"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2010 Nóvember

29.11.2010 08:23

Mánudagsmorgun ;-)

Þá er aðventan formlega hafin, ég og herra Tinni komum heim seinnipartinn í gær eftir ljúfa ferð á suðurlandið, við eiddum nánast öllum okkar tíma á Álftanesinu með mömmu minni og Leó Erni yfir hunda passara, þetta var rosalega notalegur tími þar sem ég fræddist um risaeðlur og kjötætur, stuttar frímínútur og Galdrakrlinn í Oz. En ég byrjaði Reykjavíkurferðina á aðventunámskeiði í Breiðholtskirkju, mjög gagnlegt og skemmtilegt og ekki minnst vakti það mig til umhugsunar um jólahefðir, jóla stress og jóla skyldur, ég er ekki smáköku-konan og er bara búin að sætta mig við það, fyrir það fyrsta þá hef ég ekkert sérstaklega gott af því að vera með fulla stampa af krásum og svo finnst mér miklu skemmtilegra að sauma. Jóla-stress er eitthvað sem við búum til sjálf eða látum umhverfið hafa neikvæð áhrif á okkur, slökum á , njótum dagsins í dag og borðum mandarínur, það er núna sem þær eru góðar. Þangað til á morgun eða hinn, hafið það dásamlega gott og verið góð hvert við annað.

K.kv.Anna í aðventuhugleiðingum.

22.11.2010 22:13

með "loppur" í blóðinu ;-)

Þvílík uppgvötvun, ég fór í Fjarðaportið á laugardaginn og þar var "herinn" með "Loppumarkað" eða flóamarkað uppá íslensku, ég fann fullt af fjársjóðum sem þið fáið að sjá síðar, stiðjum Hjálræðisherinn, ég er búin að taka til í bílskúrnum og það er smá fjall sem fer á haugana, annað fjall fer til Hjálpræðishersins og svo var smáræði sem ég gat dreift hérna í kringum mig, mér finnst svona bílskúrstiltekt eiginlega svolítil innri tiltekt líka, hvað er maður að halda uppá allt þetta dót! Þangað til næst njótið lífsins og munið að drekka vatn, það er svo gott ;-)

K.kv.Anna í tiltektarstuðiemoticon

18.11.2010 10:15

saumaskapurinn.....

Þið farið nú að verða leið á þessu endalausa röfli um tölvufærni mína, en allavegana þá setti bróðir-Súpermann inn myndir  fyrir mig í gærkvöldi, þannig að það er hægt að kíkja inná myndaalbúmið og þar eru nóvembermyndirnar, svo ef það er eitthvað af lagernium sem freystar þá er bara að láta mig vita á síðunni, annars er allt gott að frétta allir hressir og kátir og gúmístigvélin góðu í daglegri notkun, semsagt allur snjór farinn. Á morgun verður hið árlega draugapartý heimasætunar fyrir bekkinn sinn og er þetta í fjórða skipti sem boðið er til slíks gleðskapar í Mánaborg, já þetta verða fjórðu jólin okkar hérna, eiginlega finnst mér ég alltaf hafa búið hér og það hlítur að vera merki um að mér og okkur líði afskaplega vel í brekku álfanna í firðinum fagra, herra Tinni tekur lífinu með ró á meða ég pikka og pikka, þvottavélin er búin að þvo fyrsta skammt morgunsins svo það er víst best að fara að bretta upp ermarnar og gera eitthvað, hafið það sem allra allra best og verið glöð það er svo gott fyrir hjartað og ég held að transfiturnar setjist síður á glaðar æðar!

K.kv.Anna í 6.gíremoticon

15.11.2010 08:40

Hversdags lúxus

Það er mánudagur einu sinni enn, úti er allt hvítt og fjörðurinn fagri er umvafinn fallegri morgun birtu, mikið finnst mér notalegt að líta út um gluggann og minna mig á að hér er gott að vera, það er svo gott að geta hlaupið yfir í þarnæsrta hús og létt á hjarta sínu hjá góðri vinkonu, það er svo gott þegar heimsætan skreppur heim í löngufrímútunum, það er svo gott að geta farið út í morgungöngu með úfið hár og herra Tinna sem er svo glaður yfir því að búa í 750. en ekki 101. það sem er náttúrulega best það er að bróðir-Súpermann hefi notað allann sinn uppsafnaða sjarm og náð að lokka mig hingað í fjörðinn fagra, og til þess að minna mig á þetta alltsaman þá set ég plötu af síríus Konsum í ptt og bláa mjólk yfir, þeyti smá rjóma og kveiki á kerti sem stendur á litla eldhúsborðinu, helli heitu súkkulaði í múmín-bolla og segi til hamingju með þennann dásamlega mánudag, fáið ykkur heitt súkkulaði í fallegan bolla og dagurinn verður svo góður. Þetta er hversdags-Lúxus sem allir eiga skilið.

K.kv.Anna á mánudagsmorgni.
 

10.11.2010 07:24

Lotta


Stundum finnst mér ég vera hálfgerð Lotta, sjálfstæð og dugleg en betri ein og sér heldur en í hóp, ef hugsanir mínar væru ökutæki þá væri búið að marg sekta mig fyrir ofhraðan akstur og það þíðir ekkert að setja á "krúsið" þá skríð ég nú bara uppí sófa, það er líka lítil Lotta í nágranna stelpunni minni, í gær kíkti hún aðeins við, ég var inní saumaherbergi og saumavélin var í 6.gír þegar hún spurði, má sauma svona hratt? Já ég sagði henni að það væri allveg óhætt ég væri búin að sauma í svo mörg ár og kynni þetta vel, "næs" sagði þá nágranna vinkonan, en bætti svo við.. eða huggulegt. Ég er alltaf að benda henni á að "næs" sé ekki nógu gott orð svo það varð bara huggulegt að sauma hratt. Þegar við vorum búnar að spjalla smá stund og ég var búin að standa tvisvar upp til þess að sníta mér þá sagði hún mér að pabbi sinn væri líka veikur, en hann mætti fara í sturtu og tölvuna en ekki fara út, og svo þegar við yrðum gömul (ég og pabbi hennar) þá ætlaði hún að hugsa um okkur og líka um mömmu sína en hún væri ekki allveg jafn gömul, mikið er gott að vita af svona umhyggju í framtíðinni, miða við niðurskurðinn í dag þá heyrir heimilishjálp örugglega þjóðsögunum til þegar ég verð gömul svo eiginlega ætti ég að fá þetta skriflegt hjá litlu nágrannakonunni minni. Eigði yndislegan dag og hafið það bæði "næs" og huggulegt.

K.kv.Anna Lotta

09.11.2010 10:39

9.nóvemberHún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag, hún á afmæli hún mamma, hún á afmæli í dag!

Elsku besta mamma mín á afmæli í dag ef ég gæti flogið þá fengi ég mér marenstertu í hádegismat, svo þið sem búið nær henni...........ég held að hún hafi bakað emoticon
Þangað til næst eigið góðan dag og andið djúpt það er svo hollt!

K.kv.Anna langt í burtu frá mömmu sinniemoticon

08.11.2010 00:37

gleði og sorg....

 
Það er komin nótt og góð helgi að baki, fór í svo skemmtilegt afmæli hjá slysavarnardeildinni Hafdísi borðaði góðan mat og hló og dansaði, í kvöld var svo smá fundur hjá merkilegri nefnd en ég segi ykkur frá því síðar.Eftir góða helgi þar sem hver mínúta hefur verið skipulögð þá er svo vont að finna sorgina í hjartanu, hvernig hefur ungi-litli það? er hann farinn að hlaupa út um allt, ætli hann myndi þekkja okkur ef við hittum hann? Ég vildi að ég væri eins og bíll, já nýlegur sko, svona bíll sem er hægt að setja í tölvu og lesa og finna bilunina og gera við hana eða allavegana segja manni hvenær allt verði betra, er hægt að skrá sig úr skóla lífsins? ef skaparinn ræður einhverju afhverju eignast þá fólk sem nær ekki að hugsa um sjálft sig börn, hver er meiningin á bak við það, o. ég veit að það er ekki hægt að svara þessari spurningu en samt spyr ég aftur og aftur, hver er tilgangurinn? ég ætlaði nú ekki að draga ykkur niður í neina depurð svona í byrjun vikunar en svona er ástandið á húmóðurinni núna, eiginlega eins og vængbrotinn haltur fugl. Hafið það gott og annist vel um alla þá sem í kringum ykkur eru því það er mikilvægasta verkefnið í lífinu.

K.kv.Anna í smá molum.

02.11.2010 11:23

Nóvember!

Vá hvað tíminn líður, þessar litlu dúllur voru góðir vininr mínir þegar ég var barnapía í Noregi fyrir 22.árum, þegar börnin Ingiborg og Amund fóru í skólann og ég var búin með húsverkin þá gat ég gleimt mér inní barnaherberginu við það að raða upp Sylvania-fjölskyldunni, þetta er kanski hluti af Pollý-Önnu-syndróminu að finnast svona litlar sætar friðsælar fjölskyldur ómótstæðilegar, ég hvet ykkur til þess að láta fröken Google hjálpa ykkur að finna næstu búð sem geymir þessar dúllur, ég sjálf er að hugsa um að byrja að safna þeim, þar sem múmín-bollarnir eru orðnir 12. þá verð ég að finna uppá einhverju nýju. Annars vona ég að þið eigið góðan dag og að nóvember leggist vel í ykkur, herra Tinni þurfti smá aðhlinningu hjá dýralækninum í gær svo við verðum bara í rólegheitum í dag. Þangað til næst, brosið það kostar ekki neitt!

K.kv.Anna Sylvania
  • 1
Flettingar í dag: 122
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1365
Samtals gestir: 294
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 21:26:08

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar