"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2009 Desember

29.12.2009 22:04

Austfirðir og austfjarðamið....

Snjór, snjókoma, skafrenningur, lágarenningur, ofankoma, tunglskin, svolítið kalt, fallegt, yndislegt, vetrarlegt! Nýjar veðurmyndir í albúminu, farið varlega en njótið þess að það er SNJÓR!

K.kv.AnnaSnæfríðuremoticon

27.12.2009 12:54

meiri snjó, meiri snjó, meiri snjó!

Já svona lítur þetta út hjá okkur í Mánaborg, fullt af snjó sem Snjólfur og bróðir-Súpermann eru búnir að blása úr stæðinu þannig að flugbrautin er klár fyrir Oktavíu!
Hafið það gott og njótið lífsins!

K.kv.Anna á leið í sófannemoticon
p.s. nokkrar nýjar myndir í albúminu emoticon

25.12.2009 22:55

Jól!

Það er ekki fullt tungl í dag, en alhvít jörð og friður, eins og á þessari mynd. Heimasætan er með ælupestemoticon bróðir-Súpermann er sofnaður í sófanumemoticon herra Tinni hjá honumemoticon  en ég er í jóla-stuði, fékk mér svo góða kríu í dag, held hreinlega að þetta hafi verið kríu-hópuremoticon  Það var mikið af fallegum gjöfum sem voru teknar upp í gærkvöldi, þetta voru sápu-jólin miklu, við fengum öll sápur og krem og annað velilmandi fyrir kroppinn og vorum eiginlega farin að halda að við værum eitthvað illa lyktandiemoticon jólakortin voru mörg og falleg, mikið af ljósmyndum og það er svo gaman að sjá havð "ungafólkið" stækkar og breitist, einhver kort höfðu nú gleymst hjá þreyttri búðakonu en ég bjarga því milli jóla og nýársemoticon  Hafið það nú sem allra allra best og njótið þess að vera í faðmi fjölskyldunar já eða bara ykkar sjálfs, verið góð og brosið, það er svo gottemoticon

K.kv.Anna á jóladags kvöld, vel lyktandiemoticon

20.12.2009 18:26

meiri snjó, meiri snjó, meiri snjó!

Já svona lítur hurða kransinn minn út í kvöld! Skarparinn var greynilega ekki ánægður með mitt framlag, já eða fundist vanta punktinn yfir i-ið !  Snjólfur og bróðir-Súpermann eru búnir að hreinsa flugbrautina  (bílastæðið) og heimasætan var baara nokkuð dugleg innandyra, ég sjálf var að vinna í dag. Hafið það gott á þessu fallega sunnudagskvöldi, fjórði í aðventu og jólin hinumegin við hornið.

K.kv.Anna á kafi í snjóemoticon

19.12.2009 11:02

laugardagur!

bbbrrrrrrrrrrrrrrrr.......................það er hívandi rok úti en ég er inni, inni í vinnuni minni og vona bara að veðrið versni ekki þannig að ég komist heim, hvað er svosem betra en að liggja undir sæng og hlusta á roklið, njótið  þess ef þið þurfið ekki að fara út í dag. Njótið annars helgarinnar og andið djúpt, farið í heita sturtu og góð inniföt, jólin koma þó eldhúsinnréttingin hafi ekki verið tekin í nefið bæði að innan og utan.

k.kv.Anna í hívandi rokiemoticon

14.12.2009 22:28

Gefðu mér gott í skóinn....

Ég drekk ekki kaffi og hvað þá vín, ég held að jólasveinarnir haldi að ég sé ofvaxið barn, allavegana þá fæ ég í skóinn, já ég fékk alla pakkana senda úr Esjunni, ég get ekki verið með skó úti í glugga það yrði allgert stílbrot, og það vita jólasveinarnir. Ég hef hvorki fengið karteflur né gulrætur, en þess í stað allveg dásamlega fallegt doppótt efni frá Stekkjastaur, ylmkerti og sætar klemmur frá Giljagaur og svo gaf Stúfur mér allveg rosalega sæta litla mjólkur könnu með gull doppum, þeir eru sko smekklegir þessir bræður, bróðir-Súpermann fær ekkert í skóinn hann er nefnilega farinn í vinnuna þegar kalla greyin labba hér fram hjá og halda þess vegna að ég búi ein, verið góð og sjáið til kanski fleiri fái í skóin, ég vil gjarnan heyra frá þeim sem eru jafn heppnir og ég.

K.kv.Anna á leið í bóliðemoticon

14.12.2009 07:34

Stjarnan mín og stjarnan þín..

Hvað er betra á máudags morgni en að fara út að ganga með besta fjórfætta vini sínum og klukkan ekki orðin sjö, við fórum snemma að sofa í gær og þar að leiðandi vorum við vöknuð snemma, ég, bróðir-Súpermann og Tinni hundur. Veðrið er dásamlegt stjörnubjartur himinn og jólaljós á nánast hverju húshorni. Ídag er sjónmælingadagur í vinnuni svo það verður nóg að gera frá 10-18. á morgun á ferfætlingurinn tíma í jólaklippingu og þá verða vonandi líka öll jólakort og jólagjafir farin frá mér með einhverjum hætti, Póstinum, Flytjanda eða Flugfélaginu, o það er svo gaman að hafa alla þessa valmöguleikaemoticon Gærdagurinn fór í kristilegt starf frá morgni og langt fram á dag, ég endaði svo daginn á gönguferð með mínum yndislegu nágrönnum, já hluta af þeim allavegana, gengum í rúman klukkutíma held ég og þar kemur ástæðan fyrir snemma í rúmið í gær, var bara allveg búinemoticon Dagurinn minn verður eins góður og ég geri hann sjálf og vona ég að þið hin hafið jafn mikinn járnaga á sjálfum ykkur og ég og látið ekki jóla-stressið sem er einhverstaðar þarna úti ná tökum á ykkur, brosið og verið glöð, það er MÁNUDAURemoticon

K.kv.Anna stjörnuskoðariemoticon

13.12.2009 08:19

Sunnudagsmorgun...

Við kveikjum þremur kertum á,
því konungs beðið er,
þótt Jesú sjálfur jötu og strá,
á jólum kysi sér.
3.í aðventu, kirkjustarf og aðrir skemmtilegir hlutir á planinu í dag, njótið dagsins og munið að anda djúpt, það gerir manni bara gott!

K.kv.Anna á sunnudagsmorgniemoticon

11.12.2009 00:23

Mirkur og hálka!

Úff, farið varlega, það er lúmsk hálka úti, já hérna fyrir austan allavegana, ég og Oktavía lentum í henni á leiðinni heim úr vinnuni í dag, ekkert allvarlegt en skemmdur stuðari á bílnum sem kom á móti og ég pínu kvekkt, er að hugsa um að labba í vinnuna á morgun! Nei, djók, verð að keyra en er ekki í stuði fyrir svona uppákomur, bróðir-Súpermann segir að ég eigi að brosa hringinn yfir þ´vi að þurfa ekki að eyða jólonum á Borgarspítalanum og það er nú allveg rétt, spurning hver sé búin að troða sér í kjólinn af Pollý-Önnu núna. En semsagt allt í góðu með mig og Oktavía nær sér fljótt og vel reykna ég með, farið varlega og andið djúpt þá gengur allt svo miklu betur.

K.kv.Anna í hálum ís emoticon

07.12.2009 17:28

ATH!

Allar fínustu verslanir Akureyrar eru lokaðar í dag og á morgun vegna vöru áfyllingaremoticon

Akureyrar ferðin var YNDISLEG, bróðir-Súpermann er slæmur í handleggjunum eftir poka burð en hann jafnar sig, ég er allveg viss um þaðemoticon

Ég er á fullu í saumaherberginu og má eiginlega ekkert vera að þessu, hafið það gott og ef ykkur vantar ráðleggingar varðandi verslunarferð til Akureyrar þá er ég komin með nafn mitt á blað hjá Norðlenskum-túrhesta-lokkurum, þeim leist svona rosalega vel á þessa sérhæfni mínaemoticon

K.kv.Anna í essinusínuemoticon

03.12.2009 12:13

Tæknibilun!

Hvort sem það er 123.is sem var með tæknibilun (error) eða ég sem er orðin tækni biluð, þá hef ég allavegana reint nú í marga marga daga að blogga en hef ekki komist inní stjórnkerfið. Þannig að þið sem haldið að það sé svona rosalega mikið að gera hjá mér í jólabakstrinum þá er svarið NEI, en ég er nú búin að sauma slatta og o.k. baka eina sort. Í kvöld ætla ég á Frostrósar tónleika á Eskifirði með Jóhönnu vinkonu minni og hennar ynduslegu dætrum, ég hlakka svo til! Á morgun er ferðini heitið á Akureyri og ætlum við að vera í góðum félagsskap og gista á Hóteli og allt, og ég hlakka svo til.

Eitt gull korn frá Ólafi Orra (31/2árs) vini mínum að lokum : Mamma, á Lína "P" pé? nei Óli Lína á "L". Afhverju er þá pé á Línu? Hún heitir Pippi í útlöndum Óli. Nú heitir hún ekki Lína allstaðar? En í Bersellona? Líka Pippi! O.k.

Getur maður verið meiri spekingur? Victor Emil sem er jafngamall Óla er á leið í jólaklippingu og vill fá Hákarlaklippingu! frænka er mjög spennt að sjá jólamyndirnar af litla rauðhausnum með hákarlaklippingu.

Eigið góðan dag og dásamlega helgi ef ég blogga ekki aftur fyrir Akureyrar ferðina.

K.kv.Anna tæknibilaða emoticon
  • 1
Flettingar í dag: 77
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1320
Samtals gestir: 290
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 20:15:26

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar