"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2010 Ágúst

30.08.2010 21:57

Bifukolla

ég var að hugsa um það í dag að ungi-litli væri eins og bifukolla, hann sat í kerruni með flísteppið undir sér og þá varð ljósa hárið svo rafmagnað og stóð beint út í allar áttir, eins og lítil bifukolla, hafið þið tekið eftir því hvað bifukollur byrtast skyndilega í garðinum ykkar, svoleiðis var það líka með unga-litla hann kom jafn skyndilega og bifukolla á túni, og eins og bifukollan þá kverfur ungilitli úr lífi okkar, það er komið haust og bifukollurnar eru horfnar úr túninu, ungi-litli á að snúa aftur heim, fljúga úr hreyðrinu sínu í Mánaborg og reyna að nota litlu vængina sína á nýjum stað. Í kvöld vildum við ég og bróðir-Súpermann að við værum bifukollur og værum bara fokin út í haustið. Þangað til næst farið vel með ykkur.

K.kv.Anna vængbrotin.
 

26.08.2010 21:40

Ef ég væri.......

Lína þá væri hrossaskítur á pallinum og apaskítur í eldhúsinu, þá væri táfíla af koddanum mínum og pönnukökulikt af hárinu á mér, ef ég væri Lína þá þyrfti ég ekki að hafa áhyggjur af peningum og því síður tískunni, vöðvabólga væri alls ókunn og aukakílóin frmandi vandræði sem ekki snertu mig, já ef ég væri Lína þá væri lífið öðrluvísi en það er en kanski ekkert betra því lífið mitt er gott með vöðvabólgu og aukakílóum pönnukökum á disk og táfílu í sokkum. Verum pínu Línur og munum að taka lífinu ekki of hátíðlega, það sem brennur mest á mér er svo leiðinleg að ég nenni ekki að skrifqa það svo þá er gott að geta párað smá Línu pistil, hafið það gott þangað til næst ;-)

K.kv.Anna langsokkur.

25.08.2010 08:38

mið vika einu sinni enn!

Það er engin ástæða til þess að vera grár og gugginn þó himininn sé það, reyndar sá ég í gær í voða fínni búð að litirnir í haust eru "gráir" það er allt í lagi ef sá sem klæðist því nýjasta á litskrúðugt líf þar fyrir utan, Húsmóðirin er ágætlega sofin og búin að borða grautinn sinn svo það bendir allt til þess að þetta verði fínn dagur, auðvita verður þetta fínn dagur ég er búin að ákveða það! Fréttirnar í dag eru ekkert upplífgandi svo ég ætla bara að setja plötu undir geyslann kanski skelli ég í eina hræru af litlum formkökum (muffins) en fyrst og síðast ætla ég bara að njóta þess að vera til, rúlla bolta með unga-litla og borða Sheerios uppaf góplfinu! Hafið það ljómandi skínandi gott og ekki gleyma að brosa!

K.kv.Anna í miðri viku.

23.08.2010 07:41

vökvun......

Múmín-mamma vökvar rósirnar sínar á 2010 könnuni sem ég á ekki ennþá, en vökvunin sem fer fram fyrir utan Mánaborg er allgjörlega sjálvirk og engin leið að stoppa hana, ég vildi að ég gæti skipt við múmín-mömmu.

Eiginlega ætlaði ég að hafa mynd af "Ericu" svona haust blómi sem fer allveg að koma í búðirnar, ég notaði tæknina og bað fröken google að redda þessu fyrir mig...... myndirnar sem ég fékk voru ekki við hæfi barna og ekki í stíl við bloggið mitt, það er víst vinsælt að "heita" Erica í bransa sem hefur ekkert með blóm að gera.

Nú er það hafgagrauturinn sem bíður okkar unga-litla bróðir-Súpermann og heimasætan missa af honum, örugglega mjög spæld bæði tvö. Hafið það dásamlega gott í dag og munið orð Pollý-Önnu: þetta gæti verið verra!K.kv.Anna Erica.

17.08.2010 22:45

2.tímar......

 tveir tímar eru svo langir og svo stuttir, þegar ég er búin að sofa í tvo tíma og unginn rumskar þá er ég búin að svofa stutt og það er há nótt en þegar við leggjum okkur saman á miðjum degi og náum tveggja tíma "kríu" þá er rafhlaðan næstum ofhlaðin, skrítið hvernig þessir tveir tímar geta verið bæði stuttir og langir, ég get gleymt mér inní saumaherbergi í tvo tíma og finnst ég hafa verið þar stutta stund, en ef ég þarf að bíða eftir einhverju sem á að gerast eftir tvo tíma þá er það eins og eilífð......... tíminn er það sem við gerum hann, stuttur og langur, tíminn sem við fengum núna úthlutaðann þar til mál skýrast frekar er tvær vikur, þær verða vonandi fljótar að líða. Ungi-litli er sofnaður búinn að bíta heimasætuna í vörina og hárreita, hans leið til þess að segja góða nótt elsku besta og mikið er ég ánægður að þú sér komin heim. Heimasætan er að horfa á mynd og bróðir-Súpermann já hvar skyldi hann vera...... sofandi í sófanum! Ég sjálf komst aðeins í saumaherbergið og er að hugsa um að fara bara að skríða uppí, hafið það sem allra allra best og munið að brosa og vera þakklát.

K.kv.Anna tímavörður.

14.08.2010 22:53

hér er þvottur um þvottttt

ég rétt náði uppá snúrurnar í aðalstræti 17 á Patró þegar mamma gat sent mig út til þess að hengja upp, þegar ég hengi út þvott þá er það með gleði, gleði yfir því að það sé þurkur, en skiptir einhverju máli fyrir þvottinn hvort hann hangir eftir stærð eða lit og hvort klemmurnar séu samstæðar sem halda honum uppi? ég held að það sé eins með þvottinn hjá mér og heimilisfólkið....OFDEKRAÐ! Ef þú straujar einusinni flík þá vill hún alltaf láta strauja sig og kemur extra krumpuð úr þvottavélinni eingöngu til þess að láta hafa fyrir sér, þurfa sokkar endilega að vera í pörum? það eru ekki allir pör út lífið er ekki mikilvægast að vera heill hvort sem þú ert sokkur eða eitthvað annað, eitt sem ég skil ekki það er þessi hefð fyrir að brjóta saman þvott, til hvers? það þarf að taka allann þvott í sundur aftur áður en hann er notaður, er þá ekki bara tímasóun að vera að brjóta saman, elskurnar mínar hugsið um þetta og veltið þessu vel fyrir ykkur, ég ætla að hætta þessu bulli og taka úr eins og einni vél fyrir nóttina þá get ég straujað um leið og ég vakna í fyrramálið.

K.kv.Anna C-11

11.08.2010 19:07

Hlýir straumar

Það er ekkert hlýtt úti, en inní  mér og okkur í Mánaborg er vel hlýtt, takk fyrir öll fallegu orðin, það er svo stutt úr kjallaranum út í sólskinið þegar góðar hugsanir umvefja mann. Það er léttara yfir okkur hjónum, vonumst eftir svörum áður en þessi vika er öll svo það er næstum því óþæginlega stutt, ungi-liltli var lasinn um helgina, svaf lítið og var eitthvað ómögulegur, það er eins og hann sé ennþá að ná sér eftir þessa pest, voða stutt á milli tára og bros. Það er erfiðast að geta ekki bara spurt ungann: hvað er að ? hvað get ég gert fyrir þig? bróði-Súpermann hefur gott lag á honum og þeir maula saman á saltstöngum og horfa á fréttirnar, húsmóðirin er nú samt vinsæl í athöfninni "að ganga um gólf" svo mjúkt að liggja í fanginu hennar og notalegt að hlusta á sönglið.Svona er lífið í Mánaborg í dag, hvernig morgundagurinn verður veit enginn, takk enn og aftur fyrir öll hlýju orðin þau styrkja,hugga og gleðja, þangað til næst hafið það sem allra allra best.

K.kv.Anna unga-mamma
p.s. ungi-litli er 11.mánaða í dagemoticon

09.08.2010 18:25

óvissa.....

 Þegar við ákváðum að gerast fósturforeldrar, þá urðum við að fá samþykki frá Barnaverndarstofu, það komu starfsmenn bæði frá Félagsmálayfirvöldum í okkar góða sveitafélagi og svo strfsmenn BVST, við skiluðum inn læknisvottorðum og skattaskýrslum, sakavottorðum og ummælum frá vinnuveitendum og ættingjum, við fórum á námskeið og svöruðum allskyns spurningum, um lífið okkar sem hjón, um líf okkar sem barn foreldra okkar og um okkar "fyrra" líf áður en við, ég og bróðir-Súpermann vorum svo heppin að finna hvort annað, að vera fósturforeldri er gefandi, þroskandi og endalaust ánægjulegt, já svona næstum því alltaf, í dag líður okkur hjónunum í Mánaborg eins og vörubíll hafi keyrt yfirokkur og stoppað, hann sé semsagt ofaná okkur, það á að fara að funda um mál unga-litla við vitum ekki hvenar sá fundur verður en fljótlega, já áður en ágúst er allur, mikið er nú gott að taugaendarnir eru vel með farnir hjá okkur hjónunum, ef eitthvað er slítandi þá er það bið og óvissa, það er ekkert slítandi að fá bara hálfan svefn og ganga um gólf með veikan unga heila helgi, en þegar unginn er orðin hress og hægt er að setjast niður og anda aðeins og hugsa það er þá sem lífið verður erfitt, hvað gerum við ef það verður fundið annað hreyður fyrir unga-litla, hvernig eigum við að vakna og sofna með hálf tómt hreyður, úff við hugsum það ekki til enda og umvefjum okkur með jákvæðni og æðruleysi, vinsamlegst sendið alla ykkar ónotuðu jákvæðni og þolinmæði það er þörf á henni hér! Hafið það sem best þangað til næst, yfir og út!

K.kv.Anna unga-mamma

01.08.2010 21:56

út um grænar grundur...

Það er nú hálfgerð táfíla af þessu bloggi, ekki bara englatásur unga-litla heldur fullorðnar tásur líka! Myndin er tekin á Seyðisfirði en það sjá nú glöggir lesendur, he,he! Héðan er allt gott að frétta Leó Örn Álftanesprins er hjá okkur í viku heimsókn, við fórum í góðan göngutúr í dag, frændinn á hjóli og unginn í klerru, þegar leið á gönguna var ungi-litli orðinn sifjaður og þá sagði sá sem er að verða 6.ára, Anna frænka hvernig getur hann verið þreyttur þegar hann þarf ekki einusinni að labba! Já það er spurning? Ég er búin að dunda mér við nokkur lúxux-stykki í saumaherberginu, ef þau eru komin inní albúmið þá er ég snillingur annars bíður það til morguns eftir aðal snillingnum sem nú er sofnaður í sófanum, hafið það gott og njótið þess að helgin er extra löng fyrir flesta.

K.kv.Anna á tásonumemoticon
  • 1
Flettingar í dag: 176
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1419
Samtals gestir: 294
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 22:09:40

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar