"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2009 Júní

29.06.2009 21:24

Mánudagskvöld.

Þá er komið mánudagskvöld, júní allveg að verða búinn og sólin búin að sýna sig á réttum hluta landsins í allann dag, myndin hér að ofan er af nýjustu "múmí"könnuni minni, er hún ekki sæt? Elsku besta Auðbjörg "Obba" vinkona mín sendi mér hana hvað er betra en að drekka úr svona sætri könnu snemma morguns, dagurinn getur bara ekki orðið annað en góður. Það eru komnar inn nokkrar nýjar myndir og þá sjáið þið kanski það sem litla nágrannakona mín veit...Anna við elskum BLEIKT! Eigið svo yndislegan dag, gerið góða hluti og munið að hrósa, bæði ykkur og öðrum, alltaf gaman að fá kvitt og Unnur nýjasti meðlimur tækjaflotans heitir Tryggur, sorrý ég skal koma með einhverja keppni mjög fljótlega.

K.kv.Anna bleikaemoticon

27.06.2009 22:24

óþarfa-áhyggjur!

Eins og ég nefndi í síðustu færslu þá er ég af "tómataætt" það þíðir að ég sólbrenn í tunglsljósiemoticon Það var spáð Bongó blíðu hjá okkur um helgina, eiginlega langaði mig einhver lifandis ósköp til Hveragerðis á blóma daga, en ég ætlaði náttúrulega ekki að missa af allri sólinniemoticon ég veit að ættingja og vinir voru með áhyggjur af mér, af fenginni reynslu, ég er mjög oft sólbrennd í góðra vina hópi og ég tala nú ekki um ef stórfjölskyldan hittist, ég hef spókað mig um Mallorca án þess að getað híft upp mín löngu brjóst (var samt í bol!) ég var nefnilega svo brennd á öxlunum að ég gat ekki verið í brjóstahaldaraemoticon þá sagði mamma þau ógleymanlegu orð: ég hef marg sagt að það þíðir ekkert að taka með sér börnin á sólaströnd! Ég var þá að halda uppá 30.ára afmælið mitt. Á ættarmótum hef ég verið "stíf" í framan og verið með rosa hroll um hábjartan heitan sumardag, af sólbruna, þá hafa góðar frænkur bjargað mér með Aloavera-gel og hreina jógúrt, og alltaf kemur það mér jafn mikið á óvart að ég skuli brenna svona. En þessa helgi brenn ég ekki, hin marg um talaða og lítt rómaða Austfjarða þoka fékk boðskort í Fjörðin fagra þó enginn vilji játa á sig sökina að hafa boðið henni, og hvað haldið þið, af einskæðum almennilegheitum ákvað hún (þokan) að sýna sig allveg niður á gras, það er semsagt þoka de luxemoticon  En eins og sönn Pollý-Anna þá segi ég: ég sólbrenn ekki á meðanemoticon Eigið yndislegan sunnudag og ef sú gula er hjá ykkur ekki láta blekkjast af fegurð hennar og hlíju, hún brennir besta fólk!

K.kv.Anna tómatóemoticon

25.06.2009 20:28

Allskyns áhyggjur!

Það er svo auðvelt að detta ofaní áhyggjupittinn, og þó svo að ég sé með 10.stig í sundi og fljóti bara nokkuð vel þá eru miklar líkur á drukknun ef ég á annað borð lendi ofaní pittinum, þess vegna reyni ég að klæðast flotgalla Pollý-Önnu daglega, ég segi það ekki að ég fer nú úr gallanum svona yfir blánóttina og eins er mér óhætt að vera án hans inní saumaherbergi, en þar fyrir utan þá er ég við öllu búin! Það er verið að tala um að ef allt fari á versta veg......hvaða vegur er það, við þurfum ekki að fá leiðina þangað inná GPS  tækin, nei þeir sem mega rölta um "versta veg" eru mennirnir (já og konurnar) sem ættu fyrir löngu að vera búin að gefa sig fram og bjóðast til þess að vera inná Hvíabryggju restina af lífinu og í næsta lífi líka, synd að herra Johnsen hafi verið búin að fá þessi fínu rúm á "bryggjuna" þetta lið mætti allveg fá aðeins í bakið! Anna og Pollý-Anna eru leiðar á fréttum og viðtölum, blaðaskrifum og útvarpsviðtölum um þessa "krippu" höfum nú einn dag í viku þar sem bara er talað um eitthvað skemmtilegt, hvar fæst ódýrasti ísinn í bænum og má ekki bara vera ókeypis í sund, það væru nú skemmtilegar fréttir!
Ég get allavegana bent ykkur á að sundlauginn á Patró er dásamleg og heitipotturinn í Mánaborg er yndislegur, svo er bara spurning hvar þið eruð stödd á landinu hvort baðið þið veljið! Hafið það eins gott og þið þolið, munið: beigja, kreppa, sundur, saman.....sko ef þið lendið ofaní pittinum!

K.kv.Anna í flotgallaemoticon

P.s. nýjar myndir og ég setti þær inn SJÁLFemoticon

22.06.2009 07:51

Ný vika

Það er komin ný vika og júní að stittast í annan endann. Á föstudagskvöldið fékk ég heimsókn frá Hveragerði, þar var Heiða vinkona mín ein á ferð í langþráðu húsmæðra-orlofi, mikið höfðum við það gott um helgina spjölluðum fram á nótt og lágum í heitapottinum þangað til við minntum meira á súpukjöt en þokkafullar konur á þrítugsaldriemoticon Nú í morgunsárið erum við heimasætan á leið uppí Egilsstaði til tannsa, vonandi losna ég við restina af þessu dóti sem er uppí mér, það kemur í ljós. Hef þetta ekki lengra að þessu sinni, hafið það gott og verið góð hvert við annað þá er lífið svo miklu skemmtlilegra.

K.kv.Anna á mánudegiemoticon

21.06.2009 11:12

Ótitlað

Hún á afmæli í dag! Hún á afmæli í dag!

Elsku besta heimasætan er 14.ára í dag! Eigðu yndislegan dag elsku besta Elísaemoticon

K.kv.og knús frá GÓÐU"stjúpuni"emoticon

15.06.2009 20:38

Kanínurækt!

Þá var það kanínuræktin, þetta er hún Jóna, hún er farin í pósti til Patreksfjarðar og ætlar að heilla nýju fjölskilduna sína þar, Smári og Kári eru líka farnir,myndir af þeim í myndaalbúminu ;-)

Annars er allt við það sama hér í Mánaborg, lífið gengur sinn vana gang og bróðir-Súpermann er annaðhvort að vinna eða vinna (slá).
Ég reyni að halda heimilinu í horfinu, vinna mína vinnu og svo moldvarpast og slá þess á milli, já og sauma náttúrulega ;-)

Ég fékk allveg yndislegt sms í dag: er í PanduroHobby, vantar þig eitthvað?
Vá! Björk vinkona mín í Noregi var stödd í uppáhaldsbúðini minni og ég hringdi náttúrulega beint í hana og við "löbbuðum" í gegnum búðina saman! Takk, elsku Björk, nú bíð ég spennt eftir sendingu frá þér ;-)

Að lokum vil ég minna ykkur á það kæru vinir að hugsa um allt sem þið segið en segja ekki allt sem þið hugsið (af eigin reynslu!)
Farið vel með ykkur og njótið lífsins ;-)

K.kv.Anna á mánudagskvöldi

14.06.2009 01:21

saumagleði!

Það er komin nótt, ég er búin að sitja inní saumaherbergi og dunda mér og afraksturinn er þrjár kanínur, ég sýni ykkur þær á morgun. Ég fór í allveg dásamlegan göngutúr með henni Jóhönnu vinkonu minni og nágranna, þó hitamælirinn sýni bara lítinn + þá var veðrið æðislegt og félagsskapurinn svo góður að ég kom heim endurnærð og í miklum saumagír, takk fyrir að vera vinkona mín Jóhanna emoticon Nú ætla ég að fara að skríða uppí og safna orku fyrir morgundaginn, ekkert sérstakt á planinu en ég geri lítið ósofin, góða nótt ef eitthvert ykkar er vakandi.

K.kv.Anna í saumagírnumemoticon

11.06.2009 20:02

Fimmtudagskvöld

Það er komið kvöld, bróðir-Súpermann á að mæta í vinnu svona umþaðbil þegar ég er að byrja að láta mig dreyma um sólríka daga og berar fætur svo hann er sofnaður, heimasætan var vöknuð kl.06.00 í morgun svo hún er skriðin uppí, ég sjálf er bara hálf lúin (ekki veit ég eftir hvað) en ég er það nú samt! Myndin hér að ofan er af eldhúsgardínuni minni, hvítt og apelsínugult röndótt með blúndu og svo saumaði ég þessar sætu myndir á efnið, ég er voða ánægð með þær þó þessi mynd sé nú hálf léleg. Það er gestagangur í kotinu mínu, Dísa föðursystir mín og hennar maðurkomin keyrandi yfir hálft landið og ætla að skoða Austfirðina næstu vikuna, þau fá sumarbústað á morgun svo Mánaborg var bara notuð sem stoppustöð á leiðinni. Held ég setji punkt á þetta pár og óski ykkur alls góðs þangað til næst.

K.kv.Anna á fimmtudagskvöldi.

08.06.2009 20:26

Atkvæðið.....

Pollý-Anna er áhyggjufull, hún er áhyggjufull yfir því að atkvæðið sem hún átti og notaði eftir bestu vitund í vor er ekki allt þar sem það er séð, hvernig endar þetta. Þegar Pollý-Anna er orðin kvíðin þá er mál að hlusta vel á fréttirnar, fínu strákarnir sem réðu ríkjum fram á síðasta haust ætli þeir séu búmir að skila "jeppanum" og fá sér strætókort? Ætli glæsiíbúðunum hafi verið breitt í 8.félagslegar íbúðir og fataherbergið verið gefið til Mæðrastyrksnefndar. Úff, hvernig endar þetta, ætli þessir "menn" sofi vel á nóttini, Pollý-Anna er ennþá með smá samviskubit yfir því að hafa verið sérstaklega erfið fyrir 28.árum og sagt við mömmu sína að hún væri leiðinleg, vá gætu þessir menn kanski fengið smá sneið af samviskunni hennar (Önnu). Er ekki hægt að bjóða eitthvað af þessum eignum uppí skuldirnar, já svona eins og þegar systirin fékk eitthvað lánað í denn og skilaði því ekki þá tók Pollý-Anna eitthvað í pant í staðinn, takið lúxusíbúðirnar, hallirnar og allann helv. flotann sem þeir eiga af faratækjum í pant og leifið okkur hinum sem misstum allveg af þessu rosa-góðæri að halda áfram okkar daglega amstri án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því að langömmubörnin okkar verði skuldug uppað eyrum útaf einhverri linkynd gagnvart löngu dauðum köllum!

K.kv.Anna og Pollý-Anna áhyggjufullar

06.06.2009 11:06

Laugardagur!

Það eru komnar inn nýjar myndir! Ekki spyrja hver setti þær inn, dagurinn er ekki búinn svo ég hef ennþá tíma til þess að æfa mig! Myndin hér að ofan er af pallinum í Mánaborg, blóm og pottar keyptir í Sólskógum á Reyðarfirði og svo náttúrulega þessir rosa flottu kindlar líka, mæli með Sólskógum! Ég er búin að vera inní saumaherbergi því úti er rigning og ekkert slátturveður, set inn fleiri myndir í kvöld, eigið góðan dag ;-)

K.kv.Anna sem á eftir að læra að setja inn myndiremoticon

05.06.2009 20:56

föstudagskvöld!

Dagarnir fljúga frá mér, ég er búin að eiga frí frá minni "venjulegu" vinnu þessa viku en það hefur sko verið nóg að gera þrátt fyrir það, en það er nú einmitt það sem er svo gaman, ég man bara hreynlega ekki hvenær mér leiddist síðast- það var þá örugglega viljandi því það er líka hollt að láta sér leiðast annaðslagið! Bróðir-Súpermann er sofnaður í sófanum og Tinni hundur hjá honum, heimasætan farin til Hafnar og ég á leið í bólið, já bara svo venjulegt föstudags-kvöld í Mánaborg. Ég ætla að setja inn nýjar myndir á morgun og nú SKAL ég bara læra þetta, ég get ekki verið uppá aðra komin í þessu frekar en öðru, er kanski bara með pínu "tölvu-skrekk" en nú verð ég bara að vera svöl og láta sem ég skilji þetta og prófa sjálf! Vá mér er eiginlega strax farið að kvíða fyrir! Nú er ég hreynlega að hugsa um að skríða í háttinn og safna kröftum fyrir tölvu-nám morgundagsins, farið vel með ykkur og njótið þess að vera til ;-)

K.kv.Anna bráðum tölvuséníemoticon

04.06.2009 09:14

Hann á afmæli í dag!

Hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag, hann á afmæli hann Óli, hann á afmæli í dag! emoticon

Herra Ólafur Orri er 3.ára í dag Ísafjarðar prinsinn ætlar að halda veislu í dag og því miður missi ég af veislunni en er sko með í huganum, elsku Óli til hamingju með afmæliðemoticon knús til ykkar frá Austfjarðamafíuniemoticon

Ég er semsagt komin heim, vesturferðin var voða góð sundlaugin á Patró var heimsótt daglega, ekki láta hana fram hjá ykkur fara ef þið heimsækið vestfirðina, það var byrjað á slætti undir Eyjafjöllum á þriðjudaginn, ég heirði það í útvarpinu, en ekki minntust þeir á að það væri byrjaður sláttur hjá Garðálfonum á Fáskrúðsfirði!

Hafið það gott, njótið lífsins og verið góð!

K.kv.Anna á sólríkum fimmtudegiemoticon
  • 1
Flettingar í dag: 122
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1365
Samtals gestir: 294
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 21:26:08

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar