"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2011 Febrúar

23.02.2011 11:44

Ótitlað


Já þá getur fröken Loðna bara átt sig, ég er farin! Ekkert langt og ekkert lengi en á morgun fer ég fljúgandi til Reykjavíkur, fyrst og fremst til þess að sytja ársfund ÆSKÞ sem er Æskulýðs- samband Þjóðkirkjunar og í kaupbætir fæ ég tvo daga með fullt af dásamlegu fólki en þið sem ég hitti ekki, ekki gleyma að þið eruð náttúrulega líka allveg yndislega dásamleg, annars er ég búin að reyna að ná í Nóa og Jóhönnu ( af Örk ) en þau eru greynilega á fullu í smíðavinnu eða það ætla ég að vona, ég er að verða búin að slíta fínu gúmístigvélunum mínum og aumingja herra Tinni hundur er kominn með sundfit! Ég kippi ykkur með í Örkina um leið og ég sigli framhjá ekki hafa áhyggjur af því, ekkert fáir útvaldir hér ónei, nú verður troðið í dallinn. Hafið það gott og umvefjið ykkur með bjartsýni.

K.kv.Anna á leið í borgina.

20.02.2011 22:42

konudagurinn.


Í gærkvöldi pakkaði ég inn 45.rósum (einni og einni) bróðir-Súpermann var vel undirbúinn fyrir konudaginn og gaf konunum sem skipta hann máli eina rauða rós í tilefni dagsins, sem sagt allar konurnar í LVF fengu rós. Sorrý það er ekki hægt að klónann og hann er í einkaeignemoticon  Þegar kvöldið var vel hálfnað þá kom hann með eina rós handa mér, heppin ég það var víst ein í afgang, annars var ég búin að kaupa mér hvíta túlípana í gær bara svona til öryggis, góður dagur á enda, sunnudagaskóli/fjölskyldumessa, hádegismatur í nýja safnaðarheimilinu, saumaskapur með góðum vinkonum, smá kría, samverustund með heimasætunni og svo danskur spennuþáttur á RÚV búin að taka úr vél og setja í aðra en ætla svo að fara að skríða í bólið, vona að þið hafið allar átt einstaklega góðan dag "systur" mínar dreymi ykkur vel og eigið dásamlegan mánudag.

K.kv.Anna á konudagskvöldi.

P.s. fröken Loðna er búin að láta hafa fyrir sér í dag hjá LVF svona í tilefni dagsins og allar konur í vinnu!

19.02.2011 10:05

Húsið á Sléttunni.

                               
Ég er að hlusta á Bergson og Blöndal á Rás2, þau eru að tala um sjónvarpsþætti, gamla og nýja, og þá fór ég að hugsa um Húsið á sléttunni, o, þetta var heilög stund, ég lifði mig svo inní lífsbaráttu fjölskyldunar Ingalls að sunnudags-steikin stóð stundum föst í hálsinum á mér af samviskubiti yfir því hvað ég hefði það miklu betra en aumingja vinkona mín hún Lára, systir mín var ekki með sömu tilfinningar gagnvart þessari fjölskyldu ég man eftir því að hún minnti mig reglulega á að þetta væri LEIKIÐ! Vá þvílíkur gleðispillir. En svo var þátturinn náttúrulega ótalsettur og ég sem var svo léleg í hraðlestri, stundum aumkunaði fyrrgreind systir sig yfir mig og las upphátt en ekki mamma hún var upptekin, það var ein stelpa í skólanum sem átti mömmu sem var ekki upptekin og sú las alltaf upphátt þegar Húsið á sléttuni var í sjónvarpinu, þvílíkur LÚXUS. Akkúrat núna glimur lagið í höfðinu á mér, lagið þar sem Lára hleypur niður brekku með handleggina út í loftið, heyrið þið þetta ekki líka? la,la,lara,la,la,la. la,la,lara,larar,lara,larala.............. þið hljótið að muna eftir þessu. Kjólarnir voru æðislegi,húfurnar yndislegar og það að vera með skólabækurnar í hálfgerðu bandi á leiðinni í skólann það var sko miklu flottara en að vera með skólatösku fannst mér, veðráttan á Patreksfirði bauð bara ekki uppá bækur í bandi. Eigið góðan dag og munið hvað við höfum það gott miða við aumingja fjölskylduna Ingalls í Húsinu á sléttunni.

K.kv.Anna Ingalls

17.02.2011 10:15

allgjör sveppur


Það er rigning úti, ísköld og pínu þykk (kanski smá slydda?) Það er ekkert sem minnir á vor en í rigningu á sumrini dafna sveppir, sveppir eru svo fallegir einhvernvegin svo allt öðruvísi en blóm en samt svolítið eins og blóm, í fallegum ævintýrum eru oft sveppir, skógarálfar nota þá jafnvel sem regnhlíf, finnst ykkur ekki sveppir fallegir? Mér finnst þeir líka góðir á bragðið sérstaklega þessir frá Flúðum, einusinni þekkti ég lítinn strák sem borðaði ekki sveppi og ef hann greyndi eitthvað sem líktist svepp í matnum sínum þá spurði hann: er þetta SVEPPUR? en þá svarðaði mamma hans: nei þetta er champinjong, og barnið hélt áfram að borða. Held að þetta verði pár dagsins, í kvöld er það sóknarnefndarfundur og vonandi smá saumaskapur því 5.kanínur bíða berrass inní saumaherbergi. Eigði yndislegan dag, umvefjið ykkur með jákvæðni og gleði. þangað til næst...

K.kv.Anna allgjör sveppur!

14.02.2011 23:27

hver er þessi Valentínus?

                                
Seinnipartinn í dag svona umþaðbil þegar tunglið fór að njóta sín í rökkrinu þá bauð bróðir-Súpermann mér í bíltúr, o, svo sætur í sér, við fórum í gegnum gatið og yfir dalinn fagra og ég velti því fyrir mér hvort það yrði stoppað í Samkaup og fjárfest yrði í nýjasta númerinu af BO-BEDRE eða hvort Söbvei yrði staðurinn sem kvöldmaturinn yrði borðaður? En bróðir-Súpermann var einbnbeittur og keyrði fram hjá þessum ímynduðu áfangastöðum mínum, húff hvað ég var spennt var hann að fara með mig í óvissuferð og ég sem var ekki með koddan minn með mér, þegar við vorum komin framhjá bæði búðinni með grísnum (lesist Bónus) og Fóðurblöndunni þá beigði bílstjórinn til hægri og í átt að flugvellinum, úlala hvað var í gangi var þetta kanski sjálfur Valentínus sem ók Oktavíu? Svo staðnæmdist bíllinn fyrir utan afgreyðsluna hjá Flugfélagi Íslands bróðir-Súpermann stökk út og kom til baka eftir augnablik með stóran pakka í fanginu..........frá Baader til Loðnuvinnslunar !
Já ég bíð spennt eftir konudeginum á sunnudaginn því ég hef ekki hitt þennan Valentínus sem allir eru að tala um!

K.kv.Anna á rúntinum (fyrir LVF) emoticon

13.02.2011 23:35

sunnudagskvöld...Helgin flaug hjá og ég er á leiðinni í bólið, heimasætan æfði sig á gítarinn hérna fyrr í kvöld og þegar ég rakst á þessa mynd þá fannst mér hún bara fullkomin, búin að baka, sauma, sunnudagaskólast og já þvo þvott þannig að dagurinn var vel nýttur, ég er búin að fara svo seint að sofa undanfarna daga svo nú ætla ég að koma mér í rúmið fyrir miðnætti, eigið góðan mánudag og munið að anda djúpt.

K.kv.Anna farin að geyspaemoticon

11.02.2011 11:03

Sjarmur..

                        
                        

þegar við yfirgáfum borgina og kvöddum rauðhausinn okkar Victor Emil þá sagði hann af mikilli allvöru: fænka fú ert heppin, fú átt heima hjá Jens. Oooooooooooo, það gerist nú ekki fallegra! Eigið góðan dag og passið ykkur á rokinu ekkert fæ ég kvittið ef þið fjúkið á hafi út!

K.kv.Anna sem er svo heppin að búa með Jens.

08.02.2011 23:21

BílstjórinnÞá er ég komin heim, en þið sem hafið fylgst með veðurfréttunum í dag vitið að það var ekkert sérstök spá og einmitt þess vegna ákvað bróðir-Súpermann að við yfirgæfum borg-óttans án þess að slíta gólfefninu í IKEA og færum ekki að menga loftið á Laugarveginum með því að aka þar um og láta bílstjórann bíða á meðan húsmóðirin "skrippi" inní nokkrar búðir sem fegnar tækju við bankakortinu hennar, Laugavegurinn stendur fyrir sínu með skóverslunina KRON allt mögulegt búina Kisuna og svo síðast enn ekki síst KOKKU sem selur allt sem þig vanhagar um í eldhúsinu og allt hitt líka, en nei það var enginn Laugavegur í þessari ferð. Svona venjulega þegar við ferðumst saman Oktavía, húsmóðirin, bróðir-Súpermann og herra Tinni þá skiptumst við manneskjurnar á að aka Oktavíu, voða mikið jafnrétti og erum þar að leiðandi jafn þreytt þegar komið er á áfangastað. En í dag keyrði bróðir-Súpermann allann tímann og var mjög einbeittur, talaði ekkert mikið og var ekkert svangur, hann var bara bílstjóri með dýrmætan farm í hálku og hívandi roki, og svoleiðis bílstjórar hugsa ekki um sjálfan sig heldur það að komast á leiðarenda með bíl og innihald í heilu lagi, í dag var svo hvasst að tvisvar sagði minn heittelskaði:nú förum við útaf og augnablik tók Oktavía við stjórninni eða öllu heldur veðrið, en allt fór þetta vel og þegar mest á gekk þá ákváðu ég húsmóðirin og herra Tinni bara að best væri að sofa á svona ferðalögum eða allavegana hafa augun lokuð, þegar við loksins komum í fjörðin fagra þá var "flugbrautin" öðrunafni bílastæði fullt af snjó svo bróðir-Súpermann fór inn í snjógallann og beina leið út með Snjólf-snjóblásara að hreinsa stæðið, ég og Tinni fórum inn og löggðum okkur enda allveg uppgefin eftir þessa svaðilför með Oktavíu og einkabílstjóranum. Farið varleg í umferðinni og munið að það er betra að fara hægt og komast alla leið.

K.kv.Anna í Mánaborg

02.02.2011 22:35

Veðrið.

          

Fyrir örfáum dögum sagði minn heittelskaði bróðir-Súpermann: ég held ég setji Oktavíu á sumardekkin áður en við förum suður (við erum að fara á föstudaginn) já það er allveg ómögulegt að slíta nagladekkjunum á auðu malbikinu! Í dag er malbikið langt frá því að vera autt, og allveg sama í hvaða átt maður ætlar að keyra það er gott að vera á góðum VETRAR-dekkjum, já vegna þess að það er VETUR! á dagatalinu stendur febrúar-þorri-vetur og það er nú varla eintóm ligi, held að Landsbankinn hafi sent okkur þetta dagatal! En mér er allveg sama þó það sé vetur því þegar það kemur maí-júní-júlí-ágúst á dagatalið þá er SUMAR og þá verður Oktavía á sumardekkjunum og ég á hlírabolnum, en þangað til það brestur á með Bongó blíðu þá ætla ég að klæða mig vel og fara varlega því undir þessum fína snjó er HÁLKA, farið varlega og verið jákvæð þá gengur allt svo miklu betur.

K.kv.Anna og bambarnir sem hún fann á veraldarvefnum.
  • 1
Flettingar í dag: 122
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1365
Samtals gestir: 294
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 21:26:08

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar