"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2008 Febrúar

29.02.2008 06:17

Föstudagur!

Ólína frænka mín er 40.ára í dag, en þetta er nú samt bara 10. afmælisdagurinn hennar, ég man eftir því þegar við vorum litlar, mér fannst það mjög illa gert af mömmu hennar að eignast hana á degi sem væri ekki á dagatalinu á hverju ári

Það er semsagt föstudagur og 29.febrúar, úti er snjór og kyrrð yfir firðinum fagra, heimasætan kemur til okkar eftir skóla og þá lifnar nú yfir bænum

Ég ætla ekki að eiða fleiri mínútum í tölvuna að þessu sinni heldur setja á góða tónlist og þrífa húsið mitt, eins gott að ég bý ekki í blokk

Takið lífinu með ró og njótið þess að vera til

K.kv.Anna í helgarhreingerningarstuði

28.02.2008 15:12

fröken Loðna.

Maðurinn í lífi mínu var búin að tilkynna mér það að hann ætlaði hvorki að skerða hár sitt né skegg fyrr en það kæmi meiri loðna, ekki það að hann sé með mikið hár, en ég kann voða illa við hann svona órakaðan en nú er komin loðna og ég get tekið gleði mína að nýju og knúsað kallinn án þess að verða rauðflekkótt og rispuð í framan

Oktavía þurfti að fara til læknis, já eða í Heklu á Reyðarfirði, ný framrúða verður komin í á morgun og á meðan ek ég um á 4.ára gömlum SKODA og finnst þeir hafa lítið viðskiptavit í Heklu að lána mér ekki nýjan bíl

Það getur komið sér vel að hafa unnið á leikskóla þegar það koma litlir viðskiptavinir sem vantar gleraugu, afgreyðsludaman þó þung á fæti sé leggst á hnén á gólfið og reynir að fá nýja viðskiptavinin til þess að líta upp og hafa smá skoðun á því sem er verið selja mömmuni sem er örþreytt og notar ekki gleraugu sjálf. Ég er stundum soldið skítug á hnjánum þegar ég fer heim, og þannig er það í dag

Held þetta sé fínt í dag, vonandi fór pistill gærdagsins ekkert illa í ykkur, kvittið nú greyin mín, þá verð ég svo glöð

K.kv.Anna á hnjánum

27.02.2008 11:39

Fréttir og fleira...

Það hljómaði eins og aðalfrétt dagsins í gær á útvarpstöðinni Bylgjan að einhverjir sérfræðingar í útlöndum hefðu fundið út að einhver viss geðlyf væru svo gagnlaus að það væri allveg eins hægt að briðja brjóstsykur nema slæm tilfelli af þunglyndi eða öðrum geðsjúkdómun, sá sem þarf að taka slík lyf og heyrir slíka frétt þarf að vera með nokkuð öruggt land undir fótum til þess að henda ekki lyfjunum í ruslið og fara og kaupa sér poka af peru-brjóstsykri

Hvaða hugsun er á bakvið svona frétt, það er stórt skref í rétta átt fyrir þann sem á við þunglindi eða kvíðaröskun að stríða að leita sér hjálpar og taka lyf, ég sé ekki að það sé öðruvísi að nota geðlyf en flogaveikislyf eða gigtarlyf, öll eru þau gerð til þess að auðvelda sjúklingnum lífið, munurinn er hinsvegar sá að gigtarsjúklingurinn finnur fljótt hvort hann geti verið án lyfjana en sá sem á við sálræna kvilla að stríða fer oft niður í kjallara og finnur ekki stigan upp, og áttar sig ekki á því að lyfin gerðu daginn og allan bata auðveldari.

Ætla fræðimennirnir sem fundu út að þessi lyf væru gagnlaus að taka á móti öllum þeim sem hætta að taka lyfin og leggjast á kjallaragólfið eða þeir sem lesa þesskonar fréttir eins og um æsifrétt sé að ræða, ætla þeir að opna fyrir símann og leyðbeina þessu fólki uppúr kjallaranum

Þetta var pistill dagsins, tileinkaður öllum þeim sem eru svo kjarkaðir að gera eitthvað í sínum málum og nota til þess þau hjálpatæki sem finnast, það er voða vont að vera fótbrotinn án þess að fá gifs á fótinn og ekki gengur það neitt stórkostlega vel ef það fylgja ekki hækjur með, þannig er að liggja á kjallaragólfinu borða peru-brjóstsykur og eiga ekki pening fyrir sálfræðitíma

Eigið góðan dag og njótið þess að vera til

K.kv.Anna sem hefur legið á kjallaragólfinu

26.02.2008 14:54

Betur sjá augu en auga!

Það er búið að vera líf og fjör í vinnuni í dag og gær, ekki það að það sé ekki fjör venjulega en þegar það eru sjónmælingar þá er alltaf extra mikið að gera og það er sko bara gaman 

Í kvöld ætla ég að hitta góðar skvísur á Reyðarfirði spjalla og sauma, svona hálfgerður saumaklúbbur nema hvað að við saumum en höfum afskaplega lítið fyrir veitingunum

Heimasætan er hjá mömmu sinni og Moli hamstur fékk að fara með, þannig að það er hálf tómlegt og sérlega hljótt í Mánaborg þessa dagana.

Loðanan liggur í leyni og hlær þannig að maðrinn í lífi mínu ylmar vel og er út hvíldur.

Það er snjór yfir öllu og undir honum er svell. Farið varlega og brosið, þá verður fallið miklu mýkra en ef þið eruð með hertan fílu svip

Hef þetta ekki lengra, en sé fyrir mér endurnar á Pollinum á Akureyrispá og spekúlera í Hús og Hýbiliblaðinu sem kom fljúgandi til þeirra og ekkert vill borða brauðið.

K.kv.Anna brosandi 

25.02.2008 08:16

Hús og Híbýli á flugi!

Þá er helgin liðin, við renndum okkur norður og heimsóttum allar helstu verslanir Akureyrar á laugardaginn, heimasætan og systir hennar voru með í för og var dagurinn mjög skemmtilegur Systir heimasætunar hafði á orði að ég segði alltaf JÁ, ég veit það nú ekki en þegar maður er á flakki og það er beðið um ís þá segi ég náttúrulega JÁ annars hafði þessi litla vinkona okkar á orði að Akureyri væri bara eins og Danmörk, og þar er ég sko sammála, ég fæ alltaf smá útlanda,Danmörku tilfiningu þegar ég kem í höfuðstað Norðurlands Heimasætan fékk að ráða hvar við borðuðum áður en við löggðum af stað heim og var Búllan fyrir valinu vorum ekki svikin af því. Jens réði hvar við borðuðum hressingu þegar við komum norður og svo áttum við að velja þar á milli ég og systir heimasætunar. Voða mikið skipulag og allir sáttir.

Um leið og við renndum út úr bænum á leið heim þá stoppuðum við á bensínstöð og tókum olíu á Oktavíu og keyptum drykkjarföng, ég "splæsti" í Hús og Híbýli og hlakkaði til þess að glugga í það á leiðinni heim.....
Stelpurnar fengu smá þjónustu þarna á planinu, ég lét þær hafa sína drykki og sá til þess að þær væru spenntar og að það færi vel um þær, á meðan ég var að brasa þetta lá blaðið góða á toppnum á Oktavíu því ég hef bara tvær hendur, svo var brunað af stað, hálftíma síðar mundi ég eftir blaðinu og varð frekar svekktEn svona fer fyrir manni þegar það á að hafa stjórn á öllum sköpuðum hlutum.

Konudagurinn minn var yndislegur, annars eru nú flesti sunnudagar konudagar á mínu heimili, ekki það að ég fái blóm einusinni í viku, eða jú ég kaupi þau sjálf, en að öðru leiti nota ég daginn í dúll og að sofna smá á sófanum og þannig var það í gær heitt súkkulaði og nýbökuð rúnstykki í hádeginu, kúrt á sófanum og heimabökuð pizza í kvöldmat

Þetta var skírsla helgarinnar, hafið það gott og njótið þess að vera til

K.kv.Anna sem kenndi Hús og Híbýli að fljúga

21.02.2008 11:59

Með sól í hjarta !

Það er glugga-veður í firðinum fagra, og næsta firði við hliðina sólin skín en það er bæði hvasst og kalten ég er lokuð inni í vinnuni svo ég nýt þess gula í gegnum gluggann fundurinn var fróðlegur og samningarnir ágætir, en mikið var ég fegin þegar ég kom heim, heima er best. Ef það verður fallegt veður og góð spá þegar við vöknum (á okkar tíma!) á laugardagsmorguninn þá ætlum við að skreppa til Akureyrar það er útsala í Vouge, á að loka henni og það væri nú gaman að finna nokkra metra af efni á góðu verði Annars er svosem ekkert krassandi að frétta en eins og þið getið lesið þá hefur nú veðrið talsverð tök á manni þó ég reyni af öllum mætti að láta það ekki hafa áhrif á mig, ég er lítið fyrir óvissuferðir svo ég læt veðrið stjórna því hvort buddan verður léttari á laugardaginn Eigið góðan dag og ef þið eruð að gretta ykkur framan í sólina þá sel ég flott sólgleraugu í Birtu, kíkið við

K.kv.Anna sem á flott sólgleraugu

20.02.2008 06:54

Morgun-hæna!

Saumagleðin rak mig á lappir þegar minn heitt elskaði fór í vinnuna,kl 05.45
Ég er búin með framhliðina á húsateppinu og þá er "bara" að setja vatt og bakstykki. Heimasætan sefur en er ekki hress, vonandi hristir hún þetta af sér fljótt og vel.
Ég verð að loka búðinni í fyrra fallinu í dag því ég á að vera mætt á fund hjá verkalýðsfélaginu já eða starfsgreinafélaginu AFL eins og það heitir svo fínt uppí Egilst. kl.18.00. það á að fara yfir samningana og ég er í einhverri nefnd sem var boðuð á þennan fund. Held ég sé bara hálf vöknuð svo ég læt þetta nægja en vil bara minna ykkur á að lokum að allar leiðir liggja til Fáskrúðsfjarðar, Leó Örn frændi minn er allavegana viss um að þegar hann þekkir einhvern sem er að fara í flugvél þá sé sá hinn sami að fara til FRÆNKU Eigið góðan dag og munið að brosa

K.kv.Anna"jaki"

19.02.2008 08:03

Lumbra.

Orð dagsins er semsagt Lumbra, ekki að lumbra á einhverjum nei,nei svoleiðis gerum við ekki í Mánaborg, það er einhver lumbra í heimasætuni, hún er með magapínu og höfuðverk og átti eitthvað erfitt með að sofa í nótt, ,en nú sefur hún Mamma notaði þetta orð og mér finst það bara sætt.
 
Annars er allt gott að frétta úr firðinum fagra, við fórum snemma að sofa í gær það er svo gott á mánudögum, ekkert í sjónvarpinu og allir þreyttir eftir fyrsta vinnudag vikunar, ekki það að bróðir Súpermann vinnur náttúrulega sjö daga í viku Svona er þetta bara þegar konan vill búa í höll og heimasætan fær allt sem hún bendir á, nei þið megið ekki halda það að hann vinni svona mikið því við stelpurnar séum svona dýrar í rekstri, nei,nei allger misskilningur, hann vinnur svona mikið af því að hann trúir því að hann sé gjörsamlega,allgjörlega ÓMISSANDI Ég er alltaf að bíða eftir því að hann selji hlutabréfin í L.V.F og við flytjum til Haawai en það er ekki einu sinni svo gott, honum finnst bara svo gaman í vinnuni, er það ekki YNDISLEGT Mér finnst líka gaman í minni vinnu en sem betur fer er hún lokuð á nóttuni og á sunnudögum þannig að ég hef smá smugu til þess að vera heima og taka til, nei, bara grín, ég nota nú frítíman í saumherberginu miklu ferkar en með ryksuguna í eftirdragi 

Þetta er nú hálfgert grautar pár hjá mér í dag úr einu í annað og aftur til baka. Núna ætla ég að athuga með heimasætuna og gera kaffikönnuna klára fyrir bróðir Súpermann, hann kemur heim í níukaffi og L.V.F lokar á meðan Eigði dásamlegan þriðjudag, umvefjið ykkur með jákvæðni og munið að dagurinn er okkar og verður eins góður og við gerum hann sjálf

K.kv.Anna súper-kona

18.02.2008 08:15

Aldrei þreitt!

Heimasætan er farin í skólan, henni fannst erfitt að vakna í morgun mánudagarnir eru strembnir, en við slöppuðum aðeins af í sófanum áður en hún fór í skólan og þá spurði hún mig afhverju ég væri aldrei þreitt ég sagði enni það sem ég hélt að væri rétt að börn þyrftu meiri svefn en fullorðnir, o,nei í líffræðibókinni stendur að allir þurfi 8.tíma svefn, ok. þá var sú kenning úreld og enn hélt heimasætan að ég væri aldrei þreitt, ég er yfirleitt alltaf hress um leið og ég vakna en mér fer ekkert vel að fá of litinn svefn, Jens er náttúrulega bróðir Súpermann ég held að hann þurfi bara 5.tíma En hann á þá eftir að hrjóta í ruggustól frá því að hann kemst á ellilífeyrinn þangað til stólinn hættir að rugga. Nóg um svefnvenjur fjölskyldunar, ég er þreytt en ekki skapvond, þar er stór munur á Eigið góðan mánudag, ég ætla að gera minn eins góðan og ég mögulega get.

K.kv.Anna skapgóða

17.02.2008 22:55

Velkomin!

Ha, sko mína, bara flutt Jæja verður maður ekki að prófa eitthvað nýtt og passa að staðna ekki, ég kem samt ekki til með að fá mér Wisky í morgunhressingu og ekki ætla ég heldur að kalla kynsystur mínar "TÚTTUR" en Ragna sveitatútta er allt annað því í því samhengi hugsa ég um gúmískó semsagt gúmítúttu og svoleiðis skófatnaður er góður í sveitinni, ha,ha! Helgin er annars búin að vera góð ég er búin að sauma slatta, baka gulrótaköku og leggja mig um hábjartan dag, semsagt fullkomið Vonandi rambið þið hérna inn hjá mér, góða nótt og dreymi ykkur vel

K.kv."bara"Anna
  • 1
Flettingar í dag: 159
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1402
Samtals gestir: 294
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 21:47:37

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar