"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2009 Október

28.10.2009 22:38

Hver er sinnar gæfu smiður!

Hver er þinnar gæfu smiður? Auðvita eigum við stórann þátt í okkar eigin gæfu, en sumt er bara ekki í höndum nokkurs manns. Jú auðvita er hægt að finna einhverja sem bera ábyrgð á hinu og þessu en sumt bara "skeður" og gæfa sumra virðist með erfiðari smíðaverkefnum. Ég stend föst á því að ég eigi mér mitt að þakka, en ekki mér einni, auðvita eru margir hlutir sem samanstanda af einni hamingju allveg eins og það eru margir hlutir sem samanstanda af einni óhamingju, það er aldrey bara eitt svar! Njótum dagsins í dag og gerum daginn sem allra bestan fyrir okkur sjálf og þá sem í kringum okkur eru, við erum mis góðir smiðir en ef við hjálpumst að þá verður þetta allt svo miklu auðveldara, eftir góðan sóknarnefndarfund og dramatíska dagskrá á stöð2 þá ætla ég að skríða í bólið, góða nótt og dreymi ykkur eitthvað fallegt, t.d. MIG emoticon

K.kv.Anna smiðsnemiemoticon

27.10.2009 08:35

Útskrifuð!

Æi hvað það er langt síðan ég var hérna inni, en ástæðan er sú að við vorum í borginni, já ég og heimasætan, bróðir-Súpermann sleppti okkur stelpunum bara tveimur af stað já reyndar var bestasta besta vinkona heimasætunar með þannig að þetta var virkileg stelpuferð. Herra Tinni var eftir heima því húsbóndinn var hálf slappur og einhver varð að vera eftir til þess að hjúkra honumemoticon En mér skilst nú að LVF hafi ekki tekið mikið eftir slappleikanum í bóndanum þó svo að hann hafi lofað að vera undir sæng, hlítur að vera óþæginlegt að vera svona ómissandi. En allavegana þá var ferðin í borgina ekki að ástæðulausu, síðasti dagur í námskeiði hjá Barnaverndarstofu og við útskrifuð þaðanemoticon ég tók við skjalinu fyrir bróðir-Súpermann þar sem hann var heima "lasinn". Það var aðeins verslað en ég var nú bara hófsöm held ég, tek kanski myndir af góssinu og sýni ykkuremoticon Dagurinn í dag fer í að þvo þvott og ganga frá eftir ferðalagið, en vonandi líka eitthvað inní saumaherbergi, hafið það gott í dag og njótið þess að vera til, nóvember er hinumegin við hornið og allveg eins og skaparinn sé að létta okkur lífið í "kreppuni" með því að bíða með snjóinn.

K.kv.Anna komin heim í Mánaborgemoticon

20.10.2009 21:48

Á manna máli

Ég er engin bókaormur, eiginlega langt því frá, ekki veit ég hvort ég er lesblind eða leslöt (nýirði frá mér!) en allavegana þá hef ég mest gaman af bókum með myndum, og blöðum, ég eyði alltof miklum fjármunum í blöð-tímarit, en ég afsaka það þannig að ég sé að nota peningana sem annars færu í sígarettur og bjór (sem ég hef aldrey notað) en held hreynlega að ég sé komin framúr fjárlögum hvað það varðar, en þá er það hin ástæðan, ég held við kunnáttu minni í skandinavísku ritmáli, þannig að ég held áfram að kaupa blöð og tímarit og er búin að sækja um undanþágu varðandi fjárlög heimilisins. En í kvöld las ég um bók, já bók sem var að koma út og mig langar mikið að lesaemoticon  bókin heitir : Á manna máli,  ég læt ykkur vita hvort hún verður keypt fyrir blaða-tímarita peninga eða hvort ég fari bara á bókasafnið, allavegana þá held ég að þetta sé bók sem allir ættu að lesa og ég ætla að trúa því þangað til annað kemur í ljósemoticon  Hafið það gott og brosið, þið munið það kostar ekki neittemoticon

K.kv.Anna á mannamáliemoticon

19.10.2009 19:25

ég um mig.....

Hver er ég? Afhverju er ég eins og ég er? Blanda af genum tveggja einstaklinga uppeldi og umhverfi eiga stóran þátt í því hver ég er, en ég hef líka mitt að segja, ég tek sjálf ákvörðun um það hvort fortíðin liti daginn í dag, ef fortíð mín hefði verið öðruvísi þá væri ég sjálfsagt ekki ég, og ég er nú bara svo ágæt eins og ég er og lifi bara fyrir daginn í dag og hugsa ekki of langt í einu, bara fram að jólum kanski, ekki velta ykkur uppúr fortíðinni, framtíðin er óráðin en dagurinní dag er ykkar og hvort dagurinn verður góður eða slæmur, það er í ykkar höndum, hafið það gott, verið þakklát og ekki minnst gerið góðverk, eitt góðverk á dag er hreynlega heilsusamlegt emoticon

K.kv.Anna á mánudagskvöldiemoticon

13.10.2009 20:55

Bleikur október!


Þessa mynd tók bróðir-Súpermann í kvöld, kirkjan á Kolfreyjustað böðuð bleiku ljósi, ljósið á að minna okkur á gjöfina sem lífið er, minna okkur á það að brjóstakrabbamein er dauðans allvara, lítil brjóst, stór brjóst og ekki gleyma löngu brjóstunum, skoðum þau þreifum á þeim og göngum úr skugga um að allt sé eins og það á að vera, förum í "tékk". Elskum okkur sjálfar allvega sama hvernig útlínurnar eru og hvort brjóstin eru of lítil eða of stór, minnumst þeirra sem töpuðu baráttunni við "kröbbu" og veru bleikar, allt sem er bleikt,bleikt finnst mér vera fallegt..........

K.kv.Anna brjóstgóða.

P.s. það var að sjálfsögðu alltmögulegt maðurinn bróðir-Súpermann sem gerði lýsinguna BLEIKA!

11.10.2009 20:08

Grísapest og önnur leiðindi!

Það er komið sunnudagskvöld, helgin fór hjá á ofsahraða, já hún fékk sjálfsagt far með veðrinu sem gekk yfir landið. Heimasætan er með vott af GRÍSAPEST og bróðir-Súpermann er hálf haltur, ég sjálf hósta og hnerra til skiptis er með hausverk aldarinnar en að öðruleiti bara hress ;-) Veggteppið hér að ofan er farið á hinn hluta landsins nánar tiltekið í Garðinn til Ástu Bjargar vinkonu minnar og frænku þetta eru kærleikskanínur, voða dúllur ;-) Nokkrar nýjar myndir í albúminu október, set punkt á párið að þessu sinni og skríð uppí sófa og reini að láta mér batna ;-)

K.kv. Anna með einhver leiðindi í kroppnumemoticon

09.10.2009 08:47

Föstudagur.

Þá er vinnuvikan senn á enda, ekki það að mín hafi verið eitthvað strembinn, nei bara ljúf, ég átti frí í gær og var dagurinn notaður í BAKSTUR með stórum stöfum, 9.bekkur-bekkur heimasætunar selur kleinur og fleira í dag og var framlag okkar, múffur með súkkulaðibitum, skinkuhorn, pizzu/peperoníhorn og gulrótakaka, heimilisfólkið fékk aðeins að smakka í gær en nú er ég búin að koma þessu öllu frá mér og vona bara að það seljist alltsaman. Ég og herra Tinni erum svo búin að labba í rokinu og held ég bara að næsta verkefni sé að skríða aðeins undir teppi. Helgina framundan með vinnu og sláturgerð á morgun og saumahitting á reyðarfirði á sunnudaginn svo það er nóg að gera ;-) Hafið það sem allra allra best og passið ykkur að fjúka ekki á haf út, þó það sé nú kanski margt verra akkúrat þessa dagana en að fjúka til Færeyja eða Grænlands, brosið það gerir daginn svo miklu betri ;-)

K.kv.Anna á föstudegiemoticon

06.10.2009 06:32

Landnámshæna.

Ég er gömul sál, ég er morgun-hæna, þá hlít ég að vera Landnámshæna! Landnámshænur eru frá því landið byggðist og það er sko langt síðan svo þar er komin lýsingin:Landnámshæna! Annars heyrði ég svo gott orð einusinni og þá var verið að tala um hest, ég get allveg líkt mér við þann hest, ég man ekki hvort ég hef sagt ykkur frá þessu áður en þessi blessaði hestur var vel þéttur og eigandinn sagði að hann væri "holdsækinn" Já! Það er einmitt lýsinginn á mér, holdsækin landnámshæna ;-) Ég var komin fram kl.05.00 þvottavélin og þurrkarinn fengu ekkert lengri hvíl en eigandinn og húsbóndinn var ný farinn, nú er ég búin að varfra um veraldarvefinn og er farin að geyspa, ætti kanski að henda mér á sófan en þar liggur herra Tinni og sefur, veit ekki hvort hann vill láta þessa brjáluðu hænu trufla sig, það verður bara að koma í ljós ;-) Takið á móti deginum með opnum örmum, faðmið að ykkur haustið og munið að vera þakklát, hvað er betra en að vera holdsækin landnámshæna í kreppuni. Ég gæti ekki hugsað mér að skipta!

K.kv.Anna á þriðjudagsmorgni emoticon

05.10.2009 11:33

Mánudagur!

Heima er best! Var ég kanski búin að segja ykkur það áður, við komum úr borg óttans í nótt, Oktavía flutti okkur heil heim þrátt fyrir óvænt vetrar-færi sem Vegagerðin gat ekkert gert í vegna þess að vetrarþjónustan hjá þeim byrjar ekki fyrr en 1.nóv! Já þetta sagði maðurinn þegar ég hringdi í 1777 og spurði hvort það ætti ekkert að skafa? En eins og ég sagði við komumst heil heim og það er nú fyrir öllu ;-) ég tók með mér hreindýr-hest-löggumóturhjól úr Kópavoginum, þetta er semsagt hreindýr á priki sem ég saumaði handa Ólafi Orra vini mínum og það var komin saumspretta á dýrið, ég lofaði að gera við það fyrir hann þar sem ég er hreindýraviðgerðar-maður, áður en ég kvaddi þennan litla vin minn og hélt af stað með leikfangið slasaða þá sagði hann og horfði djúpt í augu mín: Ekki vera lengi! Já hér eru skýr skilaboð og ekkert múður, lagaðu þetta kerling og settu hreindýra-hest-löggumóturhjólið svo í hraðpóst! Þannig að mín bíður verkefni í kvöld og vona ég að ég komist vel frá því og geti glatt Ólaf Orra vin minn með því að setja það í póst sem allra allra fyrst. Eigið góðan dag og munið að nota ímyndunaraflið, hver segir að hreindýr á priki þurfi alltaf að ver hriendýr, nei það getur sko breist bæði í hest og löggumóturhjól bara ef sá sem í leiknum er er með nægt ímyndunarafl og tekur lífinu ekki of alvarlega ;-)

K.kv.Anna viðgerðar-maður ;-)
  • 1
Flettingar í dag: 176
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1419
Samtals gestir: 294
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 22:09:40

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar