"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2018 Júlí

11.07.2018 20:16

Ekki allveg allt........


Ég get næstum allt,
en ekki allveg allt........
að skipta um dekk eða grilla nutalund,
bora í vegg eða bakka með kerru,
get þetta allt saman.

En í dag upplifði ég að ég dygði ekki til,
ömurleg,
pirrandi,
óþolandi,
fullt af ljótum orðum sem ég fór að efast um ,
hvort væru bara sögð í reiði augnabliksins.
Að finna fyrir þessum efa,
að geta ekki sannfært sjálfan sig um að þessi orð væru merkingarlaus,
það var vont.

Að standa frammi fyrir spurningunni
er þetta mér ofviða?
Er ég bara ekki nóg og góð í þetta hlutverk,
þetta verkefni,
það er eiginlega sárast af öllu.
að vera orðin svo lang þreytt og beygð
að ljót orð og hurðaskellir 
unglingsins sem yfirleitt er sá allra skemmtilegasti
verða til þess að ég efast um ágæti mitt,
hvert er ég þá komin.
Þegar það er freystandi að vera lögð inná lokaða deild,
bara til þess að fá frið.
ég hlakkaði svo til sumarsins,
hafði svo mikla trú á því að það yrði betra en veturinn,
tökum einn dag í einu,
já eða part úr degi.
Að standa frammi fyrir þeim sem manni þykir eiginlega vænst
um af öllum og taka á móti brotsjó af ljótum orðum.
Það sér ekkert á mér,
ég er ekki marin eða blá
en sálin er kramin og sár.

Það kemur nýr dagur á morgun,
hann verður betri en dagurinn í dag
ég er viss um það.
Eru ekki til hækjur fyrir sálina,
já eða hjólastóll.
Í kvöld væri ég til í hjólastól
sko fyrir sálina.

Það fara allir saddir að sofa í Mánaborg,
af því að ég er frekar góð í að grilla.
Oktavía er líka á sínum stað í stæðinu (bökkuð)
af því að mér finnst gaman að bakka.
En orku og gleði get ég ekki dreyft innandyra.
Er bara allveg tóm.

Anda djúpt og velti fyrir mér hvort ekki þurfi
skapandi konu til starfa á Svalbarða.

Takk fyrir lesturinn.
K.kv. Anna pínu örmagna
  • 1
Flettingar í dag: 242
Gestir í dag: 116
Flettingar í gær: 39
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 1285091
Samtals gestir: 229245
Tölur uppfærðar: 17.10.2021 15:32:03

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar