"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2010 Júlí

25.07.2010 00:17

Bleikt!

Það eru Franskir dagar í firðinum fagra, sólin skín og bærinn er iðandi af lífi, fallega gatan okkar er skreytt í bleiku, voða fallegt, húsmóðirin er hrifin af bleiku, en það eru víst fleiri og einhver tók fánan úr fánastönginni okkar síðastliðna nótt, fáninn var ....bleikur heimasaumaður, kanski ekkert merkilegur en bara leiðinlegt að svona sé gert, nú er bróðir-Súpermann í rosa mótþróa og ætlar aldrei aftur að skreyta, vonandi verður hann búinn að gleima því að ári. Ungi-litli er hress,hress,hress, er upp um allt og út um allt en mikið rosalega er gaman að upplifa þroskan og framfarirnar, fæ aldrei nóg af því! Obba ofur vinkona er í heimsókn er að hugsa um að ráða hana sem au-pair, mikið er gott að vera með svona tvær auka hendur og þær í ofvirka kantinum! Njótið sunnudagsins og fáið ykkur ís, það ætla ég að gera emoticon

K.kv.Anna bleikaemoticon

15.07.2010 23:23

upprennandi.......

Einar Áskell! Ungi-litli er farinn að standa upp út um allt, hann hefur sérstakann áhuga á stafla af Hús og Hýbíli blöðum sem eru í fallegum bunka ofaná gömlum stól, ég er búin að tína blöðin upp 18x í dag, hann skal ná því að blöðin eiga að vera þarna og ekki á gólfinu! á meðan ég útbjó kvöldmatinn þá var unginn bara á eldhúsgólfinu að leika, ég set matarstólinn hans yfir skálarnar hans Tinna, það er bæði búið að þvo sér uppúr vatninu og smakka á hundamatnum svo stóllinn er fínn sem "girðing", nema að nú er litli herrann búinn að sjá við fósturmóðurinni, semsagt þegar ég var að undyrbúa kvöldmatinn þá náði hann að hella úr vatnsskálinni og taka nokkur sundtök, gólfið var á floti, barnið gegndrepa og ég úrvinda, ótrúlegt hvað smá vatn getur dreyft sér um heilt eldhúsgólf. á meðan á þessu stóð voru bróðir-Súpermann og heimasætan áhyggjulaus að slá gras einhverstaðar útí bæ! Í gær fengum við allveg yndislega heimsókn, það voru ættingja húsmóðurinnar 7.fullorðnir og 4.börn þar af þvir Einar Áskell/Emil ! frænkan fór með allann hópinn í heitapottinn og þegar við höfðum svamlað um stund þá sagði nafna mín sem er að verða 6. og býr í Ameríku, Anna frænka, mikið er ungi-litli með fallega blá augu.....við erum bara með brún! O, ef hún bara vissi að þau líkjast hópi af litlum bömbum þessi dásamlegi hópur, svo kom gullkorn dagsins frá herranum sem verður 4.í október...Anna frænka, it´s so notalegt! ég var eins og smjör stykki í sólskyni, það er ekki erfitt að bráðna yfir svona gestum.
Það er komið kvöld núna allir sofnaðir nema ég og plan morgundagsins er að fara í búð , ísskápurinn minnir á tóma stúdíóíbúð og ekki vil ég vera þekkt fyrir það! Hafið það nú bara sem allra allra best, ef ég gæti flogið þá færi ég í hlíðina fögru Fljótshlíð og kíkti á ættarmót sem þar verður um helgina svo held ég að ég setti stefnuna vestur og færi til mömmu og reyndi að ná mér í nokkrar freknur og smá roða í kinnar, hvar sem þið verðið um helgina...Góða helgi !

K.kv.Anna frænka so notaleg!

12.07.2010 22:24

saumaskapur!

Úff, stundum vantar mig nokkra tíma í sólahringinn, svona fyrir mig og saumaherbergið, en það koma tímar......teppið á myndinni er "kerru"teppi unga-litla, gallabuxnavasarnir eru af gatslitnum buxum af Leó Erni, ég saumaði teppið fyrir ættamót og púða í stíl, frænkurnar eru miklar prjónakonur og ég varð að hafa eitthvað að monta miog af já sko handavinnu tengt, ég er náttúrulega svo endalaust montin af unganum og allir svo hrifnir af honum að það eitt og sér nægir heilu ættarmóti í margar vikur! Litli herrann er orðinn hress, hann var ekki lengi að hrista þetta af sér og fyrir hitann og pirringinn fengum við eina tönn í viðbót svo nú eru þær fimm! Bróðir-Súpermann er sofnaður í sófanum, heimasætan er sofnuð fyrir löngu allveg búin á því eftir langan dag í Makríl, hef svolitlar áhyggjur af því að hún hafi erft vinnugleði föður síns, það má á milli vera! Ég sjálf þarf að fara að koma mér í ból, sjálfvirka vekjaraklukkann sér til þess að ég er komin á ról á undan hananum í sveitinni, en svo fáum við okkur nú oft smá lúr saman eftir hádegi, það er svo notalegt. ég vona að þið hafið það öll allveg dæpmalaust gott hvar sem þið eruð, farið vel með ykkur og njótið augnabliksins.

K.kv.Anna í góðum gíremoticon

10.07.2010 06:20

vængbrotin....

Ungi-litli er lasinn, en þrátt fyrir hita og hor þá brosir hann, klukkan var nú reyndar ekki orðin 05:00 þegar hann vakti fósturforeldra sína, húsmóðirin og bróðir-Súpermann eru hálf vængbrotin unginn hefur verið svo hraustur en þetta er vonandi bara sýnishorn svo við getum sett okkur í spor þeirra sem gefa pensilín og sníta ótt og títt. Í gær fengum við lánaða göngugrind hjá góðri vinkonu, og það var nú eiginlega jafn skemmtilegt fyrir okkur stóru eins og ungan, að sjá hann uppgvötva heimilið í nýrri hæð, alltí einu var það ekki dvd spilarinn sem var mest spennandi heldur sjónvarpið sem hann hafði aldrey komist í almennilegt nágvígi við áður ef ungi-litli hefði geta talað í gær þá hefði hann sjálfsagt sagt mér að það væri móðgun við unga af hans tegund að vera látinn skríða um góflin á maganum og að þangað niður skildi ég ekki láta hann aftur. Ætli hann segðist líka vera leiður á soðnum gulrótum og finndist kanski Rás 1 á RÚV leiðinleg, það er ekki gott að segja, en á meðan hann getur ekki tjáð sig þá nýt ég vafans og held áfram að sjóða gulrætur og hlusta á RÚV. Hef þetta ekki lengra í dag, njótið dagsins og hvernig sem veðrið er brosið því lífið er yndislegt!

K.kv.Anna vængbrotna.

p.s. myndin var tekin í morgun, ungi-litli steinsofandi í stóra hreyðrinu.

05.07.2010 21:42

101-ungilitli

þá er mamma komin vestur á firði og ættarmótið góða liðið, húsmóðirin og ungi-litli eru enn á flakki, Smáralindin var mátuð í dag og passaði illa, ungi-litli sýndi á sér ekta karlmanns hlið og var hinn önugasti, þá brá ég á það ráð að kíkja niður á Laugarveg, tók ungann bara á arminn (er svo góð í öxlunum) og rölti í blíðunni, o, já þetta kunni hann að meta,kanski vegna nálægðarinnar við tjörnina, allavegana þá splæsti unginn sínu fallegasta brosi á alla sem framhjá okkur gengu og voru hálf bræddir karlar og vel bræddar kerlingar útum allann Laugarveg, Álftanesið beið svo með Leó Erni stórfrænda sem er svo ánægður með litla frænda sinn, búinn að sýnann á leikskólanum og allt! Kyrrð og ró í Bessastaðarhjáleigu og ég skríð örugglega fljótlega í bólið sjálf,hafið það sem best og verið utandyra ef þið mögulega getið það er svo gott.

K.kv.Anna á rölti um 101.með ungann í fanginu
  • 1
Flettingar í dag: 77
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1320
Samtals gestir: 290
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 20:15:26

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar