"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2010 Júní

28.06.2010 12:51

Allt á fullu!

Mamma er í heimsókn og það er nóg að gera í slætti og svo ætlum við á ættarmót um helgina, það er annað hvort í ökkla eða eyra, hafið það gott ég kem sterk til baka þegar það hægist um hjá mér.

K.kv.Anna í sjötta gíremoticon

24.06.2010 00:13

sól,sól skín á mig.....

Hef ég ekki nefnt það við ykkur hvað bróðir-Súpermann er geðgóður, allavegana, hann er geðgóður, já allavegana þegar sólin skín á sumrin og hann getur slegið gras frá morgni til kvölds, í gær fór að rigna og það rignir enn, geðið í manninum er ekki eins gott og ég á að venjast, svo þegar ég skríð uppí rúm á eftir og fer með bænirnar mínar þá verður sérstök sólarbeiðni í samtali mínu við himnafeðgana. Ungi-litli dafnar og fer um öll gólf á ógnar hraða (á maganum), svo hér er allt ný moppað, við erum með SUPer-Granny í heimsókn, eða ömmu-Geirseyri, það finnst unga-litla notalegt og mér líka, við fengum gesti í dag, gamla frænka kom með sínum góða manni og stoppaði smá stund, þau eru að viðra húsbílinn, en eiga lögheimili á Selfossi, prinsinn á heymilinu beit harkalega í eyrnasnepilinn á fóstur-mömmuni og varð þá gömlu-frænku á orði að kanski langaði hann bara í SVIÐ, ef ég minni á svið þá held ég að ég verði að fara að endurskoða ímynd mína á sjálfri mér því ég hélt að svið væru frekar tálguð í framan og það er ég ekki, allavegana ekkert kynnfiska sogin, nóg af bulli í bili hafið það sem best og njótið þess að vera til.

K.kv.Anna sviðasulta í stóru formiemoticon

21.06.2010 07:48

Hún á afmæli í dag......

hún á afmæli í dag, hún á afmæli hún Elísa, hún á afmæli í dagemoticon   elsklu besta heimasætan okkar er 15.ára í dag, mér finnst ég ný búin að baka köku fyrir 10.ára afmælið en úff tíminn líður og hún sprettur eins og baunagrasið hans Jóa, á meðan ég stend í stað og breitist ekki neittemoticon  Elsku Elísa okkar eigðu góðan dag yfir fristihúss skutla, þú ert hörku tól það er enginn vafi á þvíemoticon

K.kv. og risa knús frá stjúpunni, pabba, Tinna og unga-liltlaemoticon

17.06.2010 21:44

uppáhald unga-litla

Gulla gula var keypt á Akureyri á þriðjudaginn, er frá BRIO og ungi-litli er með sama gæða smekkinn og fóstur-mamman og elskar kanínuna nú þegar, allavegana finnst honumm voða gott að hafa hana hjá sér þegar hann sofnar og ég tala nú ekki um ef mamman liggur hjá honum og notar kanínueyrað til þess að strjúka ennið á unga-litla, þá er lífið fullkomið. Ég er sérstaklega "svök" fyrir BRIO og í Akureyrar ferðinni á undan þessari þá keypti ég tau-bók sem er voða fín, hvorutveggja var á tilboði í leikfangabúðinni á Glerártorgi með 50% afslætti, alltaf að græða! Þjóðhátíðardagurinn leið án skrúðgöngu í þetta skiptið, ég byrjaði aðeins að taka til í saumaherberginu, bróðir-Súpermann slá gras og heimasætan svaf lengi, ungi-litli var góður eins og alltaf og herra Tinni er engum líkur, slakur sem gömul reim og lætur það ekki trufla sig þó tosað sé í skeggið á honum eða þó hann sé notaður sem koddi. á morgun og laugardaginn verð ég í Birtu og svo bíða verkefni í saumaherbeginu, 2.kanínur og eitt vagn-teppi, en ég verð nú ekki lengi að því þegar ég sest niður. Njótið þess að vinnuvikan var í stittri kantinum hjá ykkur flestum, brosið og munið að hrós er ókeypis.

K.kv.Anna BRIO aðdáandiemoticon

12.06.2010 12:42

Tíminn líður!

Já tíminn líður, ungi-litli varð 9.mánaðða í gær og í tilefni dagsins baðaði hann sig í vatnsskálinni hans Tinna og gerði mig einu kertaglasi fátækari, hann ferðast um öll gólf á maganum og minna hreyfingarnar helst á bringusund! Tennurnar eru fjórar og eru fingur heimilsfólksins mjög girnilegir, annars gengur allt voða vel, hann er búinn að taka rúmið í sátt og síðustu tvær nætur hefur ekki heyrst píp frá unganum frá 22.00 til 06.00 og þá er hann tekin uppí stóra hreyðrið og kúrt til 08.00, er það ekki svona sem þetta á að vera. Ég vona að þið sem ráfið inná síðuna mína hafið það gott og að lífið sé ljúft við ykkur, þangað til næst, brosum og umvefjum okkur með jáklvæðni.

K.kv.Anna í sól og blíðu.


09.06.2010 23:46

Ótitlað

Já við erum komin heim í fjörðin fagra, úr firðinum fallegasta, ferðalagið gekk vel báðar leiðir og dvölin á Patró hjá ömmu-Geirseyri var ***** fimm stjörnu! Ungi-litli sjarmeraði alla sem á hann litu (ekkert hissa á því) og systir heimasætunar var svo ánægð með Patreksfjörð að hún spurði hvenar næsta ferð væri ákveðin, þetta var svo "NÆS" sagði hún, bróðir-Súpermann hvíldist minna en oft áður hjá Tengdó, en það var ekki Tengdó að kenna. Ég sjálf hafði varla tíma til þess að sofa, það var svo gaman að hitta alla gömlu félagana (vinkonur,vini,sjénsa og alla hina). Æsku heimilið var svo þétt setið-legið að það lá við að mamma þyrfti að sofa í baðkarinu, það vill til að hún er bara rúmlega málband á lengd! ég vil benda öllum sem leið eiga um þennan fallega fjörð að koma við í Sjóræningjahúsinu,uuummmmmmmmmm þvílíkar veitingar! Ætla að koma mér í bólið núna, set inn myndir mjög fljótlega, en á morgun ætla ég að vinna part úr degi í Birtu svo það er eins gott að fara að haska sér í rúmið.

K.kv.Anna Patreksfirðinguremoticon

07.06.2010 08:25

í sól og sumar il......

Já svona hafði ungi-litli það í gær á Patró, við erum búin að hafa það allveg dásamlegt og nú er ferðinni heitið í austur átt, koma inn fleyri myndir þegar við komum heim, hafið það gott og brosiðemoticon

K.kv.Anna og fjölskylda á ferð um þjóðvegi Íslandsemoticon

  • 1
Flettingar í dag: 122
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1365
Samtals gestir: 294
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 21:26:08

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar