"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2008 Október

30.10.2008 21:48

pestargemlingur!

                                Heimasætan er búin að vera heima lasin í gær og í dag en þrátt fyrir stíflað nef, hausverk og fleira þá hefur henni nú ekki leiðst, Tinni er hinn besti heimahjúkrunarhundur og hér sjáið þið þau á uppáhaldsstaðnum, í sófanumemoticon Það er komið nýtt albúm, fleiri myndir í Október!
Farið svo vel með ykkur og njótið þess að vera tilemoticon

K.kv.Anna á leið í bóliðemoticon

28.10.2008 15:15

Úff!

Var búin að blogga svo fínt, en það er einhverstaðar í lausuloft á veraldarvefnumemoticon Allt gott að frétta og bara allir hressir og kátir, heimasætan er í vetrarfríi og Tinni nítur þess að láta strjúka sér endalaustemoticon

Hafið það gott í dag og verið jákvæð, þá gengur allt svo miklu beturemoticon

K.kv.Anna panna tölvusjéníemoticon

25.10.2008 10:04

Laugardagur.

Góðan og blessaðan daginn, bara svona rétt að kasta á ykkur kveðju áður en ég fer inní saumaherbergi, við Tinni erum búin í morgungönguni, það er fallegt veður í firðinum fagra en svolítið hvasst. Bróðir-Súpermann er í vinnuni (hissa!) og heimasætan er hjá mömmu sinni, njótið dagsins og umvefjið ykkur með jákvæðni og góðu fólkiemoticon

K.kv.Anna full af frískuloftiemoticon

24.10.2008 10:58

föstudagur!

Þá er kominn föstudaguremoticon Við Tinni erum bra búin að vera löt í morgun, en duglega alla hina dagana í vikunni svo það hlítur að vera í lagi að kúra í sófanum og bara fara útí garð og pissa, já nei ég pissa sko inni það er Tinni sem verður að fara útemoticon

Í gærkvöldi kom Monika vinkona mín í heimsókn, við hjónin vorum búin að borða kvöldmat og þetta var allt saman í mjög eðlilegu horfi= bróðir-Súpermann lá uppí sófa, ég var búin að ganga frá í eldhúsinu og var að kveikja á kertum, þá sagði snillingurin hún Monika: Anna það er alltaf svo rólegt hjá þér! hum, já mér finnst það svo gott sagði ég, M: mér líkaemoticon ef maður bráðnar ekki af svona þá veit ég ekki hvort það sé nokkur hætta á að maður bráðni, Tinni var pínu feiminn við gestin lá undir eldhúsborði og lét fara lítið fyrir sér, við settumst á eldhúsgólfið ég og Monika og lokkuðum hann til okkar svo þau gætu nú kinnst, þá sagði Monika: hann er svo kureys hann geltir ekkert!emoticon  O, það er svo gott að eiga svona kureisan hundemoticon þetta var semsagt notalegt kvöld og morgunin er búin að vera í 1.gír, en það er nú betra en hlutlaus. Hafið það gott og njótið dagsins, hann kemur ekki afturemoticon

K.kv.Anna á leið í vinnunaemoticon

22.10.2008 23:20

mið vika einu sinni enn!

Hæ og hó úr Mánaborg!

Héðan er sko allt gott að frétta, húsmóðirinn er farinn að dúða sig fyrir allar aldir og fara í göngu með fjórfætlinginn, heimasætan tekur sitt hlutver allvarlega og kemur heim í hádeginu og beint eftir skóla svo litla dýrið þurfi ekki að vera lengi einn heima, bróðir-Súpermann er aðeins ruglaður í ríminu, spurning hvort það sé Síldin sem er að fara með hann, allavegan þá kallar hann herra Tinna oftast Fróða stundum Tobba en sjaldnast Tinnaemoticon ætli það hafi eitthvað með aldurinn á manninum að gera, nei ég segi bara svonaemoticon  

Lúxusbólið (bælið) sem ég fjárfesti í er ekki mikið notað, uppáhaldsmágkona mín var mér innan handar varðandi útlit og stíl og efast ég ekki um að þetta sé allgjörlega INN, en Tinna finnst miklu betra að sofa í sófanum, ofaná góðum stafla af teppum svolítið svona eins og prinsessan á baunini, í morgun eftir gönguna þá saumaði ég smá og tók bólið með inní saumaherbergi og jú o.k það var hægt að liggja í því þar enda enginn sófi í þessu saumaherbergi (halló).

Bróðir-súpermann sem er maðurinn í lifi mínu er enn í vinnuni og klukkan er að verða nótt, í gær kom hann seint heim og var svo illa lyktandi að hann svaf í stofuniemoticon ekki að ég bæði hann um það, ég var stein sofandiemoticon en þessi elska vildi ekki bjóða konuni sinni uppá þennan óþefemoticon eða var betra að sofna í sófanum og horfa á fína nýja sjónvarpið, nei það var örugglega tillitsemi ekki spurningemoticon

Held ég fari að koma mér í mitt ból og setja prinsinn Tinna á sinn næturstað, hann sefur í búrinu sínu við hliðina á rúminu mínu, en þegar hann er búin að átta sig almennilega á okkur þá reikna ég nú með því að hann deili herbergi með heimasætuni. Hafið það gott, andið djúpt og ekki gleyma að bros er miklu fallegra uppávið en niðuráviðemoticon emoticon

K.kv.Anna á miðvikudagskvöldiemoticon

20.10.2008 09:42

Tinni

 Jæja þá erum við komin heim! Það var strembinn keyrsla í leiðindar veðri og komin nótt þegar Tinni gat heilsað uppá nýja heimilið sitt, hann er eins og hugur manns og á allri þessari keyrslu í gær heyrðist ekki í honum, bara dásamlegur!

Hafið það gott í dag og passið ykkur á hálkuni, klæðið ykkur eftir veðri og verið glöðemoticon

K.kv.Anna og Tinniemoticon

17.10.2008 06:58

Föstudagur!

Þá er komið að því...... við vinkonurnar, stjúpan og heimasætan ætlum að leggja uppí lítið ferðalag og er spennan mikilemoticon en fyrst eigum við tíma hjá tansa á Egilst. kl.09.00 svo verður lagt á Öxi og þaðan til Reykjavíkuremoticon litli voffinn bíður klár til þess að eignast nýtt heimili, þetta verður sko bara gamanemoticon

Þið sem lesið og búið í firðinum fagra ekki gleyma kökubasarnum í Samkaup í dag, ég var fram á nótt að baka svo það er eins gott að þetta seljistemoticon

Góða helgi öllsömul, það kemur blogg og myndir strax eftir helgi, hafið það gott og njótið þess að vera tilemoticon

K.kv.Anna ökuþóremoticon

15.10.2008 09:54

Fullt að gera!

Það er sko nóg að gera í Mánaborg þessa dagana, ég og heimasætan erum á leið til Reykjavíkur á föstudaginn, það þarf að ná í nýjast fjölskyldumeðliminnemoticon hann er á fjórum fótum og loðinn, nafnið kemur seinna, við erum svo spenntemoticon

Saumavélinn er eitthvað að stríða mér og það er nú eiginleg ástand sem fer mér einganveginnemoticon Vonandi er þetta ekkert allvarlegt en ef hún ætlar að vera með einhverja stæla þá verð ég bara að taka hana með suður og láta saumavélalækni kíkja á hanaemoticon

Held ég segi þetta gott í dag, bróðir-Súðermann er kominn í Síldargírinn svo það er spurning hvort ég hitti hann nokkuð fyrr en um jólemoticon Hafið það gott og farið vel með ykkuremoticon

K.kv.Anna í miðvikudagsmambóemoticon

12.10.2008 15:35

AB mjólk!

Æ, takk fyrir allar góðu kveðjurnar, ég er öll að hressast, ekki nóg og góð í eyrunum en kanski þurfa þau bara góða pásu frá símanumemoticon það sem byrjar á Sveppa...... er sko batnað þökk sé AB mjólkini, allgjör snilldemoticon  Annars erum við hjónin búin að vera í haustverkum í dag, bróðir-Súpermann er búin að taka til í bílskúrnum og ég setti niður haustlauka. Annars er bara allt í gúddí í firðinum fagra, hafið það gott í kvöld og eigið dásamlega vikuemoticon

K.kv Anna í öðrumgíremoticon

09.10.2008 06:23

pakkatilboð!

Já ég er vöknuð, fór heim úr vinnuni í gær, ekki hress, eiginlega frekar óhress já eða bara lasinn með eyrnaverknum,hausverknum og öllum hinum verkjunum var nefnilega komin til sögunar nýr verkur, ég er á pensilíni og þar að leiðandi er flórann inní mér eitthvað tæp og eitthvað sem byrjar á sveppa...... var gjörsamlega að drepa mig eða svona hér um bil og er ennemoticon það er búið að reyna hin ýmsustu ráð en þetta tekur greynilega smá tíma að jafna sig, mig langar mest að setjast ofaný bala með köldu vatni, en ég á engann bala sem ég get sest ofaníemoticon Farið vel með ykkur það ætla ég að reyna að gera.

K.kv.Anna sveppuremoticon

07.10.2008 05:44

med stíbbad nebb!

Uff, tad er haust í nebbanum mínum og svo afþví að ég er svo ung þá er ég með einhvern vott af eyrnabólgu, fékk pensilín hjá doktornum í gær svo þetta hlítur að hverfa jafn fljótt og það kom. Bróðir-Súpermann fór í vinnuna fyrir rúmum klukkutíma og ég gat ekki sofið, hausverkur og hálsrígur, hausverkurinn er sjálfsagt útaf stíbbaða nebbinu en hálrígurinn er vegna þess að ég er búin að taka alla mína uppspöruðu fjármuni útaf fermingabókini og er nú bara með búntin undir koddanumemoticon  eins gott að þeir lesi ekki bloggið mitt, þeir stóru í borg óttansemoticon ég er nú að hugsa um að reyna að bæla mig niður aftur og sjá svo hvort ég vakni ekki eld spræk þegar það er kominn meiri daguremoticon farið vel með ykkur og munið að nota endurskinsmerkiemoticon

K.kv.Anna á leið í bólið afturemoticon

05.10.2008 21:14

Október!

 

Þá er þessi fallegi sunnudagur á enda hjá mér ég er á leiðinni í bólið, ný skriðin úr pottinum og búin að fá minn yndislega bróðir-Súpermann til þess að setja inn myndir fyrir mig, það er spurning hvort ég læri þetta nokkurtíman. Október er "helgaður" brjóstakrabbameini og í október albúminu eru fleiri bleikar myndir, svo eru nokkrar myndir af litla-súpermann þegar hann var í heimsókn og létt blanda af Fróða-hundi og smá saumaskapur, eigið góðan mánudag og ekki gleyma að brosa, það kostar ekki neitt!

K.kv.Anna bleikaemoticon  

05.10.2008 08:25

Kolfreyjustaður

Það er kominn sunnudagur, fjörðurinn skartar sínu allra fegursta og haustlitirnir baða sig í sólinni, í dag verður haldið uppá 130.ára afmæli Kolfreyjustaðarkirkju og Páls-hús vígt (það er lítið safnaðar hús eða þjónustu hús) og þar sem ég er í sóknarnefnd þá er dagurinn helgaður þessu.

Annars er ég búin að taka myndir sem ég vona að komi inní myndaalbúm í kvöld, nú verð ég að fara að læra þetta, það fer mér engan veginn að vera háð mínum heittelskaða í þessu.

Þetta var pár dagsins, farið vel með ykkur og njótið dagsins.

K.kv.Anna sóknarnefndarkonaemoticon

02.10.2008 08:40

fimmtudagur!

Tíminn flígur og bróðir-Súpermann líkaemoticon Hann var að fara suður þessi elska, en kemur aftur í kvöld, bara að kíkja á sjávarútvegs-síninguna og svo drífa sig heim, hann ætlaði sko að notast við Flugleiðir, skykkjan er orðinn heldur lítill ég verð að sauma á hana einhvern góðan kant svo hann geti nú farið ferða sinna án afskipta einhvers "group" eða hvað það heitiremoticon

Heimasætan er vægasagt vængbrotinn á báðum eftir að Fróði-hundur fóremoticon og hún átti allveg eftir að syrgja Mola-hamstur þannig að það er bara óréttlæti í þessum heimi þessa dagana, hún vill ekki nýjan hamstur því þeir lifa svo stutt og allar hunda-auglýsingar sem finnast á netinu eru lesnar í bak og fyrir, svo er hringt í stjúpuna svona 5xá dag og hún spurð hvort "séfer" sé of stór eða "golden" of loðinn, úff þetta er ekki auðveltemoticon 

Húsfreyjan sjálf er bara hress og kát að vanda, fór semsagt í "sjæningu" í gærmorgun og er svona líka rosalega sæt (eins og alltaf!) þær eru svo flinkar Björk á Hertu og Sigrún snirtidamaemoticon  Ef eitthvert ykkar hefur áhuga á að vita hvernig veðrið er þá er allveg yndislegt gluggaveður en ég ráðlegg fólki bara að vera inni í dagemoticon  þetta verður ekki lengra að þessu sinni, farið vel með ykkur og verið jákvæð, þá gengur allt svo miklu beturemoticon 

K.kv.Anna húsfreyja í Mánaborgemoticon  
  • 1
Flettingar í dag: 176
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1419
Samtals gestir: 294
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 22:09:40

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar