"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2013 Október

25.10.2013 20:01

Púðar og palíettur!


Loksins!
Ég er búin að sauma alla vikuna
og hef þar af leiðandi ekki setið með tölvuna í fanginu.
Púðarnir urðu 4.
ég er ekki búin að setja inn nýtt albúm en það kemur,
svo gerði ég tösku með útsaum sem ég var sérstaklega ánægð með,
hérna við fætur mínar í sófanum
bíða tveir englar eftir því að ég troði í þá vatti,
ég held að dvöl í athvarfinu mínu gæti verið 
lækning við ímsum kvillum,
ætti að láta þá vita hjá HSA að það megi 
skrifa lyfseðla sem hljóði uppá:
Heimsókn í Athvarf Önnu frænku
sálarstyrkjandi,
gleðjandi,
róandi 
og
eykur á sköpunargáfur og sjálfstraust!
Held að þetta væri málið.

Það er löng helgi framundan,
vetrarfrí í skólanum og herrarnir njóta þess
að fá að sofa út marga daga í röð.

Stundum efast fólk um að draumar rætist,
ég hef fulla trú á að við höfum áhrif á drauma okkar.
Þegar ég var ung,
þá er ég að meina svona um tvítugt
þá var ég allveg viss um að ég myndi eignast 
STÓRA fjölskyldu
þ.a.s. mörg börn, 
nú er ég búin að búa í firðinum fagra í 8.ár
og á þeim tíma hefur fjölskyldan stækkað,
já eiginlega allveg margfaldast!
Bróðir-Súpermann er náttúrulega nr.1
svo kem ég sjálf húsmóðirin
heimasætan er enn á sínum stað (18.ára)
fótbolta-strákurinn
tölvu-lúsin
herra Tinni
og svo nýjasti fjölskyldumeðlimurinn...
tengdasonurinn!

Þannig að þegar ég legg á borð á kvöldin þá
eru allir stólarnir við borðstofuborðið í notkun!
Nákvæmlega svona óskaði ég mér og dreymdi um
að hafa lífið,
já kanski fyrir utan óhreynaþvottinn,
er að hugsa um að bjóða Vilborgu Örnu Pólfara
að æfa sig í fjallgöngum inni í þvottahúsi hjá mér!
En afþví að ég og Pollý-Anna erum
ALSYSTUR
þá þakka ég að eiga þvottavél
og svo er ég svo ánægð með hvað
allir fjölskyldumeðlimirnir eru þryfalegir með sig,
hugsið ykkur ef þau væru í blettóttum fötum
með svitalikt,
nei ekki vildi ég það.

Held ég hætti þessu bulli og troði 
pólíester vatti í englana sem bíða þolinmóðir.
Hafið það dásamlega gott og 
munið að brosa.

K.kv.Anna í ofursaumagír.

P.s get ekki breitt leturgerðinni eða stærðinni á bókstöfunum
spurning að fá tölvu-lúsina til að aðstoða mig ;-)

20.10.2013 09:19

Gleði.


Við gerum stundum góðlátlegt grín hérna heima
af því að rómantík eiginmannsins sé tengd við rafmagn,
það eru orðin mörg ár síðan ég hef fengið blóm frá honum 
sem hann hefur keypt sjálfur
við höfum það nefnilega bara þannig að þegar
mig langar í afskorinn blóm þá kaupi ég þau fyrir hann handa mér!
Ísumar fékk ég óvænt straujárn og strauborð
sem er svo flott að það er næstum því hægt að skjótast til 
tunglsins á því
á föstudaginn þegar ég kom heim
það var nú eiginlega föstudagskvöld
ég hafði nefnilega farið snemma að heiman
renndi uppí Hérað í ýmsum erindagjörðum
og brunaði svo beint niður á Reyðarfjörð
þar sem ég stóð vaktina í Birtu til klukkan 18.00
Þá var bara að bruna í fjörðin fagra
og beint í Skrúð þar sem nokkrar Slysó-skvísur
voru búnar að mæla sér mót til þess að undyrbúa
erfidrykkju sem haldin var á laugardaginn,
þannig að klukkan var 19.30 þegar ég kom HEIM,
þá beið mín þessi yndislega ís-lukt við útidyrnar
formið er hjartalaga skúringafata keypt í Tiger
vatn og frystiklefi er það sem þurfti til,
fallegra en nokkur blómvöndur og kostar ekki neitt!
Ég bráðnaði náttúrulega eins og ís-lukt á sumardegi,
en varð að láta hendur standa fram úr ermum þar sem Sétteringarnar
sumaklúbburinn minn var væntalegur svona klukkutíma síðar.
Já það er alltaf nóg að gera og það er svo skemmtilegt.
Vildi ekki hafa hlutina öðruvísi.
í lokin verð ég að segja ykkur frá því þegar tölvu-lúsin
tók úr uppþvottavélinni á föstudaginn
ég var í beinni útsendingu í símanum 
hann hringdi í mig í vinnuna og vildi spjalla á meðan,
ég sagðist geta tala við hann ef það kæmi enginn inn í búðina.
tölvulúsin: Anna nú vrerður þú allavegana að vera í símanum!
ég: nú afhverju?
Tölvu-lúsin: J´´u ég er að ganga frá Múmínskálunum og þarf að fara uppá stól,
og þá verð ég svo skjálf-fættur!
SKJÁLF-FÆTTUR er dásamlegt orð
og kom úr munni dásamlegs stráks
sem tekur gjarnan úr uppþvottavélinni fyrir smá aukatíma í tölvunnni.

Eigið góiðan dag og dásamlega viku.

K.kv.Anna sem er ekkert skjálf-fætt.

14.10.2013 09:13

Lambalæri og lopasokkar!


Hvað er betra en að stinga tánum í lopasokka á köldum morgni?
Það sem kemur næst því er kanski lambalærið sem ég eldaði í gær,
lambalæri eldar sig eiginlega sjálft
og þá getur húsmóðirin gert eitthvað annað á meðan,
hentar mér svo vel að gera margt í einu
elda dýrindis mat
taka til
ganga frá þvotti
og ekki minnst.....
tala í símann!
Ég heyri í mömmu daglega,
ég heyri í Obbu vinkonu voða oft,
ég heyri ekki eins oft í öllum hinum
en alls ekki sjaldan.
Þegar ég bjó í Noregi þá talaði ég lítið í símann
og þess vegna á ég ónýttann kvóta!
Hum, hann er nú kanski búinn (sko kvótinn!)
En ég hef bara svo gaman af því að tala,
en ég get líka þagað,
t.d. á morgnana þegar ég er ein heima 
hlusta á Rás1 og nýt þess að þegja.
Svo í athvarfinu mínu þá hlusta ég á tónlist,
sauma og tala við sjálfa mig.
Þannig að það er þá helst á morgnana
sem kjálkaliðirnir og tungan fá hvíld.
Í dag bíður mín pappírsvinna,
ég ætla að kasta mér yfir verkefnið og klára það,
vegna þess að það er svo margt miklu skemmtilegra
sem mig langar að gera í dag
og þá er best að rumpa þessu af.
Hafið það dásamlega gott,
borðið lamb og klæðið ykkur í lopa!

K.kv.Anna á mánudagsmorgni.

05.10.2013 17:40

Mitt rúm og þitt rúm!


Þegar ég var barn þá svaf ég í mínu rúmi,
ég skreið ekki uppí
ég svaf helst ekki annarstaðar en heima hjá mér
ég svaf bara í mínu rúmi.

Systkyni mín aftur á móti þau áttu eitthvað verri rúm
og vildu helst ekki sofa í þeim!
(við áttum öll eins rúm!)

En svona var ég og svona er ég,
ef bróðir-Súpermann er í einhverri
vinnutörn og er ekki heima á nóttuni
þá er bara hans helmingur ónotaður,
já þangað til tölvu-lúsin kom inní líf okkar,
hann skríður uppí og ef eiginmaðurinn er heima
þá segir sá stutti:
Anna má ég ekki bara troða mér,
Jens fer hvort sem er bráðurm í vinnuna
klukkan er kanski 02.15 og þá eru nú ennþá 
nokkrir tímar eftir í draumalandinu 
meirasegja hjá súpermönnum eins og mínum.

Þessa helgina er eiginmaðurinn í burtu,
skrapp til Færeyja.
Strax á fyrst kvöldi kom lúsin og bað um að 
fá að koma uppí,
sagði mér að hann væri búinn að bíða eftir þessu lengi,
já að húsbóndinn yrði að heimann
ég samþykkti næturgestinn fyrir rest
en hann sagði mér að hann ætlaði að 
sofa í sínu rúmi alla helgina,
Svo kom laugardagskvöld...
Anna ég var bara að grínast með þetta í gær!
ég: grínast með hvað?
Nú að ég ætlaði ekki að sofa hjá þér um helgina!
Þú notar hvort sem er bara þinn helming,
ég get allveg sofið á hinum helmingnum.
Auðvita vissi ég að þetta var tapað spil,
ég sef bara á mínu helming
hvar ætti ég annars að sofa!

Þannig að tölvu-lúsin passar helminginn
sem bróðir-Súpermann notar venjulega
og ég velti fyrir mér hvort þessi þörf að sofa 
í sínu rúmi á sínum helming sé eitthvað sem
ég þarf að hafa áhyggjur af.

Held að ég haldi áfram fyrri vana
og finnist best að sofa heima í mínu rúmi,
passið að fá nægan svefn,
hugsið fallegar hugsanir 
og verið þakklát.

K.kv.Anna á sínum helming.

01.10.2013 22:51

október


Hvað vill konan með þessari mynd?
Jú ég verð að deila því með ykkur að um síðustu helgi 
fór ég á saumahelgi á Djúpavogi,
gisti á Hótel Framtíð og hafði það huggulegt.
Á laugardagskvöldinu var fínn matur og flottheit,
við tíndum spottana úr hárinu og spíttum út úr okkur títuprjónunum
nú skildi sparidressið uppúr töskunni
og dansskórnir mátaðir.
Já það var þetta með dansskóna,
þá verð ég eiginlega að bakka aðeins,
ég var nefnilega ekki viss um að ég kæmist á saumahelgina
var búin að vera svo kvefuð og hás alla vikuna
og var eiginlega runnin á rassinn með þetta alltsaman
tölvu-lúsin kom með ráðleggingu
sem ég gat ekki staðist...
Anna ef þú treystir þér ekki til þess að vera
þá kemuru bara aftur heim!
Já ég keypti þetta ráð og dreyf mig af stað,
ég og Oktavía,
saumavélin mín yndislega
og strauborðið sem minnir mest á eldflaug,
en þá var það laugardagskvöldið og fíni maturinn
þegar húsmóðirin var komin í kjólinn
og teigði sig í spari skóna ofaní tösku
þá var henni hugsað til forsetisráðherrans,
uppúr töskunni komu spariskór,
báðir uppá sama fótinn og þar að leiðandi
sitthvor gerðin!
Ég endaði á ECCO sandölunum,
en það varð ekki til þess að ég skemmti mér 
neitt minna, mikið rosalega var gaman hjá okkur.
Nú er komin mið vika og nýr mánuður,
kertatíminn og eiginlega 
mín uppáhalds árstíð,
já fyrir utan vorið.
Ég hef þetta ekki lengra í dag,
er sannfærð um að ég var með hita 
þegar ég pakkaði töskunni,
farið vel með ykkur og njótið þess að vera til.

K.kv.Anna á ECCO
  • 1
Flettingar í dag: 279
Gestir í dag: 117
Flettingar í gær: 39
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 1285128
Samtals gestir: 229246
Tölur uppfærðar: 17.10.2021 16:02:42

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar