"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2009 Mars

30.03.2009 20:19

óveður!

það er búið að vera vitlaust veður í allan dag, en nú er komið kvöld og aðeins farið að lægja, ég komst ekki til vinnu í dag vegna veðurs og notaði því tækifærið og kláraði eldhúsgardínurnar og saumaði svo nýjan klemmupoka og pokapoka í þvottahúsið. Bróðir-Súpermann er búinn að vera súper duglegur, klára þvottahúsið, hengja upp rimlagardínu sem vantaði í stofuna og svo náttúrulega að sinna L.V.F. og það er sko ekkert lítið starfemoticon

Heimasætan er hin rólegasta, fer með trúarjátninguna og boðorðin á kvöldin. Í kvöld bökuðum við jógúrtkökur og hrærðum í túnfisksalat, bara svona afþví það er mánudagur, nú ætla ég að fara að koma mér í bólið er bara hálf lúinn eftir daginn en allveg ofsalega ánægð með afrakstur dagsinsemoticon

Hafið það gott og farið varlega, ekkert vera að æða út að ástæðulausu, verum inni og njótum þess að vera tilemoticon

K.kv.Anna eftir góðan dagemoticon

29.03.2009 07:52

29.mars

        Engin getraun í dag, bara gömul mynd af afmælisbarni dagsinsemoticon
Ég er ennþá bara rúmlega þrítug og ætla að vera það næstu tvö árinemoticon
Ég ætla að eyða fyrrihluta dagsins já svona fram að hádegi í sunnudagaskólastarfi, svo var ég búin að lofa Moniku vinkonu minni smá afmæliskaffiemoticon , við gerðum skyrtertu í gærkvöldi og bjuggum til boðskort í afmæliskaffið, Moniku finnst að Tinni hundur eigið að fá leifi til þess að sitja á eldhússtól en þar vorum við ekki sammála. Eigið góðan dag, ég ætla að fara að hafa mig til fyrir sunnudagaskólannemoticon

K.kv.Anna afmælisbarnemoticon

26.03.2009 06:34

úti er alltaf að snjóa!

Hvar er vorið sem ég sá glitta í um síðustu helgiemoticon  hér er allt á kafi í snjó og engin merki um vor önnur en aumingja Þrösturinn sem er kominn í fæði hjá Snjótittlingunum hérna fyrir utan gluggann hjá mér, krókusarnir sem ég setti niður í haust gleðja mig sjálfsagt um Verslunarmannahelginaemoticon Það bólar ekki mikið á hlínun jarðar hérna fyrir austan það get ég sagt ykkuremoticon þetta átti nú ekki að verða neinn veðurfars pistill, en stundum getur veðrið haft pínu áhrif á svona konu eins og mig. Ég læt þetta gott heita í dag, farið vel með ykkur og ef þið sjáið glitta í vorið einhverstaðar endilega bendið því á að Fáskrúðsfjörður sé að leita að þvíemoticon

K.kv.Anna eskimóiemoticon

24.03.2009 12:01

Og rétt svar er.....

Ha,ha,ha,ha!emoticon

Þetta var skemmtilegtemoticon

Ég hélt að það yrði nú ekki svona erfitt að þekkja migemoticon það voru tvær með rétt svar og þær eiga báðar sérstök falleg nöfn, ekki svona einfalt lítið nafn eins og ég, en ég er svo stórkostleg að stórt nafn mundi bara hverfa ef það væri hengt á mig svo þess vegna heiti ég "bara"Annaemoticon   Allavegana þá voru það Bjarnheiður og Björnfríður sem sáu hvar stelpan stóð......fyrir miðju í efri röð, ekki fyrir framan sjónvarpið eins og Unnur vinkona mín hélt, ef þið horfið á þessa teinréttu stelpu þá hljótið þið að sjá bæði ákveðnina og brosið sem ennþá fylgir méremoticon  Takk fyrir að staldra við á síðunni minni og taka þátt í þessari vitleisu hjá méremoticon  farið vel með ykkur og ræktið barnið í sálu ykkar, það er svo miklu skemmtilegra að lifa með svolítið barnalega sálemoticon

K.kv.Anna í efriröð fyrir miðjuemoticon

22.03.2009 20:50

Ótitlað

Þá  er það getraun vikunar.......... Hvar er ég á þessari yndislegu mynd sem tekin var í stofuni hjá ömmu og afa á Torfastöðum, árið var 1977!  Verðlaun í boði en ættingjar og nánir vinir verða að sitja á sér!

22.03.2009 00:35

vorhreingerning!

Ekki halda að ég hafi gert hreynt allt hérna heima í dagemoticon nei ég byrjaði aðeins á saumaherberginu, það tekur sinn tímaemoticon en um leið og ég tek til í gömlu dóti frá mér, svona veraldlegu dóti skiljið þið, þá verður svona sjálfvirk tiltekt í sálinni, tveir fyrir einn í kreppuni, það er ekki slæmtemoticon

Bróðir-Súpermann er búinn að vera SÚPER duglegur í þvottahúsinu og er það að verða jafn fínt og restin af heimilinu, þá er bara forstofan eftiremoticon

Til þess að fá smá útrás í dag þá mokaði ég snjó og skolaði af útihúsgögnum, bara svona svo þetta liti aðeins betur út, ég set inn myndir á morgunemoticon

Nú ætla ég að fara að koma mér í rúmið, kallarnir mínir bæði tví og fjórfættir eru búnir að sofa í sófanum í góða stund og ég ætla að drösla öðrum þeirra inní rúm, spurning hver verður sá heppniemoticon

K.kv.og góða nótt frá Önnu í tiltektarvorhamemoticon

19.03.2009 20:54

bróðir minn, litli bróðir minn!

  veistu að mamma hún fór út að hitta lækninn sinn.........

Elsku besti einasti bróðir minn á afmæli 20.mars, ég verð örugglega voða upptekin og kemst ekkert í tölvu á morgun svo ég skrifa færsluna núna, semsagt 19.mars.

Elsku besti Þórarinn bróðir minn, innilega til hamingju með afmælið, þó þú hafir klippt dúkkurnar mínar og verið pínu uppáþrengjandi "stundum" þá er það löngu fyrirgefið og bara allt það góða situr eftir (svona næstum því) ég vona að þú eigir góðan dag og að föstudags pizzan klikki ekki.

K.kv.og afmælisknús frá Önnu systir, bróðir-Súpermann, heimasætuni og Tinna hundi 

18.03.2009 07:40

miðvika!

Þá er kominn miðvikudagur, það var þreytt fjölskylda sem fór snemma að sofa í gær, heimasætan búin að renna sér í Oddskarði allann daginn og orðin hálf kvefuð, bróðir-Súpermann búin að vera í vinnuni í 15.tíma og eiginlega bara uppgefinn, Tinni hundur endaði daginn á klukkutíma göngutúr svo hann sofnaði fljótt og vel og svo var það húsmóðirin sem hafði í nógu að snúast í vinnuni og var sú sem fór í göngutúrinn með Tinna, semsagt við vorum öll sofnuð um 21.30emoticon

Nú er kominn nýr dagur, bróðir-Súpermann er búinn að vera í marga klukkutíma í vinnuni nú þegaremoticon , heimasætan er með hausverk,hálsverk,stíbbað nebb,illt í beinagrindinni og hnerrar útí eittemoticon ég sjálf er bara hress, útsofinn og á leið í pottinnemoticon

Ég óska ykkur sem kíkið á párið mitt alls góðs í dag og ætla að enda þennann pistil á nokkrum orðum úr lítilli bók sem ég á.....

Sé hjarta þitt trútt og viljirðu vel er veröldin björt og fögur.
                         (Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli)

K.kv.Anna í miðri vikuemoticon

16.03.2009 21:11

Mánudagur!

úff, þvottahúsið er á hvolfi en það á nú eftir að batnaemoticon Tinni kóngur hefur ekki miklar áhyggjur af þessari framkvæmdargleði hjá húsmóðurinni, bróðir-Súpermann er líka mjög rólegur þrátt fyrir að verkefnalistinn hans lengist með degi hverjumemoticon Heimasætan er líka róleg, hún er úti að spóka sig með hinum skvísunum á meðan ég er sveitt að baka múffur og túnfisksalatið er klárt, það er skíðadagur í Oddskarði á morgun og nesti þarf barnið að vera með, ekki get ég verið þekkt fyrir að hún sveltiemoticon ég ætla að halda áfram í eldhúsinu allveg rólegemoticon hafið það gott og farið vel með ykkuremoticon

K.kv.Anna eldhúsdrottningemoticon

14.03.2009 09:54

14.mars!

pabbi minnemoticon  og Jónaemoticon systurdóttir  mín eiga afmæli í dagemoticon, mikið væri nú gaman að vera á suðurlandinu og fá smá afmæliskaffi emoticon , en hér er ég langt í burtu allveg að fenna í kaf og ætla að eiða deginum í þvottahúsinuemoticon Til hamingju með afmælið elsku pabbi og Jónaemoticon !

Bróðir-Súpermann ætlar að strjúka einhverri maskínu í L.V.F alla helgina svo við Tinni hundur hjálpumst þá bara að hérna heimaemoticon
Góða helgi öllsömul !

K.kv.Anna á leiðinni í þvottahúsiðemoticon

13.03.2009 07:55

Eldhúskona!

Það er kominn föstudaguremoticon vikan er búin að vera góð, á miðvikudaginn þegar ég kom heim úr vinnu þá kom litla nágrannakonan mín í heimsókn, ég var ný búin að setja egg í pott og var að undyrbúa túnfisksalat ákvað svo fyrst ég væri komin með aðstoðarkonu að skella í múffur eða jógúrtkökur eins og bróðir-Súpermann kallar þæremoticon þegar við höfðum lokið eldhússtörfunum og kökurnar voru komnar úr ofninum þá settumst við vinkonurnar niður og fengum okkur nýbakaða múffu og mjólk þá sagði litla nágrannakonan: þegar ég verð stór þá ætla ég að vera svona eldhúskona eins og þú, og góð eins og þúemoticon er nokkuð skrítið að maður bráðni eins og smjör á sólríkum degiemoticon  ég hef þetta ekki lengra í dag, hafið það gott, njótið lífsin og farið varlega í umferðiniemoticon

K.kv.Anna eldhúskonaemoticon

10.03.2009 20:01

Þriðjudagskvöld

Þá er þessi fallegi dagur senn á enda, ég átti frí í dag og eftir göngutúr með herra Tinna snemma í morgun þá var það saumaherbergið sem átti hug minn allann, ég tólk ekki einusinni úr uppþvottavéliniemoticon  Það eru komnar inn nokkrar myndir í albúm merkt mars, svona fyrir ykkur sem hafið áhuga á því að vita hvað er að gerast í saumaherberginu. Kanínurnar urðu fjórar, þrjár búnar að fá heimili en hann Óskar er á lausuemoticon ég er ekki allveg viss hvað ég ætla með töskuna en er ekki allt falt fyrir réttu upphæðinaemoticon

Mars er mikill afmælismánuður emoticoní minni fjölskyldu og á þessum kreftu tímum held ég að ég haldi áfram í saumaherberginu og reyni að nota eitthvað af lagernum góða í afmælisgjafir, annars var ég inná Bót.is og ætti ég ekki í vandræðum með að eiða nokkrum köllum þar, fullt af nýjum efnumemoticon Það stittist í fermingu og heimasætan er orðin spennt, bróðir-Súpermann virðist mjög rólegur og húsmóðirin ætlar að gera allt þegar hún fær sérfræðiaðstoð frá Patreksfiði viku fyrir veislunaemoticon

Á morgun er langur dagur í vinnuni og svo ætla ég að fara að undirbúa þvottahúsið fyrir mállingu, því um helgina á að gera þvottahúsið fínt, já allavegana fínna en það er núna, set kanski inn fyrir og eftir myndir, en þangað til næst farið vel með ykkur og ekki gleyma því hvað mín einfalda sál gleðst yfir því þegar þið skiljið eftir ykkur spor í formi "kvitts" á síðunni minniemoticon

K.kv.Anna í saumagírnumemoticon

08.03.2009 22:28

tómt kot!

Æ, hvað það er hljótt í kotinu okkar núnaemoticon Leó Örn fór í dag, við keyrðum hann í flug eftir hádegi og könnuðum Fagradal í snjóbil í leiðinniemoticon það vill til að bróðir-Súpermann er einstaklega góður bílstjóri, mér var eiginlega allveg hætt að lítast á þetta ferðalag á tímabili, en við komum heil heim á henni Oktavíuemoticon

Heimasætan er farinn til mömmu sinnar, hún var allveg rosalega dugleg alla helgina að "passa" frænda sinn, á föstudaginn átti bróðir-Súpermann að sjá um barnið en L.V.F hefur einstakt tangarhald á manninum og lét hann gestinn okkar í hendur heimasætunar sem tók þessu vesini á pabba sínum með mikilli ró og fór bara með Leó með sér bæði í leiklist og söngtíma, svo það sé á hreynu þá vissi ég ekki af þessu fyrr en eftir á , ég held hreynlega að ég hefði sagt nokkur vel valin orð við minn heittelskaða og látið hann vita að það væri ekki farið að finna neina Loðnu ennþá svo hann gæti bara verið heima!

Saumaherbergið hefur verið í pásu um helgina, svona fyrir utan smá viðgerðir fyrir Leó, frænka er sérleg saumakona heimilisins á Álftanesinu, en það liggur ýmislegt fyrir, búin með 3.kanínur og þarf að byrja á teppi því á laugardaginn eignaðist ég litla frænku, já ég er ömmusystir í annað sinn, Margrét systurdóttir mín eignaðist litla dúllu og þá verður nú frænkan að setja sig í bleika gírinn og gera eitthvað sætt, tek myndir af útkomkuni.

Bróðir-Súpermann og Tinni hundur liggja í sófanum og sofa, Tinni er yfir-knúsaður og hefur verið í slökun síðan gesturinn yfirgaf heimilið, held hann eigi nú samt eftir að sakna þess að fá endalaust knús og klapp og að fá að bragða á öllu sem á boðstólnum er matarkyns, hvort sem um er að ræða pizzu eða jarðaberjajógúrt.

Ætla að koma mér í bólið, draga manninn með mér (ef ég nenni) og reyna svo að sofna hratt og vel svo ég geti vaknað snemma og farið beint inní saumaherbergi, hafið það gott og munið að mánudagar eru bara ÆÐISLEGIRemoticon

K.kv.Anna ömmusystiremoticon

06.03.2009 13:47

Lítill gestur!

Í gærkvöldi þegar flestir voru sestir við matarborðið þá fórum við, ég og bróðir-Súpermann að ná í lítinn gest á flugvöllinn á Egillstöðum, herra Leó Örn bróðursonur minn kom fljúgandi til okkar og ætlar að vera yfir helginaemoticon Tinni hundur er kominn með mánaðar skammt af knúsi og klappi en er bara ánægður með þetta og svaf hjá Leó í nóttemoticon  Nú er heimasætan og bróðir-Súpermann að skemmta gestinum en ég er í vinnuniemoticon Sólin skín og fuglarnir syngja, vonandi verður svona veður um helginaemoticon  eitt lítið gullkorn frá Leó að lokum, hann gekk inná frænku sína (mig) þegar ég var í sturtu í morgun og blessað barnið á móður í kjörþyngd svo hann sagði: þú ert skrítinn frænka! nú sagði ég? Já þú ert með svo LÖNG brjóstemoticon   Góða helgi öllsömul og njótið þess að vera tilemoticon

K.kv.Anna barm"fagra"langaemoticon

04.03.2009 12:42

Einu sinni var ég kassi!

Einu sinni var ég kassi, ég var ferköntuð og lítið sveigjanleg, nú er ég meira egg heldur en kassi, ég er rúnaðari án þess að vera hringlagaemoticon Vá, kanski skiljið þið ekkert hvað ég er að faraemoticon en þeir sem hegða sér eins og kassi eru bara á stað í lífinu þar sem kassar eru mjög örugg skjól, egg rugga svolítið til og frá, skurnin er brothætt og innihaldið lint. Ég er lin fyrir innan skurnina, í kassanum var ég líka lin en kassinn var kantaður og harður, gefið þeim sem eru kantaðir pláss þá breitast þeir í egg þegar fram líða stundir, ég er velsoðið egg með mjúkri rauðu, egg frá landnámshænu sem borðar lífrænt fóður og gengur um frí og frjáls. Kanski verð ég einhvertímann aftur kassi en munið þá eftir því hvernig ég var sem egg og bíðið bara róleg, ég verð aftur egg ef ég fæ minn tíma. Faðmið ykkur sjálf, munið að þið eruð einstök og brosið það er svo gottemoticon

K.kv.Anna eggjandiemoticon
Flettingar í dag: 99
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1342
Samtals gestir: 291
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 20:38:41

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar