"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2009 Nóvember

27.11.2009 05:10

Ótitlað

Svo lengi sem ríkur maður
öfundar áhyggjulausan bónda
og fátæklingur öfundar
auðugan iðjuleysingja
getur hvorugur öðlast
hamingjuna.

K.kv.Anna hamingjusama

25.11.2009 23:26

Góður dagur...

Eftir góðan dag kom gott kvöld, sóknarnefndarfundur og seríurúntur með góðri vinkonu, slidda úti en inni er hlítt og notalegt, heimasætan sofnuð með stibbað-nebb og bróðir-Súpermann í draumalandi frammi í sjónvarpssófa, semsagt allt mjög eðlilegt! ég ætla að koma mér í rúmið, verð í Birtu næstu þrjá daga, svo þið vitið hvar þið finnið mig, góða nótt og dreymi ykkur bara fallega drauma.

K.kv.Anna á leið í háttinnemoticon

25.11.2009 09:02

Mið vika, einu sinni enn!

Hef ég alltaf eitthvað að skrifa um? Nei, stundum er ég bara svolítið tóm, í dag er ég ekkert sérstaklega tóm, ég veit bara ekki hvort ég á að vera að "blogga" um það sem liggur mest á mér þessa dagana.... hvað felst í orðinu BARNAVERND ég veit að það eru alltaf tvær hliðar á öllum málum og jafnvel fleiri, en í fréttunum í gærkvöldi þegar sagt var frá því að barn hefði verið tekið með Lögregluvaldi til þess að pabbinn fengi sinni umgengni framfylgt, hvað er að! Er það gæðastund sem á sér stað á milli föðurs og barns, ég á bara eiginlega ekki orð, já og auðvita var þessi tiltekni faðir með þennan líka fína lögfræðing, hverskonar lögfræðingur er það sem vill vinna svona, og hvaða starfsmenn barnaverndar vilja ganga svona langt? Ég á bara ekki orð, hvernig er þetta að verða, ég geri mér fullkomlega grein fyrir því að bæði lögreglumenn og starfsmenn barnaverndar þurfa oft að vinna óþæginleg störf en eru ekki takmörk fyrir því hverju þarf að framfylgja, en ég veit náttúrulega bara það sem ég sá í fréttunum og er því ekki í neinu dómara sæti, þetta er allavegana það sem liggur á mér þessa dagan, réttur barna til þess að eiga gott líf, áhyggjulausa æsku og öruggt heimili, verum vakandi og munum að það er á okkar ábyrgð að segja frá ef börn í kringum okkur hafa það ekki eins gott og þau eiga rétt á. Njótið dagsins og hlæjið, það er svo gott!

K.kv.Anna í réttlætishamemoticon

23.11.2009 11:11

litlu hlutirnir!

Það er svo margt sem gleður mig, margir litlir "hlutir", bróðir-Súpermann er ekki duglegur að kaupa blóm, ég geri það bara sjálf, en að filnna sæta "konu mynd" handa mér á þungbúnum degi, það gerir hann óumbeðinn og mér finnst það sætara en öll heimsins blóm. Að skipta á rúminu með aðstoðarkonu úr næsta húsi sem hefur það hlutverk að vera á "fjarstýringuni" og lifta rúmunum upp og niður, það er augnablik sem gleður, og þegar aðstoðarkonan segir: Anna þú varst nú heppin að ég kom og hjálpaði þér þá er augnablikið fullkomið, ekki má ég gleyma því að litla aðstoðarkonan drekkur með mér Kristal úr fallegu glasi og finnst súkkulaðirúsínur góðar, getur lífið orðið betra? Höfum augun opin fyrir öllum litlu "hlutunum" og verum þakklát, eigið yndislegan mánudag, hvað er betra en mánudagur, ja, það væri þá helst þriðjudaguremoticon

K.kv.Anna umvafin litlum góðum "hlutum"emoticon

21.11.2009 08:28

í dimmu,dimmu....

Já, í dimmu,dimmu húsi, í dimmum, dimmum bæ...... það verður draugalegt partý í Mánaborg í kvöld, heimasætan er búin að bjóða bekknum sínum í hið árlega draugapartý svo það verður fjöldaframleiðsla á pizzum og snakk og grænar ídífur verða á boðstólnum ásamt einhverju óhuggulegu, á meðan þau hafa gaman af þessu þá verður heimilið mitt "ljótt" einusinni á ári, ég sé þau reyndar í anda koma eftir 5.ár og vilja áfram pizzu og kókemoticon Annars er helgin skipulögð frá morgni til kvölds, ég verð að vinna í dag milli 11-15 svo er það draugapartý, á morgun ætla ég að vakna snemma og fara á Reyðarfjörð og hitta saumaskvísurnar svo er jólabasar í Glaðheimum og þar verða 9.bekkingar með kökubasar, svo ég þarf að baka eitthvað, smá jólakortagerð er ákveðin og síðan er það heilög stund kl.20.05 þegar Himmelblaa er á RÚV. þannig að mér á ekki eftir að leiðastemoticon Bróðir-Súpermann er búin að lofa mér að svífa undir þakskeggið og setja upp útiseríuna og einhver fleiri verkefni á ég í pokahorninu handa honum ef hann lætur sjá sig, jú hann er í vinnuni, en þá er hann líka á vísum staðemoticon  Þetta er nú hálfger skírslu-blogg, en ég lofa góðu bloggi einhverja næstu daga, held að andinn sé allveg að rata heim til sín svo ritstíflan er að bresta, þangað til næst: fáið ykkur piparköku og mjólk, eða pínu malt og appelsín kveikið á kertum og hugsið hlílega til allra sem þið þekkið, það er svo gottemoticon

K.kv.Anna á draugalegum degiemoticon

18.11.2009 18:18

Vakúmpökkuð!

Held að bloggandinn hafi fokið á haf út á leiðinni heim úr borg óttans á föstudaginn, ef þið sjáið hann t.d. á Mýrdalssandinum endilega takið hann uppí og komið honum til mín! Annars líður mér eins og ég sé vakúmpökkuð, hef aldrei verið pökkuð á þá vísu en ég er einhvernvegin ekki allveg ég sjálf allavegana, sauma-andinn er á sínum stað og ég held sko fast í hann, ég setti inn nokkrar myndir af afraksstri síðustu tveggja daga, fjólublátt, það er liturinn! Brosið,faðmist og verið þakklát, þá líður öllum svo miklu betur. Þangað til næst knús á ykkur frá mér.

K.kv.Anna innpakkaðaemoticon

14.11.2009 15:40

Laugardagur!

Ég var búin að lofa ykkur myndum af jólagjafa-framleiðsluni, ég er nú ekki búin en smá sýnishorn fáið þið í albúmi merkt 14-11. Annars er ekki mikið sem minnir á miðjan nóvember, ég gæti örugglega slegið lóðina ef það myndi stitta uppemoticon  ég held að öspin hjá mér sé að breytast í kórallrif, já sko rótarkerfið og aumingja rjúpeurnar eru í vitlausri kápu, þær spíspora um mjallahvítar í svörtum hlíðunum. Ef það brestur á með dagsbirtu á morgun þá tek ég myndir af "góssinu" sem mér hefur áskotnast undafarið, bæði keypti ég smá í höfuðborginni og svo er ég nýlega búin að fá tvo fína pakkaemoticon  Þangað til næst vona ég að þið hafið það gott, ég keypti mér fjólubláan Pollý-Önnu kjól í Rítu og ætla sko að nota hann endalaust!

K.kv.Anna með þykkan skrápemoticon

04.11.2009 14:53

mér finnst rigningin.......

GÓÐ emoticon á vorin og haustinemoticon  Það er varla hægt að segja að það birti í firðinum fagra þessa dagana, en í regnkápu Pollý-Önnu segji ég: ég brít mig ekki í hálku á meðanemoticon Annars er allt gott að frétta, húsmóðirin minnir helst á ungling í jólafríi, búin að snúa sólahringnum við og hefur saumavélin gengið til 03.00 síðustu þrjár næturemoticon  ég er búin að taka myndir en þetta eru jólagjafir svo það er spurning hvort ég get sínt þær fyrir jól, jú allir þeir sem fá jólagjafir frá fjölskyldunni í Mánaborg forðast bara albúm merkt jólagjafir! Góð hugmyndemoticon  Ég ætla að biðja bróðir-Súpermann að setja inn myndirnar fyrir mig á eftir, en nú er það næring sem er næst á lista ristað brauð og kristall og svo er bensínið í botn í saumaherberginu og kvöldinu verður svo eitt með samstarfs-skutlunum á fundi á Egilstöðum, farið vel með ykkur og hringið í gamlan vin já eða frænku, það þarf ekki að taka langan tíma en er voða dýrmætt fyrir þann sem situr hinumegin á línuniemoticon

K.kv.Anna í regnkápu og kjól frá Pollý-Önnuemoticon

  • 1
Flettingar í dag: 122
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1365
Samtals gestir: 294
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 21:26:08

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar