"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2008 Júlí

31.07.2008 14:12

Tómt kot.

Þá eru Færeysku farfuglarnir farnir, þau tóku heimasætuna með sér svo við hjúin erum bara tvö í kotinu. Heimasætan var með magaverk, reikna með að það hafi verið spenningur og ekkert annað Moli hamstur er búin að vera lasinn, héldum hreynlega að við þyrftum að senda hann til Guðs, en þegar hann heyrði af því þá ákvað hann að láta sér batna, hann fær vínber og hamstranammi og er duglegur að drekka vatn, það er allt annað að sjá hann og fjölskyldan voða fegin að þurfa ekki að senda greyið inní eilífðina allveg strax, hvað verða svona hamstrar gamlir? Moli er eins og hálfs svo það er spurning hvort hann sé 70.ára á hamstra mælikvarða eða jafnvel 103

Úti skín sólin og í morgun lagði glæsikerra í brekkuni fögru, þetta var sko engin kreppu bíll, í bílnum voru tvær myndar meyja, þær Mjöll og Sólrún sem búa í Grundafirði en eru frá Patró, Mjöll er fermingarsystir mín og æskuvinkona, hún hitti þarna í brekkuni fögru tvö fermingarsystkyni sín, geri aðrir betur 900.km frá upprunanum

Ég ætla að skella mér í slátturgallan og snirta aðeins til á Kolfreyjustað, farið varlega um helgina, við verðum heima, eigum von á gestum á laugardaginn en gulrótakaka og kaffi verða til alla helgina ( nú var ég að lofa uppí ermina á mér).

Þeir sem lesa skiltið á skjólveggnum okkar, ekki Mánaborg heldur það bleika (me next husband will be normal) ekki halda að ég hafi hengt þetta upp, það var bróðir-Súpermann!

K.kv.Anna ein heima

27.07.2008 16:08

Með frönskum hreim.

Þá er helgin liðin og franskirdagar líka Hátíðahöldin gengu að óskum, veðurguðirnir voru okkur góðir, við hjónin reyndum að skipta okkur passlega "lítið" af þessu en það gekk nú mis vel. Bróðir-Súpermann sá um hljóðkerfið og allt sem við kom rafmagni, ég var nothæf í kynningu á sviði og held ég hafi ekki hrætt neinn eða móðgað allvarlega

Nú eru ferðalangarnir frá Færeyjum búinir að skoða Ísland, þau fara á fimmtudagin og taka heimasætuna með sér. ég verð í fríi næstu viku og ætla ég að fara að ráðum Jónu Bjargar og setja Cheerios pakkan á borðið og eiga nóg af súrmjólk fyrir gestina og láta mig svo kverfa inní  saumaherbergi og bara vera þar

Hef þetta ekki lengra að þessu sinni, er með stíflað nef og franskan hreim og ætla bara undir teppi og hafa það notó, farið vel með ykkur og smirjið ykkur með jákvæðni, það er svo gott

K.kv.Anna með frönskum hreim

22.07.2008 11:51

Sá hlær best sem síðast hlær!

Bróðir-Súpermann er með fyndnara móti þessa dagana, allir brandararnir ganga útá mig og sólbrunan:

Voðalega ertu hörundsár!
Er uppáhalds hljómsveitin þín Síðan skein sól?
Er kanski uppáhalds lagið sól,sól,skín á mig?
Þú ert allveg útbrunnin!
Skrítið að reykskynjarinn skyldi ekki fara í gang.
Það er ekki hægt að vorkenna þér oft í mánuði fyrir sömu mistökin!
Brennt barn forðast eldinn, og brenndar konur sólina!

Vá honum finnst hann rosa finndinn og ég verð bara að bíta á jaxlinn og hlæja með, því ég fæ enga samúð hvort sem er.

Hef þetta ekki lengra að þessu sinni, en vona innilega að ég finni einhvern auman blett á þessum súper fullkomna bróðir-Súpermann til þess að hefna mín, þetta er geimt en ekki gleimt!

K.kv.Anna útitekna20.07.2008 22:44

Gullfiskur og eitthvað hvítt!

Ég hlít að vera gullfiskur inn við beiniðþað eru bara tvær vikur síðan ég sólbrann síðast og já ég er allveg eins og grillaður tómatur eftir daginn Ég er svo hissa var bara allveg búin að gleyma að ég er af tómata ætt en ekki einhverri sólbrúnni leðurtösku ætt

Það er búið að skrúfa í allt kvöld, og ef þið kíkið í mynda-albúmið þá sjáið þið eitthvað hvítt, en það er allgjör óþarfi að kalla út þyrlu þetta eru nýja húsgögnin og grillið, allgjört æði

Nú ætla ég að fá bróðir-Súpermann til þess að sýna mér hæfileika sína sem slökkviliðsmaður og getur fengið að spreyta á Aloavera flöskunni, hafið það gott og passið að brenna ekki af þessari gulu hún er heit þegar hún sýnir sig þessi elska

K.kv.Anna rauða

20.07.2008 09:14

Það er komið!

Já, þolinmæðin þrautir vinnur allar! Sumarið er komið Gærdagurinn var vel notaður, pallurinn og skjólveggirnir fúavarðir, þvottur þurkaður og Oktavía þvegin Í dag er áframhaldandi úti vinna og vonandi komast útihúsgögnin og nýja grillið á pallinn í dag, hver veit nema það komi inn nokkrar myndir

Jóna Björg endilega haltu áfram að lofa góðu veðri, þetta svínvirkar hjá þér
Bróðir-Súpermann er í vinnnuni (sunnudagsmorgun!) og ég búin að fara í pottinn og er klár í fúavörnina

Njótið dagsins hvar sem þið eruð og ekki gleyma að allt hvítt er ekki hættulegt, bara hringja í 112 ef þið eruð viss

K.kv.Anna í sól og sumaryl

18.07.2008 11:32

Blogg-vinir.

Hvað þíðir "blogg" það hlítur að vera búið að finna eitthvað íslenskt orð yfir það að pára á veraldarvefnum.

Þegar ég hugsum um þróun, þá kemur örbylgjuofninn í stað þess að hita upp í potti, og "bloggið" í stað þess að eiga pennavini.

Föðuramma mín og nafna átti pennavinkonu á Ísafirði, sjálf bjó amma mín alla sína tíð á Torfastöðum í Fljótshlíð í Rangárvallasýslu, í dag er stittara á milli mín og Önnu Lísu "blogg"vinkon minnar en það var á milli ömmu minnar og pennavinkonu hennar á sínum tíma. Anna Lísa býr í Noregi, ég hef aldrey hitt hana en hún er samt vinkona mín. Önnur góð  "kona" sem kom inní líf mitt í gegnum þetta pár er Kristjana, hún kíkti við hjá mér í vinnuni í sumar og það var eins og við hefðum alltaf þekkst.

Ég gæti talið upp í allan dag, Ragna sem er komin á klepp, frænkur mínar Heiður og Dísa Dóra og fullt af öðrum súper dúper " konum" sem "blogga" eru ófeimnar við að segja skoðanir sínar og opna sig, við erum pennavinkonur það mega bara allir lesa bréfin.

Föstudagur og góð helgi framundan, því lofaði Jóna Björg á Seyðisfirði hi,hi!
Párið mitt er á enda í þetta skiptið hafið það gott og farið varlega.

K.kv.Anna bloggvinkona

P.s. Þóra, Steini á stóru stelpuna en Guðmunda litlu og svo er prilnsinn Leó Örn Þórarinnsson.

17.07.2008 15:14

fimmtudags færsla!

Vinnuvikan svífur hjá  þegar nóg er að gera, og já það er sko nóg að gera, held ég hafi ekki sest niður heima alla vikuna, jú náttúrulega í saumaherberginu.

Það er gott veður, minnir á sumar, en þó veðurguðirnir hafi gleymt okkur hérna fyiri austan í sumar þá er sól í hjarta mínu, jákvæðir straumar og falleg orð frá góðu fólki hvetja og gleðja.

Held reyndar að maður hlusti miklu meira á neikvæðu raddirnar heldur en þær jákvæðu, úff verð að hætta því, þær jákvæðu eru svo miklu uppbyggilegri.

Bróðir-Súpermann byrjaði að háþrísti- þvo pallinn í gær og svo ætlum við að fúaverja um helgina (ef veður leifir) hef þetta ekki lengra, Malla fær sérstakar kveðjur í dag og önnur góð nágrannakona sem les bloggið mitt líka hún fær sérstakar þakkir fyrir hughreystandi orð í gær.

K.kv.Anna umvafin jákvæðni

15.07.2008 10:04

saumaskapur og skógarhögg

Það er álíka tilfinning hjá mér að grisja og klippa tré eins og að gera vorhreingerningu, bróðir-Súpermann finnst ég stundum svolítð kræf með klippurnar en svo er hann voða sáttur og sammála að verki loknu.

Í gærkvöldi grisjuðum við í gamla hlutanum í kirkjugarðinum á Fáskrúðsfirði, það var svo gott veður, ég hefði getað haldið áfram endalaust já eða svona hér um bil, hlakka til þegar vinnudeginum líkur að halda áfram að gera fínt.

Ég var vöknuð snemma í morgun og komin inní saumaherbergi um sjöleitið, ég er með smá verkefni sem ég náði að klára fyrsta eintak af í morgun, þetta er pöntun frá Sjóræningjahúsinu á Patreksfirði, ég sýni ykkur mynd þegar ég hef lokið við pöntunina.

Skaparinn sér til þess að ekki þurfum við að vökva garða og gróður, almennilegu  (eða þannig) en það hefði nú verið gott að geta fúavarið pallinn áður en sendinginn frá Húsgagnahöllinni kemur, ég sá drauma útihúsgögnin í bækling frá þeim í vor en náði að sitja á mér þangað til í gær..-40% afsláttur, alltaf að græða. Svo er það nýtt grill vonandi fyrir helgi og þá er þetta nú orðið gott í bili.

Hafið það gott í dag og umvefjið ykkur með jákvæðni og kærleika, hlúið að sálartetrinu og elskið ykkur sjálf og alla sem í kringum ykkur eru, systir mín er vön að segj: Guð er góður og verða það mín loka orð í dag.

K.kv.Anna í góðum gír

P.S. ANJA á afmæli í dag hún stendur vaktina í Birtu á Egilsstöðum en ég hef grun um að hún fái köku í kaffinu, til hamningju með daginn elsku ANJA

13.07.2008 21:22

gran Fáskrúðsfjörður

Mikið var gaman að sjá veðurfréttirnar í kvöld, ekki það að ég var mjög vel vör við blíðuna í dag en svona staðfesting fyrir ykkur hin sem eruð langt frá firðinum fagra

Við eiddum gærdeginum á Kolfreyjustað allveg þangað til það þurfti SUND-gleraugu til þess að sjá það sem maður var að gera En það ringdi þessi líka ósköpin langt fram á nótt, en svo í morgun skein sólin og við gátum klárað kirkjugarðinn, þrátt fyrir að orfið bilaði en ég sótti þá bara orfið okkar heim svo bróðir-Súpermann yrði nú ekki verkefna laus

En að allt öðru, heimsmarkaðsverð á gulli stígur í takt við olíu verðið, ég eignaðist stóran gullmola fyrir nokkrum árum og hefur hann meira að segja þyngst svo verðið á honum hefur margfaldast Þessi gullmoli er ekki til sölu sama hvað fengist fyrir hann ég ætla að eigann ein og sjálf, gullmolinn gengur einnig undir nafninu bróðir-Súpermann og lýsir það eiginlega öllu sem lýsa þarf, hann getur reyndar ekki flogið en allt annað getur hann Í gær gleymdi hann sér aðeins og skipulags staðall heimilisins raskaðist smá stund en ég held að þetta eigi ekki eftir að koma fyrir aftur 

Farið vel með ykkur, njótið þess að vera til og hugsið vel um garðinn ykkar, illgresi nágrannans kemur okkur lítið við

K.kv.Anna sólbrennd,þreytt og ánægð

11.07.2008 23:21

Föstudagskvöld!

Nú er húsfreyjan í Mánaborg lúin, það var mikið að gera í vinnuni í dag og þrátt fyrir góða hjálp frá heimasætuni þá var ég nú bara þreytt þegar dagurinn var búin Það eru komnar inn nokkrar nýjar myndir, ég veit ég lofaði brosmynd og hér er hún allveg skælbrosandi Í gærkvöldi kláruðum við aðraumferð á kirkjugarðinum á Fáskrúðsfirði svo helgini verður eitt í Kolfreyjustað, ég hvet þá sem lesa þetta pár og þá sem lesa það án þess kanski að viðurkenna það, endilega látið okkur vita ef við getum orðið til hjálpar á einhvern hátt þegar kemur að umhirðu leiða í görðunum og ef það er einhver óánægjurödd á bakvið vegg þá vil ég hér með hvetja þá sömu rödd til þess að hafa samband, við getum ekki bætt okkur ef við heyrum ekki óánægjuraddirnar, og sögusagnir eru nú mis trúverðugar svo þangað til einhver hringir og segir að við séum ómögulegir garðálfar þá kjósum við að trúa því að við séum bara bestu skinn og mikill happafengur fyrir kirkjugarða prestakallsins

Góða helgi elskurnar

K.kv.Anna enn með bros á vör

10.07.2008 09:18

Sólskinsbros!

Úff, í dag er ég þreytt  en ótrúlega ánægð  ég og heimasætan vorum hjá tannréttingarlækninum í gærkvöldi, já við áttum tíma kl.21.00  og ég er komin með þetta líka flotta Hollywood brosið  LOFA hér með að það kemur mynd af brosinu í kvöld, nú verð ég að koma mér í vinnuna , eigið góðan dag og munið að brosa

K.kv.Anna með bros á vör

07.07.2008 10:42

Ættarmót!

Þá er kominn mánudagur, við vorum á ættarmóti um helgina mikið rosalega er skemmtilegt fólk í fjölskylduni minni hi,hi! Það var allavegana rosalega gaman, við lögðum af stað fyrir hádegi á föstudag, ég,bróðir-Súpermann,heimasætan og systir hennar, aumingja Oktavía var troð full
Ferðini var heitið að Dæli í Víðidal (held ég!) það rigndi á okkur á leiðinni en það var nú allt í lagivið gistum í litlu smáhýsi og höfðum það svo gott, stelpurnar sáust lítið nema þá helst til þess að skipta um föt eftir vatns slag eða einhver ótrúleg óhöpp það var rosalega góð mæting og vil ég bara segja við þá fáu sem mættu ekki, GREYIÐ ÞIÐ

Ég fór með "smá" tösku með pínu lager sem ég átti í saumaherberginu og taskan kom tóm til baka,það er einstök tilfinning að græða á ættingjum sínum
Nú ætla ég að stinga í eins og eina vél og taka utanaf sængunum okkar, mín er öll í aloavera geli vegna þess að ég grillaðist aðeins á bakinu, ég og sól

Hafið það gott öllsömul, njótið dagsins og farið vel með ykkur

K.kv.Anna á mánudegi

P.s. Í dag er bróðir-Súpermann búinn að vera giftur mér í 1.ár
        Ég elska þig meira en mest elsku maðurinn minn

02.07.2008 18:51

mér finnst rigningin góð tra,la,la,la,la!

Ekki halda kæru vinir að ég sé haldin einhverri bloggleti, nei stjórnborðið á síðuni hefur bara ekki virkað og ég sem þurfti svo að tjá mig (grín!)

Það er frekar rólegt í vinnuni en þá er það bara að þurka rik og endurraða

Mér heirist bróðir-Súðermann vera að koma heim, ég ætla að drýfa mig fram og klára að elda

K.kv.Anna í rigningu
  • 1
Flettingar í dag: 99
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1342
Samtals gestir: 291
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 20:38:41

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar