"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2009 Ágúst

31.08.2009 12:42

Mánudagur


Ætlaði að gera smá lagfæringu en þá hvarf allt saman!
Eigið gott kvöld, ég kem sterk til baka á morgun með eitthvað skemmtilegt á blogginu ;-)

K.kv.Anna tölvunördemoticon

28.08.2009 15:19

föstudagur

Já, það er kominn föstudagur, úti er rok og rigning, inni er framhaldssagan á rúv að gleðja hjarta mitt, það þarf ekki mikið til þess að gleðja mig ;-)

Það er margt fleira sem gleður mig, blómstrandi beitilyng sem mér langar svo að týna enhef látið veðrið stoppa mig, bara hugsunin um haustkrans á útidyrahurðinni gleður mig, vonandi kem ég mér útí móa um helgina og þá get ég búið mér til krans.

Það sem gleður mig líka er að eiga góða fjölskyldu, fjölskyldan mín er ekki fullkomin heldur svo fullkonmin blanda af mismunandi persónum að útkoman er góð fjölskylda, það er náttúrulega spurning hvað er góð fjölskylda, mér hentar að búa á öðrum stað, ætli mér finnist ekki vont gott, semsagt fjarlægð og söknuður eru hluti af lífi mínu og truflar mig ekki.

Mikið væri nú samt stundum notalegt að geta stokkið í næsta hús og þar byggi mamma, já eða setið í bílnum í korter og vera þá komin í mat til litla bróður og fjölskyldu. Geta fengið litlu frænsyskinin í heimsókn án þess að það kosti mikla fyrirhöfn. En svoleiðis er það ekki og þess vegna hlakka ég sérstaklega til þess að fara í borgina og hitta fólkið mitt, ég er ekki að fara núna, nei,nei, ekki fyrr en 10.sept en það er nú gott að hafa eitthvað til þess að hlakka til. Í öllu þessum hugleiðingum þá riðst Pollý-Anna fram og segir: Þú ert nú heppinn Anna að eiga fjölskyldu! Já og vera í bara nokkuð jöfnum og góðum samskiptum við þitt fólk, þau gætu verið í fílu við þig allt gengið yfir einhverju sem hefði verið sagt eða ekki sagt sautjánhundruð og súrkál og enginn myndi lengur um hvað var rifist, nei þó fjölskyldan mín sé mis hvít og flekkóttir sauðir og jafnvel svartir inná milli þá er ég ánægð með þessa fjölskyldu og vildi sko ekki skipta henni fyrir nokkra aðra!

Njótið dagsins og kvöldsins, faðmið og knúsið verið góð og ekki gleyma að hlæja, það er sko allveg nauðsinlegt!

K.kv.Anna flekkótta ;-)

27.08.2009 16:56

Ugla sat á kvisti

átti börn og missti.....

Já þá er komið að því.....hver verður prestur í firðinum fagra? Ekki ég! Einusinni ætlaði ég að verða prestur og þegar ég var 14. þá var ég með lyklavöld að kirkjuni á Patró, ég og mín góða vinkona Kristín stjórnuðum sunnudagaskólanum og frú Maggý sem er allveg yndisleg eldri kona spilaði á gítar, kanski hefði ég átt að sækja um stöðuna! ég er of löt til þess að fara að setjast á skóla bekk núna og þá yrði ég líka orðin svo gömul þegar ég væri orðin séra að ég ætla bara að halda áfram að vera "bara" Anna og vona svo bara að við fáum góðan prest í fjörðin fagra sem veriði jsfn ánægður með söfnuðin og við með hann ;-)

K.kv.Anna á leið á fund ;-)

26.08.2009 14:25

ég vil ganga minn veg

þú vilt ganga þinn veg,  munið þið eftir þessu lagi? Það eru sum lög sem eru bara föst í "músik boxinu" í höfðinu á mér

Það eru lög úr æsku minni:

Einn kall úti að slá,úti að slá á engi...
Hríseyjar Marta með hárið siltt svarta...
Kolsvört læða lipur veiði kló.....
Eina ósk ég væri ekki í vafa......

svona gæti ég talið áfram, ekki skrítið að ég er svolítið gleymin ef einhver gömul dægurlög fylla útí allt pláss í höfðinu á mér.

Þegar ég var lítil þá söng mamma fyrir mig áður en eg fór að sofa, mamma er voða góð söngkona og kanski hef ég sagt ykkur frá þessu áður, allavegana þá vorum við í pössun einu sinni ég og Ragnhildur systir, frænkan ætlaði í góðmennsku sinni að syngja okkur systurnar í svefn um kvöldið en eftir smá stund sagði Ragnhildur systir: Dísa frænka þú þarft ekkert að syngja við skulum bara sofna!

Ég man ekki eftir þessu enda allt mitt minni undirlagt í söngvum, það er svo notalegt að rifja upp saklausa hluti þegar "Kreppu" tal er að gera mann dapran,áhyggjufullann,reiðan og sáran.

Rifjið upp lítið lag, slökkvið á útvarpinu, já nema framhaldsöguni á Rás 1. og gleymið ykkur í gömlum góðum minningum, ég lofa dagurinn verður betri ;-)

K.kv.Anna sem fer sinn veg!


25.08.2009 11:21

K.K.

Ég hef nefnt það fyrr held ég að ég sé hálf gömul sál, allavegana þá kann ég betur og betur að meta Ríkisútvarpið rás 1. tildæmis á morgnana (snemma) þá er K.K. (Kristján Kristjánsson) með notalegan þátt með fjölbreittri tónlist og svo fylgist ég með framhaldssöguni kl.15.05, vá kanski er ég ekki hálf-gömul sál heldur eld-gömul sál!

Í morgun var ég komin í saumaherbergið um 07.30 það þarf svo að taka til þar og það var akkúrat það sem ég byrjaði á, að búa til pláss og sortera, merkilegt hvað haustið kemur með mikla saumaorku með sér frá fjarlægum slóðum, pínu skrítið að hugsa til þess ef þessi saumaorka kemur frá frumbyggja í Afríku, nei ég held að ég sæki mína orku í kaldari hluta heimsins og það sé þá kanski Norskt fjallaloft sem hefur flutt lögheimili sitt inní saumaherbergið mitt, vá kanski ég ætti bara að tala norsku inní saumaherbergilnu!

Nú hljóitið þið að vera farin að velta fyrir ykkur hvað ég borðaði í morgunmat, en það var nú bara það sama og venjulega......Cheerios! Ekki hafa áhyggjur af geðheilsu minni hún er bara nokkuð góð þessa dagana ;-)

Brosið, finnið einhvern sem þið getið faðmað og umfram allt verið þakklát, þetta gæti verið verra, í Aþenu berjast þeir við skógarelda og einhverstaðar annarstaða við flóð!

K.kv.Anna í sauma,sauma,saumagír ;-)


22.08.2009 08:36

Laugardagur!

Já þá er það "orð" dagsins: Laugar-dagur, ég tek þetta náttúrulega bókstaflega og er búin að setja í þvottavél og laga aðeins til, bíð með að lauga sjálfa mig þar til húsverkunum er lokið.

Fyrir þá sem eru í næstum því rigningu í höfuðborginni, þá vil ég bara upplýsa að í firðinum fagra skín sólin svo Jóna Björg hlítur að vera komin á Austurlandið nema hún hafi sent töskuna með sólinni á undan sér, takk Jóna Björg þú er sko rausnarleg!

Fröken Síld er dama sem fær alla þá athygli sem allar dömur þrá, bróðir-Súpermann hefur ekki sést hérna heima síðan um miðja vikuna held ég, ég var sofnuð þegar hann kom heim í gærkvöldi og ekki vöknuð þegar hann fór og samt var ég komin á fætur 07.30!

Á morgun er fyrsti saumadagur haustsins hjá Sprett-skvísum, við hittumst í sal eldriborgara á Reyðarfirði kl.10.00 og það er alltaf pláss fyrir saumaglaðar skemmtilegar konur!

Þá held ég að ég setji í þryf-gírinn og svo hrópar saumaherbergið á mig, hafið það gott í dag og alltaf náttúrulega, farið vel með ykkur og njótið augnabliksins, það kemur aldrei aftur ;-)

K.kv.Anna á laugar-degi :-)

16.08.2009 22:51

Mirkur.....

Það er mirkur úti.....er sumarið búið? Sessurnar sem ég keypti í byrjun sumars í útihúsgögnin eru óslitnar, sólarvörnin lítið notuð og stuttbuxurnar samanbrotnar inní skáp. En ég er ekkert að kvarta, hver árstíð hefur sinn sjarma og ég er alltaf jafn ánægð yfir því að við skulum ekki geta stjórnað veðrinu, já þá væri nú rifist í heiminum og er nú ófriðurinn nægur fyrir.

Í gærmorgun (snemma) lagði ég af stað í smá ferðalag, með mér og Oktavíu í ferðini voru eðal-mæðgur úr næstu götu og var ferðinni heiti í höfuðstað Norðurlands, á Akureyri var ég búin að mæla mér mót við ofur flottar systur.... önnur þeirra er móðir mín og hin er þá móðursystir mín, við fórum í Bakaríði við Brúna kíktum í búðir og höfðum það huggulegt, á meðan á þessu stóð fór Oktavía með ferðafélaga mína í skólatösku-leiðangur og fleira, hittist svo allur kvennaskarinn að lokum við Jólahúsið og skyldu þar leiðir, glæsilegu systurnar héldu í átt til Sauðárkróks og við á Greifann að næra okkur áður en ferðinni var heitið í fjörðin fagra, skottið á Oktavíu var vel nýtt og allir ánægðir með ferðina, ég set inn myndir við tækifæri af öllu fíneríinu ;-)

Hef þetta ekki lengra að þessu sinni, ætla að íta bróðir-Súpermann inní rúm, hann er sofnaður fyrir framan sjónvarpið (ótrúlegt!) Hafið það gott og verið góð, takk fyrir kvittið mínir föstu kvittarar og þið hin takk fyrir lesturinn og að þið kíkið við á síðunni minni þó þið farið leint um ;-)

K.kv.Anna á sunnudags kvöldi emoticon

10.08.2009 00:57

Sunnudagskvöld!

Það er komið inn nýtt albúm! Myndin hér að ofan er af ótrúlega sætu póstkorti sem ég fékk sent frá Finnlandi! Já og svo fékk ég pakka frá Finnlandi og annan frá Noregi, nei,nei ég á ekki afmæli, bara voða góðar vinkonur! Það er róleg í kotinu eftir erilsama viku, ég ætla að koma mér í rúmið, á tíma hjá doktornum í fyrramálið, komin með eitthvað horn á úlliðinn spurning hvort ég sé að breitast í einhyrning! Hafið það gott, njótið þess að vera til og umfram allt verið góð við hvert annað ;-)

K.kv.Anna einhyrningur ;-)

05.08.2009 15:21

er ég að eldast?

það er spurning hvort aldurinn sé farinn að segja til sín eða bara æfingaleysi, ég vel að trúa því að það sé æfingaleysi! Ég fór nefniolega á BALL á sunnudagskvöldið! Já, bara skellti mér með Jóhönnu vinkonu minni en það er hún sem hefur þessi spillandi áhrif, ég var sko undir teppi þegar ég fékk skilaboð um dansleik á Neskaupstað, ég kom heim kl. að verða 05.30 á mánudagsmorgun Victor Emil frænkustrákur er í heimsókn og honum fannst frænka búin að sofa allveg nóg kl.08.30! Úff, ég er ennþá þreytt! Þannig að ég er sjálfsagt búin að missa niður allt mitt góða djamm-þrek sem ég byggði upp á mínum einhleipuárum! Hi,hi! En það er komin mið vika og skaparinn bara vökvar og vökvar, sumarblómin mín þurfa mjög bráðlega á sundnámskeið og áðnamaðkarnir hljóta að vera búnir að redda sér köfunarbúnaði. en eins og ég hef svo marg oft ssagt: Det finnest ikke daarlig vær, bare daarlige klær! Hafið það gott og njótið birtunar, það er stutt í mirkrið :-(

K.kv.Anna djamm-dúlla ;-)

01.08.2009 10:07

Falleg!

Þegar við stjúp-mæðgurnar fórum á Patró um Hvítasunnuna þá´var þar staddur mikill snillingur, Marinó er Patró púki sem tekur svo flottar myndir, hann er náttúrulega enginn Púki lengur heldur ungur maður með aðsetur í borg óttans, en við vorum semsagt svo heppnar að eiga með honum klukkutíma og herra Tinni sjarmeraði náttúrulega ljósmyndaran uppúr skónum og fékk að vera með ;-) ef þið gúglið Marinó Thorlasíus þá getið þið sé hvað hann er að gera, en hér að ofan eru allavegana besta heimasæta sem sögur fara af og sætasti hundur í heimi! Góða helgi og farið varlega!

K.kv.Anna stjúpa ;-)
  • 1
Flettingar í dag: 53
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1296
Samtals gestir: 289
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 19:54:13

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar