn úr næsta húsi settist 
hjá mér á meðan hann var að bíða eftir því
að þvottavélin kláraði að þvo!
Aldrei heyrt bróðir-Súpermann bíða
eftir því að þvottavélin klári,
yrði smeik um tilveru rétt minn á heimilinu
ef hann tæki upp á því að skipta sér af þvottinum.

Held að ég láti þetta gott heita í kvöld,
bæði húsbóndinn,herra Tinni og einka tölvu-lúsin
eru löngu sofnaðir, ég er að hugsa um að fara að skríða uppí.

K.kv.Anna með freknur og roða í kinnum (og á enni!)
  • 1
Flettingar í dag: 279
Gestir í dag: 117
Flettingar í gær: 39
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 1285128
Samtals gestir: 229246
Tölur uppfærðar: 17.10.2021 16:02:42

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar