"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2010 Janúar

28.01.2010 06:02

Sól,sól skín á mig!

Í dag á það að gerast! Já SÓLIN ætlar að gægjast á okkur hérna í firðinum fagra, í gærkvöldi stóð ég og bakið pönnukökur, allveg fullt af pönnukökum, á pönnukökupönnuna sem hún Anna amma mín átti, og þær tókust sko allveg ljómandi vel, það er spurning hvort ég hafi verið með einhverja aðstoðarkonu sem ekki fór mikið fyrir. Amma Dísa bakaði alltaf á tveimur pönnum í einu en ég held að ég haldi mig við að vera stolt yfir því að gera þessar líka ágætu pönnukökur á pönnuni hennar ömmu Önnu, á myndinni hér að ofan er amma Anna á Bleik, já þetta minnir óneitanlega á Bonanza, ég vildi að ég gæti kíkt inní þennan heim, fundið ylminn í eldhúsinu hennar og hlustað á ráðleggingar, ég hefði viljað vera í læri hjá ömmu, já báðum ömmum mínum, handavinna og bakstur það er það sem ég hugsa um þegar ég hugsa um þær, svo unnu þær líka mikla og þunga vinnu, önnur í sveitinni hin í sjávarplássinu, það eru svo góðar minningar sem ég á um þær báðar ömmu Önnu og ömmu Dísu og ég held að ég sé betri fyrir vikið að hafa kynnst þeim þessum flottu konum. fljótlega fáið þið að sjá myndir úr móðurættinni ég þarf bara að fá smá hjálp við að "skanna" ég er ekki orðin nóg og fær í því. Eigið góðan dag, leitið eftir góðum minningum í hjarta ykkar og BROSIÐ þá fer þetta allt vel!

K.kv.Anna pönnukökukerlingemoticon

26.01.2010 11:52

í þá gömlu góðu daga...

Þá er það pabbi minn, ég veit ekki hvort það er einhver sem man eftir þáttunum Bonanza en þessi mynd minnir mig á þá þætti, ég verð að fara að finna myndir af mömmu svo ég geri ekki uppá milli þeirra, en það er nú öðrum að þakka að ég á auðvelt með að nálgast myndir af föðurfólkinu, því á fésbókinni er "hópur" sem er einstaklega duglegur að setja inn gamlar myndir, Torfastaðargengið hvorki meira né minna, það hljómar nú svolítið eins og Bonanza! Mundu að dagurinn í dag er dagurinn þinn, njóttu hans!

K.kv.Anna Bonanzaemoticon

25.01.2010 16:44

Upplifun!

Bróðir-Súpermann bauð mér í bíltúr, hann þurfti að fara á Breiðdalsvík og ég og herra Tinni fórum semsagt meðemoticon  Á meðan maðurinn í lífi mínu erindaðist þá fórum við Tinni í göngutúr og þvílík upplifunemoticon það var svo mikilli ylmur í fjörunni, ylmur af ÞARA, ég uppgvötvaði semsagt að það er enginn ÞARI hérna í firðinum fagra, allavegana ekki þar sem ég geng, og var mér tjáð að það væri vegna þess að þorpið væri innst í firðinum, ok. mitt gamla þorp, æskuslóðirnar ylmuðu af þara og þessi heimsókn á Breiðdalsvík í dag var bara YNDISLEGemoticon Dragið djúpt inn andann og njótið þess sem þið skynjið, hvort sem það er ylmur af ÞARA eða einhver annar ylmur. Full af orku ætla ég að koma mér fyrir inní saumaherbergi, hafið það gott og munið að Brosaemoticon

K.kv.Anna marglittaemoticon

21.01.2010 20:03

Bóndadagur!

Á morgun föstudag er bóndadagur, í dag glumdi í eyrum mér, bóndadags-blóm og bóndadags-gjafir, já vesalings verslunarmennirnir eru með allar klær úti, ég man nú ekki eftir því að pabbi hafi fengið bóndadags-gjöf nema þá helst úr búðinni sem má ekki auglýsa (ÁTVR) smá fleyg til þess að taka með sér á Þorrablót, annars var hann sjómaður en ekki bóndi svo það er kanski ekkert að marka, minn húsbóndi fær enga bóndadags-gjöf, súrmat fengi hann aldrey í rúmið og ekki er hann mikið fyrir blóm eða nýjan herrailm, eitthvað gott með kaffinu kl.09.00 get ég næstum lofað en annað verður það ekki, hvað konudaginn varðar þá gegnir það allt öðru máli þar sem konan á þessu heimili er mjög mikið fyrir bæði blóm og allskonar ilm! Hafið það gott og njótið lífsins, notið gúmístigvél það er miklu hallærislegra að fá kvef af blautum fótum en að draga fram gömlu góðu Nokia stigvélin.

K.kv.Anna á blautu fimmtudagskvöldiemoticon

19.01.2010 08:22

Þriðjudagur

              Þessi mynd segir allt sem segja þarf,
farið vel með ykkur og
verið góð hvert við annað.

Eigið góðan dag og passið ykkur á hálkunni!

K.kv.Anna sem er umvafin frænku umhyggju og handklæði á þessari myndemoticon

14.01.2010 10:26

Pabbi

                                              Þetta er gömul mynd, ekkert svo gömul en svona á besta aldri, þetta er mynd af pabba mínum og ég náði að taka hana út af albúmi á fésbókinni og setja hana inn hér , allveg sjálf!
Held ég sé að verða allgjört tækniundur! Hafið það gott í dag og verið góð við þá sem þið mætið á þessum fallega degi, hver segir að rigning og rok geti ekki verið fallegt!

K.kv.Anna tölvuséní ;-)

12.01.2010 20:25

Á eftir vetri kemur VOR !

 Hvað er betra en að láta sig dreyma um vor og bjarta daga þegar það er dimmt,blautt og fljúgandi hállt úti, ég frétti að þessi bók væri væntanleg fljótlega, oooooo hvað ég hlakka til! Í kvöld var ég með Mexíkanska grænmetissúpu með niðurbritjuðum kjúklingabringum og nýbakað brauð í kvöldmatinn, það veitir ekki af því að fá í sig smá krydd og grænmeti það birtit innra með manni þó úti sé mirkur. Verum jákvæð, þökkum fyrir daginn í dag og veltum okkur ekki uppúr gærdeginum, hann er liðinn og ég get lofað því, hann kemur ekki aftur. Þangað til næst njótið lífsins og brosið.

K.kv.Anna í vordraumumemoticon

10.01.2010 18:53

Minn tími er kominn!

Ég var kosin í hjónaballsnefnd ásamt fullt af góðu fólki þannig að Hjónaball 2011 verður.....FRÁBÆRT, er búin að vera löt í allan dag og held ég haf þetta örstutt, hafið það sem best, í kvöld er það HIMMELBLAA emoticon

K.kv. Anna í góðum gír emoticon

09.01.2010 06:59

tra,la,la,la,la!

                                HJÓNABALL emoticon

Það er líf eftir jólin, því þá bíðum við spennt eftir Hjónaballi Fáskrúðsfirðinga, á hinu margrómaða Hjónaballi er borðaður dásamlegur matur, hlegið dátt af skemmtiatriðum og ekki minnst....DANSAÐemoticon  Bróðir-Súpermann dansar ekki svo ef einhver þarna er með slæmar fætur en á mann sem er í dansskónum þá væri ég þakklát ef ég mætti hjálpa viðkomandi manni að slíta skónumemoticon ég er búin að vera vakandi síðan 5.30 en ætla sko að leggja mig á eftir, herra Tinni var eitthvað óþekkur og þurfti svo bara að komast út og létta á blöðruni, hann er náttúrulega steinsofandi, minn heittelskaði farin aðeins niður í vinnu og ég að pakka saman jólaskrautinu að hætti Mörtu Stjúart emoticon  Hafið það gott í dag ég læt vita á morgun hvort enn séu hælar undir skónum mínumemoticon

K.kv. Anna í dansgírnumemoticon

06.01.2010 22:14

Heimahjúkrun...

Heimasætan er sárlasin, einhver flensa en ég get ekki séð neina útlitslega breitingu á henni svo þetta er vonandi ekki svínið, ég er betri, var ekki andlega í kjallaranum heldur með verki í kjallaranum en þetta gæti sko verið verra! Hafið það gott og verið góð hvert við annað.

K.kv.Anna stjúpa og heimahjúkrunarkonaemoticon

05.01.2010 19:25

Þunglyndi

Orð kvöldsins er ÞUNGLYNDI, þetta orð er ekki á vinsældalista neinstaðar, en ef við tökum orðið í sundur og lesum þyngsl og lund, auðvita er best að vera léttur í lundu en lundin er stundum að burðast með einhver þyngsli, það eru gefnar töflur við áðurnefndum þyngslum sem hjálpa til þannig að viðkomandi lundar eigandi geti sorterað svolítið til hjá sér og kanski losað sig við þuingann, ég get ekki fengið töflur við þyngslunum mínum, þau eru af öðrum toga, en lundin getur allveg þyngst af þess konar þunga líka, í dag er ég með verki, mér verkjar að innan, verkurinn er í því sem á daglegu máli er kallað móðurlíf, en ég kís að kalla kjallara, stundum verð ég hálf þunglynd af þessum verkjum, þó sérstaklega vegna þess að þessi kjallari hefur ekki þjónað sínum tilgangi hjá mér, en ég dvel nú ekki lengi við daprar hugsanir, treð mér í Pollý-Önnu kjólinn og eiði kvöldinu í saumaherberginu, farið vel með ykkur og ekki festast í sæti dómarans við getum öll lent í því að þyngsli leggist yfir lundina okkar.

K.kv.Anna á þriðjudags kvöldiemoticon

04.01.2010 20:19

aupair-í hjáverkum!

Ég er að reyna að muna það hvenær mér leiddist síðast? En það getur nefnilega verið gott að láta sér leiðast, núna er allavegana lítið pláss fyrir leiða, þvottakarfan er jafn södd og við eftir jólin svo það er búið að taka úr vél og setja í aðra síðan ég kom heim úr vinnuni, já talandi um vinnuna þá er það vörutalning, ég er búin að telja svo mikið af eyrnalokkum að ég held að mér eigi eftir að dreyma þá! Komið nú endilega og kaupið ykkur nýja lokka fyrir Hjónaballið og Þorrablótin, allveg rosalega fínt úrval hjá okkur í BIRTU ! Heimasætan riksugaði yfir öll gólf í dag og var bara uppgefin þegar ég kom heim, ég bauðst til þess að skipta við hana og sá fram á að ég gæti saumað helling á morgun ef ég tæki heimilisstörfin og hún færi í vinnuna mína í staðin, en hún áttaði sig, og fann það út að það væri nú kanski ekkert mál að riksuga yfir húsið annað slagið. Þetta er nú hálfgerður húsmóðurs pistill en það er nú einmitt það sem við erum flestar, í vinnu og aupair í hjáverkum! En verum glaðar og munum að hugsa til kynsystra okkar sem búa í minnaþróðuðum hlutum heimsins, skrúfið frá kaldavatnskrananum og brosið, vá! Drekkandi vatn án þess að þurfa að klæða sig í skó og ganga langar leiðir LÚXUS! Þar til næst farið vel með ykkur og TAKK fyrir allt kvittið!

K.kv.Anna aupair í sjálfboðavinnuemoticon

02.01.2010 00:35

Þakklæti....

Nú átið er liðið.......
Ég er ekki mikil áramóta-drottning, finnst gamlárskvöld erfitt kvöld, að horfa til baka á heilt ár sem er að líða og taka á móti nýju sem er svo ómótað og óráðið.

Gamlárskvöld 2009 var notalegt, ég stóð úti undir berum himni og fullu tugli, missti af nú árið er liðið.........á RÚV og hafði það bara gott, bróðir-Súpermann var mér við hlið og góðir vinir úr þarnæsta húsi, það gerist ekki betra, fyrst ég vel að búa órafjarri öllum mínum nánustu.
En það sem kemur mér fyrst í huga þegar ég lít til baka yfir árið 2009 er ÞAKKLÆTI, þakklæti yfir því að vera sú sem ég er og að vera þar sem ég er, ég get ekki beðið um meira, jafnvel þó að tölvuherbergið hafi haldið sínu plássi og parkettið slitni hægt þá er ég þakklát og ekkert annað, skoðið hjart ykkar og athugið hvort það leinist ekki lítil Pollý-Anna þarna einhverstaðar, mín Pollý-Anna er ekkert lítil og kanski finnst einhverjum það flótti frá raunveruleikanum að tileinka sér jákvæðni og Pollý-Önnu hugsunarhátt, en hvað annað er í boði? Ekki ætla ég að yfirgefa þessa jarðvist með brosið á hvolfi, nei brosum það kostar ekki neitt! Það er komin nótt bæði herra Tinni og minn heitt elskaði bróðir-Súpermann eru sofnaðir, en ég, ég fékk mér lárétting í dag sem var í lengsta lagi og er því í bana stuði, ef ég ætti þyrlu þá hefði ég skellt mér á dansleik í kvöld með tveimur góðum vinkonum, á Sálarball, en ég hugsa að Sálarmenn séu dauðfegnir að ég á ekki þyrlu og að það er ekkert 2007. lengur, sveitaböllin allveg að slá í gegn að nýju og allra hörðustu aðdáendurnir orðnar ráðsettar konur í Kópavogi og fara heim á fjölskyldubílnum að loknum dansleik!
Takk fyrir lesturinn á liðnu ári og þið sem kvittið, mér þykir sérstaklega vænt um ykkur !

K.kv.Anna á nýju blogg áriemoticon
  • 1
Flettingar í dag: 176
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1419
Samtals gestir: 294
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 22:09:40

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar