"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2009 Maí

28.05.2009 21:54

Ótitlað

     Sumarbros frá mér til ykkar,  ný búin í klippingu og sjæningu og klár til þess að leggja af stað snemma í fyrramálið áleiðis á Patró, þið sem verið á austurlandinu um Hvítasunnuna passið ykkur á sólinni, ég er ekki með vesfirku-spánna á hreynu en það skiptir engu máli. Tinni og heimasætan koma með þannig að ég verð með góðan félagsskap, bróðir-Súpermann ætlar að slá gras ef veður leifir en annars finnið þið hann örugglega í LVF.
Hafið það gott og njótið augnabliksins!

K.kv.Anna á leið í FRÍ

26.05.2009 22:35

Til umhugsunar....

Ég lét skipta um rafgeymi í Oktavíu í gær, fékk allveg frábæra þjónustu hjá Olís á Reyðarfirði, en þegar ég kom heim í gærkvöldi eftir langan dag þá var geymirinn í mér tómur, ætli ég hefði geta fengið nýjan á Olís? Hvað fyllir geyminn og hvað tæmir hann? Ég var hálf tóm enn þegar ég fór á fætur í morgun en eftir góðan dag í vinnuni, og andlega áfillingu í lit og plokk hjá Sigrúnu vinkonu minni þá leið mér strax miklu betur, eftir kvöldmat fékk ég svo góða nágrannakonu í heimsókn, vinkona mín Jóhanna drakk kristal úr fallegu glasi og spjallaði um heima og geyma, nú er að koma nótt en geymirinn er yfirfullur af jákvæðri orku svo ég veit ekki hvort ég get farið að sofa! Passið að tæma ykkur ekki af jákvæðum-straumum, umvefjið ykkur með fólki sem ykkur þykir vænt um, það er víst ekki hægt að fá nýjan geymi handa okkur mannfólkinu á Olís svo við verðum að fara vel með okkur og sniðganga orkusugur og neikvæða póla. Hafið það gott á morgun er mið vika og veðurspáin bara nokkuð góð, engin hætta á sólsting og slátturvélin getur hvílt sig í viku í viðbót, gerist ekki betra!

K.kv. Anna full af jákvæðri orku

23.05.2009 23:21

tækni-laus!

Eins og að vera taktlaus,laglaus eða húmorslaus þá er örugglega hægt að vera tæknilaus! Ég er tæknilaus og ég viðurkenni það fúslega, ef það er enginn heima og löngun í að liggja í sófanum og horfa á dvd kemur yfir mig, þá ýti ég þeirri hugmynd bara í burtu, ég kann ekkert á þetta dót, ég kann á saumavélina og staujárnið, þvottavélina og þurkarann, uppþvottarvélina og bakaraofninn, er það ekki nóg? Minniskortið úr myndavélinni tíndist, ótrúlegt en það barar finnst ekki, svo að í gærmorgun þegar ég brunaði uppí Egilst. áður en ég fór í vinnuna, verslaði í Bónus og náði í eitthvað dóti í Birtu, þá hugsaði ég með mér... ég kíki nú í Tölvulistann og kaupi nýtt kort! O, mér fannst ég svo klár, var með myndavélina í veskinu og allt! Þegar ég kom inní verslunina tjáði ég afgreiðslustúlkunni að ég kinni ekkert á svona minniskort og bað hana að vera svo góða að selja mér nú rétta dótið, jú,jú hún googlaði myndavélinni og fann allveg rosalega fínt minniskort fyrir mig, ég borgaði fyrir það 5000,- kr. og hélt svo mína leið, þegar í vinnuna var komið varð forvitnin þolinmæðinni yfirsterkari og ég prófaði að setja kortið í vélina en það kom bara einhver ERROR! Þá ákvað ég að bróðir-Súpermann sem er mjög tæknilegur gæti gert þetta fyrir mig þegar ég kæmi heim en það kom bara allveg jafn mikill ERROR hjá honum! Úff, ef það er eitthvað sem mér leiðist þá eru það svona tænivandamál! Semsagt engar nýjar myndir í dag en búin að vera ótrúlega dugleg í saumaherberginu, vonandi kemmst þetta í lag á morgun, farið vel með ykkur, farið varlega í umferðinni og fáið ykkur ís, það er svo sumarlegt! Hér rignir en það er svoooo gott fyrir gróðurinn og svo get ég verið í saumaherberginu án þess að vera með samviskubit yfir öllu því sem ég ætlaði að gera utandyra, ég kveð að sinni.

K.kv.Anna tækni-lausaemoticon

19.05.2009 08:32

sól úti...

sól inni, sól í hjarta, sól í sinniemoticon


Hvað er betra en að vakna við sólargeyslana sem pota sér framhjá mirkrargardínuni og kítla mann í nefið.
Það er nú kanski ekkert sérstaklega hlítt, en það er sól!
Mér finnst sólin eins og gamall vinur, þegar maður hittir sólina eftir langan vetur þá uppllifi ég það eins og að hitta góðan vin sem hefur verið langt í burtu í lengri tíma,
og þegar endurfundirnir eiga sér stað þá finnur maður hversu gott það er að eiga þennan vin.
Ætli skaparanum hafi dottið í hug að það kæmi til með að búa fólk á stöðum þar sem sólin sæist ekki hluta úr ári?
En þá kemur Pollý-Anna uppí mér og ég minnist þess
að í Lofoten í Noregi er sólarlaust miklu lengur en hjá okkur!
Njótum birtunar og ilsins frá sólinni,
föðmum geyslana og hvert annað.
Brosum og verum vinir.

K.kv.Anna á sólríkum þriðjudegi emoticon

18.05.2009 12:37

Litlar tásur í gúmískóm!

Það er kominn mánudagur, Leó Örn farinn og heimasætan hjá mömmu sinni, það var voða hljótt í morgun þegar ég vaknaði. Frændinn kunni svo vel við sig og passaði svo fínt inní umkverfið í gúmískóm og skítugur í framan, Tinni hundur var nú pínu þreittu á köflum á ómældu knúsi og klappi, forðaði sér undir eldhúsborð þegar leikar stóðu sem hæðst, en þegar ró færðist yfir Mánaborg og frænka var búin að lesa Stúf og Lappa vin Snúðs og Snældu, þá skreið sá fjórfætti til fóta hjá orkumikla gestinum og passaði hann alla nóttina.Við byrjuðum á girðinga smíði og svo var Oktavía þvegin, bróðir-Súpermann ber aldurinn einstaklega vel og þakka ég innilega afmæliskveðjurnar sem hann fékk á föstudaginn. Það gladdi mitt Íslens-Norska hjarta að horfa á söngvakeppnina á laugardagskvöldið, frændanum fannst þetta allt saman ÖMULEGT! nú afhverju, finnst þér hún ekki singja vel? spurði frænkan, nei hún singur ekki Íslensku! sagði herrann og hljóp aftur út, áður en hann fór spurði bróðir-Súpermann hann hvort hann vildi ekki koma í peysu, en drengurinn hljópö út og lokaði á eftir sér, kallaði síðan í gegnum bréfalúguna: mér er ekki kalt! Farið vel með ykkur og verið góð hvert við annað og hugsið til þeirra sem eiga um sárt að binda, þakkið fyrir það sem þið eigið og njótið hvers dags, því dagurinn í dag kemur aldrei aftur.

K.kv.Anna á mánudegi

15.05.2009 08:40

Hann á afmæli í dag!

Hann á afmæli í dag,hann á afmæli í dag......... bróðir-Súpermann á afmæli í dag, hann er náttúrulega á besta aldri enda eru þessir Súpermenn þeim eiginleikum gæddir að vera síungir, enga fékk hann kökuna í morgunkaffinu en pakka og ristað brauð með osti, svo verð ég að hræra í múffur eða eitthvað álíka þegar ég kem heimemoticon

Hafið það gott,það er föstudagur, farið varlega í umferðinni og umfram allt njótið þess að vera tilemoticon

K.kv.Anna á afmælisdegi bróðir-Súpermannemoticon

14.05.2009 12:13

Fés bók

Fés bók er fyrirbæri sem ég ætlaði ekki að glepjast af, en ég játa mig sigraða, já svona hálf sigraða allavegana, ég fékk "nokkur" boð um að kíkja á hinar og þessar síður hjá vinum, kunningjum, minna þekktum og alls óþekktum manneskjum og þá meina ég að ég þekkti bara alls ekki alla sem voru að bjóða mér að vera vinur.

Ég á allveg gríðalega mikið af kunningjum, enda hef ég búið víða og er ekki þessi feimna típa, ég á fáa en virkilega góða vini og svo á ég náttúrulega fjölskyldu, fjölskylduna tala ég við og mína bestu vini líka (mis oft en marga oft!) Þegar ég stofnaði þessa fés-bók þá fannst mér skrítið að fá vinarbeiðni frá fólki sem ég held að mundi bara ganga fram hjá mér ef ég hitti það í Kringluni. En það sem mér fannst heimurinn lítill í gærkvöldi þegar fyrirverandi vinnufélagi í Noregi "skrifaði á vegginn" hjá mér, ég er eingöngu skráð sem Patreksfirðingur búsett á Fáskrúðsfirði og þarna var hún Ingunn búin að finna mig, heimurinn er lítill og fés-bók er bara snilld en eins og allt annað í hófi!

Þegar við tölum um í hófi þá er það tegjanlegt, allt er best í hófi já,já það er svo rétt, mikið eru fyrstu tveir molarnir í konfektkassanum betri á bragðið en hinir þrjátíu, en ég á það nú til að borða þá alla! Varðandi fés-bókina þá ætla ég að gæta hófs, ekki að keppast við að eignast fleirihundruð og fimmtíu vini heldur njóta þess að vera komin í auðvelt samband við fólk sem ég þekki en er kanski ekki með í minninu á heimasímanum.
 Hef þetta þá ekki lengra í dag, um kvöldmatarleitið þá kemur Leó Örn bróðursonur minn fljúgandi til frænku og ætlar að vera hjá okkur um helgina, spurning hvort Láki og Tralli verði lesnir 1000x eða hvort það séu einhverjar nýar uppáhalds bækur í þetta skiptið. farið vel með ykkur og verið góð við ykkur sjálf og þá sem í kringum ykkur eru.

K.kv.Anna á fésinuemoticon

12.05.2009 08:51

Til umhugsunar!

Að eiga vin er öllu betra
að eiga von er nauðsynlegt
að eiga ást er undur lífsins
að elska það er dásamlegt.K.kv.Anna á sólríkum þriðjudegiemoticon

10.05.2009 08:25

Vopnafjörður.

Það tók tíma en var sko allveg þess virði að fara á Vopnafjörð í gær, góður fundur, góður matur og ekki síst góður félagsskapuremoticon Ég var komin heim um eitt leitið og komin á fæur fyrir áttaemoticon

Nú eru það saumaskvísurnar sem ég bíð eftir að komast til, ég ætla bara að bruna saman eins og einni kanínu og svo dífa mig af stað í Glaðheimaemoticon

Hef þetta ekki lengra að þessu sinni, veðrið er yndislegt og það er lífið líka, farið vel með ykkur og njótið dagsins!

K.kv.Anna í góðum gír á sunnudegiemoticon

08.05.2009 12:40

Pollý.Pollý,Pollý-Anna

Hvað getur maður gert annað að klæða sig bæði í skó og kjól Pollý-Önnu á svona degi, það er hívandi rók og rigning hérna hjá mér, á Egilstöðum er allhvít jörð en við erum nú heppinn að búa ekki í henni Californiu þar eru skógareldag!

Það er ársfundur Afl´s á morgun, já á Vopnafirði, já ef veður leifir! ég hef aldrei komið á Vopnafjörð og er handvilss um að ég fari þangað í bíltúr í sumar já þegar allir vegir verða færir og sólin komin til að vera, en á morgun er spáin ekkert sérstök.

Á sunnudaginn er síðasti saumasunnudagur vetrarins, við ætlum að hittast í Glaðheimum á Fáskrúðsfirði og hafa það huggulegt og sauma smá lika, já ef veður leifir!

Ég bið lesendur bloggsins sem vinna í L.V.F að vera nú ekki með einhver leiðindar skot á elsku bróðir-Súpermann, hann á engann þátt í þessu pári mínu og er bara svo "óheppinn" að vera giftur konu með skoðanir!

Ég var á sóknarnefndarfundi fram á kvöld í gær, þetta var góður fundur og ekki var nú mikið um slagsmál eða orðaköst, við erum bara frekar sammála í þessari fínu nefnd enda sóma fólk alltsaman!

Eftir vinnu í dag ætla ég í Sólskóga og gera nokkra fallega blómvendi, því á sunnudaginn er mæðradagurinn og þið sem eruð svo heppinn að hafa mömmu ykkar nálægt ykkur, kaupið blóm handa henni, þau gera kraftaverk, já það segir auglýsingin allavegana!

Ég hef þetta þá ekki lengra að þessu sinni, ég þakka innilega þeim sem kvitta og vona að þið hin hafið gaman af lestrinum, já þið látið mig nú vita ef þetta pár er eitthvað að pirra ykkur og þá get ég ráðlagt ykkur að bara hætta að lesa það!

K.kv.Anna Pollý-Anna á föstudegiemoticon 

06.05.2009 12:40

Mið vika!

Jæja, ég ætla nnú ekkki að viðurkenna neina bloggleti en verð að segja að lífið gengur bara sinn vana gang og ekkert krassandi í fréttum. Ég tel dagana fram að Hvítasunnu því þá er ferðini heitið í hinn fagra fjörðinn= Patreksfjörð, ég er að vona að bróðir-Súpermann sjái sér fært að skilja L.V.F eftir í höndum minna súper manna svona eina langa helgi, nú annars fer ég bara á Oktavíu með Tinna sem aðstoðarbílstjóra!

Lítli frænka fékk fallegt nafn um síðustu helgi, við vorum nú reyndar búin að benda móðurinni á að Anna Jensína væri allveg rosalega fallegt en það var ekki samþykkt! Litla frænka heitir Þóranna Reyn og þar sem við sistkynin heitum Ragnhildur Reyn,Anna og Þórarinn þá er ég nú bara ánægð, bróðir minn ætlar að kalla dömuna Tótu, systir mín (amman) kallar hana litlu Reyn en ég kom með þá uppástungu að við kölluðum hana bara nöfnu, ég sá fyrir mér að barnið yrði margir persónuleilkar með öllum þessum nöfnum og hvað er notalegra en að vera kölluð nafna.

Annars fór ég í pínu heimsókn í næstu brekku þegar ég kom heim úr vinnuni í gær, herra Tinni fékk að koma með, lobrador daman Aska sem býr í þeirri brekku var hin ljúfasta og Tinni var mjög hrifin af henni, hann fann víst einhverja lykt sem bara strákar skynja og í orðsins fillstu, hann slefaði yfir þessari flottu skvísu! en sorrý það yrði nú varla góður koktell, þannig að Tinni verður að bíða eftir sínu tækifæri og sinni stærð, úff eins gott að þetta er ekki svona hjá mannfólkinu, þá hefði bróðir-Súpermann sagt við mig: Sorry, vitlaus stærð og vitlaus háralitur örugglega líka! Nei það er nú gott að það eru hjörtun og sálin sem eiga að passa saman hjá mönnunum en ekki skó og buxnastærðin!

Þá held ég að ég seti punkt á þetta pár og vilndi mér í að gera eitthvað, hafið það sem allra allra best og njótið alls hins góða sem dasgurinn hefur uppá að bjóða.

K.kv.Anna í miðri vikuemoticon

04.05.2009 07:28

Mánudagsmorgunn!

    Rósa rúsínubolla var saumuð um helgina, litlu nágrannakonu minni fannst hún með of feit læri svo þau verða ekki sýnd héremoticon það eru nokkrar nýjar myndir í albúminu, við vorum í útliverkum í gær og borðuðum bæði hádegis og kvöldmat á pallinumemoticon ég held ég hafi náð mér í nokkrar freknur en bróðir-Súpermann er náttúrulega bara með góðan jafnan lit eins og hann á kyn til (Súpermann fjölskyldan)emoticon Tinni hundur er yfir garðálfur heimilisins og dröslast um með greynar og étur mosa svo ekki þarf að mosatæta lóðina fyrir sumariðemoticon Heimasætan var líka hjálpleg en kanski ekki í sama túrbó-gír og við hjóninemoticon Eins og þið getið séð á myndunum þá var ég í miklum bökunar-ham í gærmorgun, og þetta er nánast óhreift! Ætla að taka köku með mér í vinnuna, mér leið svolítið eins og norninni í Hans og Grétu í gær, var að lokka heimilisfólkið til þess að fá sér múffu (já eða næstum því) held að ég hafi þetta ekki lengra í dag, njótið dagsins og verið góðemoticon

K.kv.Anna á mánudegiemoticon

01.05.2009 23:02

Nýr mánuður!

Þá er kominn nýr mánuður, 1.mai er liðin og búið að halda uppá dag verkalýðsins í Skrúð, það fór friðsamlega fram og voru veitingar í boði eftir ræðuhöld og tónlistaratriði, ég fékk að segja nokkur orð, já var hreynlega beðin um það, ekkert fékk ég eggið í hausin svo ég hlít að hafa verið spök. Þið sem misstuð af því að koma og halda uppá daginn, æ,æ, greyið þið!

Myndin hérna fyrir ofan er síðan í fyrra, en hún sínir bara svo vel hvernig ég er og hvernig ég hef það, hálfgerð Múmí-mamma bæði að innan og utan og svo er bróðir-Súpermann alltaf svona góður, eins og Múmí-pabbi, en ég held að hann vilji nú ekki láta líkja sér við Múmí-pabba já ekki að utan allavegana, en mér finnst Múmí-mamma sæt svo ég get allveg verið lík henni.

Heimasætan og tvær vinkonur eru að koma sér fyrir, þær ætla að gista saman (gott og blessað á meðan það eru bara vinkonurnar sem fá að gista!) ég er að hugsa um að fara að blása á kertin og bursta tennurnar, eigið góðan laugardag og faðmið að ykkur maí-sólina ef þið sjáioð hana!

K.kv.Anna verkalíðskonaemoticon
  • 1
Flettingar í dag: 176
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1419
Samtals gestir: 294
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 22:09:40

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar