"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2008 Nóvember

28.11.2008 07:25

Gáðu í geymsluna!

Góðan daginn kæru þiðemoticon Það hefur ekkert með bloggleti að gera að það hefur heyrst lítið frá mér í vikuni, ég hef ekki komist inná síðuna mína og var bara allveg að fara að pirra mig á þessuemoticon

Er nokkur í nágrenni við fjörðin fagra sem á hvíta skauta í geymslunni sinni, þeir þurfa alls ekki að vera nothæfir, ætla að gera úr þeim skreytingu ef mér hlotnast eins og eitt par, ég yrði allveg rosalega glöð ef einhver vildi vera svo góður að leifa mér að passa ónotuðu,slitnu,skökku,oflitlu skautana sína, þó ekki væri nema fram yfir þrettándanemoticon Bíð spennt eftir viðbrögðum frá ykkur, takk fyrir öll kvittinn og eigið dásamlegan föstudagemoticon

K.kv.Anna listdansskautamæremoticon

26.11.2008 06:47

mið vika, ó já!

Það er mið vika, einu sinni ennemoticon ég var komin inní saumaherbergi kl. 05.00emoticon vonandi voru þið sem flest enn í draumalandinuemoticon Annars er allt gott að frétta, heimasætan og vinkonur gengu í hús í gærkvöldi og söfnuðu pening fyrir hjálpastofnun kirkjunar, Tinni hundur fékk að fara með og voru þau á röltinu í næstu tvo tíma, ég er búin að ýta við þeim núna en það eru þreittir vinir sem liggja eins og klessur og dreyma um að vikan sé búin og hægt að kúra frameftiremoticon held ég verði að einbeita mér að því að koma þeim úr rúminu, hafið það gott í dag og klappið ykkur á öxlina ef enginn annar gerir þaðemoticon

K.kv.Anna morgunhænaemoticon

22.11.2008 22:54

Viðtalið...

ég er búin að vera að hugsa um hvort ég ætti að deila með ykkur smá af þeirri upplifun að fá "blá" ókunnuga konu í heimsókn, það er ekki eins og fá bóksala inná heimilið, ekki heldur eins og að sitja á Tuppeware kynningu, nei það er öðruvís, já mín upplifun allaveganaemoticon þannig að hér kemur romsan..... Bróðir-Súpermann slapp allveg ofboðslega auðveldlega (flaug í gegnum spurningarnar!) Hvar ertu fæddur, hvar hefuru búið, hvar hefur þú unnið... Vá þetta var nú ekki erfitt fyrir hann, fæddur á Fáskrúðsfirði, hvergi annarstaðar búið og búina að starfa svo lengi hjá LVF að hann er kominn inní brunabótamatið þaremoticon Svo kom röðin að mér... fædd í Reykjavík,bjó á Hvolsvelli frá ca.4-10 ára aldurs þá fluttum við á Patreksfjörð, hef ekki búið heilt ár í foreldra húsum frá því að ég var 14.ára en þá fór ég tvo vetur í heimavistaskólan að Reykjanesi í Ísafjarðardjúpi og þaðan í FSU á Selfossi, nú svo 17.ára til Noregs sem barnfóstra í tvö ár, þaða í Hafnarfjörð og svo í Garðyrkjuskólan í Hveragerði, nú svo flutti ég aftur til Noregs og var þar í 9.ár, kom svo heim til Íslands, fráskilin að Vestan flutti vestur í bæ vann hjá Jóa Fel, og varð svo fyrir því ótrúlega láni að Bróðir-Súpermann flaug yfir höfuðborgina og með lítilli fyrirhöfn en tonn af sjarma lokkaði hann mig austur á firðiemoticon  Vá hvað það hefði nú bara verið einfalt að geta sagt, ég er fædd og uppalinn á Patreksfirði og bjó í foreldrahúsum þar til faðir minn skipti á mér og tunnu af Síld og þannig lenti ég á Fáskrúðsfirðiemoticon En ég væri nú ekki sú sem ég er ef ég hefði ekki flakkað og upplifað eitt og annað í lífinu, og held bara að ég sé sátt við flest og hitt er ég búin að fyrirgefa mér og setja í neðstuskúffuna í reynslukommóðuni. Jæja þá vitið þið aðeins meira um mig og aumingja ókunnuga konan sem þiggur laun frá Ríkinu, hún er örugglega að melta allar upplýsingarnar og er að spá í hvert ég fari næst, en það get ég sagt ykkur að ég er ekkert að fara, það er svooooo gott að búa í firðinum fagra og að vera gift bróðir-Súpermann, já það er nú eins og að fæðast inní ævintýriemoticon Góða nótt, á morgun er það sunnudagaskólinn og saumaskapur, kanski smá þvottur og annars bara slappa afemoticon

K.kv.Anna með fortíðemoticon

22.11.2008 09:08

myrkrarpartý!

Þá er kominn laugardags morgun, í gærkvöldi var heimasætan með smá "partý" fyrir bekkinn sinn, það voru bakaðar 8.pitsur á met tíma og snakk og gos rann ljúflega niðuremoticon öll voru þau unglingarnir heimilunum sínum til sóma, ég fór bara inní saumaherbergi þegar allt matarstandið var búið og bróðir-Súpermann, já hann fór að sofaemoticon Tinni hundur var nú hálf smeikur við alla þessa krakka til að byrja með en svo..... varð hann mjög öruggur með sig og horfði á hákarlamynd sem var bönnuð innan 14.emoticon fór út í mirkrið í einakrónu og var hinn brattastiemoticon nú sefur heimasætan og ein vinkona, ég er á leiðinni í pottinn og svo í vinnu frá 11-15, helgini verður eitt í saumaherberginu, takk innilega fyrir öll kvittinnemoticon góða helgi og ekki gleyma...að bros kosta ekki neittemoticon

K.kv.Anna partýljónemoticon

19.11.2008 19:10

Bara glöð!

Mér líður eins og frekum krakkaemoticon  fer bara að grenja og þá kvitta "allir" Takk fyrir kvittið allar saman, þetta lifti mér upp um margar hæðiremoticon

Niðurstaða naflaskoðunarinnar var sú að ég hef gaman af því að blogga og ef þið lofið að kvitta svona einusinni í mánuði þá er ég góðemoticon

Það kom til okkar kona í heimsókn í síðustu viku, þessi kona vinnur hjá Ríkinu, Íslenska Ríkinu sem er allveg á leið á hausinn, hún var sko ekki að byðja um fjárhagslega aðstoð sko, nei,nei, hún var að athuga hvort húsfrúin og bróðir-Súpermann væru vænlegt fólk til þess að gerast fósturforeldraremoticon þetta var vænsta kona, en svo er bara að bíða og sjá, sjá hvort henni leist vel á húsmóðurina og hennar heittelskaða bróðir-Súpermann, heimasætan þarf að melta þetta, henni fanst mjög góð hugmynd að fá bara fósturbarn í útlöndum sem við gætum sent peningaemoticon

Eins og ástandið er í þjóðfélaginu þá er nú líklegt að það vanti eins og eitt heimili fyrir litla brothætta sál, en þetta tekur allt sinn tíma og kanski verður heimasætan flutt að heiman eða allavegana farin í framhaldskóla áður en nokkuð gerist, já þar að segja ef þessari konu leist eitthvað á okkuremoticon Hverjum líst annars ekki vel á okkuremoticon

Farið vel með ykkur, njótið þeirra sem í kringum ykkur eru og ef þið eigið eitthvað afgangs þá dreifið því yfir nágranna ykkar og viniemoticon

K.kv.Anna í miðri vikuemoticon

18.11.2008 09:33

pínu sár!

Ég ætla ekkert að fara að grenja hérna á blogginuemoticon en "komon" þegar ég fór að sofa í gær þá höfðu 88.kíkt á síðuna mína þann daginn en kveðjurnar voru 2emoticon Auðbjörg og Lína takk innilega fyrir að kvitta, ekki halda að ég vanmeti þaðemoticon En þið hin, verið nú sæt í ykkur og kvittið fyrir heimsókninaemoticon eða á ég að taka þessu þannig að þetta sé ekkert til þess að kvitta fyriremoticon mér leiðast svo læst blogg sjálfri að það kvarlar ekki að mér að fara útí svoleiðis vesen, en kanski er þetta bara orðið eitthvað þreitt hjá mér, fer hér með í nafla skoðun og læt ykkur vita á morgun hvað kom útúr þeirri ransókn. Hafið það sem best.

K.kv.Anna pínu sáremoticon

16.11.2008 21:42

Sunnudagskvöld!


Það er komið sunnudagskvöld, helgin var eins ólík planinu og hugsast geturemoticon Ég ætlaði á Akureyri á laugardaginn en leist ekkert á veðriðemoticon  ástæðan fyrir ferðini var að hitta elsku vinkonu mína hana Björk, hún er í heimsókn á Fróni en er annars búsett í Noregi, ekki tókst okkur að hittast í þessari ferðemoticon  Þannig að laugardagurinn fór í saumaskapemoticon

Á laugardagskvöldið fengum við óvænta heimsókn.........Haukur vinur minn og hans góða Inga kíktu við, en svona venjulega búa þau í borg óttans en voru stödd á Reyðarfirði, komu í heimsókn í dag líka, voða voða gaman að hitta þauemoticon

Annars eru komnar inn nýjar myndir, smá saumaskapur og ástæðan fyrir því að gardínurnar hjá Leó Erni frænda mínu voru ekki allveg eftir máli sést á einni myndinni, Tinni hundur var nefnilega snnfærður um að ég væri að breiða út einhverskonar konunglegan Kappabíla dregil handa honumemoticon

Þetta verður að nægja að sinni, ný vinnuvika á morgun og allir í Mánaborg úthvíldir og kátiremoticon farið vel með ykkur og munið að smyrja ykkur inn með jákvæðni og hugrekki!

K.kv.Anna í saumagírnumemoticon


12.11.2008 20:47

miðvika!

  takk elsku Eva Dögg fyrir kveðjuna, mikið er gaman að þú sér ánægð með púðanemoticon
Dagurinn í dag er búinn að vera góður, ég notaði morguninn í að þrýfa svolítið til og svo fékk ég óvæntan "glaðning" í póstinum, takk nafna á Höfn, þessu átti ég ekki von á, ótrúlega sætar tölur og fleyra í jólaföndrið, heppin égemoticon  Nú ætla ég að fara og horfa á Greys með heimasætuni, farið vel með ykkuremoticon

K.kv.Anna í Mánaborg emoticon

10.11.2008 08:13

MÁNUDAGUR!

  
Þá er kominn mánudagur, heimasætan er komin heim úr höfuðborginni og gekk 8.bekk Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar vel í Legó keppnini, urðu í 2.sæti samanlagt af yfir 70.skólumemoticon morgungangan er afstaðin og þvottavélin búin að erfiða síðan kl.07.00 semsagt allt eins og það á að veraemoticon

Með þessari sætu mynd af bók sem bróðir-Súpermann er búin að eiga lengi lengi, já ég var sko ekki fædd þegar bókin var gefin útemoticon Þá vil ég hvetja ykkur til þess að fara á Bókasafn eða leita á loftinu af svona litlum sætum fjarsjóðum, lesa svo fyrir ungana já eða bara gera eins og ég, lesa svona saklausar bókmentir í bólinu rétt fyrir svefninn og öll Kreppa gleymist og draumarnir verða ljúfir og góðiremoticon Eigið góoðan dag og verið glöðemoticon

K.kv.Anna á fallegum mánudags morgniemoticon

09.11.2008 12:19

Hún á afmæli í dag!

Hún á afmæli í dag,hún á afmæli í dag, hún á afmæli hún elsku besta mamma mín, hún á afmæli í dag!

Í heilt ár í viðbót getur hún sagt að hún sé rúmlega fimmtug, hvar við verðum á sama tíma að ári er óvíst en við verðum allavegana samanemoticon  Ég vildi að ég væri komnin heim á Patró í afmæliskaffi, en ég verð bara að eiga það til góða, það eru 900.km á milli okkar en það er áþreyfanlega fjarlægðin, huglægt erum við hlið við hliðemoticon Elsku mamma til hamingju með daginn, kossar, faðmlög, knús og voff frá okkur fjórum á Fáskrúðsfirðiemoticon emoticon

06.11.2008 22:41

Sviðskrekkur

Úff á morgun er föstudagur, það er nú reyndar ekkert úff, en daginn eftir er laugardagur og þá ætla ég að "halda" námskeið í jólakortagerð í Héraðsprent á Egilst.emoticon stundum er ég kanski of örugg með mig og mínar föndurgáfur, en ég lofa þetta verður skemmtilegt og ef þið kæru konur sem eru búnar að skrá ykkur farið heim með hálfa góða hugmynd þá er ég ánægð, það er fullt á námskeiðiðemoticon

Ég fór beint á sóknarnefndarfund eftir vinnu svo heim að elda og síðan beint að baka, bananabrauð og múffur með súkkulaðibitum eru afrakstur kvöldsins, búin að fara kvöldgönguna með litla súper-Tinna og þeir liggja nú í sófanum og dorma bróðir-Súpermann og ferfætlingurinnemoticon

Heimasætan er búin að hringja úr höfuðborginni og er alsæl,m búin að fara í bíó og sund og fleira og var bara hress með sigemoticon

Í vinnuni er að verða svolítið jólalegt og komið fullt af flottum kertum, ef þetta er ekki tími fyrir kerti þá veit ég ekki hvenær hann eremoticon

Það liggur fyrir fullt af verkefnum í saumaherberginu svo ég auglýsi hér með eftir svona þremur lausum, ónotuðum, orkufullum klukkutímum á sólahring sem ég gæti fengið lánaða fram að jólumemoticon

Njótið þess að vinnuvikan er á enda (hjá flestum) þakkið fyrir að búa hér en ekki í einhverju öðru landi sem byrja á Í.........Íran-Írak......... góða helgiemoticon

K.kv.Anna með fiðrildi í maganum og UHU lím á puttunumemoticon

04.11.2008 19:59

LEGÓ!

Það er líf og fjör í Mánaborg, Tinni er orðin öruggari með sig og lætur bróðir-Súpermann hafa fyrir sér í hádeginu þegar húsfrúin er farin í vinnuna, við förum í okkar fasta göngutúr á morgnana, út Hlíðargötuna og til baka það tekur okkur 20.mín. allveg ágætis byrjun á deginumemoticon

Heimasætan er búin að vera önnumkafin við undyrbúning vegna LEGÓ-keppninar, 8.bekkur fer suður á morgun og kma ekki aftur fyrr en á sunnudaginn, við vorum á kynningu í skólanum áðan og þetta lítur sko vel út hjá þeimemoticon

Það verður langur dagur í vinnuni á morgun, sjónmælingar frá 9-18.30 en það verður nú bara gamanemoticon

Er eitthvað andlaus en kem með eitthvað krassandi já eða mjög umhugsunarvert mjög fljótlega, þangað til farið vel með ykkur og dragið andan djúptemoticon Eitt að lokum...Inga ég veit þú kíkir á párið mitt, takk innilega fyrir kæfuna og rúgbrauðið...uuuummmmmmmmm ÆÐIemoticon

K.kv. Anna sem ætlar snemma í bóliðemoticon

02.11.2008 09:52

Sunnudagur!

Það er kominn sunnudagur og í dag 2.nóvember á elsku besta tengdamamma mín afmæli emoticon elsku Elsa til hamingju með daginn, við kæmum sko í kaffi ef Oktavía væri ekki svona vatnshræddemoticon

Annars er ég á leið í sunnudagaskólann og svo til Reyðafjarðar að hitta saumaskvísurnaremoticon 

Þetta verður nú hálfgert örblogg í dag, þarf að sjæna mig fyrir verkefni dagsins, hafið það gott og njótið þess að vera tilemoticon

K.kv.Anna saumandi trúboðiemoticon
  • 1
Flettingar í dag: 122
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1365
Samtals gestir: 294
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 21:26:08

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar