"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2008 Júní

30.06.2008 08:44

Komin heim!

Þá er komin ný vika, vinnuvika Ég kom heim á Fáskrúðsfjörð á laugardagskvöldið eftir góða daga á Patró hjá mömmu við fórum á Ísafjörð og mæli ég eindregið með kaffihúsinu hjá Obbu og Pésa, reyndar ekki opið öllum en ef þið finnið húsið þá verður ykkur örugglega hleypt inn
Það var sumarblíða fyrir vestan en ég get nú ekki sagt að það hafi minnt mig á sumarið veðrið sem við Oktavía lentum í á leiðini heim, +0,5 og slidda
Já svona er Ísland bara allgjörlega eftir sínu eigin höfði og lætur engar árstíðir stjórna sér.

Bróðir-Súðermann var glaður að fá konuna sína aftur heim, þá þarf hann ekki að hjóla í vinnuna og matseðilinn verður þá fjölbreittari, ekki bara drikkjarskyr og drikkjarskyr Reyndar færðu heimasætan og systir hennar "aumingja" bróðir-Súpermann fulla skál af kjötsúpu einn daginn svo hann leið nú engan skortþað er gott að vita að það er vel hugsað um manninn í lífi mínu þegar ég er ekki heima, ég hlakka til ef ég verð ein heima, elska nefnilega kjötsúpu

Hafið það nú gott í dag, verið góð við hvert annað og ykkur sjálf

K.kv.Anna með bros á vör

25.06.2008 10:46

mömmustelpa!

Það er sól og blíða á Patró Ég renndi af stað í gærmorgun stoppaði góðastund á Akureyri og svo vorum við kmnar á Brunna 5. uppúr níu í gærkvöldi ég og Oktavía Í dag ætlum við að "kíkja" á Ísafjörð og þiggja kanski smá hressingu hjá ofurkonuni Auðbjörgu eftir ráp í búðum og svoleiðis

Hafið það gott og ekki halda að það sé langt til Patreksfjarðar hvað er langt langt? hí,hí 

K.kv.Anna og Oktavía á Vestfjörðum

23.06.2008 18:39

Já-arar!

Hvort ætli það sé JÁ-kvætt eða neikvætt að vera kallaður jáari
Ég hef nú ekki kíkt í orðabók svo ég veit svosem ekki hvað orðið þíðir, en við erum víst soddann jáarar ég og minn heittelskaði
En er ekki betra að jáari en það sem er mótsatt sem hlítur þá að vera neiari

Ég ætla að halda áfram að vera jáari, svo mikill jáari að það kemur með í næstu símaskrá: Anna Ólafsdóttir garðálfur,fagurkeri,ofurdúlla og jáari

Það er nú leiðinlegt ef fólk telur það manni til foráttu að vera jákvæður, en svona er þetta nú stundum

Það er feikilega mikið að gera í slætti og öðru dekri við hina ýmsu garða staðarins, bróðir-Súpermann vill ólmur stækka flotann og heimasætan er honum sammála svo það er spurning hvort það verður atkvæðagreyðsla og gjaldkerinn verði að gefa sig

Ég ætla ekki að hafa þetta lengra, mæli með Ostakökuni á Sumarlínu svona í lokin, fór með nöfnu minni og vinkonu Önnu Heiðu í smá "breik" í dag og það var sko ljúft

Hafið það gott og enn og aftur ekki eltast við neitt sem er hvítt, það er aldrey að vita hvað leinist á bakvið litinn

K.kv.Anna jákvæða 

21.06.2008 17:37

13.ára!

Heimasætan er 13.ára í dag Hún var með smá afmælispartý í gærkvöldi, pabbinn var mjög áhyggjulaus yfir þessu öllu saman og sofnaði um kl.20.00, stjúpan var að mestu inní saumaherbegi en í stofuni var dansað og hlegið Bróðir-Súpermann vaknaði svo ekki fyrr en kl.07.00 í morgun svo hann er úthvíldur, ég bjó til eitt lítið teppi sem ég set kanski inn mynd af síðar og  datt ég ofaní mynd um Tinu Turner svo ég fór seint að sofa. Við erum búin að slá í dag og njóta blíðunar, en það er enginn sólstingur hér á ferð, full klædd og bara hálf kalt ef maður stoppar eitthvað Ætli sé ekki best að taka smá fjall af handklæðum úr vélinni, þær fóru í pottinn í gær gellurnar og handklæðaskápurinn er bara hálf tómunr eftir það Hafið það gott og verið góð hvert við annað og alla í kringum ykkur

K.kv.Anna á laugardegi

20.06.2008 07:33

Bananabrauð og súkkulaðimúffur!

Það er spurning hvort ég eigi að fara í greiningu með bróðir-Súpermann, kl.er 07.30 og ég er búin að taka tvö bananabrauð úr ofninum og eftir aunablik verða tilbúnar súkkulaðimúffur

Vona að minn heittelskaði komi í níukaffi og bráðni eins og smér fyrir mér og bakstrinum

Hvítu buxur heimasæturnar eru búnar að endurheimta fyrri fegurð, en það var sko ekki grasgrænkan sem var verst ónei, hamborgarasósa vænn blettur á miðju læri, ég þvoði buxurnar fimm sinnu í vélinni allt frá 30 til 60 gráður þær láu í bleiti og voru skrúbbaðar, ég gat bara ekki látið einhverja hamborgara druslu sósu sigra mig svo ég vann fyrir rest

Það er þurrt úti svo ef það heldur svona áfram þá er ég á leið í slátturgallann, eigið góðan dag, klappið ykkur á öxlina ef enginn annar gerir það og munið það er FÖSTUDAGUR

K.kv.Anna í bökunargírnum

19.06.2008 23:19

Skógarhögg og skýfall!

Dagurinn byrjaði bara nokkuð snemma, við fórum í kirkjugarðinn, ég og heimasætan og hreinsuðum til þar og ég grisjaði svolítið, þegar við fórum heim í hádegismat þá var farið að dropa, droparnir breittust í steypi regn á örskömmum tíma svo það var ekki garðálfast neitt meir i dag

Það voru tveir pakkar á póstinum til okkar, heimasætan átti annan þeirra hún á afmæli á laugardaginn og fjölskyldan á Álftanesi sendi pakka hinn pakkan átti ég, ég fæ oft pakka já svona miða við að það eru bara jól einusinni á ári og ég er löngu búin að eiga afmæli, Jórunn saumavinkona mín og "gleðikona" sendi mér svoooooo sætan pakka, tölur, efni og snið já og blúndur, alltsaman allveg æðislega flott Takk Jórunn

Í kvöld er ég búin að sauma 6.klemmupoka og ætla að reyna að koma einni kaninu í föt, svo ég hef þetta ekki lengra takk fyrir lesturinn og eigið góðan föstudag

K.kv.Anna önnumkafna

18.06.2008 12:38

Hvítar buxur og hvítabjörn!

Það fór ekki vel fyrir aumingja birnuni sem hélt uppá þjóðhátíðardag okkar með eggjaveislu og afslappelsi, þetta leit svo vel út um miðjan dag en svo fór sem fór

Um hádegi í gær klæddist heimasætan hvítum buxum sem hún fékk í fyrirfram afmæligjöf frá ömmu á Patró, hún var mikil gella og voða ánægð með sig, mynd af unglingnum í myndaalbúminu. Seinnipartinn sótti ég hana og vinkonu hennar á Reyðarfjörð eftir skammtanahald sem þar fór fram, heimasætan leit vel út og var stjúpu sinni til sóma. En þegar barnið skilaði sér svo heim eftir útstáelsi fram á kvöld þá minntu hvítu buxurnar helst á gamlan björn, nú liggja þær í bleiti í Vanis og Bio og Ariel og öllu hinu í von um að endurheimta fyrri fegurð, það er smá möguleiki að bjarga hvítu buxunum en það er meira en hægt var að gera fyrir aumingja birnu, læt ykkur vita hvort öll undraefnin virka

Farið varlega og ekki eltast við áburðapoka þeir gætu reynst hættulegir

K.kv.Anna með "hvítar"buxur í bleiti

17.06.2008 10:02

Hæ,hó,jibbí jei!

Það er kominn 17.júní

Þá er bloggfríði á enda, allir gestir flognir til sín heima og Mánaborg hálf tómleg

Mamma og Leó fóu í gær, SPA ferð mömmu var meiri ráðskonu ferð en dekur en hún fær betri meðferð næst

Það eru nýjar myndir í mynda-albúminu, gestirnir frá Færeyjum stoppuðu svo stutt að það náðist varla mynd af þeim en ljóshærða hnátan er Rebekka Nökkvadóttir og svo eru nokkrar myndir af Leó sem er lítill súpermann strákur og fílaði sig mjög vel í "sveitinni" hjá Jens og frænku, vaggan er fyrir dúkku, smá verkefni sem ég tók að mér fyrir konu sem kann að meta dúllið mitt.

Stiginn er handklæðastatíf og stóllinn fyrir síma og aðrar nauðsynjar þegar við liggjum í pottinum

Hef þetta ekki lengra í dag, hafið það gott og njótið dagsins andið djúpt og ekki riðjast

K.kv.Anna gestaþrælari

13.06.2008 08:35

Föstudagur!

Sólin skín í firðinum fagra, þvotturinn blaktir í goluni og hunangsflugurnar suða, næstum því eins og í ævintýri en svona er þetta hérna hjá okkur.

Um hádegisbil koma gestir, einn lítill og einn svolítið stærri, mamma og Leó Örn ætla að heiðra okkur með nærveru sinni yfir helgina, sumarfríði mitt byrjar á hádegi og grasið sprettur. Þetta gæti ekki verið betra.

Hafið það gott í dag njótið þess að það er sumar, hvort sem það er skýjað eða sólin skín. Verið þolinmóð í umferðinni og brosið.

K.kv.Anna á föstudegi

11.06.2008 11:37

Farfuglar frá Færeyjum!

Í gær kom Norræna til hafnar á Seyðisfirði, það hefur nú sjálfsagt ekki farið fram hjá neinum í morgunsárið að Tollurinn vann vinnuna sína og er það GOTT

Við fengum 3.farfugla frá Færeyjum í heimsókn, tengdaforeldrar mínir og Rebekka Nökkvadóttir (bróðurdóttir Jens) komu í "svipp túr" til okkar og fara aftur í dag, og bara svo það sé á hreynu þá eru þau ekki á húsbíl

Bróðir-Súðermann er í TÚRBÓ gírnum, það er spurning hvort ég hafi samband við Greyningarstöðina, en það er svo langur biðlisti þar að það hefur sjálfsagt ekkert að segja  Allavegana þá hlítur þessi elska að ganga fyrir öðru "bensíni" en við hin, ég er eiginlega allveg hissa á því að hann sé ekki búin að finna einhverja græju sem þurkar grasið á meðan hann slær svo hann geti slegið í öllum veðrum, voða leiðinlegur raki þessa dagana, lítið hægt að slá en þá er það Loðnuvinnslan sem nýtur góðas af OFUR-ORKU bróðir-Súðermann

Ég á tíma hjá tannréttingarlækninum kl.20.00í kvöld, það er spurning hvort hann ætlar að bjóða mér út að borða eða hverskonar tímasetning þetta er eiginlega
dagurinn sem ég losna við spangirnar er að nálgast og í dag ætlar hann að líma einhverja stoðboga og vesenast eitthvað, vinnusamur tannlæknir spurning hvort hann er í Súpermann fjölskyldunni

Á föstudaginn koma mamma og Leó Örn í helgar SPA á Fáskrúðsfjörð, o ég hlakka svo til ef það verður Bongó blíða og slátturveður þá breitist SPA ferð mömmu í matráðskonu ferð svo það er spurning hvor mamma og uppáhaldstengdasonur hennar óski sér eins veðurspár

Hef þetta ekki lengra í dag, hafið það gott og njótið dagsins

K.kv.Anna míní túrbó

09.06.2008 00:28

Hegin á enda.

Þá er helgin á enda, við erum búin að hafa það rosalega gott, Pétur gestakokkur hefur séð til þess að við höfum aldrei verið nálægt sykurfall eða hungurtilfinningu

Potturinn er búin að vera í stöðugri notkun og svo fórum við smá rúnt, Egilstaði og Seiðisfjörð en á Seiðisfirði vorum við orðin virkilega svöng Fórum á Hótel Aldan og fundum okkur fínt borð, pöntuðum eftir svolitla umhugsun súpu dagsins með nýbökuðu brauði, eftir svolitla stund kom afar elskuleg þjónustustúlkaog sagði okkur að súpan væri BÚIN við spurðu hvort það væri hægt að fá smurt brauð eða samloku af einhverju tagi, sáum fyrir okkur grillaðar samlokur með einhverj girnilegu á milli, en nei það va ekki hægt sagði kokkurinn við yfirgáfum staðinn jafn svöng og við komum og drifum okkur heim á leið.

Nú er bróðir-Súpermann og gestirnir löngu sofnaðir, ég er að bíða eftir að tvær marmarakökur verðir bakaðar og að gulrótakakan verði köld svo ég geti sett á hana kremið , þá get ég skriðið í bólið, Ísfirsku turtildúfurnar yfirgefa okkur á morgun, en ég held að þau komi fljótlega aftur, eru eiginlega farin að horfa efir tómum húsum held ég, en þá verður að vera pláss fyrir heitan pott

Segi þetta gott í kvöld læt vita af mér þegar það róast, farið vel með ykkur og eigið góan mánudag

K.kv.Anna næturhæna

06.06.2008 14:57

Hormónar!

Hormónar hver fann þetta orð upp?
Þetta er sjálfsagt einhver Latína en orðið segir svo lítið, það segir ekker um svitaköst eða skapsveiflur

Frúin er í svita-kasti og ég held að gelgju-hormónarnir hjá heimasætuni séu í uppreisnbróðir-Súpermann er örugglega með súper hormóna sem eru í svo miklu jafnvægi að hann hvorki svitnar né skiptir skapi

Ég fór léttan snúning um húsið kl.06.30 í morgun, get ekki látið gestina mína dópa sig upp á ofnæmislyfjum rétt á meðan þau stoppa

Ég held ég bjóði bara góða helgi, læt ykkur vita ef það verður eitthvað krassandi að frétta

K.kv.Anna ofursveitta

05.06.2008 12:45

Sjörnuspá 5.júní

Hrúturinn

Leiðinleg vinna er tækifæri til að kanna ímyndunaraflið.
Fáðu þér far með hugmyndafluginu.
Þú átt góðar samræður seinni partinn sem þú græðir á.Góður dagur í vændum hjá mér, vonandi verður ykkar jafn góður


K.kv.Anna hrútur

04.06.2008 11:47

Mið vika!

Enn og aftur er mið vika Sólin skín og ég byrjaði daginn í heitapottinum
Það var talning á rykmaurum í Álfabrekku 4. í morgun og vil ég hér með biðja Pétur  að fá sér auka skammt af ofnæmislyfjunum. Ég get nú bara ekki verið inni að þurka ryk þegar sólin skýn

Victor Emil frændi minn er í heimsókn á Patró, mamma dáist mikið af litla langömmu prinsinum sem er tveggja ára síðan í apríl,hann borðar með lokaða munn og sefur eins og engill langamman heldur því líka fram að barnið sé altalandi, hún skilur bara ekkert af því sem hann segir

Nú er bróðir-Súpermann í slátturham hann er búin að lofa að breitast ekki í garðálf en ef hann ætlar að halda Súðermann lúkkinu þá verður hann að raka sig og viðurkenna að bláu sokkabuxurnar og rauða skílan fara honum ekkert sérstaklega vel

Ég kveð í bili, farið varlega og njótið dagsins, þakkið fyrir gott veður að kvöldi en góða konu að morgni

K.kv.Anna með bros á vör

03.06.2008 10:47

Ský,ský burt með þig!

Það er skýjað  en ég brenn þá ekki á meðan  Það er allt gott að frétta, við erum komin í slátturgírinn og mikið er nú gott að stinga sér í pottinn eftir langan dag Bróðir-Súpermann er að breytast í garðálf, en ég passa nú uppá að það gerist ekki, sjáið fyrir ykkur Súpermann og garðálf hlið við hlið  Súper-Garðmann ég held að það sé málið

Opinber heimsókn Obbu og Péturs nálgast óðfluga, það er svo mikið að gera hjá mér að þau fá örugglega RYK ofnæmi, úff, ég hef þau þá bara í pottinum og þess á milli förum við í bíltúr

Vinnan kallar svo þetta verður ekki lengra að sinni, njótið dagsins og verið jákvæð

K.kv.Anna rykmaur
Flettingar í dag: 122
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1365
Samtals gestir: 294
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 21:26:08

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar