"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

15.11.2021 21:48

Allt á uppleið.


Það er ekkert hægt að liggja á kjallaragólfinu til eilífðar.
Síðan síðast........
ég er byrjuð í sundleikfiminni,
búin að parkera geysuskónum,
og af 15. dögum sem eru búnir í nóvember hef ég farið
út að ganga alla daga nema einn.
Það er ótrúlegt hvað hreyfing þó hún minni
á boðhlaup hjá snigli hefur mikið að segja,
og eiginlega meira fyrir sálina heldur en líkaman.
Og þegar kemur að hreyfingunni þá 
á hann herra Bubbi hundur nú oft heiðurinn af því
að ég dröslast út. þau væru nokkur skiptin sem ég 
hefði leift sófanum að vinna ef ekki væri fyrir
fjórfætta vin minn sem ætlar að vera í pössun hjá mér
í allan vetur.
Þannig að í kvöld er ég sátt og glöð,
búin að fara tvisvar út að ganga í dag
og í dásamlegu sundleikfimina og heitapottinn.
Ekki skemmir félagsskapurinn,
fullt af frábærum konum sem bæta og kæta
lífið og tilveruna bara með því að mæta í laugina.
Ég skrifa nú fljótlega aftur,
ætlaði nefnilega í helgarferð til Köpen
en læt veiruna stoppa það og ætla bara að
hafa það huggulegt innanlands í staðinn,
segi ykkur betur frá því seinna.

Þangað til næst farið vel með ykkur og njótið augnabliksins.
K.kv. Anna á uppleið
Flettingar í dag: 122
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1365
Samtals gestir: 294
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 21:26:08

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar