"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2008 Maí

31.05.2008 11:03

Laugardagur!

Já það er komin helgi Ég verð að vinna til klukkan 15.00 og svo er það beint heim að smíða, nú er smá pressa, ofurhjón Ísafjarðar sem eru ekki einusinni hjón heldur lilfa í sind þau eru á leiðinni austur á firði í heimsókn, næsta föstudag verður öll smíðavinna að vera búin, Hortensían komin í blóma og sólin að skína

Held mér findist hversdagslegra að fá Dorru og Óla í heimsókn Obba og Pétur ætla að vera hjá okkur frá föstudegi til þriðjudags, það verður grillað og legið í pottinum til skiptis og svo farið í menningarlegan bíltúr kanski, gætum tildæmis skoðað kirkjugarð fjórðungsins

Bróðir-Súðermann svaf til 07.30 Hann er úti að saga núna svo við getum skrúfað og svoleiðis þegar ég kem heim, hann hlítur að verða í stuði til 21.30 fyrst hann svaf svona lengi

Hef þetta ekki lengra í dag, takk fyrir öll kvittin, Helga Snædal þið systur getiið nú skipst á að koma með langt og skemmtillegt kvitt hafið það gott um helgina verið góð við hvort annað og njótið lífsins

K.kv.Anna sem er að breitast í Selmu (konuna í Bubba byggi)

30.05.2008 14:37

amma Dísa og brotnir bollar!

Í dag hefði hún elsku besta amma mín orðið 90.ára ég held hún væri sammála mér um að brotnir bollar og skelkað fólk sé nú bara létt áminning til okkar um öfl náttúrunar, ég bíð bara eftir því að fréttamenn og konur þessa lands fari að tala með Amerískum hreim, þvílíkt sem það er endalaust hægt að tala um brotna bolla og og innbú á gólfum.

Ég er alls ekki með þessu pári mínu að gera lítið úr upplifun fólks og eignartjóni, langt því frá, en það eru allir heili á húfi og er þá ekki hægt að spila eitt og eitt lag á milli frétta.

K.kv.Anna í föstudagsfíling

29.05.2008 11:32

Halló!

Kæru þið sem alltaf kvittið,
takk,takk,takk

Þið sem kastið á mig kveðju úti í garði eða úti í búð,
takk,takk,takk

Þið hin sem kíkið á mig,
vonandi hafið þið gaman af párinu mínu
í gær á háttatíma voru 101.gestur búnir að kíkja við!
Takk fyrir að hafa áhuga á blogginu mínu en...
HALLÓ!

Hver ertu

28.05.2008 06:50

Þessi fallegi dagur!

Það er ekki hægt að liggja og sofa á meðan sólin skýn og fuglarnir syngja Ég vaknaði reyndar aðeins of snemma, eða um 5.30 en ég sef þá bara extra lengi einhvern rigningardaginn

Það er ekkert nýtt að frétta, bara allt í himna lagi, ég er nú reyndar ekki laus við þessa magaverki, en ji hvað þetta gæti verið miklu verra, ég gæti tildæmis þekkt Guðmund í Byrginu og þá sæti ég inni og hann lægi í garði í Fossvoginum og yrði ekki sólbrúnn

Ég held að lögreglan ætti að einbeita sér að stærri málum en þjófnaði í matvöruverslun, sem tekur svo heilan fréttatíma að sýna þjóðinni Það er spurning hvort hann hafi verið í starfsnámi í Ameríku blessaður maðurinn, þvílík læti

Ég kýs að loka eyrunum þegar æsifréttamenn landsins segja okkur sömu fréttina í fimmtaskipti yfir daginn, já nema þegar þeir dásama verðurblíðuna hérna fyrir Austan náttúrulega

Eigið góðan dag og ekki gera neitt heimskulegt, það verður komið á netið áður en þið komist heim í kvöld

K.kv.Anna í sól og sumaryl

26.05.2008 22:09

Meiri sól og meira dúll!

Það er búin að vera sama Mallorca blíðan í dag Ég var að vinna í Birtu á Egilst. Þegar ég kom heim þá voru "eldaðar" SSpylsur og svo var bara að skella sér í vinnugallan, gróðursetja meira, vökva og sópa, filla kerruna af rusli og enda svo í pottinum

Bróðir-Súpermann reynir að gera mér til hæfis í einu og öllu og þar sem mér finnst bleikt fallegra en beis þá er hann náttúrulega bleikur á litinn þessi elska

Monika vinkona mín hjálpaði til við að vökva og gróðursetja, bergflétta breittist í mömmu með stjörnuhár og lítil garðkanna var systirin, leggur og skel eða garðkanna og bergflétta allt kemur þetta að sama gagni þegar ímyndunaraflið er jafn öflugt og hjá vinkonu minni

Á morgun er stefnt á að byrja að klæða að innan skjólveggina við pottinn því þeir eru allgert stílbrot eins og er þriðjudagur á morgun og þessi mánuður orðinn ansi stuttur í annan endan, hafið það gott farið vel með ykkur og BROSIÐ

K.kv.Anna með sundfit

25.05.2008 22:48

Komnar nýjar myndir!

Þessi dagur er búin að vera svo góður, erum ný komin úr pottinum og erum á leiðini í bóliiði, kíkið á myndirnar: Fáskrúðsfjörður=Mallorca

K.kv.Anna nýböðuð

25.05.2008 08:46

Tvíburafrænkur!

Vinkona mín úr næsta húsi kom til mín í heimsókn á föstudaginn þegar ég kom heim úr vinnuni, hún vildi frekar spjalla og hjálpa mér inni en að vera úti á "trampó" með krökkunum. Við gengum frá matvöru sem komið hafði með frá Reyðarfirði og útbjuggum okkur svo grillaðar samlokur því við vorum báðar rosalega svangar, vinkona mín vildi BLEIKA múmí diskinn ég mátti velja einhvern af hinum, ég elska bleikt sagði vinkona mín, hvaða lit elskar þú? Ég elska líka bleikt sagði ég af samfæringu, þá erum við tvíburafrænkur sagði litla vinkona mín og var hæstánægð með góðan smekk vinkonu sinnar.

Á meðan ég var í vinnuni í gær þá kom vinkona mín í heimsókn, hún er mjög hrifin af bróðir Súpermann svo það er nú alltílagi þó ég sé ekki heima, henni lá eitthvað á hjarta, sagðist þurfa að segja honum leindarmál en ákvað svo að það væri best að geyma það þangað til Anna kæmi heim.

Það er svo notalegt að eiga svona litla vini sem koma í heimsókn og lísa upp daginn.
Í gær var mikið um að vera, það er kominn heitur pottur hérna fyrir utan hús hjá okkur, nú bíð ég bara eftir því að hitastigið á vatninu nálgist 40. og þá ætla ég sko að stinga mér til sunds, eða alla vegana klifra varlega ofaní pottinn og slaka virkilega vel á.

Heimasætan var svo spennt fyrir þessu nýjasta tæki fjölskyldunar að hún vildi nú helst prófa í gærkvöldi þó vatnið væri bara 16.gráður, hún var með frænda sínum og þau voru mjög áhugasöm um hitastigið og hversu hratt það rinni í pottinn, ég sagði þeim að ég ætti pottinn og það kostaði í hann, þá sagðist heimasætan ekkert þurfa að borga því ég væri mamma hennar, hún kann á mig!
Frændinn hélt hann fengi ókeypis því hann væri fyrsti viðskiptavinurinn nú annars væri ég bara frænka hans og þá væri hann á sama díl og heimasætan.

Það verður sjálfsagt líflegt eftir hádegi, en nú er allt í rólegheitum, bróðir-Súpermann sefur frammi á sófanum og ég er að hugsa um að athuga með hitastigið á pottinum, eigið yndislegan dag það koma inn myndir seinna í dag, ég LOFA því.

K.kv.Anna sunddrottning

23.05.2008 21:37

Ekki gallað gall!

Takk fyrir allar hlíju kveðjunar, það læknar meira að lesa frá ykkur "kommentin" en að fara á spítalaáður en ég fór í magaspeglunina þá hélt læknirinn að þetta væri gallblaðran eða gallsteinar sem væru að plaga mig, en gallblaðran er sú fallegasta á austfjörðum og þó víða væri leitað og grjót fannst ekki í mér, enda er ég járnkerling en ekki einhver grjótnáma

Einhverjar pillur á ég að gleypa í fjórar vikur, en læknirinn hélt nú að það myndi nú ekki breita miklu, svo þá er spurningin hvort slímhimnuflakkið sé komið á virkilegt flakk, held það sé af Sígaunaættum þetta slímhimnuflakk En allavegana þá er ég engu vísari, bara með blóðsprungin augu og auman háls eftir magaspeglun án deifingar

Njótið helgarinnar og ef ykkur langar í Mallorca blíðu +2.gráður þá komið þið á austfirðina Sunnudagur Mallorca +22  Austfirðir +24

K.kv.Anna ógallaða

21.05.2008 19:45

Taktlaus Tangó!

Þegar ég vakna á morgnana þá liður mér eins og mig langi til þess að skilja "skrokkinn" eftir í rúminu, mér er illt í öllum liðum, með verk sem gæti verið túrverkur en á samt ekki að geta verið það, svitaköstin eru nú samt eiginlega leiðinlegri en verkirnir því við verkjunum fæ ég mér "MAGNÍL" en svitin skánar ekkert við það, mér líður eins og Tangódansara sem hefur misst taktinn, ég er í sjötta gír sjálf en skrokkurinn er bensínlaus.

Á morgun fer ég í magaspeglun svo kanski finna þeir bensínstífluna og geta lagað mig, kanski er ég bara svona rosalega jarðtengd að mér líður bara eins og trjánum úti hjá mér, ætti að vera fagur græn en er beis, já ég held ég sé hálf litlaus að innan og utan, dröppuð í gegn, úff ekki hljómar það nú vel.

Læt ykkur vita hvað kemur útur ferðalagi mínu á Norðfjörð á morgun, farið vel með ykkur og passið að týna ekki taktinum.

K.kv.Anna bensínlausa

20.05.2008 08:30

dapplitað!

Ég held að skaparinn sé búin að gleyma seinnihlutanum af uppskriftinni að sumri

Uppskrift að sumri: Bleita vel uppí drapplitum túnunum eftir kl.23.00 alla virka daga, láta sólina skína þess á milli svo bæði tún og tré verði fagur græn

Hér er allt drapplitað, eða "BEIS" eins og góð vinkona mín á Ísafirði myndi segja

Klukkan er rúmlega hálf níu, ég er búin að stinga í eina vél og skipta um á rúmunum, heimasætan farin í skólan með gula papriku í nesti, hún tekur inn gula litinn í föstu formi þegar þessi á himnum vill ekki sýna sig

Við höfðum nú hugsað okkur að vera með smá hugmyndakeppni, en Malla sá til þess að við getum hvílt heilan, kerran skal heita meðhjálparinn, allveg brilljant hugmynd, Kristall í glas á pallinum hjá mér næst þegar sólin skín og hver veit nema bróðir-Súpermann keyri okkur smá rúnt í meðhjálparanum, en þá þarf kanski að vera eitthvað annað en kristall í glösunum

Eigði góðan dag, þið fyrir sunnan keyrið varlega, það var víst voða mikið af árekstrum í gær, úff,úff Takk fyrir allt kvittið það hjálpar mjög á geðheilsuna í þessu drappaða umhverfi

K.kv.Anna og meðhjálparinn

18.05.2008 22:47

Sunnudagskvöld.

Jæja þá er þessi helgi á endahún hefði mátt vera deginu lengri mín vegna
En í gær, snemma, mjög snemma þá fórum við Oktavía, já bara ég og hún í smá ferðalag, bróðir-Súpermann var að kaupa kerru aftaní bílinn, til þess að geta flutt á milli kirkjugarða allar græjurnar í einni ferð, já þið skiljið stóra kerru Kerran var stödd í Keflavík og þangað er ótrúlega langt, að senda kerruna með flutningabíl ósamansetta var ótrúlega dýrt svo þrátt fyrir ótrúlega hátt dísel verð þá fórum við Oktavía af stað og lauk þeim leiðangri kl.01.30 síðastliðna nóttpabbi keyrði á móti mér og sparaði mér eina tvo tíma hvora leið, en viljinn á bakvið ökuþóruna Önnu var sá að á suðurlandinu var haldið frænkuboð sem ég gat bara ekki misst afeftir að hafa rifjað upp fullt af gömlum sögum, borða flatkökur og allskonar tertur þá drifum við Oktavía okkur af stað aftur en nú með ýturvaxna kerru í eftirdragiFerðin gekk vel og allar komumst við heilar heim, ég, Oktavía og kerran sem enn hefur ekki fengið neitt nafn Nú eru bæði maðurinn í lífi mínu og heimasætan komin í bólið og ég er að hugsa um að gera hið sama, það eru komnar fullt af nýjum myndum, blái skápurinn er nýjasta mubla heimilisins en ég get sagt ykkur að hann fær að vera úti í bílskúr. Fróði prestshundur var hjá okkur um helgina og gladdi það heimasætuna mjög að hafa þennan litla sjarm í löppunum á sér allan liðlangan daginn og svo til fóta á nóttuniPakkana tvo fékk ég frá Obbu og Unni, karöflu og tvö kertaglös frá SIA allt kom þetta óbrotið frá Ísó og svo bunki af viskustykkjum úr Kópavoginum, það er svo gaman að fá eitthvað meira en reikninga innum bréfalúguna Eigið góðan mánudag og farið vel með ykkur, kílómetra mælirinn sýndi tæplega 1200km sem ég hafði keyrt í gær svo eiginlega er ég búin með vikuskammtinn

K.kv.Anna ökuþóra

17.05.2008 04:22

Nú er ég klædd og komin á ról...

Í dag ætla ég að fara í smá ævintýraferð, segi ykkur betur frá því á morgun, reikna með að vera komin heim aftur um miðnætti, eigið góðan dag

K.kv.Anna snemma á fótum

P.s. Húrra fyrir 17.mai, þjóðhátíðardegi Norðmanna
17.mai deg er vi saa glad i,
morro vi har fra morrra til kveld......

15.05.2008 08:44

Góð gen!

Eins og marg oft hefur komið fram þá er minn heitteskaði bróðir Súpermann
Þið hafið nú örugglega séð myndirnar um Súpermann, þegar hann kom til jarðar og svo þegar hann varð fullorðin bráðmyndarlegur maður og hélt sér þannig það sem eftir var

Bróðir-Súpermann á afmæli í dag
Og það er eins með hann, einhvertíman á meðan ég var ennþá í barnaskóla
þá varð hann fullorðinn og hefur ekki elst um dag síðn, húðin er slétt og hraustleg, hárið mikið og glansandi og æskukrafturinn fer sko ekki dvínandi

Og vegna mikils æskuljóma og barnslegrar gleði þá kom ég honum einstaklega á óvart í morgun, síðustu þrjú afmæli hafa verið fatakyns, já fyrir utan Simson seríuna sem heimasætan valdi handa pabba sínum af því að hana langaði svo í hana sjálfri

Allavegana þá langar bróðir-Súpermann ekkert að vera í vinnuni í dag, hann fékk stóran harðan pakka, og þá er ég að tala um STÓRAN, allavegana inní pakkanum var það sem hann hafði dreymt um í mörg ár, bensíndrifinn fjarstírður bíll af flottustu gerð

Það er spurning hvort það verði gert eitthvað meira í viðhaldi og nostri í Mánaborg þetta árið, en þá get ég sjálfri mér um kennt og hringt í iðnaðarmenn sem eru á frívakt í Álverinu, þeir taka víst að sér hin ýmsustu verkefni til þess að drígja tekjurnar, svo ég hef engar áhyggjur af því þó maðurinn í lífi mínu gleymi sér með nýja dótinu sínu

Passið vel uppá barnið í hjarta ykkar, það er voða leiðinlegt fólk sem tínir því allveg, í kvöld er Pizzuveisla og heimasætan og systir hennar koma í afmælis-partý, það sýnir nú svolítið þroska okkar hjóna að gestirnir séu að verða 8. og 13.ára

K.kv.Anna eiginkona bróðir-Súpermann

14.05.2008 12:21

Endurunnið

Ég reyni efti bestu getu að vera umhverfisvæn, skola mjólkurfernurnar og safna saman Morgunblaðinu, allt fer þetta svo í réttan gám á haugunum þegar það er kominn góður stafli í þvottahúsið og jafnvel búið að færa hann (staflann sko!) út í bílskúr

Ég endurvinn líka föt, set í rauðakrossinn sem ég held að ég geti ekki notað á nokkurn hátt en annars fara allar buxur heimilisins og fleirri heimila í stafla inní saumaherbergi sem heiti kanínuföt (staflinn sko!) En það eru semsagt komnar inn nokkrar myndir, ekki af nýju eldhúsgardínunum (sorry Lína!) heldur af því sem mér finnst ótrúlega skemmtilegt, að endurnýta gömul sængurföt og gera eitthvað fallegt úr þeim

Púðarnir á myndunum eru komnir á nýtt heimili, á rúm sem er búið um á hverjum morgni (eins og hjá mér!) Mamma átti gömul vöggusett sem voru  orðin slitin og blettótt, ég bjó til einn langan púða og einn ferkantaðan úr hluta af vöggusettum sem ég fékk hjá mömmu um páskana og svo er ég líka með bút úr vöggusetti síðan minn heittelskaði fæddist, ég vildi bara að ég hefði meiri tíma í saumaherberginu það er svo gaman að sauma, skapa og láta sig dreyma

Ég segi þetta gott í dag, farið varlega í umferðini og andið djúpt, það gengur ekkert betur með stressi og asa

K.kv.Anna endurnýtta


13.05.2008 08:28

Sól,sól,skín á mig.......

Stundum held ég að minnið mitt sé ekki allveg í lagi 
Í fyrra þá sólbrann ég svo illa á handleggjunum þegar ég var að bera á nýsmíðaða skjólvegginn við pallinn að ég var hreynlega frá vinnu í viku
Það mynduðust blöðrur og mér var hálf óglatt
En ég var í hönskum svo það voru voða fín skil

Í gær var mikil blíða í firðinum fagra, ég byrjaði nú reyndar daginn inní saumaherbergi en um hádegi fór ég út að raka og tína rusl, undyrbúa sumarið, sópa og dúllast eitthvað, klukkan var orðin sex þegar þessu öllu var lokið já og ekki ætla ég að gleyma því að ég sat á pallinum og spjallaði góða stund við mína góðu nágrannakonu Oddrúnu og Monika var náttúrulega búin að vera sérleg aðstoðarkona mín allan daginn.

En svo þegar ég kom inn úr sólini
Og bróðir-Súpermann var bæði búin að baka vöfflur í kaffinu og grilla í kvöldmat Þá tók ég eftir því að ég var nú ansi RAUÐ á handleggjunum
og svolítið eins og tómatur í framan Ég var komin uppí rúm fyrir tíu með eftir-sól áburð á náttborðinu og vatn í glasi, en ég svaf ágætlega svo þetta er nú ekki eins slæmt og í fyrra En ef þið haldið að ég sé eitthvað jafnari á litin í þetta skiptið þá skal ég segja ykkur það að ég var líka með hanska í gær

Njótið dagsins, passið ykkur á sólini og verið glöð, við höfum það ótrúlega gott á landinu okkar góða, fellibilir koma ekki því það er of kalt og sem betur fer hefur jörðin ekkert verið að hrista sig hjá okkur nýlega

K.kv.Anna létt grilluð
Flettingar í dag: 176
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1419
Samtals gestir: 294
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 22:09:40

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar