"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2010 Október

31.10.2010 23:48

Frost.


   Það er komið frost, ekkert mikið en nóg til þess að snjóbuxurnar voru teknar fram í dag áður en við hjónin fórum í þennan líka fína göngutúr með herra Tinna. Vinkona mín sem er tæpum 30.árum yngri en ég fór út með Tinna í morgun, þau voru nú bara frekar snögg og þegar hún kom til baka með ofdekraða ferfætlinginn þá sagði hún mér að hann hefði pissað 13. sinnum en að hún hefði ekki þurft að nota pokann, gott að fá svona skýrslu.

Á morgun ætla ég að hitta TTT krakkana í kirkjuni og við ætlum að undyrbúa jól í skókassa, jóla-pakkar sem á að senda til Úkraínu til barna sem eiga svo miklu minna en nokkuð okkar. Það verður spennandi að vinna þetta verkefni með hópnum þau eru mjög áhugasöm og svo einlæg, fannst til dæmis mjög hallærislegt að mælst væri til þess að gefa tannbursta, hvern langar í tannbursta í jólagjöf!

Byrjið nýja viku á því að vera þakklát fyrir lífið sem við eigum hér á Íslandinu góða, því þrátt fyrir allt þá höfum við það gott flest öll og margir sem hafa það miklu verra, verið góð hvert við annað og farið varlega í umferðinni.

K.kv.Anna í skókassa.

28.10.2010 23:54

Sjáumst!

  Þú sem gengur um í mirkrinu án þess að nota endurskinsmerki, þegar ég verð svo óheppin að keyra á þig þá kem ég til með að kenna þér um slysið, auðvita verð ég frá mér af áhyggjum hvort ég hafi stór slasað manneskju eða drepið, en mest af öllu verð ég reið, ég verð svo reið yfir því að þú sem notar ekki ENDURSKINSMERKI látir mig verða fyrir því að keyra á þig. Úti er dimmt og blautt, uppáhalds litur landans er svartur og hvar eru merkin, litlu sætu merkin sem skipta svo miklu máli og geta skilið að líf og dauða, merkin sem fást ÓKEYPIS í bönkum og hjá tryggingarfélugum, það er nú fátt ókeypis í dag og auðvita erum við búin að borga fyrir blessuð merkin með vöxtum,vaxtarvöxtum og öllum hinum vöxtunum, en ÞÚ sem gengur úti í mirkrinu og er ósýnilegur eins og skjaldborg heimilanna, ég kenni þér um það þegar þú lendi á bílnum mínum. Verum upplýst það er TÖFF!

K.kv.Anna sem séstemoticon

27.10.2010 15:38

mið vika, já einu sinni enn!

Ég er ekki búin að setja myndirnar frá Færeyjum inní tölvuna, eða réttara sagt bróðir-Súpermann er ekki búinn að því, það er hans verk ég er svo treg í þessum tölvu málum. Ferðin okkar var yndisleg í alla staði og erum við endurnærð á líkama og sál, hér að ofan sjáið þið vörur frá danska merkinu GreenGate það er svo margt fallegt frá þessu merki og bráðlega fáið þið að sjá það sem mér áskotnaðist í fríinu, það eru svo flottar búðir í Klakksvík já og víða ég var svo heppin að tengdamamma var í fríi og nennti með mér á búða"rölt" súpermaðurinn beið þá bara í bílnum klár að keyra okkur í næstu búð þar sem það var bæði kalt og hvasst þá var voða gott að vera með svona einkabílstjóra. Í dag er ég búina að vera í haustverkum úti og raka saman laufi, eigendur þess eru vinsamlegast beðnir að vitja þess við húsvegginn hjá mér í svörtum ruslapokum og það strax! Nú ætla ég að kíkja inní saumaherbergi eða kanski bara vera löt smá stund, það kemur meira fljótlega ;-)

K.kv.Anna heima í Mánaborg ;-)

19.10.2010 23:19

Flökkukind!

Já ég er að setja niður í tösku, en fyrir alla fjölskylduna að þessu sinni (3!) um síðustu helgi var ég á Akureyri með Æskulýðsunglingunum, en nú er ferðinni heitið til útlanda! Já það er völlur á Súperfjölskyldunni bara til útlanda oft á ári! Þetta hljómar svo vel, við erum að fara til Færeyja og systir heimasæturnar fer með herra Tinni er búinn að lofa að vera góður og ætlar að vera í pössunn, mikið væri nú gaman að geta tekið hann með, eða kanski ekki, það yrði komin hálf leiðinleg lykt í klefann eftir ferðina yfir hafið, herra Tinni passar fjörðinn fagra það er best. Það er skammarlega langt síðan við fórum síðast til Færeyja, eftir að skykkjan hans bróðir-Súpermann rifnaði þá er hann voða lítið á ferðinni og bleika skrautsláin mín, henni er ekki treystandi á opið haf! Nú held ég að ég sé að fá rugluna og ætti kanski bara að hætta þessu bulli og koma mér í bólið, ég veit ekki hvort það verður mikið blogg á meðan á þessu eyjahoppi stendur en það er aldrey að vita, þangað til næst hafið það sem allra allra best og njótið þess að vera til.

K.kv.Anna á leið í Norrænu.

14.10.2010 22:48

Tímaleysi....

Hvað verður um tímann? Mér leiðist allavegana ekki neitt, á morgun er ferðinni heitið til Akureyrar með Æskulýðsunglingum á Austurlandi, mikið held ég að það verði gaman, fullt af söng og gleði alla helgina, annars er ég búin að vera dugleg í saumaherberginu og sérlega dugleg að nota heitapottinn þess á milli, saumaskapurinn fer í axlirnar á mér. Múmín-kannan hér fyrir ofan er á óskalistanum mínum, finnst hún svo sæt, held að það sé séstaklega ljúft að drekka heitt súkkulaði úr akkúrat þessari könnu, hef heyrt að safnið sé orðið nógu stórt en ég get alltaf á mig múmín-könnum bætt ;-), nú ætla ég að fara að koma mér í bólið, kvíði því pínu að sofa á dýnu næstu nætur en ég verð með koddann minn og það er nú mikilvægast. Hafið það gott um helgina og gerið eitthvað skemmtilegt, t.d. sippa eða hoppa parís, haustið er svo fallegt að það er allveg hægt að hoppa svolítið og sprella eins og á fögrum sumardegi.

K.kv.Anna Æskulýðsdrottning.

08.10.2010 23:50

misskilningur....


ég hef notið mín í saumaherberginu undanfarna daga, saumavélin er í 6.gír og straujárnið blæs gufu ótt og títt og í kringum strauborðið mætti halda að væri hverasvæði, í dag tók ég mér pásu frá saumaskapnum og fór í bíltúr með bróðir-Súpermann, hann þurfti að nálgast varahlut sem kom með flugi til Egilst. veðrið var dásamlegt og ég greyp tækifærið og skellti mér með, í fínni búð sem er full af gleraugum og allskyns fínrríi (Birtu) hittum við vin okkar sem starfar í heilbrigðisgeiranum (læknir) við vorum eitthvað að tala um niðurskur og leiðindi en fórum svo að máta nýjustu gleraugun sem öll voru glaðleg og fallega á að líta, doktorinn sagðist nú eiginlega ekki þurfa nein ný gleraugu hann notaði þau bara þegar hann væri við tölvuna og þegar hann væri að sauma! SAUMA! ég hélt að ég þekkti manninn allveg ágætlega en vissi ekki til þess að hann saumaði hvorki í höndu eða á vél.......en það er til annar saumaskapur en sá sem ég stunda og þessi heiðursmaður setur upp gleraugun þegar sauma þarf skurði og þessháttar á okkur mannfólkinu, o, ég get verið svo treg!
Njótið helgarinnar og ef þið búið hérna í kringum mig þá er þessi fíni kökubasar í Molanum á Reyðarfirði á morgun, ungt fólk á leið á æskulýðsmót freystar með nýbökuðum krásum og miða við veðurspánna þá er engin tími til þess að hanga inni og baka svo grípið tækifærið.

K.kv.Anna með gleraugu þegar hún saumar emoticon

06.10.2010 00:19

tveir vinir...

ég á góðan vin, það er engin venjulegur vinur, hann býr frítt hjá okkur og þarf aldrei að kaupa í matinn, en það sem hann gefur er svo margfalt meira en það sem hann fær, hann er svo auðveldur í umgengni, frekar snyrtilegur og klárar alltaf matinn sinn, það er eiginlega ekki hægt að hugsa sér betri vin, ég mæli virkilega með því fyrir alla þá sem hafa gaman af því að labba úti í rigningu að finna sér vin eins og minn. Þegar ég sit inní saumaherbergi heilu dagana þá heldur hann mér með selskap, dáist af dugnaðinum í mér í hljóði og gleymir sér kanski smá stund svona eins og Össur Skarphéðinsson, fær sér ofur litinn blund, löngu áður en ég heyri í bílnum sem bróðir-Súpermann ekur þá bíður þessi vinur við dyrnar til þess að taka á móti húsbóndanum, þeir fara saman inní eldhús og fá sér ristað brauð með osti, sá tvífætti borðar venjulega ekki smjör en sambýlingurinn vill hafa smjör á sínu brauði, ef ekki væri fyrir þennan ferfætta vin þá værum við búin að draga fyrir læsa og henda lyklinum, elsku Tinni ef þú gætir lesið þá væri bloggið mitt ekki á "favorites" hjá þér, ég er of væmin, þú lægir sjálfsagt uppí sófa með "Arnald" já þegar þú værir búinn að lesa heims-pressuna og stúdera veðurspána svona fyrir næsta göngutúr.

K.kv.Anna matmóðir Tinna.

04.10.2010 22:54

Fundin!Já, það var ást við fyrstu sýn, nú má bara rigna og rigna og rigna, gúmístigvélin eru fundin og ætlar húsmóðirin bara að splæsa þeim á sig, held ég láti það ekki fylgja sögunni hvað þau kosta en langt undir verði á góðri borvél og eiginlega bara á verði  vasaljóss sem ég sá reikninginn af í dag, nú verða pollarnir að passa sig því Pollý-Anna er búin að taka rigninguna í sátt!

K.kv.Anna í góðu skapiemoticon

03.10.2010 23:04

hvar endar þetta.....


Ég veit hvað þetta endar...þetta veður sko, já það endar með því að rigningin breytist í snjó og eini munurinn á snjó og rigningu er sá að snjóinn þurfum við að moka í burtu á meðan rigningin sér nú yfirleitt um sig sjálf já og fær náttúrulega hjálp af ræsum og lækjum bæjarins, í dag er ég bæði búin að vera inní í hlíju í yndislegri samveru með öllum þeim sem mættu í sunnudagaskólann og úti í rigningunni en með þeim sem ég vinn best með og finnst svo notalegt að hafa í kringum mig, já minn heittelskaði vann bara fram á hádegi í LVF og svo gat ég tekið við og pískað hann aðeins út, við fórum útá Kolfreyjustað og lýstum upp kirkjuna með bleiku ljósum svo fórum við og hreinsuðum upp trjágróður í kirkjugarðinum á Búðum en þá vorum við líka orðin blaut inn að skinni, bróðir-Súpermann fór svo aftur út, ég skreið undir sæng og hlíjaði mér og lokaði augunum smá stund en þá var geymirinn líka full hlaðinn og ég er síðan þá búin að þrífa allt húsið skipta um á rúmunum og þvo slatta af þvotti, gott að byrja nýja vikiu með allt skýnandi hreynt. Nú er að verða komin nótt og ég ætla að láta þetta gott heita, þetta var skýrsla dagsins frá okkur í Mánaborg, vonandi var dagurinn ykkur góður farið vel með ykkur og munið að drekka vatn, það er svo rosalega hollt!

K.kv.Anna á sunnudagskvöldi.

02.10.2010 22:29

Regndropar falla........

Já hér er rétta dressið, nú má rigna fram að jólum! Góður dagur á enda og svona líka príðilegur þurrkur á þurkgrindinni inni. Í fyrramálið er það sunnudagaskólinn, það verður gaman að hitta kirkjuvini mína aftur eftir langt sumarfrí. Bróðir-Súpermann er sofnaður í sófanum og heimasætan að horfa á mynd, ég ætla að vafra aðeins á netinu og spjalla smá við mömmu fyrir nóttina, hafið það sem allra allra best og ekki gleyma að brosa, það er líkamsrælt líkaemoticon

K.kv.Anna sem fer að byggja örk ef þetta heldur svona áframemoticon
  • 1
Flettingar í dag: 159
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1402
Samtals gestir: 294
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 21:47:37

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar