"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2010 Desember

28.12.2010 20:29

myrkur....

nú þegar allur snjór er farinn þá er dimmt allann sólahringinn og þar að leiðandi ekki auðvelt að taka myndir, já ég er nú bara með svona litla þægilega vél þannig að gæðin eru eftir því, en allavegana þá er smá "stemmnings" mynd af borðstofuborðinu, flotta kertið og eldspítustokkinn fékk ég í skóinn dúkurinn er úr búi foreldra minna og var held ég gjöf frá langa-ömmu minni fyrstu jólin hjá pabba og mömmu, dúkurinn er ekkert sérstaklega jólalegur en passar bara svo ótúlega vel við það sem á borðinu er, kristalskálarnar tvær á Obba vinkona heiðurinn af að ég á og flotta leirskálin er eftir Þóru Breiðfjörð leirlistakonu, þetta er semsagt mont blogg vikunar já eða svona innlit útlit hjá "bara"Önnu, hafið það ljómandi gott og hugsið um það hvaða væntingar þið gerið til ársins sem er að koma (til ykkar) þangað til næst, takk og farvel!

K.kv.Anna græna.

26.12.2010 17:51

letilíf!

húff, hvað það er hægt að vera værukær og löt, ég er enn á náttbuxunum fínu sem ég fékk í jólagjöf, já ég klæddi mig nú í gær því þá fór ég á svo flotta tónleika í kirkjunni, en í dag er ég bara búin að vera inni, það er nú ekkert sérstakt útiveður, eiginlega allveg snarvitlaust veður og herra Tinni harðneitar að fara út, ótrúlegt hvað það er hægt að halda í sér! Ég vona að þið hafið það rosalega gott og njótið þess að vera til þangað til næst.

K.kv.Anna í hlutlausumemoticon

24.12.2010 22:09

og það komu jól!Kæru þið trúföstu gestir á síðunni minni, Guð gefi ykkur gleðileg jól og farsæld og frið á komandi ári, takk fyrir allt gamallt og gott hér í bloggheimum og annarstaðar.

K.kv.húsmóðirin, bróðir-Súpermann,heimasætan og herra Tinni

20.12.2010 10:13

Mánudags kveðja.

ég vaknaði í morgun með bros á vör, geri það nú yfirleitt, en í morgun dreymdi mig að ég væri að gefa unga-litla að borða, það var skyr og brauð á eldhúsborðinu og við borðið voru tveir barnastólar, hann flakkaði á milli þeirra eins og hann hefði aldrey gert neitt annað, ég fékk góða konu til þess að ráða drauminn og hélt hún að ungi-litli yrði stóribróðir á nýju ári, ég ræð drauminn á minn hátt og tel að eldhúsborðið verði fullskipað áður en nýja árið verði um garð gengið, er það ekki bara fín túlkun ;-)
Eigið yndislegan dag og verið góð hvert við annað, andið djúpt og munið að fæðing frelsarans er það sem við ætlum að fagna eftir örfáa daga.

  Anna út sofin emoticon

15.12.2010 07:22

Jólagjafalistinn minn...

Frið 1. friður á jörð
2.engin svöng börn
3. ef ég á eina ósk í viðbót, eitt svona eins og á myndinni, litur stærð aldur kyn, skiptir engu máli!

K.KV.Anna jólabarn.

13.12.2010 22:00

Aðventukvöld

í dag var ég í kirkjunni, titill minn er aðstoðarleikstjóri, það eina sem ég geri er að sitja og njóta, yngstastigið stóð sig með príði, María-Mey og allir sem henni fylgja voru svo sæt að mig langaði að taka þau með mér heim og stilla þeim upp inní stofu, það er spurning hvort sú uppstilling hefði dugað fram að jólum, TTT krakkarnir eru Englar öll með tölu og til þess að sjá þetta allt saman með Söngspírum og Stubbakór, kirkjukór og hljóðfæraleik þá er bara að mæta í kirkjuna okkar þriðjudagskvöld, já á morgun kl.20.00 Sjáumst í kirkjunni ;-)

K.kv.Anna kirkju-kona!

08.12.2010 22:00

Við tvö ;-)

 Desember er góður mánuður, í desember fyrir 6.árum varð á vegi mínum þessi myndarlegi maður, maðurinn sem síðan hefur gengið undir nafninu bróðir-Súpermann, 9.mánuðum síðar var hann búinn að sannfæra mig um það að í firðinum fagra væri best að búa og hér er ég enn, hann þóttist vilja 13.smákökusortir fyrstu jólin okkar en þær hafa aldrei orðið fleiri en fjórar og lagtertuna sendir mamma okkur og laufabrauðið kaupum við tilbúið, jóla stress finnst ekki í Mánaborg (ekki ennþá) heimasætan og systir hennar löngu komnar í rúmið og ég á sömu leið, hafið það sem allra allra best, andið djúpt og munið að jólin koma og það er atvinnuskapandi að kaupa tilbúnar kökur . Þangað til næst takk fyrir kvittin þau gleðja, það er svo gaman að sjá hverjir kíkja við.

K.kv.Anna kona bróðir-Súpermanns.
  

05.12.2010 00:06

Allgjör sveppur!

       Það er að verða pínu jólalegt í Mánaborg og þó að Berserkja-sveppir vaxi nú ekkert sérstaklega vel á veturnar þá eru þeir jólalegir, það eru nookrar nýjar myndir í albúmi svona svo þið sem eruð langt í burtu og ekki á leið í aðventuheimsókn til mín getið samt verið með mér í huganum. Vax-dúkurinn á eldhúsborðinu er keyptur í Færeyjum og ég er búin að bíð spennt eftir því að geta sett hann á borðið, dúlleríið sem er úr sömu seríu og kemur frá því fína merki GreenGate kom líka með okkur yfir hafið en tengdamamma gaf mér sevéttur,box með ilmkerti,möffinsform og fleira í stíl við dúlkinn, já hér er allt úthugsað. Nú er kominn nýr dagur eða nótt, ég ætla að fara að koma mér í bólið, minn heittelskaði er löngu sofnaður, á morgun er sunnudagaskóli,messa og svo stund í kirkjugarðinum þannig að ég verð í vinnu hjá skaparanum á morgun, ekki má gleyma því að ég og heimasætan ætlum með fögrum mæðgum á Frostrósar tónleika annað kvöld þannig að dagurinn á eftir að svífa hjá. Hafið það sem allra allra best og ef þið mögulega getið þá gleður það mitt litla jóla hjarta allveg óstjórnlega mikið að fá smá kvitt.

K.kv.Anna sunnudagaskólakonaemoticon

04.12.2010 09:24

Desember góðgæti

Hvað er betra en góð mandarína, ég gæti borðað mandarínur í öll mál en ætli heimilisfólkið mitt yrði hrifið ef það væri jógúrt með mandarínum í morgunmat, mandarínu sætsúpa í hádeginu, mandarínur að vild í kaffinu og svo ofnbakaðar mandarínur með rauðum eplum í kvöldmat, sem kvöld-snakk væri svo hægt að fá sér mandarínur eins og hverjum lysti og ætti ég svo ostaköku með mandarínum svona fyrir mig, vá ég er komin með þennan fína matseðil ef ég lendi á mandarínu-eyðieyju. Hafið það sem allra allra best í dag, borðið mandarínur og finnið hvernig c-vítamínin dansa um í líkama ykkar, farið vel með ykkur og ekki gleyma að BROSA emoticon

K.kv.Anna Mandarína

01.12.2010 08:12

desember

Ég vaknaði áður en nokkur hani hafði hugsað þá hugsun til enda að það væri kominn dagur, mér finnst morgnarnir svo góðir og þegar morguninn heitir desember-morgun þá hlítur allt að verða gott. Það er nóg að gera hjá mér þessa dagana og það er nú einmitt svo skemmtilegt, að hafa nóg að gera og horfa á tímann fljúga hjá. Saumaherbergið er á hvolfi eða þar um bil svo það er verkefni morgunsins að gera það vinnuhæft, já eða allavegana þannig að ég geti gengið þar um án þess að ógna öryggi mínu mjög mikið.Herra Tinni er búinn í jólaklippingunni og það er hrollur í honum kallinum, bróðir-Súpermann sér nú bara um sína klippingu sjálfur og við stjúpmæðgurnar eigum pantaða tíma hjá okkar flinku Björk á Hertu svo öll verðum við voða sæt þegar jólin hringja inn eftir rúmar 3.vikur! Ekki það að við erum nú frekar sæt fjölskylda svona dags daglega líka. Nóg af pári í dag, ég ætla að taka nokkrar myndir þegar fer að birta og reyna að koma þeim inn á síðuna sem allra allra fyrst, hafið það eins gott og þið mögulega getið og þolið. Þangað til næst.......Ha det bra!

K.kv.Anna 1.desember.
  • 1
Flettingar í dag: 77
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1320
Samtals gestir: 290
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 20:15:26

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar