"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2009 Júlí

29.07.2009 15:18

Vanga-velta!

Það er svolítið sem ég er búin að vera að velta fyrir mér, já svona vanga-velta, yfirleitt þarf ég nú ekki marga daga til þess að velta mér uppúr hlutum en allavegan þá er þetta búið að vera að gerjast innra með mér síðan á föstudagskvöldið var....

Það er nefnilega þannig að í upphafi Franskra daga semsagt á föstudagskvöldinu þá er bálköstur-brenna og brekkusöngur, allveg ofsalega skemmtílegt og fín byrjun á góðri helgi, í ár höfðu tveir piltar já eða fullorðnir menn (yfir tvítugu!) reynt að kveikja í brennuni fyrir tilskilinn tíma óumbeðnir með Bakkus með sér í liði, þeir sem sáu um brennuna máluðu feikna fínt skilti og þökkuðu viðkomandi fyrir hjálpina og var það bara findið, EN að kalla þá upp sauðdrukkna og klappa fyrir þeim eins og um þjóðhetjur væri að ræða það fannst mér ekki við hæfi, hvaða skilaboð eru það til ungukynslóðarinnar? Ef þið skemmið það sem er verið að undirbúa fyrir Franska dagaa þá gæti verið að það yrði klappað fyrir ykkur og þið jafnvel fengið að taka lagið eins og aðkeyptur skemmtikraftur! Nei, þetta fannst mér bara smekklaust! Má ekki kalla kendiríisgönguna kvöldgöngu og láta skemmtikraftana við brennuna vera ódrukkna, já bara svona til þess að sýna ungviðnum að það sé hægt að skemmta sér án áfengis og að Franskir dagar séu fjölskylduhátíð og það sé nægur tími eftir miðnætti fyrir þá sem aldur hafa til að verða bæði rakir og kenndir.

Þetta var pistill dagsins, farið varlega um helgina og njótið þess að vera til ;-)

K.kv.Anna með vanga-veltur

27.07.2009 23:00

mánudagskvöld!

Þá eru Frönsku dagarnir liðnir, eins og ég hef nefnt áður þá var gatan mín bleik, og auðvita varð gulrótakakan BLEIK! Það er fullt af nýjum myndum kíkið endilega ;-) Hafið það gott þangað til næst, farið vel með ykkur og verið góð.

K.kv.Anna bleika :-)

24.07.2009 13:41

Pollý-Anna þó!

Þegar Pollý-Anna las þarsíðustu færslu þá fékk hún nett samviskubit og dreyf sig heim, já hún hafði stungið af í frí og ekki látið svo mikið sem vita, hvernig átti ég að halda jafnvægi á jákvæðnini á meðan? En nú er þetta allt á réttri leið, Mánaborg er eitt af fáum húsum í firðinum fagra sem ekki er fullt af gestum um Franska-daga, ja það er nú ekki allveg rétt því vinkona heimasætunar er hjá okkur og með einn fjórfættann með sér, þannig að í húsinu eru nú 3.hundar!

Það eru komnar inn nokkrar nýjar myndir og koma fleyrir í kvöld ;-)

Held ég hafi þetta ekki lengra að þessu sinni en vil bara biðja ykkur að fara varlega og muna að okkur liggur ekki lífið á!

emoticon

22.07.2009 09:28

mið vika!

Já það er mið vika, ég á frí í dagemoticon ætla að nota daginn í að slaufast og skreytast fyrir Franska daga, brekkan okkar á að vera bleik svo nú er bara að bretta upp ermarnar. það eru nýbökuð muffins á eldhúsbekknum og þvottavélin er búin að vera í fullri vinnu í marga tíma. Hafið það gott, farið vel með ykkur og verið góð hvert við annaðemoticon

K.kv.Anna bleikaemoticon

21.07.2009 07:18

Andstæður

Herra Tinni hundur er ekki stór, eiginlega bara frekar lítill en í Stóru hundabókini stendur að Miniature Schnauzer sé stór hundur í litlum líkama, það er góð lýsing á Tinna.

Ég sjálf er stór, ekkert rosalega hávaxin en ekkert písl, en í þessum stóra líkama býr lítil stelpa, stelpa sem er ekki alltaf eins örugg og hún lítur út fyrir að vera, stelpa sem vildi stundum vera ósýnileg breiða sængina uppfyrir haus og með því móti útiloka það sem ekki er gott, þegar ég var lítil stelpa þá fannst mér ég fullorðin inní mér, en nú er ég fullorðin og þá er svo freistandi að vera bara lítil stelpa, stelpa sem trúir öllu besta um alla og vill öllum vel, blanda af stelpuni og hinni fullorðnu Önnu er best, en stundum tekur önnur þeirra yfirhöndina og þessa dagana er ég bara lítil stelpa í stórum líkama.

K.kv.Anna litla.

17.07.2009 07:54

óhemja!

Ég hef nefnt það áður, dálæti mitt á íslenskri tungu, orð dagsins er "óhemja" mér datt það bara allt í einu í hug, var hugsað til ömmu minnar og nöfnu og þá kom þetta orð upp í huga mér. Þið megið ekki halda að ég hafi verið einhver óhemja, nei ég minnist þess ekki að amma hafi kallað mig óhemju, en hún notaði þetta um óþekkar stelpur. Nú eru önnur orð notuð, en er nú ekki skemmtilegra að vera óhemja en ovirk með athyglisbrest, ekki misskilja mig og halda að ég taki ekki allvarlega þegar börn fá svo allvarlega greyningu, en stundum eru gömlu orðin bara svo vel lísandi og þau nýju flókin að það ætti allavegana að vera í lagi að skiptast á að nota þau. Þetta var hugleiðing dagsins af minni hálfu, ég er búin að fara í göngutúr með Tinna og Cöru og er nú á leið inní kirkjugarð að snurfusa, snurfusa er orð sem við getum spáð í seinna en nú set ég punkt á párið og óska ykkur öllum alls hins besta í dag.

K.kv.Anna smá óhemjaemoticon

P.s.elsku besta vinkona mín Unnur á afmæli í dag, hún er líka búin að vera gift Steina frænda mínum í 10. ár í dag, innilega til hamingju með daginnemoticon

14.07.2009 20:29

Gestir og gras....

emoticon Þá eru gestirnir farnir, og grasið tekið viðemoticon fjölskyldan í Bessastaðarhjáleigu var hjá okkur yfir helgina og svo kom Helga vinkona mín frá Noregi með sína fjölskyldu í óvænta heimsókn, mikið er gaman að fá gesti, litlibróðir tók hlutverk gestakokks í Mánaborg um helgina og töfraði fram þvílíku kræsingarnar, bróðir-Súpermann fékk nett skot á sig vegna kunnáttuleysis í eldhúsinu en hann er nú ekki Súpermann bara bróðir hansemoticon Helena mákona mín kom færandi hendi.... ég fékk allveg rosalega sætan dúk og tvö púðaver og "box" til þess að hafa í þvottahúsinu undir hreyngerningar dótið rosa sættemoticon heimasætana græddi nokkrar síðbúnar afmælisgjafir og bóndinn fékk nýja diskinn með Pöpunum, bara jólin hjá okkuremoticon  Ég var svo að slá í kirkjugarðinum í allan dag og er nú hálf lúin, já ég sit hvorki á Trygg né Trausta heldur nota mínar sterkbyggðu fætur og kraftana sem guð gaf méremoticon Annars er aðal heilabrotið að finna bleikt skreitingar efni fyrir Franska daga, gatan okkar á að vera bleik ( minn litur!) spurning um að sauma bleik dress á fjölskyldunaemoticon  Tinni hundur og Cara gesta hundur eru mestu mátar en ég held að hann hafi ekki notað tækifærið sem hann fékk til þess að fjölga sér, en það kemur í ljós, allavega þá er ástandi hennar lokið og enginn dónaskapur um allt húsemoticon  Held ég hætti þessu og hleypi manninum í lífi mínu að apparatinu, hann þarf að vinna aðeins þrátt fyrir sumarfrí. Hafið það sem allra allra best og fáið ykkur ís.

K.kv.Anna græna

09.07.2009 08:32

fimmtudagur!

Blessuð sólin elskar allt.........emoticon Það er sumarblíða í firðinum fagra, fuglarnir singja og börnin brosaemoticon  Það er ekki hægt að byðja um meira, jú nema kanski mann sem er í sumarfríi meira en einn og hálfan dag, það væri nú skemmtilegt að hafa bróðir-Súpermann í sumarfríi í nokkra daga samfleitt, en sumir eru bara merkilegri en aðrir, í minni vinnu er ekkert ástand þó ég sé í fríi, kanski er ég bara ekkert ómissandiemoticon  en kl.05.20 hringdi síminnn hjá þessum ótrúlega ómissandi manni sem ég er gift, já sko í morgun og hann hefur ekki sést síðan, ekki er það Makríllinn núna var ekki blessaður sjávarútvegsráðherrann að stoppa það allt í gær, ég trúi því bara ekki að við getum ofveitt Makríl, það er nú ekki eins og það séu svo mörg skip að eltast við þessi grey, en hvaða vit ætti ég að hafa á þessuemoticon Nú stendur herra Leó yfir mér og vill fara í pottinn svo ég held ég hætti þessu pári og snúi mér að frænku hlutverkinu, hafið það gott og njótið þess að vera til, fáið ykkur ís og passið ykkur á sólini, það ætla ég að geraemoticon

K.kv.Anna frænkaemoticon

06.07.2009 20:29

Örlítiðblogg!

Það er nóg að gera í Mánaborg, Cara hunda stelpa kom á laugardaginn og verður fram yfir verslunarmannahelgi, Leó manna strákur kom svo í gær og stoppar í viku, endilega kíkið í myndaalbúmip merkt júlí og þá sjáið þið hvað það er mikið að gera! Dagurinn byrjaði nú reyndar ekki fyrr en 8.30 hjá mér og Leó, við drifum okkur strax út í göngutúr með hundana (á náttfötunum!) svo var það heitipotturinn, bakað bananabrauð og muffins, horft á Snar og Snögg og svo annar göngutúr, fengum góða heimsókn og lékum í Pleimó úti á palli og borðuðum ís, svo var það kvöldmatur og nú er það háttatími, heimasætan er búin að hafa ofanaf fyrir frænda sínum eftir kvöldmat en nú fara þau sjálfsagt bææði að sofa því unglingurinn á heimilinu er að vinna allan daginn í fristihúsinu! Hafið það gott og njótið lífsins!

K.kv.Anna stýra í sumarbúðunum í Mánaborg

03.07.2009 07:34

mér finnst rigningin góð!

Já, í dag er vökvunardagur (rigning), það er líka föstudagur svo það er ekki ástæða til neins annars en að brosaemoticon ekki náði ég að sólbrenna eða fá sólsting í allri blíðuni sem hefur verið undanfarna daga, nei bara lokuð inní vinnuni í hitanumemoticon ég ætla að renna á Oktavíu uppí Egilstaði fyrir vinnu svo ég held að þetta verði hálfgert "míkró" blogg í dag, hafið það sem allra allra best og njótið dagsins, farið varlega í umferðinni og verið góðemoticon

K.kv.Anna á föstudegiemoticon
  • 1
Flettingar í dag: 77
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1320
Samtals gestir: 290
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 20:15:26

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar