"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2013 September

20.09.2013 09:00

Föstudagur.


Það er kominn föstudagur
einu sinni enn!
ég vaknaði þegar eiginmaðurinn fór í vinnuna
06.00 lá uppí smá stund en ákvað svo að nýta morguninn.
Svo nú er búðið að hlaupa yfir húsið með rykmoppuna,
taka úr vél og setja í aðra og tæma uppþvottavélina,
Ein af uppáhalds setningunum í mínu lífi er:

Sofðu þegar þig sifjar 
en láttu aldrei verk út hendi í vöku.

Ég lifi eftir þessu eins bókstaflega og ég get,
núna t.d. er kl.09.00 og ég búin að því sem 
gera þarf á heimilinu,
er þá nokkuð annað en að skríða smá stund uppí
hlusta á útvarpið og kíkja í bók.
Held ég geri það bara!

Góða helgi elskurnar,
farið vel með ykkur og
verið góð við náungann.

K.kv.Anna á föstudegi.

18.09.2013 18:44

Vetrarengill.

Bara smá myndasyrpa handa ykkur,
gæðin á myndunum ekkert spes
tók þær með símanum og sólin var sest.
En þetta er allavegana það sem ég 
er búin að vera að dunda mér undanfarna daga.
Vetrarengill úr nýjustu Tildu bókinni,
er svo ánægð með hann!

Nú get ég ekki beðið eftir að komast
í athvarfið mitt í Hruna og byrja á næsta verkefni.
Njótið augnabliksins,
verið þakklát
og ekki gleyma að brosa
það er ókeypis!

K.kv.Anna í saumaham.

16.09.2013 09:41

Haust.


Já það er komið HAUST,
en ég kann ekkert illa við haustið,
mér finnst alltaf svo gaman að 
stússast úti og gera fínt
gefa sumarblómunum frí
og setja niður lyng og annað fínerí
í staðinn.
Í dag er lyngið mitt allt í bala
inní þvottahús
það er allveg brjálað veður.
Ég keyrði herra heimilisins í skólann,
ekki að það sé langt þangað 
ég sá bara fyrir mér að ég þyrfti að sækja
þá til Færeyja ef þeir ættu að ganga.
Herra Tinni þarf bara ekkert að pissa,
allveg ótrúlegt hvað hann hefur góða stjór á sér!
Bróðir-Súpermann var farin í vinnu fyrir kl.05.00
í morgun, ég held það sé Síldin sem 
á hug hans allann þessa dagana,
heimasætan snéri við á Fagradalnum,
var eiginlega viss um að fjúka útí buskann,
ég sjálf er enn á náttkjólnum,
sit í betristofunni með besta vin minn
liggjandi við fætur mér,
skrifa ykkur smá pistil,
hlusta á Gull-Bylgjuna 
og er með kveykt á kertum.
Já ég settist náttúrulega ekki niður 
fyrr en morgunverkin voru kláruð,
en þá er líka svo gott að hugsa til þess
að restin af morgninum er minn.
Ekki gleyma að njóta augnabliksins,
verið ykkar best vinur,
brosið og allt gengur betur.

K.kv.Anna á blautum og vindasömum mánudegi.

13.09.2013 20:28

Föstudagurinn 13.


Áður en ég tala um föstudaginn 13.
Þá ætla ég að segja ykkur frá þessum púða..
ég kláraði hann í gærkvöldi hann er 50x50 cm
með dún fyllingu og skelplötu tölum,
útsauminn keypti ég í Svíþjóð
stór mynd í ramma og það var rakaskemmd
neðst á myndinni,
á staðnum tætti ég myndina úr rammanum
og borgaði með bros á vör....
20,- Sænskar krónur!
Allur útsaumur sem ég kaupi fer í þvottavélina,
ef myndin þolir ekki þvott þá fær hún ekki 
framhaldslíf hjá mér.
Svo eru það blúndur og borðar
tölur og tau.
Ég er sérlega ánægð með þennan púða,
hann er búinn að fá heimili....
hjá MÉR!
það vantar nefnilega einn lítinn glókoll
á heimilið,
ungi-litli átti 4.ára afmæli í vikunni,
þá var hjartað í húsmóðurinni meirt.
En nóg um púðann.
Ég trúi því heitt og innilega að föstudagurinn 13.
sé sérstaklega góður dagur,
og þá meina ég GÓÐUR,
ég þurfti að erindast í dag 
obinberar stofnanir eru ekki mitt uppáhald
en ég fékk sérlega góða þjónustu,
svo held ég að allir dagar geti verið
annað hvor happa eða óhappa
bara hvað við ákveðum sjálf. 
Nú ætla ég að halda áfram að hafa það huggulegt
kertaljós og notaleg tónlist.
Eigið dásamlega helgi elskurnar mínar.

K.kv.Anna í góðum gír.

09.09.2013 07:56

September


Nýr mánuður og og ný vika,
flestum hlakkar til helganna
og auðvita finnst mér óskaplega notalegt
þegar það er komin helgi og allir eru heima,
en mér finnst mánudagarnir ekkert síðri,
það er svona húsmæðra-lúxus,
þið hin vilduð sjálfsagt hafa helgina lengri.
En þessi stund eins  og núna
þegar allir eru farnir að sinna sínu 
og ég og herra Tinni erum bara tvö eftir í kotinu,
það er bara svo notalegt,
en svo uppúr hádegi förum við að ókyrrast
og bíða eftir því að strákarnir komi úr skólanum
og voða er nú alltaf notalegt þegar
bróðir-Súpermann kemur svífandi inn
í níu kaffinu.
Í dag skín sólin og vindurinn sefur,
þetta haust lofar góðu.
Ég ætla að dunda mér í dag,
fara í athvarfið mitt og njóta þess
að skapa eitthvað skemmtilegt,
Mynd hér að ofan er ekki síðan í morgun,
ég fékk mér sko bara AB-mjólk með banana og múslí.
Hafið það dásamlega gott 
brosið og faðmið ykkur sjálf.

K.kv.Anna á mánudagsmorgni.
  • 1
Flettingar í dag: 242
Gestir í dag: 116
Flettingar í gær: 39
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 1285091
Samtals gestir: 229245
Tölur uppfærðar: 17.10.2021 15:32:03

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar