"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2010 Mars

25.03.2010 20:58

Úfið hár....

það er merilegt verkefni sem okur var treyst fyrir í Mánaborg og þess vegna er húsmóðirin úfin og illa sofin, bróðir-Súpermann er aftur á móti í æfingu hvað vaktavinnu varðar svo hann er ekki eins slitin að sjá. það verður lítið um blogg næstu dagana, ef ekki er verið að þvo þvott þá er verið að blanda sérstakan koktel í þartilgerða flösku. 

Hafið það sem best og verið hamingjusöm, það er égemoticon

K.kv..Anna önnumkafnaemoticon

22.03.2010 22:16

Tregða

Fyrirgefið tregðuna í mér, er ægt að segja tregðuna? Allavegana þá er búið að endurnýja bloggleifið eða hvað ég á að kalla það og þá er bara að sinna skyldunum...... og bloggaemoticon  Síðan síðast eru margir nánir búnir að eiga afmæli, litlibróðir og hans falega frú og svo Jóhana vinkona mín, ég er sjálfsagt að gleyma einhverjum en þið fyrirgefið, held það sé ein af mínum minna sterkum síðum það er að muna afmælisdaga, en vá ég verð nú að vera minna sterk á fleiru en matarvenjum. Talandi um mat þá var ég með skyr í kvöldmatinnemoticon  bróðir-Súpermann er búin að sofa í sófanum síðan hann kom heim úr vinnuni og ég fékk mér bara SKYR en átti því miður engan rjómaemoticon  Bæti mér upp rjómatapið á einhvern hátt mjög fljótlega. Það er hívandi rok úti og herra Tinni er ekki í neinu göngustuði (heppin ég!) heimasætan var búin að fara ú með hann svo hann er nú ekkert illa haldinn held ég. Um helgina voru tveir litlir gestir hjá okkur,svo parkettið er bæði klístrað og slitið, allavegana klístrað, ég verð að skúra á morgun, en mikið er gaman þegar húsið yðar af lífi og múmíálfa diskarnir eru notaðir í öll mál og heitipotturinn kólnar vegna ofnotkunar, já svona vill ég hafa þettaemoticon  Það er að verða ár síðan heimasætan fermdist, vá hvað tíminn líður fljótt, hún hefur miklar áhyggjur af því að vera sú eina sem er ekki með nýja fartölvu í bekknum, en ég segi að það hafi ekki verið á bókalistanum yfir það sem þurfti að kaupa, ótrúlegt að stjúpan hafi ekki skilning á þessu hún sem skilur nánast alltemoticon  Nú ætla ég að hætta þessu pári, fékk smá sjokk þegar Jónína Ben og Gunnar í Krossinum voru búin að gifta sig án þess að bjóða mér, en þetta hlítur að hafa sína skýringu, hún sagði að þau væru bæði Hrútar, æ,æ, ég líka, vonandi ekkert lík þeim, en varð hugsað til sunnudagaskóla starfsins og óhófs í áti, úff þetta er að verða svolítið "skerí" hafið það gott og verið glöð það er svo mikið betra, já næst á eftir því að vera Hrúturemoticon 

K.kv.Anna í Krossinum Benemoticon
  

16.03.2010 18:15

Þriðjudagur

O, ég ætlaði að setja inn svo fína mynd af mér og mömmu en talvan er eitthvað að stríða mér, en ég held ég hafi komið henni inní albúm. Mamma og Leó Örn voru hjá okkur um helgina, mikið var það notalegt, potturinn mikið notaður og spjallað frameftir, ekkert mjög lengi samt því bróðursonur minn er morgun hani sem telkur hlutverk sitt allvarlega ( að koma öllum framúr!) En nú eru þau farin og það snjóar úti, mér skilst að það sé vorblíða í borginni en það verður nú að vera þetta aumingjas fólk sem býr þarna á suðurlandinu verður að fá eitthvað fyrir það að búa á þessu svæði en ekki í sælunni úti á landi. Ég fer í saumó í kvöld, og þar er sko unnin handavinna á meðan það er spjallað og borðarðar mjög léttar og fyrirhafna litlar veitingar, hlakka svo til, alltaf gaman að hitta skemmtilegar "stelpur" Annars komu tveir vrðandi vinir í heimsókn áðan og ég held að þeim hafi litist vel á okkur og okkur leist mjög vel á þau, systkynin ætla að vera hjá okkur og hjálpa til við niðurslit á parketti og innanhús munum allavega eina helgi í mánuði og það verður sko bara gaman, hed ég hafi þetta ekki lengra í dag, takk fyrir kvittið fallegu konuremoticon

K.kv.Anna á þriðjudegiemoticon

11.03.2010 09:39

Systur!

Ég hef nú nefnt það áður að tölvan og önnur tækni mál eru ekki mín sterkasta hlið, en nú er ég allveg að breitast í "tölvunörd" ég skannaði inn fullt af gömlum myndum í gær og smá sýnishorn af afrakstrinum sjáið þið hér, við systur í garðinum í Samtúni 8. held ég, já hver er hvað, það er nú varla erfitt að sjá, þessi brosmylda með krullurnar á heima á Fáskrúðsfirði og er ennþá brosmyld, fyllir vel útí fötin sín og krullurnar sjást ef sléttujárnið er ekki notað,á meðan sú sem er djúpt hugsi er í borg óttans og á í basli með sjálfa sig, já eða fíknina sem vill ekki yfirgefa hana. Það er sárt og erfitt að eiga stórasystir sem veldur manni hugarangri og áhyggjum og hefur gert það svo lengi, það hafa komið bjartir dagar inná milli, dagar sem hafa enst mis lengi, að halda í minninguna um góðu dagana í von um að þeir komi aftur getur verið erfitt, en það er einmitt það sem er svo mikilvægt, að missa ekki trúna, trúna á að björtudagarnir sigri að lokum og hægt sé að sleppa takinu á áhyggjunum og óttanum. Þetta átti nú hvorki að verða dapurt eða þunglyndislegt blogg hjá mér í dag en stundum er þetta bara svona, í myndaalbúminu er komið nýtt albúm sem heirir "systur" endilega kíkið á það, eigið góðan dag og verið þakklát.

K.kv.Anna litlasystir.

10.03.2010 10:39

mið vika!

Bleikir blómálfar, einmitt það sem ég þurfti á þessum miðvikudegi, væri svo tilí að vera með eins og einn blómálf í eldhúsglugganum, eða eldhúsálf! Sá mundi baka og elda þrífa og snurfusa, blómálfurinn yrði þá inní stofu og sæi til þess að alltaf væru frísk blóm í vasa og að rikið svifi út um gluggann og ylmur vorsins inn, mikið væri þetta notalegt. Ég er vanstillt, sálin er í sjötta gír en líkaminn bara í öðrum gír, þarf að reyna að samræma taktinn en það gengur eitthvað brösulega, en eins og Pollý-Anna segir, þetta gæti verið verra! Munið að brosa, ef sólin skín þar sem þið eruð þá horfið í átt til hennar og njótið þess að láta geyslana kitla ykkur, verið góð og ekki gleyma að hrósa, það er ókeypis!

K.kv.Anna og álfarniremoticon

07.03.2010 20:14

Anna sunnudagaskólakona!

Það er ávið helgardvöl á hóteli að umgangast börn, skemmtileg, ólík,hreynskilin,einlæg,findin, bara allt, börn eru bestu vinir mínir. Í morgun fór sunnudagaskólinn til Reyðarfjarðar með rútu, við fórum í heimsókn til krakkana í kirkjuskólanum á Reyðarfirði, í rútiuni á leiðinni var sungið og spjallað, vinkona mín sem er að verða 10.ára sagði mér það að hún hefði greytt sér áður en hún hljóp af stað í rútuna en það sæist bara ekki því hún væri með húfu, hún trúði mér líka fyrir því að henni findist skemmtilegast að syngja lög þar sem maður þyrfti að hamast eins og ég er ekki fótgönguliði........

Lítill vinur minn sem er löngu búin að stela hjartanu í mér (rauðhærður) kíkti ofaní hálsmálið hjá mér og sagði: þú ert með alveg eins brjóst og mamma mín! úff, hvað ég er fegin að vera ekki eina systir miss Parton á Austurlandi! Hann sagð mér líka að ég væri frænka hans en hin stelpan (presturinn) hún væri ekki frænka hans!

Seinnipartinn var ég orðin yfirfull af orku og fór út og mokaði snjóinn af pallinum, þá kom besta vinkona mín sf ungu kynslóðinni og var hjá mér á meðan ég mokaði, henni fannst bróðir-Súpermann ætti að hjálpa mér, eða að ég ætti bara að fara inn og bjóða henni með, snjórinn fer Anna hann gerir það alltaf heima hjá mér!

Leó Örn bróðursonur minn er væntanlegur á fimmtudaginn, ég heyrði í honum áðan og hann tjáði mér að hann kæmist ekki fyrr en á föstudaginn því það væri pizzu partý í sundfélaginu (hann er 5.og hálfs), mamma hens er í kvíða kasti yfir því hvernig hún á að útskýra það að það sé búið að kaupa flug miða og dauð sér eftir þvía ð hafa lagt mikla áherslu á það að hann lærði vikudagana.

Á morgun er mánudagur, ef orkubyrðirnar verða miklar þá kanski gluggarnir fái þvott, annars er það leikfimi seinnipartinn og það þarf nú smá orku í hana! Hafið það sem allra allra best, umvefjið ykkur með jákvæðni og brosið yfir lengri degi og hækkandi sólu.

K.kv.Anna sunnudagaskólakonaemoticon

05.03.2010 21:08

Föstudagskvöld

Í tilefni af átaki Krabbameinsfélagsins "mottu Mars" eða hvað það nú heitir, þá set ég inn mynd af bræðrum ömmu Önnu, yndisleg mynd ekki sattemoticon ég ætlaði að leggja Krabbameinsfélaginu lið á morgun og selja þessa líka sætu næluna, meiningin var að vera fyrir utan kjörstað en nú er það afturkallað því ekkert áreiti eigi að eiga sér stað þar í kring, VÁ vonandi þekkja allir munin á já og nei og láta ekkert trufla sig hvorki inni á kjörstað eða fyrir utan, en nælan fína verður vonandi til sölu við Samkaup á Fáskrúðsfirði á morgun og kostar hún eins og ódýr kyppa af bjór, eða 1,500,- krónur. Annars var 9.bekkur með kökubasar í Molanum á Reyðarfirði í dag og gekk það vonum framar, allt seldist og hefðum geta selt fleiri tertur. Takk fyrir stuðninginn fyrir hönd unglingana emoticon  Ég fékk langþráðan pakka frá Danmörku í dag, bókin fína og tvö efni sem nú eru í þvottavélinni, sýni myndir þegar ég verð búin að afkasta einhverju úr efnunum. Leikfimi í fyrramálið kl.10.00 og á sunnudagsmorgunin leggju við af stað kl.10.00 frá kirkjuni á Fáskrúðsfiði og förum í heimsókn í sunnudagaskólann á Reyðarfirði, þessi helgi á semsagt eftir að fljúga hjá, þetta er nú hálfgert skírslublogg en þið fyrirgefið mér þaðemoticon Njótið helgarinnar og verið góð hvert við annað.

K.kv.Anna önnumkafnaemoticon

03.03.2010 14:55

hin ýmsu verk, eða verkir!

Þá eru það orðin, orðin sem ég velti svo oft fyrir mér, þýðingu þeirra og hversu auðvelt er að nota þau á annan hátt en ætlast er til, í dag er mér svo illt í bakinu, ég hef sjálfsagt tekið eitthvað vitlaust á í leikfimini og geng þessvegna einsog mörgæs, Kristín vinkona mín benti mér á að harðsperrur væru kallaðar krafta-verkir heima hjá sér, það er náttúrulega nánast kraftaverk að ég skyldi byrja í þessar i leikfimi og svo er ég með kraftaverk-i ! ég er nú yfirleitt dugleg að halda heimilinu í lagi, semsagt kann ég bara vel við húsverkin, en í dag er ég með verk af húsverkunum, nei nú ætla ég að hætta þessu væli, í gær var ég í saumaklúbb (já, við saumum þar!) og mikið ofboðslega er nærandi að sitja og spjalla og gera smá handavinnu hreynasta heilsubótin, já svona fyrir utan veitingarnar kanski! Í dag er skaparinn búin að létta aðeins á snjónum í firðinum fagra, en ég held að það hafi verið betra að hafa snjóinn, því nú er hálka ársins, hefði átt að leggja fyrir mig listdans á skautum, þá svifi ég bara um í hálkunni án þess að brjóta nokkurt bein, æi, gamla konan held hún ætti bara að vera inni þegar færðin er svona! Nóg af bulli í bili, bróðir-Súpermann er að kreysta loðnu, já eða það held ég, heimasætan og Tinni eru sammála um það að vera frekar uppí sófa heldur en úti í hálkunni, ég sjálf er að velta því fyrir mér hvort ég eigi að fara í spriklið eða láta á það reyna að bakið verði betra ef ég held mig heima. Hafið það gott og verið góð við þá sem á vegi ykkar verða hvort sem þeir eru með verk eða verki!

K.kv. Anna verkaðaemoticon
  • 1
Flettingar í dag: 99
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1342
Samtals gestir: 291
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 20:38:41

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar