"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2010 September

30.09.2010 23:56

við skýin felum ekki sólina af illkvittni..

O ,ég vildi að ég gæti sagt að þetta væri mynd úr myndavél heimilisins, en nei, held samt að þetta gætu verið réttu stigvélin, veit ekki hvort það hefur eitthvað með það að gera að ég sé með báðar fætur á jörðinni já og stundum aðeins ofaní jörðinni, kálfarnir minna svolítið að traustann trjástofn, það dugar náttúrulega ekkert minna til þess að halda húsmóðurinni uppi og svo er líka svo hallærislegt að vera eins og kartefla með tvo tannstöngla sem fætur nei þá er nú betra að vera eins og stór kartefla með trjáboli sem fætur þó svo að það sé erfiðara að finna gúmístígvél sem passa fyrir frúnna.En ef það er ekki of þröngt þá er það of vítt og ekki er það nú skemmtilegt, að vera í alltof víðum stigvélum þá er eins og þau hafi verið fengin að láni hjá frænda manns sem er yfir 2.m á hæð og notar skó nr.47  Nei láttu mig heldur verða að hringja í herra Viking og byðjann sérstaklega að búa til sæt stigvél fyrir konur sem eru vaxnar uppúr fermingarfötunum sínum, já ég hed ég geri það , já bara strax á morgun, ég leifi ykkur að fylgjast með og ef þið sjáið konu í fallegum gúmístigvélum hoppa í pollum og dansa í rigningunni, þá er það örugglega ég og herra Viking hefur þá hjálpað mér að láta drauminn rætast um falleg gúmístígvél.

K.kv.Anna í lemjandirigninguemoticon

30.09.2010 13:16

Gúmístigvél...

mikið held ég að dagurinn yrði skemmtilegri í svona stigvélum, gæti hoppað í pollonum og dansað í rigningunni, næsta verkefni í tölvunni er að finna flott stigvéli fyrir jákvæðar konur, heimasætan á leið í starfskynningu í "sjoppuna" ætla að skutla henni svo hún þurfi ekki að synda þangað. Hafið það gott og verið góð hvert við annað.

K.kv.Anna í rigningu.

28.09.2010 10:30

í sól og sumaryl..Það er grátt úti og rigning en þá er nú gott að geta yljað sér á Tyrklandsmyndum, það eru komnar myndir fullt af myndum, hafið það gott í dag og munið að bakvið skýin er sólin!

K.kv.Anna á þriðjudegiemoticon

26.09.2010 09:09

þreytt.....


ég var svo þreytt í gær, svo þreytt að ég lagði mig um kl.18.00, ég var full af frísku lofti búin að vera að stússa út frá því rúmlega níu í gærmorgun, þvo alla glugga og hjálpa mínum heittelskaða í girðingasmíði, seinipartin fengum við svo heimsókn, ég vona að gestirnir hafi farið heim með fullhlaðin "batterí" því geymirinn minn var tómur (það hafði ekkert með gestina að gera) ég skreyð semsagt uppí kl.18.00 með fallegt blað mér við hönd og sofnaði, og ég svaf og svaf og svaf og vaknaði svo kl.08.00 í morgun með yfirfulla þvagblöðru og svangan maga, en endurrnærð og hress, finnst ég samt hafa misst af hálfum degi en ég vaki þá bara lengur í kvöld, úti rignir og það þíðir bara eitt.....SAUMAHERBERGIÐ bíður mín og þangað ætla ég núna, verst hvað það er alltaf leiðinlegt í útvarpinu á sunnudagsmorgnum. Eigið yndislegan dag og þið sem eruð í firðinum fagra þá má engin missa af Uppsala deginum, þangað ætla ég ;-)

K.kv.Anna Þyrnirós

24.09.2010 08:20

söknuður.....

ég hef ekki minnst á unga-litla lengi, en ég veit að þið haldið ekki að hann sé gleymdur, þetta er meira svona að lifa daginn af, ef ég hef nóg að gera þá er dagurinn bærilegur, en svo á meðan ég hef nóg að gera eins og td. þegar ég tek úr uppþvottavélinni þá minnist ég þess að lítill pjakkur kom skríðandi í sjötta gír ef hann heyrði í diskaglamri reysti sig upp við hurðina á uppþvottavélinni og vildi hjálpa, og þegar þessar minningar koma og það er oft á dag þá langar mig bara að setjast niður og fara að gráta, gráta þangað til ég verð svo uppgefin að ég sofna og vakna svo og uppgvötva að þetta var bara vondur draumur, en auðvita er þetta ekki vondur draumur ef ungi-litli hefur það gott þá á ég að hafa það gott svo á ég að vera þakkláta fyrir mánuðina sem hann var hjá okkur og horfa á reynsluna sem enn eitt prófið í skóla lífsins, ég segi ég allann tímann en bróðir-Súpermann er eiginlega ennþá beigðari ef það er til mælistyka á innri líðan. Nú skín sólin og ég ætla ekki að festaast í döprum hugsunum, langaði bara að deila þessu með ykkur því ef þið hittið mig á götu og spyrjið hvernig hefuru það þá segji ég ekki "bara fínt" því mér var einhvertíman fyrir rosa mörgum árum kennt að það væri ljótt að plata og ég hef það "bara sæmilegt". Hafið það gott í dag og verið þakklát fyrir allt sem í kringum ykkur er.

K.kv.Anna á föstudegi.

23.09.2010 10:33

morgun stund gefur.....

 Hvað er betra en hafragrautur í morgunmat? Ég man bara ekki eftir neinu sem kemst nálægt þeirri vellíðan sem hafragrautur gefur mér, já svona matarkyns í morgunsárið, ég var ekki búin að segja ykkur það en ég AF-Kristallseraðist í Tyrklandi, já nú er það bara blávatn í fallegu glasi svo ætla ég að kaupa mér kalk úr Arnafirðinum á eftir og þá getur haustið komið, ég get ekki sagt að ég hafi af Nóa-Síríusast það væri nú of mikið af því góða en eitt skref í einu og bara Nói um helgar það hlítur að vera góð byrjun. Nú er ferðinni heitið í Bónus og kanski í Blómaval, saumaherbergið bíður klárt fyrir næsta verkefni, í gær saumaði ég bökunarsett handa lítilli dömu og nú eru jóla efnin þvegin og straujuð klár fyrir saumavélina, sólin skín og fuglarnir syngja, held reyndar að þeir séu ekki allveg allsgáðir fljúga lágflug útum allann garð þeir hafa komist í vel þroskuð ber einhverstaðar. Farið vel með ykkur og borðið graut það er svo gott fyrir bæði mallann og sálina.

K.kv.Anna OTA

22.09.2010 10:01

morgungangaÉg og herra Tinni erum búinn með morgungönguna (hann tók myndina af mér!) við gengum út að Kappeyri og til baka og mikið var það hressandi, hitastigið var 30.gráðum lægra en síðasta mæling í Bodrum í Tyrklandi en ég held hreynlega að það fari mér betur að vera með rjóða kynn af kulda en sól, fyrir ykkur sem voruð á sömu slóðum og ég í allt sumar (Austurland) þá vil ég bara segja það að mikið erum við heppin að líta ekki út eins og gömul leðurtaska (sjá mynd!) Hafið það gott í dag og umvefjið ykkur með jákvæðni og innri ró.

K.kv.Anna með roð í kynnumemoticon
  

21.09.2010 00:25

Endurnærð.Þökk sé "google" þá fáið þið smá innlit í líf okkar síðustu viku, þar sem myndavél heimilisins er ósköp lítil og einföld þá hefðu dagar hennar verið taldir ef henni hefði verið boðið með í Tyrkneskt-bað, en við fórum ég og bróðir-Súpermann og vorum gufuð, skrúbbuð, sápuð og nudduð húsmóðurinni fannst þetta gott og vont, er ekki nóg og góð í öxlunum fyrir svona hnoð, bróðir-Súpermann kunni vel að meta allt dekrið enda var örugglega farið miklu nettara í nuddið á honum, sólar-rafhlöðurnar voru hlaðnar gætilega og er frúin hin hressasta eftir ferðina en herrann er búinn að vefja skykkjunni þétt upp að sér og er með hita, beinverk,hausverk og alla aðra verki sem hægt er að vera með held ég, þessi ófögnuður steyptist yfir hann fyrir utan Flugstöð Leifs Eiríkssonar svo það er ekkert útlennt við þessa flensu. Nú er komin nótt og ég ætla að fara að bora mér í bólið, það koma fleyri myndir fljótlega, hafið það eins gott og þið mögulega þolið.

K.kv.Anna uppgufuð og skrúbbuð inn að beiniemoticon

15.09.2010 13:59

Ótitlað


 Bara sma kvedja ur solinni fra mer og brodir-Supermann. Solvorn 30. virkar vel og vid komum til baka baedi ha og spengileg eftir allt salatid a hotelinu. Tangad til naest passid ykkur a haustlaegdinnı!

K.kv.Anna the boss

10.09.2010 09:12

agnar lítiið blogg!

Við tvö ég húmóðirin og bróðir-Súpermann erum farin í viku viðhald, það á að hlaða geyminn og gera okkur klár fyrir veturinn. Þangað til næst hafið það gott.

K.kv.Anna á leið í heimsókn til þeirra gulu!

08.09.2010 10:18

góðu vönÉg sá smá brot af "Óperu" spjall þættinum í gær, þar talaði hún við ungan mann sem hafði unnið söngvakeppni í þættinum hjá henni og fengið óvænt peninga verðlaun, hann gat keypt sér lítið fallegt hús handa sér og mömmu sinni og það sem var eiginlega best, þau voru komin með bæði þvottavél og þurrkara en svoleiðis græjur höfðu þau aldrei átt heldur farið í svona "almennings" þvottahús eins og við sjáum í bíómyndunum, ungi maðurinn var svo stoltur og glaður og sagði hróðugur frá því að hann þvæi öll sín föt sjálfur! Vá, ég verð að nálgast þennan þátt á netinu og sýna bróðir-Súpermann hvað það er æðislegt að þvo fötinn sín sjálfur, ha,ha, veit ekki hvort hann léti freystast og prófaði græjurnar, ég ætti kanski að mála bæði þvottavélina og þurrkarann GUL og skrifa DeWALT á þau og athuga hvort það hefði áhrif, verð semsagt að fara að standa upp frá tölvuni og koma mér inní þvottahús, eigið góðan dag og munið að klappa heimilistækjunum það er fullt af fólki sem er tilbúið að taka við þeim ef við vanmetum þau!

K.kv.Anna DeWALT

06.09.2010 21:47

ÓtitlaðBiddu ekki um auðvelt líf,
bið þess að verða sterkari.
Biddu ekki um verkefni í samræmi við krafta þína,  
bið um kraft í samræmi við verkefni þín.


K.kv.Anna

05.09.2010 08:25

minningar....

Munið þið eftir þessari bók? Ég átti sko þessa bók og hún var lesin fram og til baka og myndirnar skoðaðar aftur og aftur, í minningunni var ég bara ánægð með að eignast lítinn bróður en samt finnst mér eins og ég muni að ég skyldi hana Emmu svo vel... það er skrítið hvernig hugurinn velur úr góðu minningarnar og setur hinar aftast í skúffu hugans, það er þannig núna, tæplega viku gömul uppifun sem við héldum að við kæmumst ekki frá er farin að víkja fyrir góðu minningunum, ég hef ekki trú á því að við hlaupum um hljæjandi allveg strax en tökum einn dag í einu og dagurinn í dag lofar góðu, dásamlegt veður í firðinum fagra og verkefni dagsins verða haustverk í kirkjugarðinum og vonandi smá saumaskapur. Hafið það sem allra allra best og enn og aftur takk fyrir hlí orð og umhyggju í okkar garð.

K.kv.Anna (Emma)

02.09.2010 09:57

ást og umhyggja ehf.

 Síðustu dagar hafa verið þungir, en þar sem við erum í framhaldsnámi í skóla Lífsins þá hljótum við að komast í gegnum þessa raun, upplifun okkar verður líka hálf lítilfjölleg þegar maður hugsar til þess að unga kona í blóma lífsins með tvö lítil börn verður kvödd í hinsta sinn í dag, það getur bara ekki verið að skaparinn standi fyrir þessu.

Við höfum verið í sambandi við fullt af fólki til þess að reyna að fá smá útskýringar varðandi unga-litla og það sem bíður hans, en það má ekki ræða einstök mál, og það eigum við nú að vita, búin með voða fínt námskeið og hvaðeina, en við í okkar einlægni og barnaskap héldum að við værum hluti af þessu einstaka máli, svarið sem ég fékk þá er þung melt og stendur eiginlega ennþá fast í hálsinum á mér: Þetta hefur ekkert með ykkur að gera, þið eruð bara VERKTAKAR ! Já þá höfum við það, ást og umhyggja ehf. kemst kanski á skrá í kauphöllinni einhvern daginn en þangað til held ég að við snúum kröftum okkar ást og umhyggju að hvort öðru, heimasætunni og herra Tinna. Takk innilega fyrir allar kveðjurnar þær eru á við fullt af Nóa/Síríus og allvöru knúsum, hafið það sem allra allra best.

K.kv.Anna stjórnarformaður í ást og umhyggju ehf.

  • 1
Flettingar í dag: 159
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1402
Samtals gestir: 294
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 21:47:37

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar