"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2009 Apríl

29.04.2009 21:13

Takk!

Takk fyrir hlílegar kveðjur, ég hljóp upp þrjár síðustu tröppurnar á kjallaranum skellti á eftir mér hurðini og henti lyklinumemoticon  en mikið er nú notalegt að finna fyrir umhyggju ykkaremoticon ég fór í vinnu í dag, það var rólegt og hentaði það forminu mínu vel, á morgun á ég frí og svo er 1.maiemoticon þannig að það eru margir dagar í saumaherberginu framundan, já miðað við veðurspánaemoticon Í kvöld skrapp ég í heimsókn til góðrar nágrannakonu með þeð í huga að veita faglega ráðgjöf, ég stoppaði lengi og hafði það ótrúlega huggulegt, hvað er betra en góður nágranniemoticon bróðir-Súpermann er sofandi í sófanum, heimasætan og Tinni hundur eru komin í bólið, ég ætla að athuga hvort maðurinn minn vilji sofa í rúmi eða sófa í nótt svo ætla ég að skríða uppí og skoða bókina mína fínu fyrir svefnin, eigið góðan dag og látið þá sem í kringum ykkur eru vita ef viðkomandi gerir daginn ykkar betri,skemmtilegri eða bjartariemoticon

K.kv.Anna komin uppúr kjallaranumemoticon

28.04.2009 08:58

Kjallarinn

Það er svo merkilegt hvernig sum orð geta haft margar merkingar, t.d. orðið kjallari, það er enginn kjallari undir Mánaborg, en í gærkvöldi var ég í kjallaranum og hélt ég fyndi ekki stigann uppúr honum en sem betur fer þegar ég vaknaði í morgun þá var ég komin uppí kjallara tröppurnar, svo er ég með kjallara vesen, mér finnst miklu betra að kalla þennan part af líkama mínum kjallara heldur en móðurlíf, móðurlíf er einhvernveginn svo einhliða allavegana hefur þetta móðurlíf í mér ekki virkað á þann hátt sem það á að gera svo þá verður það bara kallað kjallari! Ef þið finnið fyrir þunglyndi eða depurð við þennan lestur þá bið ég ykkur innilega afsökunar, en svona eru nú bara sumir dagar hjá húsmóðurinni þó svo að flestir séu þeir á glöðu nótunum þá koma kjallaradagarnir með kjallaraveseninu, ég verð niðurdregin þegar mér er illt, en svo reyni ég að taka smá Pollý-Önnu á þetta og minna mig á alla sem hafa það svo miklu verra en stundum virkar það bara ekki neitt, ég er illa sofin í þokkabót svo eiginlega er ég ekki húsum hæf, bróðir-Súpermann reynir hvað hann getur að gleðja konuna sína en þráðurinn í konuni er svo stuttur að það er eiginlega best að fara bara í ballettskóna og labba á tánum í kringum hana! Nei nú ætla ég að hætta þessu væli, skríða uppí sófa og reyna að hafa það notalegt, eigið yndislegan dag, farið vel með ykkur og munið að það eru tröppur uppúr öllum kjallörum!

K.kv.Anna í kjallaratröppuniemoticon

27.04.2009 20:15

apríl-lok!

Ég hélt hreinlega að það væru að koma jól á föstudaginn, ég fékk þessa yndislegu bók í póstinum, Unnur mín yndislega vinkona sendi bókina með hraðpósti úr Skólavörubúðini og ég er sko búin að fletta henni fram og til baka nokkrum sinnum, svo var það pakki frá Siddý frænku á Króknum og helmingurinn af honum kom frá Ameríku! Rosa sæt efni sem ég á ekki eftir að vera í vandræðum að nota! Það eru nokkrar nýjar myndir í albúminu, ég er búin með teppið sem á að fara á suðurlandið en að öðruleiti hef ég nú bara verið í rólegheitum, legið á sófanum og horft á sætar myndir á milli þess sem ég fletti nýju bókini minni, það sem hrjáir mig er að hrjá mig en það fer nú vonandi að lagast, heimasætan, systir hennar og bróðir-Súpermann voru í vorverkum í garðinum í kvöld en nú erum við á leiðinni í bólið, heimasætan fór nú reyndar aðeins út að viðra sig með vinkononum en við hin erum tilbúin í háttinn, þangað til næst farið vel með ykkur og njótið þess að vera til!

K.kv.Anna í Mánaborgemoticon

23.04.2009 08:45

Gleðilegt sumar!

Gleðilegt sumar öllsömulemoticon eins og ég hef nefnt áður þá er ég vanaföst, svo vanaföst að ég var að hugsa um að hafa vetrarmyndina áfram sem "haus" á blogginu mínu, en svo fann ég aðra sem er ekki svo slæm og svo er bleikt og grænt og það er nú vorlegt, þá er það gert og ég þarf ekki að hugsa meira um þessa "hausmynd" fyrr en í haust og það er sko langt þangað tilemoticon

Ég á semsagt frí í dag, ég og Tinni hundur vorum komin út í göngu fyrir klukkan átta í morgun og bróðir-Súpermann fékk ný-bakaðar múffur í níu-kaffinu, já minn heittelskaði er náttúrulega í vinnuni, hann fer ekki eftir þessu típíska íslenska dagataliemoticon

Ég gróðursetti nokkra lauka síðastliðið haust og er búin að bíða spennt eftir því að þeir spretti upp og gleðji sál mína allveg þangað til sumarblómin verða komin í sölu, en aumingja litlu laukarnir þeir láta bíða eftir sér, svona sentimetir eru þeir faernir að gæjast uppúr moldinni, en garðurinn er nú nánast snjólaus svo ég hlít að gleðjast yfir krókusonum fyrir 17,júní, vá er ég orðin þolinmóð eða hvaðemoticon kanski ég fari út með lampa og lísi svolítið á þessa sentimetra og þá spretta þeir ábyggjanlega upp og halda að það sé komið sumar og það að hafa verið gróðursettir á Íslandi hafi bara verið vondur draumuremoticon

Nú lemur rigningin rúðuna og vindurinn hvín, held bara að þetta verði svona undir teppi dagur, mér sýnist herra Tinni allavegana vera búinn að skipuleggja daginn sinn hannn er búinn að koma sér vel fyrir í sófanum og finnst ég stór merkileg að nenna að sitja á hörðum skrifborðsstól heldur en að kúra hjá honum, en þetta er að taka enda og þá ætla ég að leggjast í sófan og hlusta á rigninguna sem er að fjarlægja síðustu restar vetrarins úr garðinum mínumemoticon

Eigið góðan dag og njótið dagsins hvar sem þið eruð, drekkið úr fallegu glasi og notið besta ilmvatnið ykkar, þá verður dagurinn svo miklu skemmtilegriemoticon

K.kv.Anna í sumarskapiemoticon

19.04.2009 19:51

Ótitlað

þá er þessi helgi á enda eða svona hér um bil, það er búið að vera nóg að gera, herbergi heimasætunar var málað og nýja fína rúmið sett inn og svo dúllaði stjúpan og benti bróðir-Súpermann á hvar hún vildi fá nagla í vegg og hvar þyrfti skrúfu, heimasætan sjálf var á msn á meðan (mjög áhugasöm!) Kistan sem er orðin náttborð á hjólum var dökkbrún og ekkert sérstaklega falleg, minn heittelskaði handlægni eiginmaður tók gripinn með sér út í bílskúr og tókst svona líka vel til, hann fékk nú greynilega smá hjálp frá herra Tinna! Það eru nýjar myndir í mynda-albúminu smá úr ferminguni, eiginlega hræðilega fáar myndir en það sýnir að við vorum mjög upptekin! Svo kíkti ég aðeins á Reyðarfjörð í gær, sko áður en við byrjuðum á heimasætu-herberginu, saumaskvísurnar voru á fullu í sal eldriborgara og svo var heimsókn frá Akureyri (Quiltbúðin) ég keypti mér pínulítið af efnum og þrjú blöð, í dag byrjaði ég svo á teppi handa lítilli dömu, efnin og blöðin strax komin að góðum notum! (þá fæ ég minna samviskubit yfir eiðsluni!) Obba ofurkona á Ísó verður að bíða aðeins lengur eftir myndum af þvottahúsinu mínu en þær koma ég lofa því! Held ég hafi þetta ekki lengra,  hafið það gott og ef þið hafið ekkert að gera þá mæli ég með því að taka próf í skútusiglingum, það er víst stór eftirspurn eftir fólki sem treystir sér til þess að sigla milli Evrópu og Íslandsemoticon

K.kv.Anna á öðruhundraðinuemoticon

17.04.2009 12:55

Þessi fallegi dagur!

Vá, ég held bara að vorið sé komiðemoticon ég vaknaði að minsta kosti með vor í rassinum, gekk frá þvotti, þvoði þvott, fór í göngutúr með herra Tinna, gerði létta helgarhreyngerningu og fór í pottinnemoticon þannig að ég var nú bara pínu þreytt þegar ég kom í vinnunaemoticon sjálfskaparvítin eru verst sagði amma mín alltafemoticon  allavegana þá er rólegt í vinnuni, allir úti að sleikja sólina og ísemoticon emoticon en vonandi verður veðrið svona um helgina, það er fullt á verkefna listanum og ef það verður leiðinlegt veður þá er verkefnalistinn í saumaherberginu þokkalega langur svo mér á ekki eftir að leiðast um helgina þó allir gestir séu komnir til síns heima og Mánaborg hálf tómlegemoticon Hafið það gott hvar sem þið eruð og hvert sem þið ætlið, munið að njóta dagsins og fáið ykkur ísemoticon

K.kv.Anna innilokuð í góðu veðri emoticon

16.04.2009 11:10

Ótitlað

Elsku Victor Emil á 3.ára afmæli í dag! við værum sko tilí að vera komin á suðurlandið í smá köku og mjólk, en verðum bara að eiga það inni emoticon

Þið sem ráfið inná síðuna mína eigið góðan dag og já vorið er að komaemoticon

K.kv.Anna að komast í blogggírinn að nýjuemoticon

11.04.2009 14:40

Ótitlað

Þá er hún komin í fullorðina manna tölu heimasætan okkar, við erum á leið í Skrúð, blogga meira seinnaemoticon

K.kv.Anna stjúpaemoticon

05.04.2009 06:55

Þessi fallegi dagur!

Það er kominn sunnudagur, Pálmasunnudagur, sólin skín og fjörðurinn fagri er eins og fallegt póstkort. Heimasætan sefur en bróðir-Súpermann "skrapp" aðeins í vinnuna, ég er komin í páskafríemoticon mamma mín kemur svo um miðjan dag í dag, mikið verður það gaman, hennar bíður smá verkefnalisti en hún hefur nú bara gaman af þvíemoticon á þriðjudaginn koma svo Færeyingarnir okkar og þá held ég að Álfabrekka 4. sé fullemoticon en þar sem er hjartarúm þar er húsrúmemoticon mikið held ég að þetta verði skemmtilegir páskaremoticon Það verður sjálfsagt lítið bloggað næstu vikuna, en aldrei að vita, svo var ég líka búin að lofa Vestfjarða-mafíuni myndum af þvottahúsinu mínu fínaemoticon Svolítið sérstakt að hafa áhuga á þvottahúsi en svona eru þau fyrir vestanemoticon Nú ætla ég að fá mér morgunmat síðan er það tiltekt og þrif á baðherbergi og fleira, eigið yndislegan dag, finnið ykkur eitthvað til þess að gleðjast yfir, einn lítill Þröstur er fullkomin ástæða til þess að brosa í allan dagemoticon Þangað til næst passið ykkur á bílunum og munið að busta tennurnaremoticon

K.kv.Anna á fallegum degiemoticon
  • 1
Flettingar í dag: 53
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1296
Samtals gestir: 289
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 19:54:13

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar