"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2008 Ágúst

31.08.2008 23:13

Berjamó!

Ég verð bara aðeins að fá að velta vöngum yfir einu... o.k. það er farið í berjamó á haustin, yndislegt en í síðustu viku var frétt á RÚV og viðtal við fagra frú sem var í sveppaMÓ hef bara aldrey heirt á þetta minst áður, og þar sem þessi sveppatínslukona var stödd í Hallormstaðarskógi sá ég ekkert samhengi á milli skógar og móa, maður fer í berjamó í móa en þar hef ég ekki rekist á sveppi, ekkert ætilegt allavega, og þessi kona tíndi svo mikið af Lerkisveppum í sveppamó Nú er ég farin að endurtaka mig en ég bara næ þessu ekki, mátti ekki kalla þetta eitthvað annað, ég bara spyr

Annars er helgin búin að vera góð, bróðir-Súpermann hefur ekki slegið slöku við í slættinum og ég hélt á hrífu smástund úr degi bæði í gær og í dag, annars er ég búin að sauma smá og ætla ég að taka myndir af afrakstri helgarinnar á morgun í dagsbirtu svo blikka ég hann sem allt getur og þá fáið þið að sjá myndirnar líka

Eigði góðan dag og farið vel með ykkur, að lokum...Jóna Björg mér finnst yndislegt að fylla útí hrukkurnarhef ekki heyrt þessa skíringu áður

K.kv.Anna sveppur

29.08.2008 16:31

Anna frænka!

Ég á voða sæta litla frænku í Kópavoginum, hún er nú ekkert svo lítil lengur, var að byrja í skóla og allt.Eftir skóla fer hún í skólasel, í skólaselinu kynnist þessi frænka mín konu, góðri konu, þú ert jafn góð og Anna frænka segir barnið í fullri allvöru og svo eru þíð líka jafn feitar! Vá! Ég er svo ánægð með að vera góða frænkan sem elsku besta Þórhildur Gréta tekur með sér í huganum í amstur dagsins,það hlítur að vera betra að vera góð og feit en mjó og gleymd.

Eigið yndislegt föstudagskvöld!

K.kv.Anna frænka

26.08.2008 16:24

Gæludýr!

Heimasætuni langar í "nýtt" gæludýr ég stakk uppá því að hún væri bara góð við mig og við gætum farið saman í göngutúr og svoleiðis, en hún sagðist ekki geta sett mig í band og þar með var það útrættég sá svo fallegan hest í sumar, við erum með stóran pall hjá húsinu, Lína langsokkur var með hross á pallinum, afhverju ekki ég Vá, ekki var ég bitin af þessari dýra sýki sem krakki, en ok. ég er búin að eiga hund og það var voða gaman, nema þegar ringdi, nema þegar ég fór til Íslands í jólafrí, nema þegar ég varð að vinna lengi, nema þegar ég flutti aftur til Íslands og varð að skilja hann eftir

Húsið hans Mola verður auglýst í næsta fasteignablaði Morgunblaðsins og allt sem því tilheirir fylgir með, svona eins og í "Hæðinni" Hús með innbúi til sölu

Doppa fress var kötturinn í sveitinni hjá afa mínum og ömmu þegar ég var að alast upp, hann svaf í hlöðuni og matardallurinn var úti við fjósvegg, það var ekki talað um köttin sem gæludýr, þetta var meira svona lifandi músagildra

Sumum þykir vænna um dýrin sín en börnin, börn gera yfirleitt uppreysn með árunum á meðan dýrin eru húsbóndaholl til æfiloka

Ef ég væri dýr............þá væri ég bíflugnadrottning, eða bara Bangsamamma í Dýrunum í Hálsaskógi, já ég held ég sé svona bangsamamma

Hafið það dýrlega gott í dag og njótið þess að vera til, ekki taka lífinu sem sjálfsögðum hlut, lífið er einstök gjöf sem við eigum að njóta og fara vel með.

K.kv.Anna bangsamamma

25.08.2008 11:54

Vinir!

 Á laugardagsmorguninn fórum við í lítið ferðalag, við keyrðum í borgina og skiluðum litla-Súpermann og svo varð tengdamamma eftir hjá systur sinni við brutum okkur svo leið inní Bessastaðar hjáleigu og skiptum um föt og þurkuðum mestu rigninguna úr hárinu, bróðir-Súpermann var nú fljótari en ég að hafa sig til enda með endæmum stutt hárið á honum Síðan var bara að ræsa Oktavíu aftur og var stefnan tekin á lítið félagsheimili fyrir utan Borganes en þar var búið að bjóða til veislu, Lína vinkona okkar hélt uppá fertugs afmælið sitt og mikið rosalega var skemmtilegt, Kristín vinkona mín og nágranni til margra ára, já sko á Brunnunum á Patró var með sýnum yndislega Palla og Salvör og Bjössi úrvals hjón af Nesinu voru þarna með okkur líka= ótrúlega skemmtilegar 6.manneskjur sem skemmtu sér konunglega í flottu boði og í félagsskaps hvors annars. Það er svo nærandi að hitta vini sína, hlæja og dansa smá en fyrst og fremst að finna fyrir vináttuni sem breitist ekkert þó árin líði, verður bara á sama hátt og við sjálf sterkari og reinslumeiri. Lína afmælisbarn er orkubolti af Guðs náð, ég er bara löt við hliðina á henniDætur hennar sýndu hver þeirra góða fyrirmynd er, og herra Valdi sat svo beinn í baki á meðan brandarnir dundu á honum Þetta var svo gaman, við vorum ekki komin heim fyrr en á miðnætti í gær en það er nú í góðu lagi að vera pínu sifjuð eftir svona helgi það er ekki svo langt til Reykjavíkur og jafn stutt til Fáskrúðsfjarðar frá borginni, á leiðinni heim í gær kíktum við í Lindarbæ til  Jónasar og barnana það var svo gaman að hitta þau. Heimferðin gekk svo skínandi vel, Oktavía svíkur ekki sína En semsagt í dag er ég pínu þreytt en það er nú ekkert til þess að kvarta yfir, eigið góðan dag, verið góð hvert við annað og ykkur sjálf og munið að brosa það er svo HOLLT

K.kv.Anna á mánudegi 

22.08.2008 08:15

Líf í kotinu!

Já nú er lífi í Mánaborg, í gær endurheimtum við heimasætuna úr útlegð í Færeyjum, í kaupbætir fengum við tengdamömmu og ætlar hún að stoppa í viku.

Fyrsta verkefni heimasæturnar var miður skemmtilegt, aumingja Moli hamstur dó í fyrradag svo það var jarðaför úti í garði, heimasætan og systir hennar sáu um athöfnina ásamt hinum ómissandi bróðir-Súpermann.

Það er sól og stilla, fjörðurinn fagri skartar sínu allra fegursta og svo er föstudagur, litli-Súpermann var vaknaður um 06.30 enda sofnaður fyrir kl.20.00 í gærkvöldi, hann er eins og eftir pöntun, en því miður er hann ekki á neinum pöntunarlista, fæst aðeins til láns þegar mamma hens þarf smá frí, það hefði nú lifgað uppá veturinn að hafa hann hérna, en á morgun skilum við littla gullmolanum en vonandi kemur hann fljótt aftur.

Held það verði ekkert meira blogg fyrr en á sunnudagskvöld kanski, bróðir-Súpermann lofaði að fara með mig í IKEA og RL-búðina en við tökum ekki kerruna með svo það verður verslað hóflega!

Farið vel með ykkur og njótið þess að vera til.

K.kv.Anna á leið í borgina

20.08.2008 10:12

Búkka og ná!

Litli-Súpermann er altalandi, það sem veldur okkur bara smá efiðleikum er að þetta líkist ekki íslensku, öll orðin sem koma úr þessum litla munni, en allavegana: Búkka = Drekka, ná = já, gamm = skamm, bróðir-Súpermann fengi gull á ÓL ef það væri keppt í bleyjuskiptum, sníti, bílaleik og að horfa á Simson litli-Súpermann er eins og hugur manns, fer að sofa eftir "eina" sem er ein bók, og vaknar svo á svipuðum tíma og bróðir-Súpermann þegar hann er í fríi eða uppúr klukkan sjö. á morgun kemur heimasætan heim eftir sumarútlegð í Færeyjum, tengdamamma ætlar að fylgja henni og svo ætlum við að bruna suður um helgina og skila litla-Súpermann og kíkja í eins og eitt flott fertugsafmæli. Held ég hafi þetta þá ekki lengra í dag, farið varlega og ef þið vinnið í Lottó þá er um að gera að kaupa hús handa foreldrum og öðrum ættingjum fyrir vinninginn í Tælandi, það er miklu betra fasteigna verð þar en hér!

K.kv.Anna vel sofin í góðum gír á miðvikudegi18.08.2008 20:38

Bróðir-Súpermann og litli Súpermann!

Það er nóg að gera í Mánaborg, bróðir-Súpermann er með lítinn Súpermann í heimsókn og er þar af leiðandi í fríi Þeir fara í sund á hverju kvöldi (pottinn) og svo er leikið í Legó og í bíló, ég er nú eiginlega ekki viss hvor skemmtir sér betur Það er nóg að gera hjá mér í vinnuni og svo er ég aðeins að blómast, tvö ný albúm annað af bróðir-Súpermann og litla-Súpermann og hitt er blóma.. ég gerði brúðarvönd á föstudaginn sem ég varð bara svo ánægð með Hafið það gott og farið vel með ykkur

K.kv.Anna að komast í blogg-gírinn 

13.08.2008 08:48

mið vika!

Það er miðvikudagur og sólin skín, fyrir fjórum árum síðan fæddist  prins á þessum degi 13.ágúst, hann hafði mikið fyrir því að koma í heiminn en í dag er hann stór og duglegur strákur og tímarnir eftir fæðingu hans, þar sem frænka var langt í burtu og bað til Guðs að allt gengi vel þeir tímar rifjast upp þegar þessi flotti strákur á afmæli. Elsku Leó Örn til hamingju með 4.ára afmælið, frænka bíður spennt eftir því að hitta þig á laugardaginn 

K.kv.frænka og bróðir-Súpermann

10.08.2008 23:00

Sunnudagskvöld

O, þá er þessi helgi á endaen það er nú ekki langt í þá næstu svo ég ætla nú bara að reyna að brosa

Bróðir-Súpermann setti inn nokkrar nýjar myndire fyrir mig, ég fer allveg að læra þetta

Hef þetta ekki lengra, útskýri myndirnar á morgun


K.kv.Anna á leið í bólið

 

07.08.2008 22:46

vinnuvikan senn á enda!

Ég kann vel við svona 4.daga vinnuvikur, fæ hálfgerðan hroll að hugsa til þess þegar vinnuvikan verður 6.dagar hjá mér og komið mirkur þegar ég kem heim

Ég er hálf sorgmædd yfir því að sumarið sé senn á enda, en svo er ég líka komin með smá uppí háls af slætti þannig að ég hlakka til þegar við getum sett "flotann" inn eftir vertíðina

Það komu tvær vinkonur í sendiferð áðan, heimasætan var víst komin með aðeins of mörg hleðslutæki hingað til okkar svo systir hennar kom að sækja eins og eitt, ég var búin að kveikja á kertum úti og gera sætt og þá sagði vinkonan, er rafmagnslaust hjá þér

Bróðir-Súpermann er farinn í rúmið, ég ætla að bíða þangað til hann er sofnaður svo ég missi ekki meiri heyrn

Eigið yndislegan föstudag og andið djúpt, umvefjið ykkur með jákvæðni og brosið

K.kv.Anna rafmagnslausa

05.08.2008 15:43

Að heyra eða heyra illa !

Bróðir-Súpermann segir oft að ég heyri illaég segi aftur á móti að hann tali óskýrt Það er ekkert óþekkt í minni góðu móðurfjölskyldu að missa heyrn með aldrinum, en komon ég er rúmlega þrítuug ég var að hugsa um það í gærkvöldi þegar ég var að fara að sofa hvort ég væri kanski með niðinn af slátturvélamótór gróinn við hljóðhimnuna en svo eftir smá stund þá fór vekjaraklukkan að fara ískyggilega í taugarnar á mér, hún er með hljóðlausum sekónduvísi sem ég byrja að heyra í ef ég sofna ekki um leið og ég leggst á koddan, kanski bróðir-Súpermann ætti að byrja að hvísla í stað þess að tala hátt, ég er kanski bara meira fyrir svona lág hljóð nema að ég heyri bara það sem ég vil en ekki segja bróðir-Spúpermann frá því, hann má allveg halda að ég sé hálf heyrnaskert

Hafið það gott og farið vel með ykkur

K.kv. haaaaaaaaaAnna

01.08.2008 07:36

Föstudagur!

Hvað er betra en að vakna kl.06.30 og brosa framaní sólina Ég er semsagt í föstudagsgírnum, á vona á lítilli fallegri fjölskyldu í kvöld, Monika,Haukur og Victor Emil ætla að keira lengi,lengi til þess að vera með okkur um helgina Sængurnar eru komnar út á snúru og allt efni í gulrótarköku liggur á eldhúsbekknum...nema valhneturnar þær á ég ekki til svo ég bíð róleg eftir því að "Kaupfélagið" opni kl.09.00. Held ég láti tölvuna ekki "stela" frá mér meiri tíma, hafið það gott og farið varlega


K.kv.Anna í verslunarmannahelgarfíling

  • 1
Flettingar í dag: 53
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1296
Samtals gestir: 289
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 19:54:13

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar