"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2008 September

30.09.2008 18:50

Haustið er búið!

Það er kominn veturemoticon  o, ég sem hélt að haustið yrði út Október, en sem betur fer stjórnum við ekki veðrinu, það er nú nóg sem er verið að togast á um þessa dagana í þjóðfélaginu, ekki veit ég hvernig veðráttan yrði ef þeir sem "öllu" ráða ættu líka að ráða þvíemoticon  Fróði hundur er farinn heim og við erum hálf vængbrotinn öll fjölskyldanemoticon en hann kemur í pössun aftur áður en október er liðinn svo við verðum bara að láta okkur hlakka til þessemoticon  Á morgun ætla ég í sjæningu áður en ég fer í vinnu, bæði lit og klipp og lit og plokkemoticon Hef þetta ekki lengra að þessu sinni er á leið í "saumó" hafið það gott og klæðið ykkur vel því það er kominn VETURemoticon

K.kv.Anna með kuldahrollemoticon

28.09.2008 08:14

Sunnudags morgun...

já,það er sunnudags morgun,ég þori nú vara að segja ykkur hvað ég er búin að afreka síðan ég vaknaði....o.k. hengja út úr 2.þvottavélumemoticon ég er náttúrulega ekkert í lagi, klukkan er rétt rúmlega átta og þvottavélin er búin að vera að í tvo tíma nú þegaremoticon þvottanörd það er ég!

Heimasætan kom þreitt en alsæl úr sveitinni í gær, var búin að vera í smalamennsku síðan á fimmtudaginn, hún sefur nú sem betur fer ennþá enda ákveðin í því að sofa út í dagemoticon

Bróðir-Súpermann er í vinnuni, já,já það er sunnudagur og Færeyingar halda hann heilagan, en ekki maðurinn í lífi mínu, það er spurning hvort það lægi á honum greyningar pakki ef hann væri barn í dagemoticon

Erum við ekki öll með einhverja "bresti" hvað finnst ykkur tildæmis um það að eiga fullann klemmupoka af marglitum klemmum en geta ekki hengt upp flík nema klemmurnar séu eins á litinn, ekki hringja í mennina í hvítu slopponum, ég er bara svonaemoticon

Eigið yndislegan dag, gerið eitthvað skemmtilegt, njótið lífsins og fyllið ykkur af orku fyrir vinnuvikuna sem bíður okkar handan við horniðemoticon

K.kv.Anna í klemmuemoticon

25.09.2008 14:00

ég er flutt!

ha,ha,ha! ekki fá sjokk, ég er ekki flutt neitt langt, bara inní saumaherbergiemoticon  þegar heimasætan er farin á morgnana þá er það saumaherbergið sem KALLAR! Það er dágóður listi af pöntunum sem ég þarf að klára og svo bætast nýjar við (Lína ekkert mál, pöntunin þín er komin á listann!) Í morgun kláraði ég 3.bökunarsett fyrir litlar dömur þá eru bara sex eftiremoticon Svo er það sem ég er búin að vera dunda mér við og ætla að senda til Ameríku tilbúið þannig að um helgina sest ég niður og skrifa bréf og kem svo pakkanum á póst á mánudaginn. Það er frekar rólegt í vinnuni en þá er bara að þurka ryk og þvo gólf ekki sattemoticon  Bróðir-Súpermann er samfærður um að fróði hundur sé hrifnar af honum en mér, ok. ég borða matinn minn sjálf en þeir deila = keypt ástemoticon  Það var sóknarnefndarfundur í gærkvöldi og skoðuðum við þjónustuhúsið á Kolfreyjustað, voða sætt og er ég hér með ákveðin í að halda allar mínar skírnaveislur í komandir framtíð í þessum sæta litla salemoticon  Held ég hætti þessu rugli, takk fyrir að lesa párið mitt og ekki gleyma því hvað það gleður mitt hjarta að fá smá kvitt frá ykkuremoticon

K.kv.Annaönnumkafnaemoticon

22.09.2008 22:11

Mikið að gera!

Úff, það er svo mikið að gera, ég var á Akureyri um helgina komst nú aðeins í búðir og ætla sko að taka myndir og sýna ykkur um leið og ég fæ smá róleheit. Bróðir-Súpermann er í sjöundagírnum, ef hann er ekki í Loðnuvinnsluni þá er hann að klippa öll þau grasstrá sem hann finnur sem eru lengri en 3.sentimetraremoticon Heimasætan er komin í bólið og Fróði hundur er sofnaður til fóta hjá henni, þau eru svo miklir viniremoticon  Annars er bara allt gott að frétta frá okkur í Mánaborg, farið vel með ykkur og brosið , það er svo gottemoticon
K.kv.Anna uppteknaemoticon

17.09.2008 21:04

Kveðja til himna....

Ef það er net-tenging á himnum þá les hún amma mín örugglega párið mitt, í dag hefði hún orðið 85.ára elsku amma Anna, en það eru 23.ár í næsta mánuði síðan hún kvaddi þennan heim. Ég er nafna hennar og vona svo innilega að ég líkist henni á einhvern hátt, amma var bóndakona sem gekk í öll útiverk eins og karlmaður en hélt líka heimilinu svo fínu, flatkökur, kleinur og annað bakkelsi var alltaf til og í minninguni vorum við aldrey færri en 10. við matarborðið en kanski vorum við bara 6.Það dygði í margra metra blogg að minnast hennar ömmu en ég held ég láti þetta gott heita í kvöld og ylji mínu eigin hjarta á góðum minningum um yndislega ömmu sem hefði orðið 85.ára í dag.

K.kv.Anna í heimi minninganaemoticon

16.09.2008 08:04

frænku gull.

Góðan daginn öllsömul, í firðinum fagra skín sólin og fjörðurinn er spegil- sléttur, lítið sem minnir á hann Ikeemoticon í gærkvöldi þegar bróðir-Súðermann var sofnaður hjá mér í sófanum og heimasætan var ennþá úti að viðra sig þá hringdi ég í Unni vinkonu mína, Unnur er gift Steina frænda mínum og ég hef nú nefnt það áður að prinsessan á heimilinu í Skólagerði heitir Þórhildur Gréta og er hún mikil uppáhalds frænka mín, í gær var Unnur ekki heima Þórhildur svaraði í símann og ætla ég að deila með ykkur samtalinu:

Þ:mamma er ekki heima, Anna frænka.
A:nú þá spjalla ég bara við þig
Þ:Anna frænka, geturu sungið fyrir mig lagið sem þú söngst alltaf fyrir mig þegar ég var lítil og var að gráta.
A:hvaða lag var það?
Þ:ég man það ekki!
A:var það á Norsku?
Þ:nei það var á íslensku, það var sorglegt og soldið hræðilegt!
A:já, var það hvað á að gera við stelpuna?
Þ:JÁ! viltu singja það.

Svo söng náttúrulega frænkan í símann fyrir frænku-gullið, það er nú ekki hægt að neita svona bón, sem betur fer svaf bróðir-Súpermann annars hefði hann kanski hringt í mennina í hvítusloppunumemoticon

                                            Hvað á að gera við stelpuna
                                            stinga henni ofaní mikjuna
                                            loka hana úti og lemja hana
                                            láta Bola bíta'na

Eigið yndislegan dag, njótið lífsins og verið góð við hvert annaðemoticon

K.kv.Anna söng frænkaemoticon

15.09.2008 14:15

Heilsárs,hálfsárs eða jóla....

Já á laugardagskvöldið fórum við smá rúnt, ég og bróðir-Súpermann, fórum nú aðalega útúr húsi til þess að athuga hvort pressan og allt hitt væru nú örugglega í gangi í LVF, allt var þetta í góðu lagi svo þá fórum við einn lítinn rúnt sem breittist í tvo því við urðum svo óörugg um það hvort við værum að sjá rétt..... það eru JÓLA-seríur í mörgum gluggum í firðinum fagra og á einu húsi var kveikt á útiseríunum, misstum við, ég og bróðir-Súpermann af eitthverju... er ekki örugglega septemberemoticon ég bara spyr, ég hef náttúrulega heyrt um heilsársseríur í Byggt og Búið, en þetta líktist engu svoleiðis, kanski er bara rosa dónalegt af okkur að hafa farið auka rúnt til þess að ransaka þetta mál, en allavegana þá er fólk greynilega komið í jólaskap í firðinum fagraemoticon Við erum hinsvegar bara í haustskapi fjölskyldan í Mánaborg, fórum í göngutúr uppí fjall í gær og náðum okkur í mosa og lyng til þess að nota í haustskreitingar, Fróði hundur var með okkur og hegðaði sér eins og fjallaljón, heimasætan er að vona að eigendur Fróða gleymi að sækja hann eða biðji okkur um að passa hann það sem eftir eremoticon 

Hafið það gott, sendi ykkur alla mína umfram orku, sko þá sem var eftir þegar ég var búin að þrífa báða bílana að innan og brjóta saman fjall af þvottiemoticon

K.kv.Anna í haustfílingemoticon

14.09.2008 11:52

Haustverk!

Það er sunnudagur í Mánaborg, húsmóðirin er búin að baka "múffur" og hita súkkulaði, brjóta saman þvott og hengja meira upp, típískur sunnudagur Bróðir-Súpermann er í vinnuni, heimasætan og Fróði hundur eru að horfa á sjónvarpið þannig að hér er allt í föstum skorðum.

Í gær vorum við súper dugleg, við súper hjónin í Mánaborg, ég tók eldhúsið með stækkunargleri og örtrefjaklút, þvoði svo alla glugga hússins að utan, lagði mig svo aðeins, bróðir-Súpermann var í vinnuni á meðan þetta átti sér stað alltsaman en svo kom maðurinn í lífi mínu heim og við fórum í allskyns úti verk sem hafa setið á hakanum vegna "anna" Við enduð svo daginn í stjörnuskyni og kertaljósi í heitapottinum, góður endir á góðum degi

Held ég geymi rosa uppgvötvun sem ég uppgvötvaði í gær, þangað til á morgun, bíði í spenningiHafið það gott og njótið lífsins

K.kv.Anna á sunnudegi

11.09.2008 12:09

Hvar er drottningin?

Vinnunvikan er að verða búin, það er frí í skólanum í dag svo heimasætan og systir hennar eru heima að passa Fróða, þegar ég yfirgaf heimilið í morgun þá var búið að breita sófanum í sjónvarpshorninu í kastala, Fróði var Kóngurinn ný greiddur og fínn, systirin var hirðfífl og heimasætan prins, þessi fjörugi ímyndunarleikur hófs eftir morgunmat sem samanstóð af ristuðubrauði með súkkulaðiáleggi (af því að það er eiginlega sunnudagur!) blárri mjólk og vatni, greinilega mjög hvetjandi næring.

Það rignir og rignir, Nói hlítur að vera byrjaður á nýrri Örk, ég vona að hann hafi pláss fyrir litla fjölskyldu og hund, annars reini ég af öllum mætti að láta ekki veðrið fara í taugarnar á mér, ég get ekki breitt því svo það skal þá ekki breita mér!

Bróðir-Súpermann er meira í vinnuni heldur en heima, spurning hvort það sé vegna stöðu dollarans (alltaf að safna fyrir NY). Ísafjarðarmafían hafði einhverjar áhyggjur af okkur og fengum við fullt af yndislegum sokkum í pósti, þá er hægt að strika sokka útaf fjárlögum heimilisins og setja sokka fjárveitinguna í NY sjóðinn.

Hef þetta ekki lengra í dag, vil þakka eðalsystrunum Oddrúnu og Bjarnheiði fyrir samveruna í gærkvöldi og að hjálpa mér að borða ostana!

K.kv.Anna í rigningu

09.09.2008 12:14

Fróði hundur.

Fróði hundur er í pössun hjá okkur, venjulega er hann prestshundur á Kolfreyjustað en núna er hann dekur hundur í orlofi í Mánaborg. Þegar heimasætan fer að sofa á kvöldin þá trítlar Fróði hundur með henni inní herbergi og leggst á stóran rauðan púða á gólfinu, þegar heimasætan leggst svo í rúmið sitt setur Fróði upp "hundasvip" mikinn og hallar höfðinu aðeins til hliðar, þá heldur heimasætan að hann sé með mikla heimþrá og bíður honum uppí til sýn sem hann þiggur með þökkum. Bróðir-Súpermann er ótrúlega hrifinn af þessum fjórfætta gesti, þeir liggja saman í sófanum og horfa á sjónvarpið, fá sér pínu harðfisk og fara í göngutúr, húsmóðirin passar að skipta sér sem minnst af kemur með góð hundaráð þegar þess er óskað enda kona með hundareynslu. Við fórum eldsnemma í morgun uppí Egilst. til tannsa ég og heimasætan, hún bað um sögu af Next á meðan við keyrðum dalinn, Next var hundurinn MINN úti í Noregi, ég sagði heimasætunni frá því þegar ég kom úr vinnufer frá Hollandi og hafði keipt stórt Toblerone súkkulaði í fríhöfnini, daginn eftir heimkomuna fór ég til vinnu og Next var heima að passa húsið eins og venjulega, þegar ég kom heim seinnipartinn þá var hann búinn með súkkulaðið og pappírnum og álpappírnum var vel dreift um stofugólfið, Next fékk ekki í magann og var örugglega að forða matmóður sinni frá því að borða súkkulaðið sjálf.
Þetta var sagan um Next, hafið það gott og brosi þó að það rigni þetta gæti verið verra.

K.kv.Anna hundahótelstýra

05.09.2008 15:03

SAUMAHELGI!

OOOOOOOOOooooooooooooooo, ég hlakka svo til, ég hlakka alltaf svo til Eftir vinnu í dag og þangað til ég þarf að fara að hugsa um kvöldmat á sunnudaginn ætla ég að sitja og sauma, ekki ein inní saumaherbergi, ó nei, með fullt af skemmtilegum stelpum og skvísunum frá BÓT.is á Selfossi, ji hvað það verður gaman

Góða helgi elskurnar

K.kv.Anna í sauma túrbó gír

04.09.2008 08:06

Drottinn er minn hirðir......

Ég fór á svo skemmtilegt náskeið á þriðjudagskvöldið, það var haldið í safnaðarheimilinu á Reyðarfirði og var semsagt um sunnudagaskólastarf og starf með börnum og unglingum innan þjóðkirkjunar. Það rifjuðust upp margar minningar úr æsku allveg fram á unglingsárin, en þegar ég var að breitast í gelgju þá fengum við, ég og Kristín vinkona mín það hlutverk að sjá um sunnudagaskólan á Patró, sr.Þórarinn Þór var lasinn og við seinkuðum okkar gelgju örugglega um einn vetur við það að fá þessa ábyrgðar stöðu. Í dag verður kirkjan að keppa við barnaefnið í sjónvarpinu um athygli barnana á sunnudags morgnum, spurning hvort Sveppi ætti að fara í "sveppa mó" og hvetja börnin til þess að fara í sunnudaga skólan á meðan. Allavegana þá erum við flest skýrð inní þjóðkirkjuna og ættum því að kinna börnin okkar fyrir starfinu sem þar fer fram, þetta var pistill dagsins ég ætla að drýfa mig inní saumaherbergi, hafið það gott og farið vel með ykkur.

K.kv.Anna í haustgírnum
  • 1
Flettingar í dag: 176
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1419
Samtals gestir: 294
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 22:09:40

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar