"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2009 Febrúar

28.02.2009 08:21

Laugardagur!

Frúin í Mánaborg er klædd og komin á ról fyrir löngu síðanemoticon svona er þetta nú oft þegar maður á frí og má sofa þá er eins og innbyggða vekjaraklukkan hafi fengið nýja rafhlöðu og ákveðið að eftir sjö sé enginn í letiemoticon ég er búin að kveikja á straujárninu inní saumaherbergi og ætla að reyna að vera þar í dag, smáfuglarnir eru búnir að fá morgunmat og ég og Tinni hundur fengum okkur Cheerios, Tinna finnst voða gott að fá nokkur korn á gólfið og maula þau á meðan ég næri migemoticon  Bróðir-Súpermann er í vinnuni (ha!) svo ekki treður hann mér um tær í dagemoticon Ég hef þetta ekki lengra, ætla að drýfa mig inní saumaherbergi, hafið það gott í dag og brosið það kostar ekki neittemoticon

K.kv.Anna á laugardegiemoticon

26.02.2009 15:40

frídagur!

Í dag á ég frí í vinnuni emoticon  ég ætlaði að eiða deginum í saumaherberginu en er búin að gera allt annað en sauma í dag, byrjaði daginn á "sleypum" göngutúr með Tinna, svo voru það smáfuglarnir....... ég hef nú örugglega sagt ykkur frá því að ég keypti 50.kg sekk af fuglafóðri í firraemoticon  annað hvort er maður fugla vinur eða ekki, en þetta fuglafóður er bara of gróft fyrir litlu vini mína, svo annað slagið er góður slatti af fuglafóðri (poppmais) sett í matvinnsluvélina og malað í rétta stærð, ég held að það hafi verið 3.kg sem fóru í gegnum maskínuna í dag og allt uppétiðemoticon  annars er ég búin að ganga frá fjalli af þvotti og laga svolítið til, tala smá í símann og lesa bæði morgunblaðið og Dagskránna, mér hefur semsagt ekkert leiðst þó planið mitt hafi aðeins riðlastemoticon Heimasætan er farin í borg óttans að velja fermingarföt, við skönnuðum svæðið þegar við vorum í borginni en það verður spennandi hvað hún finnur (ekki þessi típíska kjóla típa!) Boðskortin eru farin í póst og búið að skipta um eldhúsinnréttinguemoticon  NEI, bara grín! Varð það ekki alltaf svoleiðis í denn að það voru þvílíkar framkvæmdir fyrir fermingar, veisla heimasætunar verður í Skrúð svo það liggur á herðum húsvarðar húsins að allt sé í sómaemoticon  Held ég hætti þessu pári núna, ætla hreynlega að skríða aðeins uppí sófa og njóta þess að eiga frídag, kanski dett ég í saumagírinn í kvöld, þarf að gera tvær kanínur sem eru pantaðar og svo keypti ég smá efni á suðurlandinu og fékk að gjöf geggjaðan efnapakka, ætlaði að taka myndir í dag en minniskortið úr vélini er víst niður í vinnu hjá bróðir-Súpermann (skrítið!) Hafið það gott og endilega gefið fuglunum þið sem eruð á svona snjóa svæði eins og ég, í vorblíðuni fyrir sunnan er gaman að setja nokkrar rúsínur útá pall og horfa á Þrestina halda veisluemoticon

K.kv.Anna önnumkafnaemoticon

24.02.2009 06:03

Heima er best!

Við fórum á smá flakk, ég, heimasætan og Tinni hundur. Á fimmtudaginn eftir vinnu brunuðum við til Reykjavíkur, læddumst inn hjá litlabróður og hans fjölskyldu nánast um miðja nótt og dvöldum á þeirra 5.stjörnu Hóteli yfir helgina, á föstudaginn fór Tinni hundur í klippingu, laugardagurinn varnotaður í Kringluna og Smáralind, maður verður að skilja eftir smá gjaldeyrir á suðurlandinu, ásandið er víst slæmt þaremoticon  Á laugardagskvöldinu fór húsmóðirin svo í Partýemoticon  VÁ! það var svo gaman hittumst góður hópur árgangur '71frá Patró það var sko spjallað og hlegið fram á nótt og straxbúið að skipuleggja næsta Partý..... hjá méremoticon  sunnudagurinn var fjölskyldudagur bollukaffi og huggulegheit, heimferðin gekk svo ljómandi vel og erum við öll sæl en lúin, ég,heimasætan,Tinni hundur og Oktavía sem aldrei klikkaremoticon  held ég fari að skríða uppí, bróðir-Súpermann er sofnaður, en hann setti inn fyrir mig nýjar myndir áður en hann lognaðist útaf, svo endilega kíkið í albúmiðemoticon

K.kv.Anna komin heimemoticon

17.02.2009 12:41

Bjartsýni!
Fyrir mörgum árum vildi stór skóverksmiðja auka söluna. Stjórnin ákvað að gera menn út af örkinni til að afla nýrra markaða í Afríku.  Nokkru síðar kom skeyti: "Vonlaus markaður, - allir berfættir, enginn í skóm." En sama dag kom annað skeyti: "Endalausir sölumöguleikar! Allir berfættir,enginn ó skóm!"Eigið góðan dag og umvefjið ykkur með bjartsýni!K.kv.Anna

13.02.2009 04:37

Vinir!

O,hvað er betra en að eiga góðan vinemoticon bróðir-Súpermann og Tinni hundur eru miklir vinir þeir eiga það sameiginlegt aðvera með matarást á húsmóðurinni já og fullt afhinni hefðbundnu ást líkaemoticon 

Í kvöld fékk ég óvæntann pakka, þið fáið að sjá hann á morgun, ég varð svo hissa og glöð, þetta var svolítið sem ég hef óskað mér lengi, ég fór bara næstum því að skæla þetta varf svo sættemoticon  Takk elsku Jóhanna, passa þú þig líka í mirkrinu, það er ekki hægt að finna aðra eins og þigemoticon 

Eigið gott kvöld öllsömulemoticon 

K.kv.Anna í Mánaborgemoticon  

10.02.2009 19:57

Blúndur og bróderí!

Mikið var! Ég er sest fyrir framan tölvuna og það eru komnar inn nýjar myndir emoticon Það er smá saga á bakvið myndirnar hér fyrir ofan... Jórunn saumavinkona mín sendi mér óvæntan glaðning hérna um daginn, henni voru gefnar blúndur og dúillerí og auðvita deildi hún fjársjóðnum með aðal dúlluniemoticon Takk Jórunn, bara æðislegt og ekkert annaðemoticon

Svo er það boxið með myndini af krökkunum..... mamma fór í Rúmfatalagerinn fyrir mig þegar hún var í höfuðborginni um daginn, þar keypti hún fyrir mig hvítt léreft og fl. ekki halda að þetta yndislega box sé úr RL búðinni, ó nei, mamma fór líka á Laugarveginn og þar er búð sem heitir Nálin, allveg rosalega sæt búð og þar keypti hún þessa óvæntu gjöf sem mér finnst allveg ólýsanlega sætemoticon  Takk mamma þú er nú eiginlega jafn sæt og boxið emoticon

Annars var saumahelgin allveg rosalega skemmtileg og er ég strax farin að telja niður í næsta hittingemoticon Kokkurinn sveik okkur ekki frekar en áður, maturinn var ÆÐISLEGUR, ég náði að eiða smá pening í efni og tvinna og það var sko ætlunin, svo er það þessi andlega næring, að hitta skemmtilegar stelpur með sama áhugamál, spjalla,sauma og spjalla svolítið meira, það er svo gaman að vöðvabólga og þreytt sál bara hverfa, já eða svona næstum þvíemoticon

Bróðir-súpermann fór með dömurnar í Oddskarð á sunnudaginn, ég bjó til túnfisksalat og bakaði múffur, það var kalt en rosalega gamanemoticon

Munið að gefa smáfuglunum, þeir eru voða svangir núna, farið vel með ykkur og ekki leggjast í vændiemoticon  var það ekki aðal málið í fréttum stöðvar2 í kvöldemoticon mikið væri nú gaman að fá eins og eina jákvæða frétt á kvöldi bara svona til þess að taka með sér í svefnin, en þá er það bara PollýÖnnu ráð dagsins, ekki horfa á fréttirnar, lesið Astrid Lindgren og hlustið á skemmtilega tónlistemoticon

K.kv.Anna á leið í saumaherbergiðemoticon

06.02.2009 08:36

Saumahelgi!

Það er kominn föstudaguremoticon ég vinn "bara"til kl.16.00 í dag svo er það SAUMAHELGI! Við verðum hátt i 20 "stelpur" sem ætlum að sauma alla helgina, staðsetninginn er Reyðarfjörður, þar höfum við sal Eldriborgara til okkar afnota og kokk í eldhúsinuemoticon Ég ætla að hafa þetta örstutt hérna í dag því ég þarf að pakka saman saumadótinu, búin að fara í góðan göngutúr með Tinna þannig að ég er með góða samvisku og get einbeitt mér að minni SAUMAHELGI! Svona þar fyrir utan þá er mjög mikil hálka á öllu götum bæjarins og mannbroddarnir allveg ómissandiemoticon  Farið varlega, njótið helgarinnar og verið svo góð hvert við annað, þá er allt svo miklu auðveldaraemoticon

K.kv.Anna í saumahamemoticon

02.02.2009 13:16

Uppskrift að góðu lífi!

Að vera gift bróðir-Súpermann er eitt og sér næg ástæða til þess að brosa alla daga allann daginnemoticon

Að fá tækifæri til þess að horfa á heimasætuna stækka og þroskast og reyna að koma til skila góðum gildum og fullt af kærleika, það er næg ástæða til þess að vera þakklát á hverjum degi, þakklát fyrir það að bróðir-Súpermann kom ekki einn inní líf mitt heldur var heimasæta í bónusemoticon

Að geta nýtt sköpunarkraftinn og fá fullt af jákvæðum orðum um það sem ég skapa í höndunum, það gerir lífið svo miklu betra en það væri annarsemoticon

Að trúa því að einhvern daginn verði tölvuherberginu breitt í barnaherbergi, að litlar tásur skríði uppí á morgnana og eigandin tásana sé yfirsig ánægður með fjölskylduna sína allveg eins og við yrðum yfir okkur hrifin af því að geta dreift hamingju okkar yfir lítinn einstakling emoticon

Að trúa því að PollýAnna sé sú sem ég ætla að hafa með mér í gegnum lífið , svona í bland við almenna skynsemi, trúna á æðri mátt og vissuna, að lífið sé að miklu leiti í mínum höndum og dagurinn í dag verði eins góður og ég  geri hann sjálfemoticon

K.kv.Anna á mánudegiemoticon

02.02.2009 07:05

Ótitlaðsunnudagskvöld!

Það er komið sunnudagskvöld, síðan síðast er ég búin að sauma smá og  svo er það vinnan og önnur skyldustörf. Skíðasvæðið í Oddskarði var okkar staður í dag, það eru komnar inn nokkrar nýjar myndir, bæði af saumaskap og skíðafólki emoticon húsfrúin og Tinni hundur spókuðu sig um í sólinni og nutu veðurblíðunar á meðan restin af fjölskyldunni sýndi listir sínar í brekkunumemoticon kvöldi'ð er búið að vera rólegt hjá okkur og nú er kominn tími til þess að stefna á bólið, lofa að vera dugleg að blogga í vikuni, er ekki inná Fésbók svo það er allavegana einn Íslendingur eftir sem ekki er skráður þaremoticon Farið vel með ykkur og eigið góðan dagemoticon

K.kv.Anna útivistardrottningemoticon

  • 1
Flettingar í dag: 122
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1365
Samtals gestir: 294
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 21:26:08

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar