"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2010 Apríl

25.04.2010 12:27

Heilsubótaganga...

Heilsubótaganga þarf ekki að valda svita, mæði eða háum púls, nei heilsubótaganga getur farið fram á passlegum hraða og skilið eftir sig mikla heilsubót ef réttur göngufélagi er með, í dag var heilsubótagangan mín sérstaklega heilsusamleg þar sem Jóhanna vinkona mín var með í för, hún ýtti SilverCross þannig að hún fékk nú smá líkamsrækt útúr því, ég hélt í bandið hans Tinna og æfði mig í þolinmæði við hvern ljósastaur, svo gátum við vinkonurnar talað og talað og talað og hvaða heilsubót er betri en sú að eiga góðan vin, Tinni er laggstur fyrir eftir góðan göngutúr, ungi-litli steinsefur eftir að hafa verið svæfður af malandi konum og ég sjálf er með roða í kinnum og er farin að finna til svengdar þannig að ég ætla fram í eldhús og fá mér eitthvað heilsusamlegt, já eða að hluta til, t.d. Skyr....með RJÓMA!  Eigið yndislegan dag og njótið þess að vera til.

K.kv.Anna heilsubætta ;-)

23.04.2010 13:40

föstudagur (held ég!)

Það er kominn föstudagur (held ég!)  dagarnir fljúga og sumarið er komið, já allavegana á almanakinu, þegar bróðir-Súpermann fór til vinnu í morgun (nótt) þá sýndi mælirinn -9 emoticon  hér í Mánaborg gengur lífið sinn vana gang, ég nota hverja lausa stund í saumaherberginu já eða til þess að leggja mig með unga-litla, hann er með díbbad nebb og svaf ekki vel í nótt, en hvað gerir það til það er nægur tími til þess að sofa síðar, ég vona bara að helgin verði ljúf hjá ykkur, farið verlega og brosið framaní sólinaemoticon

K.kv.Anna í vikulokemoticon

19.04.2010 10:02

Saumaherbergið!

Þetta er eitt af afrekum mínum í saumaherberginu, taska til allra nota með gemsa hólfi og renndum vasa, þessa dagana er hlutverk töskunar að passa pampers og pela, samfellur og sokka þegar við bregðum okkur af bæ ungi-litli og ég. Nú sefur sá stutti og ég ætla að fá mér smá kríu með honum, farið vel með ykkur og verið glöð, lífið gæti varla verið betra!

K.kv.Anna og töskufabikkanemoticon

p.s. nokkrar myndir af töskunni í albúminu

16.04.2010 13:02

Afmælisstrákur

Victor Emil er 4.ára í dag, hann langar í 4.hunda en það er svo erfitt að senda svoleiðis til Danmerkur svo það var eitthvað fyrirferðaminna sem fór í póst, elsku strákurinn okkar, til hamingju með afmælið frá Tinna og okkur á tveimurfótum í húsinu hans Jens ( hann segir að frænka með svart hár eigi heima í húsinu hans Jens!)

Hafið það gott og njótið þess að það er föstudagur!

K.kv.Anna frænka

15.04.2010 08:07

Nú er ég klædd og komin á ról..

Ungilitli er ekki ólíkur húsmóðurinni að því leiti að vera heitfengur, það eru fleiri dagar á samfelluni en alklæddur, þið megið ekki halda að hann liggi enmdalaust á þessari sæng, nei stundum liggur hann á teppiemoticon  bara grín! Í nótt svaf ég 2x þrjá klukkutíma og er allveg ótrúlega hress þrátt fyrir allt, í gær urðu tímarnir helmingi færri og það sást og heirðisr á konunni, bróðir-Súpermann læddist um á tánum og spurði tildæmis ekkert hvað væri í kvöldmatinn, enda var ekkert í kvöldmatinn, ég var allveg ótrúlega þreytt og önug, mætti halda að ég væri að taka tennuremoticon  en svona fyrir utan lítinn svefn þá gengur lífið í Mánaborg afskaplega vel, Uglan borðar bara krækiber og Mikki refur reynir að öllum mætti að vera góður refuremoticon  ja, nú held ég að konan sé eitthvað að klikka, Dýrin í Hálsaskógi riðjast inná bloggið óumbeðin og Karíus og Baktus bíða handan við hornið, enda er hárgreiðslan slík á frúnni að þeir bræður (Karíus og Baktus) halda að þeir séu búnir að finna móður sína sem þeir hafa ekki heyrt frá í mörg mörg áremoticon  Kanski 2x þrír tímar hafi ekki verið nóg? Ungi-litli er sofnaður og ég held að heimilisfólksins vegna fari ég og leggi mig í smá stundemoticon Hafið það gott hvort sem þig eruð á kafi í ösku eða einhverju öðru.

K.kv.Anna með ruglunaemoticon

13.04.2010 09:10

litlu andar ungarnir....

allir synda vel, allir synda velemoticon  Já ungi-litli er búinn að fara í pottinn og til þess að bróðir-Súpermann þurfi ekki að skipta um vat í pottinum eftir hvert skipti sem ungilitli hefur stungið sér til sunds þá var fjárfest í "kúk" heldri sundskýlu frá Speedo í gær, já hvað fær maður ekki í Veiðifluguni, ég veit ekki hvort ég hef sagt ykkur það áður hversu miklið dálæti ég hef á Veiðifluguni, ég á bara aldrei í vandræðum með að eiða slatta af krónum þaremoticon fyrir ykkur ofur smekklegu lesendur þá vil ég bara benda á að "baðdótið" sem ungi-litli heldur á er að sjálfsögðu frá Speedo og er í stíl við sundskíluna, nei húsmóðirin klikkar ekki á smáatriðunum. Annars gengur lífið í Mánaborg voða vel, já fyrir utan það að næturnar eru í styðsta lagi en ég sef bara hratt þegar tækifæri gefstemoticon Hef þetta ekki lengra að þessu sinni, njótið dagsins og verið góð hvert við annaðemoticon

K.kv.Anna og syndandi ungi-litliemoticon

08.04.2010 22:42

njótum dagsins!

Leiddu mín litlu hendi, ljúfi Jesús þér ég sendi bæn frá mínu brjósti sjáðu blíði Jesú að mér gáðu.

Nú er bara að njóta hverrar stundar með ungalitla, þetta fór ekki eins og við vonuðum en hver dagur er því dýrmætari og verður apríl fljótur að líða og tómlegt í kotinu þegar mai gengur í garð.

K.kv.ungamamman Annaemoticon

07.04.2010 21:55

Á morgun.......

Á MORGUN FÁUM VIÐ AÐ VITA MEÐ FRAMHALDIÐ..........ungi litli sefur áhyggjulaus og bróðir-Súpermann er sofnaður líka en ekki eins rólegur, ég trúi því og treysti að velferð lítils barns sé ofar öll öðru hjá öllum sem að málinu koma. Dagurinn í dag er dagurinn minn, um morgun daginn veit ég ekki neitt. Ætla snemma í bólið, læt vita af mér annaðkvöld.

K.kv.Anna á Æðruleysinuemoticon

04.04.2010 09:46

Gleðilega páska

Það er páskadags morgun litlar formkökur (múffur) komnar úr ofninum og bananabrauð að bakast, húsmóðirin og bróðir-Súpermann eru með hálfgerða pest já ekki einusinni hálfgerða bara eiginlega allgera pest, upp og niður pestin emoticon sér til þess að þyngdaraukning verður í lágmarki þessa páskana í Mánaborg. En ungilitli er hress og herra Tinni er sprækur sem lækur, svo mitt ráð er að baka og baka og blogga og bara gleyma lasleikanum á milli þess sem ég faðma Gustavsberg. Úti skín sólin svo kanski Silver Cross verði viðraður í dag, skelli bara Pampers á alla línuna og þá erum við fær í flestan sjó!  Njótið dagsins og borðið súkkulaði, ekki hef ég list!

k.kv.Anna og strákarnir í Mánaborgemoticon

01.04.2010 15:19

Ný greidd!

Í dag er það mynd af okkur mæðgum, já þarna er ég tiltölulega ný greidd og núna líkaemoticon  Lífið í Mánaborg gengur vel litli gesturinn sem hér eftir verður kalaður ungilitli, er jafn góður og sólin, ég hef verið andvaka af sólinni og ég er með aðeins styttrisvefn þessa dagana vegna ungalitla, en það er sko hverrar mínútu virði og stundum tímir hvorki húsmóðirin eða bróðir-Súpermann að fara að sofa, hvað er yndislegra en að hafa lítinn unga í litla rúminu, þetta verkefni er tímabundið og ég ætla ekki að halda úti dagbók um það hérna á blogginu, en smá fréttir það verðið þið að fá emoticon Í dag er verið að ferma fríðan flokk ungmenna á Fáskrúðsfiði og hefur þar með fjölgað um fullorðana í bæjarfélaginu og börnunum fækkaðemoticon  Okkur er boðið í veislu seinna í dag og sleppur því húsmóðirin við alla eldamennsku á þessum drottinsdegi, ekki það að eldavélin hefur veriðvanrækt undafarið og matseðill heimilisins hljómað á þessa leið: eitthvað fljótlegt vegna fröken Loðnu og ungalitla emoticon
Hef þetta ekki lengra í dag enda þetta á útlensku...... Man cannot live by chocolate alone but woman can emoticon

K.kv.Anna ný greidd í tilefni dagsinsemoticon 
  • 1
Flettingar í dag: 53
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1296
Samtals gestir: 289
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 19:54:13

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar