"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2009 Janúar

28.01.2009 12:06

Uppskrift af góðum degi...

Vakna áður en klukkan hringir
Búa um og koma sér í þþægileg föt
Fara í minnst hálftíma göngutúr (gott að eliga hund!)
"Stinga" sér í heitapottinn
Setja á sig smá andlit og GLOSS
Brosa og fara í vinnuna já eða byrja á heimilisverkunum hver sem þau eru!

Nákvæmlega svona byrjaði dagurinn minn í dag og ég er harð ákveðin í því að hafa hann góðan allveg fram á kvöldemoticon  Njótið þess að vera til, minnið ykkur á allt sem er gott í lífi ykkar og verið þakklát, ég er þakklát fyrir svo margt og reyni að muna eftir því á hverjum degi að þakka fyrir mig, það gefur hversdagslegum hlutum aukið gildi að rifja upp í lok dags allt það góða sem er í kriongum okkuremoticon

K.kv.Anna full af jákvæðni og með bros út að eyrumemoticon

27.01.2009 03:52

Minn tími mun koma.....

sagði Jóhanna og beið þolinmóðemoticon  Úff dagur eins og í dag er ekki dagur fyrir PollýÖnnur, meira að segja þær verða hálf áhyggjufullar og vita eiginlega ekki hvernig hægt sé að sjá ljósan punkt í þessu ástandi, það virkar eitthvað svo fjarlægt að segja; hjúkk að við búum ekki á Gasaemoticon  En hvða er hægt að gera, ég og bróðir-Súpermann erum eiginlega ráðþrota, hann með sína súperkrafta og ég með mitt PollýÖnnu-sindrom. Getum við eitthvað gert, ekki eigum við auka lopapeysur til þess að senda Bretunum og bankabækurnar eru undir kjörþyngd. Verðum við ekki bara að taka einn dag í einu og bíða og sjá hvort okkar tími komiemoticon Tinni hundur er áhyggjulaus en heimasætan spurði áðan hvað væri að frétta af kreppuni, ég veit nú varla hvernig maður útskýrir stjórnarslit með góðu móti, nei hættum að hugsa um þetta ástand, slökkvum á öllum fréttamiðlum og setjum góða tónlist undir geyslanemoticon verum vakandi hvort einhver nálægt okkur þurfi hjálp munum að brosa og borðum uppúr fristikistuniemoticon  farið vel með ykkur og verið góð hvert við annað.

K.kv.POLLÝ-ANNAemoticon

25.01.2009 04:04

Þorri og húsbóndinn

       Það er komið laugardagskvöld, einusinni enn, ég ætlaði að setja þessa fínu mynd af bónda mínum íinn í gær en þá var apparatið tölvan eitthvað að stríða mér svo þið fáið bara að njóta myndarinnar í kvöldemoticon  Það var  langt  frá því að vera snjór og blíða í gær og dagurinn í dag var líka vindasamur og blautur, en hvað gerir það til þegar allt annað er í himna lagi já eða svona hér um bil, ég fór til tannréttingartannsa í gær morgun og hann notaði tækifærið og píndi mig aðeins, bara svo ég gleymdi honum ekki allvegemoticon Á morgun ætlum við að sauma í Glaðheimum á Fáskrúðsfirði og er ég að hugsa um að byrja á nýju verkefni þar sem verkefnalistinn er uppunninnemoticon Að lokum vil ég óska Önnu Karen nöfnu minni til hamingju með ömmustelpuna sem fæddist í gæremoticon Hafið það gott og verið kát já eða kaat paa norsk! Þið ráðiðemoticon

K.kv.Annaá laugardagskvöldiemoticon

21.01.2009 11:12

örsök og afleiðing!

Jæja þá er komin mið vikaemoticon ég fór til háls,nef og eyrna í gær og viti menn.........emoticon  ég er með svo mikla vöðvabólgu í kjálkunum að það leiðir út í eyru og uppí haus og allt hitt, þessi góði læknir var nú svo almennilegur að skrifa þessa verki á tannréttingarnar en ekki málæði frúarinnaremoticon annars íttann líka aðeins í axlirnar á mér og sagði að ég væri með MIKLA vöðvabólgu, mamma meinar að ég eigi að sauma minna, já og kanski nota síman í meira hófiemoticon  en ég er nú viss um að þetta er allt útaf mínu fína colget brosi og ætla ég því að hætta að brosa og halda áfram að saumaemoticon , en allavegana þá fórum við Tinni hundur í góðan göngutúr snamma í morgun, svo voru það heimilisverkin og að lokum heitipotturinn, ég er miklu betri nú þegaremoticon  ég vona að þið hafið það gott, bróðir-Súpermann hefur áhyggjur af því að frændur okkar Norðmenn móðgist yfir meðferðinni á Oslóar trénu og sendi okkur bara eldivið fyrir næstu jólemoticon  Þangað til næst farið vel með ykkur og njótið þess að vera til!

K.kv.Anna með þreyttann munnemoticon

19.01.2009 14:37

mánudagur,múffur og morgunverk!

Það er kominn mánudagur, ég er búin að vera á fótum í klukkutíma og þvottavélin og bakaraofninn ákváðu að vakna með méremoticon Búin að brjóta saman fjall af handklæðum eftir "sundferðir" gærdagsins, fórum í pottinn, fyrst ég þegar ég vaknaði, svo heimasætan og systir hennar og að lokum bróðir-Súpermann og úr þessu varð fjall af blautum handklæðumemoticon  mín bíður full skál af jógúrt-múffu-hræru svo ég hef þetta bara stutt í dag og ætla að snúa mér að bakstrinum, eigið góðan dag og munið að brosa, það er svo gottemoticon

K.kv.Anna morgunhænaemoticon

18.01.2009 03:44

Fallegt glas og Kristall!

Það er komið laugardagskvöld, ég sit við eldhúsborðið með kristal í fallegu glasi og nýt þess að skrifa nokkrar línur, takk fyrir öll "kommentinn" emoticon  það er svo gaman að fá ykkar skoðun á saumaskapnum, ekki það að ég og heimasætan erum ánægðar með teppið, við erum mjög ánægðar báðar tvær, en ykkar skoðun er líka mikilvægemoticon

Pakkatilboðið er að láta í minnipokann fyrir þrjóskuni og kamillute,annars á ég tíma hjá,  háls eyrna og nef. á þriðjudaginn og þá verð ég örugglega orðin svo hress að hann telur mig ljúga þessari kvefsögu sem ég er búin að bera í ykkur í lengri tímaemoticon

Bróðir-Súpermann er hress það bítur ekkert á hann, daglega er veðurspáin krufin á báðum sjónvarpstöðvunum og svo er það norski vefurinn yr.no allveg nauðsinlegt að fá þeirra álit líkaemoticon  en skíðin og Snjólfur eru í slökun,  vonandi fer nú að koma "vetur"sem minn heittelskaði getur sætt sig viðemoticon  

Það er hlegið inní sjónvarpsherbergi, Spaugstofan á skjánum og Tinni-hundur og bróðir-Súpermann mjög áhugasamiremoticon ég sjálf var að hugsa um að kíkja aðeins inní saumaherbergi og klæða eins og eina kanínu í föt og dunda mér eitthvað, eigið gott kvöld og njótið augnabliksins, það kemur ekki afturemoticon

K.kv.Anna á laugardagskvöldiemoticon

14.01.2009 04:16

Þriðjudags kvöld.

     Húrra fyrir méremoticon  ég er búin með teppið fyrir heimasætunaemoticon  kíkið endilega í albúmið og jú takk ég þigg kommentemoticon ég sendi út smá verðlaun í dag, nágranninn fékk þau reyndar heim að dyrum í dag, heimasætan og Tinni röltu með glaðninginn en þið hinar........... fylgist með póstinum á morgunemoticon held ég hafi þetta ekki lengra að þessu sinni, pakkatilboðið er enn í fullu gildi: HAUSVERKUR,HÁLSB'OLGA og HÆSIemoticon Hafið það gott öllsömul, farið vel með ykkur og njótið þess að vera til!

K.kv.Anna ofursaumakonaemoticon

07.01.2009 12:30

Og svarið er.......

Sjávarréttir og eftirréttiremoticon

!. verðlaun
Jóna Björg fyrir framúrskarandi skíringar og hollt hugmyndaflug
1.verðlaun
Svava þórey fyrir ótrúlega gott innsæi í eldamennsku húsmóðurinnar

Nágranni, Lína, Jórunn og Anja fá aukaverðlaun og Guðfinna Erlín....ha,ha,ha,! þú færð líka verðlaun, lofa að setja í póst strax eftir helgi svo þið getið beðið spenntar en ekki kasta ykkur á Póstburðamanninn/konuna, það er enga afleisningu að fá og þá kemur ekki meiri póstur fyrr en í voremoticon

Spurning hvort Fanney Sif fái ekki glaðning í póstinum líka, fyrir að kvitta og selja heimsins fallegasta jólaskrautemoticon
Farið vel með ykkur og njótið dagsins, mér fer vel að pikka bara á tölvuna því ég er hálf raddlaus með hellu og allt, voru þið ekki búnar að heyra af jánúar tilboðinuemoticon Hálsbólga,hella og hæsi allt í einum pakka á verði síðan fyrir KREPPU,ég stökk náttúrulega á tilbboðiðemoticon

K.kv.Anna á leið í verðlaunaframleiðsluemoticon

07.01.2009 03:55

Ha,ha,ha!

Vá ég get sko sagt ykkur að það eru margar góðar tillögur og vinningarnir verða nokkrir, en ég ætla að pína ykkur þangað til á morgun og fara núna inní saumaherbergi og taka aðeins til, eigið gott kvöld og njótið nú síðasta kvöldi jóla, ég ætla allavegana að hreinsa upp bæði Nóa og Síríusemoticon

K.kv.Anna á þrettándanumemoticon

05.01.2009 16:44

Ótitlað

Við fengum svo fína matreiðslubók í jólagjöf, bókin er Færeysk og er getraun dagsins þessi:

Ef þér yrði boðið í mat í Mánaborg, hvað væri konan búin að eldaemoticon

Verlaun fyrir rétt svör og önnur fyrir bestu hugmyndinaemoticon

K.kv.Anna með Færeysku ívafiemoticon

05.01.2009 05:34

Ótitlað

Svona getur maður haft það gott í heimsókn í Mánaborg, fyrirsætan er minstasystir heimasæturnar, ég var að vona að prinsessan yrði bara eftir, hún passaði svo fínt í rúmið, en við fáum hana bara að láni þegar hún er farin að borða matemoticon  Það eru nýjar myndir í albúminu, ferkantaða boxið á einni myndinni er jólagjöfin frá stórusystur minni, innihaldið var ekki af verri endanum, fullt af blúndum, milliverkum gömlum tvinnakeflum og fleira fíneríi, allgerjört æðiemoticon litluhlutirnir og tölurnar og nokkrar af jólakúlunum fékk ég í skóinnemoticon JÁ, ég fékk í skóinn, þökk sé Unni vinkonu minni, hún tók þetta bara að sér fyrst jólasveinarnir gátu ekki átað sig á því að ef ég var ekki í rúminu þá var ég í saumaherberginuemoticon Ruggustólinn er jólagjöfin frá bróðir-Súpermann til mínemoticon PollýÖnnu bókina fékk ég frá mömmu ég mæli með bókinni sérstaklega núna það er ár PollýÖnnu ekki spurningemoticon  snjórinn sem bróðir-Súpermann er búinn að biðja um í öllum sínum bænum er of blautur fyrir Snjólf og ekki nógog mikill fyrir skíði, úff það er van lifað í þessari veröldemoticon Það er skólafrí á morgun svo heimasætan bauð systur sinni að gista, en á morgun er vinnudagur hjá húsmóðurinni, sá fyrsti í marga daga, það er bæði smá letihrollur í mér og svo tilhlökkun að koma lífinu í réttar skorður aftur, byrjum á plokkfisk og rúgbrauði annaðkvöld og þá hljóta allir að átta sig á því að það er kominn vinnuvika og jólin að verða búinemoticon á morgun ætla ég að leggja fyrir ykkur smá spurningu eða þraut, það verða verðlaun í boði svo nú er um að gera að fara að koma sér í rúmið og hvíla heilann, hafið það gott og farið vel með ykkuremoticon

K.kv.Anna á sunnudagskvöldiemoticon

01.01.2009 23:44

2009

Vá, það er komið nýtt áremoticon  Gleðilegt ár kæru þið sem lesið párið mitt og takk fyrir allt gamallt og gottemoticon Við höfðum það ofsalega notalegt í gærkvöldi við litla fjölskyldan í Mánaborg, Tinni hundur heldur að hann sé maður og var þessvegna ekki hræddur við flugelda og annan hamagang, hann fór með á brennuna og svaf svo í bólinu sínu (eðal bæli fyrir hunda sem var keypt um leið og hann sjálfur!) hann er nefnilega miklu hrifnari af því að sofa í sófanum með púða undir sínu klóka höfuði, en samsagt þetta var örugglega nýársheitið hjá herra Tinna Dan að láta sem hann sé hundur svona allavegana á nóttuniemoticon Heimasætan er náttúrulega eins og prinsessan á baunini, hefur varla farið úr náttfötunum allar hátíðarnar og fær jólabland og "dúllur" í morgunmat, dúllur eru hveitikökur að Vestan sem mín yndislega mamma sendi okkur fyrir jólin, dúllu nafnið kemur af því að þær eru svo dúllulega litlar hjá henniemoticon  Bróðir-Súpermann er búin að hvíla sig mikið enda að undirbúa sig fyrir snjóaveturinn mikla þar sem Snjólfur og nýi skíðabúnaðurinn skiptast á athygli hansemoticon mér skildist nú að spáinn hefði ekki lofað góðu fram yfir helgiemoticon Ég sjálf er spræk sem lækur, já svona fyrir utan þennan eyrnaverk sem á víst orðið lögheimili hjá mér, verð að muna að hringja í Þjóðskrá á morgun og leiðrétta þennan misskilningemoticon ég á frí á morgun og laugaredaginn svo ég get kanski kíkt aðeins í saumaherbergið á morgun, það er smáræði sem ég þarf að klára og ná að senda frá mér og svo er það teppi heimasætunar sem er nánast búið en samt ekki búið, o, kannist þið við svona verkefni eiginlega búin en ekki þá allvegemoticon Nú ætla ég að hætta þessu pikki og taka úr þvottavélinni áður en ég skríð í bólið, hafið það gott og farið vel með ykkur, verið jákvæð og ekki eiða eggjum og annari munaðarvöru í pólitíkusana okkar, þeir eru ekki þess virðiemoticon 

K.kv.Anna árið 2009emoticon  
  • 1
Flettingar í dag: 176
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1419
Samtals gestir: 294
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 22:09:40

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar