"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2014 Október

23.10.2014 10:57

Haustfrí!Það er haustfrí í skólanum hjá herrum heimilisins,
reyndar stendur vetrarfrí í skóladagatalinu en
í þrjósku minni þá kalla ég þetta haustfrí
það er ekki kominn fyrsti vetrardagur!

Fótbolta-strákurinn nýtir tímann vel til hvíldar,
tölvu-lúsin stendur undir nafni með mikilli ábyrgð
en er líka duglegur að fara út með herra Tinna.
Ég sjálf er í saumagír,
reyni eins og rjúpa við staur að safna smá lager
en hann hverfur jafn óðum
hálfgret lúxus-vandamál.

Annars er búið að vera mikið um að vera hjá okkur í Mánaborg,
Færeyingarnir okkar komu í heimsókn
haldið var uppá 2x90.ára afmæli
heiðurshjónanna Ellýar og Hjalta,
en nú er Norræna farin og gestirnir okkar með.

Heimasætan er með nefið límt ofaní skólabókunum,
samviskusöm og dugleg,
tók nú reyndar smá dífu í síld um helgina,
alltaf gott að fá smá auka aur.

Núna malar þvottavélin og taugrindinn breiðir
 út anga sína yfir hálfa stofuna.
Mikið vildi ég að ég ætti tauhjall
svona eins og amma átti,
geta hengt út í nánast öllum veðrum.
Þannig er það í minningunni.
En ætli ég geti kvartað,
með nóg pláss og hlýtt hús,
eiginlega óttalegt væl í mér.
En nú ætla ég að hætta þessu pári
stökkva í steypibaðið og koma mér í Hruna.

Eigið dásamlegan dag og restina af vikunni
allveg þangað til næst,
takk fyrir lesturinn og ekki gleyma að brosa.

K.kv.Anna í góðum gír.

12.10.2014 20:39

Ullasokkar og kertaljós!


Æi, Múmínmamma er nú hálf uppgefin að sjá,

en það virðist líka taka á hina fjölskyldumeðlimina

að renna sér á skýðum.

Ég sá í Dagsskránni að það var auglýst eftir

umsjónarmanni við Oddskarð skíðasvæðið,

er það ekki tilvallið!

Húff, það bíða splunku ný skíði úti í bílskúr,

þau bíða eftir fyrsta snjónum og húsmóðurinni!

Já nú getur veturinn bara komið,

ég er í ullasokkunum og ætla að vera kjörkuð,

fer bara í barnabrekkuna,

kem mjög snemma,

áður en nokkur röð myndast já eða

áður en nokkur vaknar.

Merkilegt að ég hef ekki áhyggjur af því að

ég slasi mig á skíðum,

nei,nei,.

það sem ég hef áhyggjur af er að ég slasi aðra!

En það er nú seinnitíma vandamál, hér er enginn snjór.

ég er búin að panta mér vetrarkönnuna 2014

með Múmínmömmu á skíðum,

það verður nú ljúft að sötra heitt súkkulaði úr henni.

Þangað til næst,

drekkið úr fallegum bollum og njótið augnabliksins.

K.kv.Anna Stenmark  • 1
Flettingar í dag: 311
Gestir í dag: 117
Flettingar í gær: 39
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 1285160
Samtals gestir: 229246
Tölur uppfærðar: 17.10.2021 16:34:09

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar