"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2010 Febrúar

28.02.2010 13:03

Sunnudagur.

Hann lifir áhyggjulausu lífi hann herra Tinni, og er allveg handviss um að allt sem á gólfið fer sé ætlað honum, í myndaalbúminu er fullt af nýjum myndum undyr "febrúar myndir" ég ætla að vera löt í dag, búin að fara í sunnudagaskólann og bróðir-Súpermann er að vinna svo hér er allt með eðlilegheitum, njótið dagsins og fyllið ykkur af orku sem endist alla vikunaemoticon

K.kv.Anna á sunnudegiemoticon

25.02.2010 15:10

H fyrir harðsperra!

Þau virðast ekkert styrð eða lúin, Anna föður amma mín og bróðir hennar, það er af sem áður var, nú borgar maður fyrir að hreyfa sig og vaknar svo dagin eftir og líður eins og eftir viku heyskap! Annars er ég búin að vera að velta fyrir mér þessu orði: HARÐSPERRA, ég veit ekki einusinni hvort það sé skrifað svona, en allavegana þá er skrokkurinn minn aumur í dag, fullt af vöðvum se æja í hverri hreyfingu og í brjóstkassanum líður mér eins og Dollý Parton með stálmaemoticon það eru víst einhverrjir vöðvar undir þessu öllusaman hjá mér sem hafa verið vaktir af værum blundi í gær, úff. En semsagt þetta borgar maður fyrir og brosiremoticon  það er nú huggun harmi gegn að vinkonu minni líður jafn illa, svo þetta hefur ekkert með aumingjaskap minn að gera heldur allgeran harðstjóra sem við lenntum hjá í sprikkliemoticon Hef þetta ekki lengra í dag, ef bróðir-Súpermann verður með rænu þegar hann kemur heim þá vonast ég til þess að geta sett inn myndir, en ég get það bara ekki allveg einemoticon  Njótið þess að snjórinn gerir daginn svo miklu bjartari, og til ykkar sem fenguð snjó í nótt, við erum búin að vera með vetur hérna fyrir austan í lengri tíma og það hefur varla heyrst um það í fréttunum!

K.kv.Anna spítukellingemoticon

22.02.2010 22:04

B fyrir BALLERÍNA !

Já þetta er nýjasta myndin af húsmóðurinni, lengst til hægri....eða var það í miðjuni? Nei, ok, þetta er ekki mynd af húsmóðurinni, en í huganum er ég lengst til hægri og þegar ég svitnaði þangað til lýsið rann í leikfimi seinnipartinn í dag, þá var ég viss um að ég væri allveg að verða eins og þessar fínu ballerínur, en það er nú stund í það og þangað til nýt ég þess bara að lifa í draumi og vera með ranghugmyndir um sjálfa mig. Dagurinn í dag er dagurinn minn, og ég er búin að full nýt'ann. Helgin var ógleymanleg, saumaði föstud,laugard,sunnud, á Reyðarfirði með þessum frábæru saumaskvísum í Spretti, gerist varla betra, nema þá helst ef bróðir-Súpermann færi með mér á afvikin stað þar sem engin hefði heyrt um Loðnu, og við yrðum innligsa fram á sumar! Nei ég kvarta ekki, vildi að það kæmi svo mikil Loðna og Gulldepla og Síld  svo ÆSEIF skuldin yrði  bara smápeningar og við myndum öll lifa hamingjusöm til æfiloka. Já, svona hljómar það hjá mér, hafið það gott og umvefjið ykkur með jákvæðum hugsunum.

K.kv.Anna ballerína.

16.02.2010 19:24

Sjáumst í vor!

Ég er búin að síma bæði á suðurlandið og vestur á firði í dag, og þar er bara vorblíða, hér snjóar og snjóar og snjóar, ef ég væri múmímamma í allvöruni þá væri ég sofandi en ekki ný komin inn úr slabbi og ófærð með herra Tinna alsnjóuagan og blautan, það væri nú stundum svolítið gott að vera bara Múmímamma, hún er tildæmis ekki með háan blóðþrísting eða í áhættuhópi vegna þess að það er lengra í kjörþyngdina en tonnið, úff ekki verða niðurdregin af lestrinum, ég held að blóðþrístingurinn minn sé í lagi, en hitt atriðið eigum við Múmímamma sameiginlegt, að vera órafjarri kjörþyngd, og það er stundum yfirþirmandi, allavega í dag. Nú ætla ég að venda mínu kvæði í kross og fara inní saumaherbergi og dúllast eitthvað, þar eru bara skemmtileg verkefni og allt kaloríutal stranglega bannað, eigið gott kvöld og leggist í híði ef dagurinn var erfiður, en bara þangað til á morgun!

K.kv.Anna Múmímamma.

14.02.2010 22:12

Den saam venter paa noe godt....

Já nú hefst bið, biðin eftir 3.seríu af Himinbláma, ég ætla að hringja í hann Pál Magnússon og athuga hvort það sé ekki örugglega inná fjárhagsáætlun fyrrihluta 2010 að kaupa og sýna okkur hvernig þetta endar hjá eyjaskeggjunum á Ylvingen, annars held ég að ef við myndum byðja frændur okkar á NRK um að gefa okkur þættina þá ættu þeir bágt með að segja nei, svo það verður næsta verkefni ef Palli er enn í sparnaðargírnum, ég er oft spurð að því hvort mig langi ekki að flytja til Noregs.......NEI, ég er búin að prófa það og það var yndislegt, nú hef ég það YNDISLEGT í firðinum fagra og hafið á milli er svo stórt að ég sé ekki hvort grasið sé nokkuð grænna þarna hjá frændum vorum í Noregi, svo hér verð ég þrátt fyrir verðlausa krónu og læknaskort! Mánudagur er góður dagur til margra verka, en ég er svo hjátrúarfull að ég bíð fram í miðja viku með að tala við herra RÚV en ég læt ykkur vita, hafið það sem best og njótið dagsins, hann kemur aldrey aftur ég get allveg lofað því.

K.kv.Anna Himmelblaaemoticon

12.02.2010 23:35

Góða Helgi!

Já það er komin helgi, einu sinni enn! Myndi hér að ofan er eiginlega helgar planið mitt, baka bollur og láta Mánaborg iða af lífi, pínulítil vinkona mín ætlar að koma snemma í fyrramálið og vera hjá okkur Tinna part úr degi, það verður bara að koma í ljós hvort ég verði eins og Lína eða nafna mín Anna á myndinni hér að ofan að pössun lokinni, bróir-Súpermann verður að vinna og Heimasætan ætlar sko líka að vinna, já hér umvef ég mig með duglegu fólki, enda væri það rænulítill letingi sem næði að liggja í leti heima hjá mér! Ég vona að helgin verði góð hvort sem þið bakið bollur eða pakkið þorski, já eða bara eitthvað allta annað, en umfram all munið að sérhver dýrlingur á sér fortíð og sérhver syndari á sér framtíð.

K.kv.Anna Langsokkuremoticon

09.02.2010 21:21

Muffins....

Ég hélt hreynlega að ég fengi nóg í gær, nóg af einni af mínum uppáhalds uppskriftum, ég gerði hana þrefalda og bakaði langt fram á kvöld, ástæðan var fjáröflun heimasætunar og bekkjasystkyna hennar og þau sem nutu góðs af dugnaðinum í mér voru starfsmenn LVF á næturvakt í LOÐNU! En í dag er bökunargleðin stigin mér til höfuðs að nýju og gæti bara vel verið að bróðir-Súpermann fái eitthvað gott með kaffinu....á morgun, en hvað á að kalla kökurnar? Muffins, Múffur, jógúrtkökur, já eða litlar formkökur, það finnst mér sætt! En allavegana þá fáið þið uppskriftina því hún er ekkert hernaðarleindarmál, ég nota silikon form frá J.Oliver og pappírsform þar ofaní, en það gengur fínt að nota bara pappírsformin.

Litlar formkökur frá "bara"Önnu

3. egg
1 1/2 bolli sykur
2 1/2 bolli hveiti
200.gr smjörlíki (brætt)
1.tsk. matarsódi (natrón)
1.tsk.salt
1.tsk.vanilludropar
100.gr suðusúkkulaði (saxað)
1.dós jógúrt (kaffi eða karmellu)

Hrærið öllu saman setjið í form góða matskeið í hvert form og úr því verða ca. 24. kökur bakist á 220* í ca.13.mínútur, dásamlegar með kaldri mjólk.

K.kv.Anna Felemoticon

08.02.2010 08:32

Samkeppni

Bróðir-Súpermann kom heim fyrir helgi og var svo spenntur, glaður og ákafur, næstum því eins og unglingur ný kominn með bílpróf já eða ungur maður sem rekst á þessa einu sönnu allveg óvænt, en húsmóðirin hefur sé þetta blik í augum eiginmannsins áður, "Loðnu glampann" þannig að þá var bara að horfa fram til helgarinnar vitandi það að saumaherbergið og herra Tinni yrðu eini félagsskapurinn sem væri í boði í Mánaborg, ekki að það sé slæmt en samvera með bróður ofurhetjuna er mjög vænn kostur, en ekki halda að ég gráti keppinautinn, þó hún sé grönn og spengileg þá held ég að til lengri tíma litið þá hafi ég vinninginn hvað vinsældir varðar, ég verð allavegana að trúa því. Skipinn sem urðu þess valdandi að maðurinn sást ekkert heima hjá sér, þau komu frá Noregi, falleg fley velviðhaldin og ekkert sem minnti á kreppu þar, ég held að fröken Loðna sé smekk fiskur, já eiginlega svolítið lík húsmóðurinni og vilji frekar láta veðviðhaldinn skip veiða sig heldur en hálf vanhirta dalla, ef ég væri Loðna þá væri það ekki spurning, fallegt skip með góðri kælingu og geta svo hlustað á uppáhalds útlenskuna mína í kaupbætir, ég vildi láta Gerde Marie eða eitthvað álíka skip veiða mig, og svo mætti bróðir-Súpermann æða um bryggjuna á meðan mér yrði landað og glampinn í augum hans væri þess virði að láta lífið og verða verkuð í Loðnuvinnslu Fáskrúðsfjarðar. Hafið það sem allra allra best á þessu líka fína mánudegi og munið að umvefja ykkur með jákvæðni, hún einangrar voða vel!

K.kv.Anna Loðna

05.02.2010 00:18

Brosnámskeið!

                                                                                                                                                                                                                                                                                                           Þegar húsmóðirin í Mánaborg er ekki í vinnuni, ekki í saumaherberginu, ekki í þvottahúsinu og ekki að horfa á Himmelblaa þá er hún kanski úti í bílskúr að búa til blómaskreytingar, í morgun pantaði hún fullt af blómum hjá fyrirtæki í höfuðborginni, sú sem varð fyrir svörum hjá fyrirtækinu kennt við Grænan Markað lét í veðri vakla að akkúra þetta símtal væri það mikilvægasta þessa vikuna, þar að segja að taka niður pöntun á afskornum blómum fyrir húsmóðirina sem í hjáverkum stundar blómaskreytringar, þegar dagurinn var hálfnaður var tímabært að hringja í næsta fyrirtæki, það var flutningsaðilinn sem hafði fengið það mikilvæga hlutverk að koma blómunum Austur á land, flutningsaðilinn sem í daglegu tali gegnir nafninu Flugfélag Íslands var bara ekki eins yfirsig hamingjusamur yfir því að húsmóðirinn væri að hringja og hafa áhyggju af einhverjum pakka, sá sem tók símann á lendingarstað sagði að hægt væri að  athugað eftir kl.16.00 hvort það væri eitthvað í vélinni, ok, húsmóðirin sem er mjög jákvæð að eðlisfari tók það gott og gillt en þá var bróðir-Súpermann kominn heim í kaffi og greyp frammí fyrir sinni kurteisu frú sem ætlaði að fara að kveðja þennan lítið lipra mann, bróðir-Súpermann meinti að starfsmaðurinn gæti séð í tölvuni hvort það væru blóm um borð í vélinni? Þá þarf ég að fara fram og athuga það? sagði sá lipri, ætli hann hafi verið í kaffi? Jú, þú getur sótt þau eftir fjögur, ess? Sem átti væntanlega að vera Bless, eða hreynlega blessuð, svo þá var bara að bruna af stað og sækja sendinguna, ekki brosti hann neitt sérstaklega manngreyið sem afhenti tvo stóra kassa yfir borðið á afgreyðslunni, og húsmóðirin sem er að reyna að hafa bókhaldið í lagi gat varla fengið kvittun fyrir flutningnum því starfsmaður í afgreyðslu þurfti að fara út og afísa "fokkerinn" svo hann kæmist aftur í loftið! Næsta verkefni húsmóðurinar er að bjóða uppá námskeyð í almennri kurteysi og að brosa, ég veit að það finnast svoleiðis náskeyð hjá þeim fyrir sunnan og kanski Grænn Markaður hafi nítt sér þá þjónustu, nema að þeir séu bara sérlega heppnir með starfsfólk og það er sko meira en þeir geta sagt hjá Flugfélagi Íslands, lendingarstaður Egilsstaðir.

K.kv.Anna húsmóðir og fleiraemoticon                               

04.02.2010 01:27

Ótitlað

      


Það er ekki illgresið, sem kæfir garðjurtirnar,
heldur hirðuleysi garðyrkjumannsins.

01.02.2010 11:50

Til umhugsunar....

Gallar okkar valda okkur mestri mæðu þegar við mætum þeim í öðrum.
  • 1
Flettingar í dag: 122
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1365
Samtals gestir: 294
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 21:26:08

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar