"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2008 Mars

25.03.2008 05:19

Komin heim!

Þá eru páskarnir á enda þetta áriðmikið rosalega var gott að koma á Patró til mömmubróðir súpermann er úthvíldur eftir fríið, já svona fyrir utan strengi í bensínfætinum hann keyrði nánast allaleið í gær

Herra Leó bróðursonur minn var sprækur sem lækur, heimasætan sýndi honum mikla þolinmæði og Jens var í miklu uppáhaldi, bróðir og mágkona gátu lúrt aðeins lengur en venjulega þar sem við hin vorum yfirleitt komin á stjá, svo var bara tekin kría eftir hádegi.

Við stoppuðum á Akureyri á leiðinni heim í gær, en buddan var búin að létta hressilega á sér í Sælukjallaranum á Patró svo það voru ekki þungir pokar sem bættust í skottið á Oktavíu á bílastæðinu á Glerártorgi

Sælukjallarinn er eins og nafnið gefur til kynna allgjör SÆLA
Fullt af flottri gjafavöru
Dásamlegu belgísku SÚKKULAÐI
Afskornum blómum og ilmkertum

En nú er semsagt hversdagsleikinn tekinn við að nýju, ég vaknaði þegar minn heittelskaði fór í vinnuna og er að hugsa um að setja í þvottavél og skríða svo uppí aftur, hafið það gott og takið daginn rólega, bara svona í öðrum gír, það er allveg passlegt

K.kv.Anna í Mánaborg

20.03.2008 22:06

Komin til mömmu!

Bara að láta vita af okkur, ferðin gekk vel,við komum á Patró kl.05.00 í morgun, keyrðum semsagt ala leið og veðrið náði okkur ekkierum í góðu yfirlæti, litlibróðir á afmæli og búin að singja og borða pönsur, fara í sund og kvöld messu já og auðvita sofa fram á hádegi og leggja okkur um miðjan daginnGerist ekki betra held ég.

Hafið þa yndislegt og njótið þess að á morgun er sérlega langur föstudagur

Kkv.Anna og allir hinir á Patró

19.03.2008 09:19

Allt klárt!

Já þá er dagurinn runninn uppeftir vinnu verður lagt "íann" vestur á firði, við ætlum að gista á Akureyri í nótt og halda svo áfram í bítið á morgunheimasætan kemur með, hún var lengi óákveðin en það var ekki vegna þess að hún héldi sig vera ómissandi einhverstaðar heldur langaði hana að vera allstaðarpabbi hennar heldur hins vegar að hann sé ómissandi og var þessvegna óákveðinn lengi velen hvað segir það um mína stjórnunar
hæfileika að þau séu bæði búin að ákveða að koma með vesturÉg er búin að vera að ganga frá þvotti og vesenast síðan kl.07.00 í morgun, en svo fer ég bara róleg í vinnuna og feðginin sjá um að koma öllu í Oktavíu og sækja mig svo bara seinnipartinn og þá leggjum við af stað

Þó netsambandið á Brunnum 5. sé hægvirkt þá lofa ég að "blogga" og láta vita að ferðin hafi gengið vel og við komist á áfangastað, hafið það gott og gleðilega páska


K.kv.ANNA,(S)JENS og heimasætan

17.03.2008 13:50

Heilagur Patrekur.

Það er dagur Heilags Patreks í dag Á mínum æskuslóðum er þessi dagur haldinn hátíðlegur já, og svo auðvita á Írlandi.

Hver Heilagur Patrekur var eða hvað hann gerði veit ég ekki, en það er nú auka atriði er það ekki

Loðnan er búin en þá kemur bara eitthvað annað í staðin og bróðir Súpermann heldur að það verði lokað og verðmæti fari til spillis ef hann bregður sér frá í nokkra daga

Ég er aftur á móti mjög róleg og er þess full viss að verslunin Birta á Reyðarfirði verði ennþá á sínum stað þegar ég sný aftur að páskafríi loknu

Heimasætan er í Oddskarðinu á bretti, þar var hún líka í gær og er að eigin sögn orðin mjög flink

Eigið góðan dag og njótið þess að vera til

K.kv.Anna Patreksfirðingur

15.03.2008 17:15

Andlega lík!

Þá er laugardagurinn hálfnaður, ég og heimasætan vorum í vinnuni frá 11-15 og það var svona smá reitingur og tiltekt þess á milli Ein af mínum föstu viðskiptavinum kom að kaupa afmælisgjöf, hún sagðist sjá strax að þetta væri dóttir mín við værum bara svo líkar ég var nú ekkert að leiðrétta gömlu konuna og útskírði ekki okkar tengsl en fann það bara út að við værum andlega líkar og að það geislaði frá okkur mér og heimasætuni

Loðnan ákað að brjóta upp helgarfríði sem ég hélt að minn heittelskaði væri kominn í, svo hann á ekki eftir að sjást mikið En við grátum nú ekkert hátt, gleðjumst bara yfir því að hún lét sjá sig blessunin og vonum að það verði risa svaka ættarmót næstavetur þegar ranskóknarskipin fara að leita og að þeir rambi á veisluna, já sko Loðnu-ættarmótið

Pabbi átti afmæli í gær og minnsta hjá systur minni líka svo nú er mars-afmalis-hrinjan byrjuðaf mínum nánustu þá er einasti besti bróðir minn 20.mars hans fagra frú og mín góða mágkona 21.mars og svo ég 29. Þar fyrir utan eru fullt af ættingjum og vinum sem eru fæddir í þessum góða mánuðiTil hamingju öllsömul

Hafið það gott og njótið lífsins, ég ætla að fá mér lárétting (kríu)

K.kv.Anna í helgarfíling

13.03.2008 19:32

Anna og útlitið!

Vá, ég er svo flott Ég fór í klippingu og litun í morgun og hún er nú bara snillingur hún Eva Dögg klippigella á Hertu Allavegana er ég ánægð, er það ekki fyrir mestu, já og Jens tók eftir því að ég hafði farið í klippingu og þá hlít ég nú að vera fín, á morgun er það lit-plokk hjá Sigrúnu snyrtidömu og þá held ég bara að páskarnir geti komið, já nema að ég á eftir að keyra tæpa 900.KÍLÓMETRA til þess að komast til hennar mömmu.

Ekki halda að ég fái eitthvað lengra páskafrí en þið hin, nei,nei, við leggjum af stað eftir vinnu á miðvikudag svo það eru 5.vinnudagar eftir Held ég segi þetta gott í dag, hafið það gott og dekrið við ykkur, það þarf ekki að kosta milið, t.d að drekka úr fallegu glasi já eða fara í bað með kertaljós og rólega tónlist Ég kveð að sinni.

K.kv.Anna ný en jafn góð

11.03.2008 09:44

Smáfuglarnir og ég.

Það er eitt sem fer mér illa, það er að vera svöng Ég er svo vissum að smáfuglarnir eru eins, en það er ekki auðvelt að vera smáfugl þegar það er ekki til fuglafóður í Kaupfélaginu, en það er nú ekki hægt að láta fuglana flögra um í skapvonsku og svelta í kuldanum Svo í morgun er ég búin að mala niður í matvinnsluvélinni góðu frosið Fjallabrauð frá Jóa Fel og nú eru þeir saddir og sælir litlu vinir mínir og flögra um með bros á gogg

Eigið góðan dag og ekki vera svöng, það fer svo illa með geðið

K.kv.Anna og smáfuglarnir

10.03.2008 00:09

Ást við firstu sýn!

Á leiðinni yfir á Reyðarfjörð í morgun var ég að hlusta á útvarpið,
Valdís Gunnarsdóttir var með gest í hljóðstofu, Egill Helgason sat fyrir svörum hjá drottningu ástarinnar, henni sem kynnti Valentínus fyrir okkur óbreittum landanum

Ein af spurningum Valdísar var hvort það hefði verið ást við firstu sýn þegar Egill hitti konuna í lífi sýnu nja, hann vissi það nú ekki, og fyrir nokkrum vikum spurði hún Þorfinn Þráinnsson að sömu spurningu, og hann sem var borgastjóri í nokkra daga,hann Dag B.Eggertsson, vá er konan föst inní bleiku skýi
Allir þessir menn eru vel giftir, ja samkvæmt Séð og Heyrt og engin þeirra viðurkenndi ást við firstu sýn en allir sögðust þeir elska konuna í lífi sínu afar heitt

Kanski útvarps konan góða væri ekki ein á báti ef hún lokaði bókinni um heilagan Valentínus og Amor bróðir hans og tæki niður sólgleraugun

Vá, mætti halda að ég væri illa gift og óelskuð, en það er fjarri lagi ég er mikið elskuð og vel gift, Jens er líka mikið elskaður og vel giftur ef einhver skildi efast um það

Ég held að fólk finni fyrir ást við fírstu sýn þegar það fær börnin sín í fangið í firsta sinn, Egill Helgason nefndi það í þessu fyrr nefnda viðtali að þegar maður yrði foreldri þá first næði maður fullum þroska ég þekki fullt af foreldrum sem eiga mörg börn en virðast aldrei ætla að ná þessum tiltekna þroska

Hvað með mig verð ég þá bara hálf þroskuð, þíðir það að ég eldist hægar maður verður nú að finna eitthvað jákvætt við þetta barnleysi 

Ást við firstu sýn eða vaxandi vinátta og virðing sem endist út lífið og kallast ást, ég veit ekki hvort það er nokkur munur þar á en eitt veit ég að samband tveggja einstaklinga byggist á samvinnu og gagnkvæmri virðingu, neistaflugið sem maður verður fyrir á fyrsta stefnumótinu og Valdís Gunnarsdóttir kallar ást við firstu sýn......held ég að væri nú bara kölluð "GREDDA" á óheflaðri íslensku

Það er komin nótt og maðurinn í lífi mínu er í vinnuni, Moli hamstur var að vakna og ég ætla að setja hreynt á rúmið áður en ég fer að sofa, þetta voru vangaveltur kvöldsins varð bara að koma þeim frá mér, vonandi hljótið þið ekki skaða af

K.kv.Anna ástfanginn en á jörðinni

08.03.2008 18:58

Laugarsagskvöld!

O, það er komið laugardagskvöld og ég er bara hálf lúin eftir vikuna

Þó svo að maðurinn í lífi mínu sé ekki einn af þeim sem heldur hárgreiðslustofum fjórðungsins í góðum rekstri þá sér hann til þess að sá sem á stórvirk tæki til þess að moka snjó verði ekki atvinnulaus, það er semsagt vel mokuð heimkeyrslan að Mánaborg þökk sé Palla Óskars og hans tækjabúnaði

Ég sé svo bara um að hárgeiðslustofurnar hafi nóg að gera, hi,hi, allavegana ein þeirra

Á morgun er LANGUR saumasunnudagur á Reyðarfirði, það verður sko bara gaman, ég ætla að þræða saman teppið handa heimasætunni og svo bara að spjalla og hafa það huggulegt

Jens er á leið í rúmið, það er von á Loðnu í nótt svo ætli ég fari ekki bara fram í saumaherbergi og undirbúi morgundaginn, hafið það gott í kvöld og umvefjið ykkur með jákvæðni og góðum hugsunum í ykkar garð og annara

K.kv.Anna panna

06.03.2008 13:55

Ótrúlegt!

Morguninn byrjaði svooooo vel
Ég vaknaði snemma, bjó til heitt súkkulaði og hitaði rúnstykki
Heimasætan og systir hennar fóru svo í skólann og minn heittelskaði kom heim og við fengum okkur morgunmat saman,voða rómó ef ég passaði að anda bara í gegnum munninn, ætla bara ekki að venjast þessari peninga likt

Þegar ég var búin að ganga frá og setja í þvottavél þá skreið ég uppí sófa og breiddi yfir mig teppi, ummmmm, notalegt

Til að gera langa sögu stutta og hoppa yfir atriði eins og sturtu og hárblástur, þá skrifaði ég smá minnis miða til heimasætunar áður en ég hélt til vinnu: taka úr uppþvottavél og gefa fuglunum stóð meðal annars á miðanum. Jens tafðist svo og ég stóð og beið eftir að hann kæmi með Oktavíu.

Fannst svo rosalega góð hugmynd að gefa veslings fuglunum smá áður en ég færi í vinnuna fyrst ég stóð bara þarna í ganginum og beið........
Með plastglas í hendi fullt af fuglafóðri gekk ég útum dyrnar heima hjá mér....
tók eitt skref á bílastæðinu og flaug svo restina

O.k. ég er óslösuð, en þetta fer nú að verða svolítið leiðinlegt, ég skreið á fætur öll útí snjó og skimaði eftir plastglasinu sem ég hafði verið með,
glasið lá tómt á bílastæðinu og innihaldið þið vitið svona fuglamatur sem er frekar fíngerður og á að fara í gogginn á litlu vinum mínum, já fuglamaturinn var snirtilega dreifður út um ALLA forstofuna ég bustaði af mér snjóinn og riksugaði upp fóðrið svona rétt áður en ég dreif mig af stað í vinnuna, jú og auðvita gaf ég fuglunum nýjan skammt af mat

Passið ykkur á hálkunni og munið að gefa fuglunum, fall er farar heill fer nú að vera svolítið ofnotað af minni hálfu.

K.kv.Anna sem er búin að kaupa MANNBRODDA

05.03.2008 11:10

Mið vika!

Þá er vinnuvikan hálfnuð, já eða hér um bil ég vinn nú líka á laugardaginn en það er nú varla til frásögu færandi milli kl.11.00 og 15.00.

Ég sofnaði aftur í morgun eftir að klukkan hringdivenjulega vakna ég á undan klukkuni en í morgun var ég þreyttheimasætan komst á réttum tíma í skólann og ég fór beint inní saumaherbergi og var þar til 10.00 en þá var bara að setja í sjötta gírinn koma sér í sturtuna og svo í vinnu

Systir heimasætunar ætlar að gista hjá okkur í nótt svo það er spurning hvort við látum ekki sem það sé föstudagur og höfum heimabakaða pizzu og huggulegheit, við verðum hvort sem er tvö á föstudagskvöldið og Jens jafnvel að klappa Loðnu en ekki mér svo þá búum við bara til föstudag í miðri viku

Takk fyrir að kvitta, það er á við tíma hjá góðum geðlækni að lesa "kommentin" ykkar eigið yndislegan dag og látið sem það sé föstudagur

K.kv.Anna með bros á vör

04.03.2008 21:16

Myndir!

Bróðir Súpermann hjálpaði mér að setja inn myndir áðan, held hreynlega að ég geti lært að gera þetta sjálfKíkið endilega í myndaalbúmið

K.kv.Anna myndalega

04.03.2008 15:02

Þriðjudagur.

Það sem hrjáir mig er búið að vera að hrjá mig, hljómar kanski hálf einkennilega en svona er það bara stundum. Einusinni í mánuði er ég verri en oftast betri verð bara að taka þessu með brosi útí annað allavegana og muna það sem móðir mín segir svo oft....Það gæti verið verra, o, já mikil ósköp en meðan á þessu stendur þá er þetta bara hundvont og niðurdrepandi, bæði það að vera með þessa verki og ekki minna sárt á sálina þessi áminning um að bíflugan og blómið hafi ekki náð að hittast í þetta skiptið, ekki nema von allt á kafi í snjó og ekkert sem minnir á vor ennþá

Ef það eru mín hlutskipti í lífinu að gera heimasætuna og pabba hennar hamingjusömust af öllum þá held ég að ég verði bara að einbeita mér að því en mikið væri nú gaman að geta deilt þessari hamingju með einum litlum einstakling í viðbót, ég á nú ekki að vera að þreyta ykkur mð þessum hugsunum mínum en Jens er á kafi í Loðnu og heimasætan er FULLKOMLEGA sátt við að vera einkabarn, svo þá er það pársíðan mín og þið sem verið fyrir valinu.

Ég er svefnlaus og þrútinn (meira en venjulega) en samt miklu betri en í gær og þá hlítur morgundaguinn að verða fullkominn. Það er rólegt í vinnuni og ég hef nógan tíma til þess að vorkenna sjálfri mér, en með jöfnu millibili kemur einhver inní búðina og ég dreg fram mitt blíða bros það er miklu betra að vera í vinnuni en að liggja heima með verki, þetta er nú farið að hljóma eins og þvílíki kvart þátturinn uss og svei.

Ég brosi núna, það er enginn inní búðinni, ég er bara búin að létta á mér-hjartanu mínu og þá verður allt svo miklu betra um leið, ef þið þekkið einhvern sem þarf að koma fyrir eins og einu barni í svona 18.ár þá er ég með laust pláss bæði í hjartanu og húsinu og minn heittelskaði er nátturulega með jafn stórt hjarta og ég svo það yrði nú ekki vandamállið

Eigði dásamlegan dag og teljið uppá tíu já eða hundrað áður en þið skammist og verðið pirruð og ég get lofaði ykkur því að þið verðið minna pirruð og meira skemmtileg

K.kv.Anna með stórthjarta og legslímuflakk

02.03.2008 19:49

Þessi fallegi dagur!

Þetta er búinn að vera fullkominn dagur, hann byrjaði um 8.30 ég vaknaði og fann út að ég ætlaði að klára að lesa æsispennandi bók sem heimasætan lánaði mér.....Gæsahúð nr.12 maður verður nú að vera með í heimi barnana ekki satt Jens var að vinna í nótt, Loðnan er full af hrognum og nóg að geraum 10.30 vorum við öll komin á ról og ég búin að hita súkkulaði og þeyta rjóma, Jens fór svo í vinnu um tólfleitið og heimasætan út að leika í snjónum, ég aftur á móti, setti í þvottavél, gaf fuglunum og fór svo inní saumaherbergi og er búin að vera þar síðan

Nú er klukkan að verða átta að kveldi, Jens fer að koma heim og síðasti þáttur af Forbridelsen er á eftir, semsagt heilög stund hjá mér Annars eru tvær kanínur tilbúnar til afhendingar og sex lúxus stykki með vorlegu ívafi litu dagsins ljós í dag, ég náði að spjalla heil ósköp í síman og hlusta helling á útvarpið svo ég er ánægð

Í sambandi við eyrnasneplana á eiginmanninum þá er hann búin að eignast þessa líka flottu 66.* norður húfu svo hann ætti að geta haldið sneplunum frostfríum Heimasætan er líka vel gölluð og sjálf er ég með smá húfu dellu svo ég á sko til skiptana

Eigði svo notalegt kvöld og farið snemma í háttinn, það ætla ég að gera

K.kv.Anna og co. í Mánaborg

01.03.2008 08:16

Úti er alltaf að snjóa!

Ég held bara að sá sem stjórnar veðrinu hafi lesið párið mitt um það þegar maðurinn minn var að ganga í skólann í gamladaga, það er nú óþarfi að leifa Jens að prófa það aftur, að kæla eyrnasneplana á leið til vinnu Nú er þessi elska kominn heim í kaffi og ég ætla að beina athygli minni að honum skrifa meira seinna í dag, ég og heimasætan ætlum að standa vaktina í Birtu milli 11-15 en að öðru leiti verður þetta afslöppunardagur
Njótið dagsins en verið með húfu

K.kv.Anna snjókerling
  • 1
Flettingar í dag: 122
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1365
Samtals gestir: 294
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 21:26:08

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar