"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2011 Mars

30.03.2011 22:08

Allt búið!


        Það er fullt af nýjum myndum í albúmi merkt MARS.                    Ekkert pár í dag kem sterk til baka.

K.kv.Anna á miðvikudagskvöldi.

30.03.2011 02:06

Takk!


Takk fyrir allar kveðjurnar, dagurinn var dásemd ein, fékk frænda í afmælisgjöf og þakka ég minni kæru Moniku fyrir að gera mig að "ömmu-systur" einsinni enn, held ég noti frænka frekar það hljómar einhvernveginn ekki eins "old". Dagurinn samanstóð annars af fullt af góðum símtölum og smá undirbúning fyrir kvöldið, ég var búin að bjóða vöskum meyjum í kvöldkaffi þar sem kræsingarnar voru hefðbundið kaffibrauð hjá húsmóður í hæðsta gæðaflokki: Brauðtertur úr skonsum með reyktum laxi (takk Sóley),  dásemdar marensterta með jarðaberjum, rjóma og súkkulaðikremi (takk Jóahanna), kransakaka frá Héraðstubb-bakara, og svo eitthvað smáræði sem ég gaf mér tíma til að töfra fram á milli þess sem ég straujaði dúka og skúraði gólf. Góðan bjútíblund náði ég að fá mér og kom það sér vel þegar gengið var frá eftir veisluhöldin það  sést ekki að hér hafi verið 40.afmæli í kvöld og þess vegna get ég látið sem þetta hafi verið draumur þegar ég vakan á morgun, tertudiskar á fæti og gamallt bollastell gerðu svo kaffiboðið að alvöru dömuboði, enduðum svo á páskaeggi nr.1 frá Nóa-Síríus og lásum upp málshætti og skemmtum okkur, 10.egg og engin málsháttur tvisvar sinnum, Nói klikkar ekki. Enn og aftur takk innilega fyrir mig, nú held ég að það sé mál fyrir gamla konu að skríða í bólið. Þangað til næst verum glöð.

K.kv.Anna fertug

25.03.2011 08:13

vinkonur


Vinkona er persóna sem ég
get verið einlæg við.
Með henni get ég
hugsað upphátt.

Njótið dagsins og verið glöð.

K.kv.Anna vinkona

22.03.2011 22:32

frost er úti fuglinn minn.....

       
Þrátt fyrir hálsbólgu og hor þá eru bæði bróðir-Súpermann og heimasætan á kafi í vinnu, daman fékk frí í skólanum til þess að bjarga verðmætum (hljómar svo vel!) ég og herra Tinni erum á leið í draumalandið en bara svona rétt í lokin, munið að gefa litlu fuglunum, þeir eru voða svangir núna.

K.kv.Anna fuglavinur

20.03.2011 09:48

atjú!

                 

Nokkurnvegin svona lítur bróðir-Súpermann út í dag, skikkjan notuð sem vasaklútur og allir súperkraftarnir einhverstaðar langt í burtu, húsmóðirin og heimasætan eru svona "létt" kvefaðar, eða allavegana ekki eins veikar sá sem hertekið hefur sófann og þarf fulla þjónustu. En nóg af svona leiðindum, í dag eru 35.ár síðan minn dásamlegi einasti bróðir kom í heiminn og gerði það að verkum að ég var ekki lengur yngst og sætust, heldur varð ég að miðjubarni og hef verið það uppfrá því. Okkur er boðið í afmæliskaffi hjá öðru afmælisbarni í dag en heimasætan í næstahúsi (á ská) er 15.ára. í dag, ótrúlega mikið af flottu fólki sem á afmæli í mars emoticon  Nú verð ég að haska mér af stað, sunnudagaskólinn bíður og presturinn í fríi, eigið góðan dag og verið góð hvert við annað.

K.kv.Anna heimahjúkrunarfræðinguremoticon

18.03.2011 10:33

saumaherbergið!


Smá sýnishorn úr saumaherberginu, er með díbbað nebb og vondan háls en að öðru leiti bara hress og kát, hafið það dásamlega gott í dag og horfið í sólina ef hún kíkir á ykkuremoticon

K.kv.Anna á leið í saumaherbergiðemoticon

15.03.2011 07:23

í þá gömlu góðu daga..

               

já í þá gömlu góðu daga, það var svo rétt sem hún Jóna Björg skrifaði inná bloggið hjá mér í gær, auðvita leit fólk út eins og Holywood stjörnur í gamladaga, það var ekki farið að skera hér og sjúga þar svelta sig og hálf drepa fyrir eitthvað útlit sem ég veit ekki hvaðan kemur, nei í gamladaga þá gat fólk bara verið eins og Guð skapaði það, eða það held ég. Ef kona var í þyngri kantinum þá var hún "maddömuleg" og ef þú vars ekki með nóg og þykkt hár þá settur bar væna brauðsneið í túperinguna og þar með var greiðslan komin, en ætli þessi endalaus líkamsdírkun hafi ekki fylgt mannskepnunni ansi lengi, ég man einhvertíman eftir því að ég spurði föður-ömmu mína afhverju hún ætti ekki hæla skó (skó sýkin byrjaði snemma) og þá sagðist hún vera með svo stóran og ljótan fót að það þýddi nú ekkert, hin amman mín vildi aftur á móti helst alltaf vera á hælum en það var vegna þess að henni fannst hún svo lítil og vildi tegja aðeins úr sér, þannig að alltaf hefur það sjálfsagt verið eitthvað en í dag er þetta orðið " tú möts" og ekki orð um það meir.
Hafið það gott í dag, passið ykkur á rokinu og ef þið mögulega getið, verið bara heima og horfið á sæta Hollywood-mynd í vonda veðrinu.

K.kv.Anna ekkert feit bara ekki nóg og hávaxin.

13.03.2011 23:11

14.mars

                          
Er það bara pabbi minn eða voru allir eins og kvikmyndastjörnur í "gamla" daga, allavegana þá á pabbi minn afmæli í dag og ef ég ætti nýja mynd af honum þá sæjuð þið að hann er eins og "gömul"kvikmyndastjarna. Elsku pabbi til hamingj með daginnemoticon

Ég blogga þetta svona aðeins fyrirfram því 14.mars er uppbókaður og engin tími fyrir blogg, ætla að byrja morguninn á því að brosa framaní tannlækninn, spurning hvort brosið stífni eitthvað þegar ég fæ reikninginn, eigið dásemdis dag, hlæjið og hrósið það er ekkert betra en það  á mánudegi,

K.kv.Anna Colgetemoticon

10.03.2011 10:19

sem betur fer!

          
það er líf og fjör í Mánaborg í dag, Leó (6.ára) bróðursonur minn og Þórhildur (8ára) frænka mín komu með flugi í gær og ætla að leifa frænku sinni að njóta þess að hafa þau á meðan vetrar frí er í skólanum, systir heimasæturnar er komin með fullan poka af Playmo-dóti og þau leika sér svo góð inní stofu, en mynd dagsins tengist orðum Þórhildar í morgunsárið........Anna frænka, feitar konur eru líka sætar, svo eru þær alltaf svo góðar! Já þetta verða orð dagsins, hafið það sem best og farið varlega í umferðinni.

K.kv.Anna feita sæta góða.

09.03.2011 10:18

Öskudagur!

                

Ég heyrði í útvarpinu í morgun að öskupokar hefðu verið hengdir í fólk í gamladaga! Hvað er ég eiginlega gömul, spurning um að athuga hvort þeir eigi laust herbergi á Þjóðmynjasafninu ;-)
Njótið dagsins, syngið ykkur hás og munið að bursta tennurnar eftir allt nammið ;-)

K.kv.Anna á öskudag.

08.03.2011 09:51

þriðjudagur

                       
Það er þriðjudagur, sólin skín en það er kalt og lognið er á fleygi ferð. Í höfuðborginni eru systkyn sem mér þykir undur vænt um, ég er búin að þekkja  þau síðan þau voru lítil, nú eru þetta flottir unglingar sem lagt hefur verið á meiri áhyggjur en unglingar eiga að þurfa að bera, fyrir mörgum árum þegar ég hóf tiltekt í kommóðunni í höfðinu á mér þá kynntist ég mömmu þessara barna. Vinátta okkar hefur haldist síðan, nú liggur þessi vinkona mín á sjúkrahúsi og er mikið veik, kommóðan datt framfyrir sig og hana langar ekki til þess að reysa hana upp aftur. En einhverstaðar innst inni er baráttuþrek þessara vinkonu minnar það á bara eftir að reysa sig upp að nýju og þá geta börnin hennar sofið vært. Öll mín umfram orka og jákvæðir straumar eru send með hraðpósti. Þangað til næst takk fyrir lesturinn.

K.kv.Anna svolítið miðursín.

07.03.2011 09:58

Bolla,bolla!

                                        
Bolla, bolla! ég var ekki flengd í morgun og morgunmaturinn átti lítið skylt við bollu, fékk mér hafragraut. Þetta er örlítið blogg í tilefni dagsins, ég vona að þið fáið bollur eins og ykkur lystir, ég bakaði eina uppskrift í gærkvöldi og færði næturvaktinni hjá LVF eftir miðnætti. Njótið dagsins og í dag teljum við ekki karólínur.

K.kv.Anna bolla


04.03.2011 15:29

föstudagur

         

Stundum steypist yfir mig þakklæti, ekki það að ég sé vanþakklát svona dags daglega, en svona extra mikið þakklæti, miklu meira en Pollý-Önnu þakklæti eða kanski bara allveg pjúra Pollý-Önnu þakklæti. ég hugsa um það hvað ég sé heppin að eiga bróðir-Súpermann fyrir mann og heimasætuna fyrir stjúpdóttur, heimasætan er náttúrulega betri en orð fá lýst hún er bara svo góður unglingur og allir hormónarnir koma í svo léttum gusum að enginn verður hræddur og hurðirnar á heimilinu þær hristast nú bara aldrei, bróðir-Súpermann er góður í gegn, eiginlega í ætt við gott súkkulaðistykki yfirleitt rjómasúkkulaði en inná milli þá er hann bara svona 56% þið vitið svona góður en pínu rammur (húmorinn oft dökkur eins og brennd kakóbaun) svo á ég góða fjölskyldu sem er eins og hver annar kindaflokkur, einlit, flekkótt og svo svört já því að í minni fjölskyldu finnast líka svartir sauðir þó ég sé náttúrulega ekki ein af þeim. Tengdafjölskyldan mín er líka góð og býr þannig að ég fæ aldrei leið á þeim, vildi nú samt stundum að það væri brú frá Fáskrúðsfirði til Færeyja, já eða göng, það væri voða þæginlegt. Vini á ég fullt af og góða vini all nokkra allt er þetta yndislegt fólk sem ég er svo þakklát fyrir að hafa í lífi mínu, ég er bara ég og ef ég hefði ekki upplifað það sem ég hef upplifað í gegnum tíðina þá væri ég ekki ég og úff hvað ég er þakklát fyrir að vera bara ég. Eigði dásamlega helgi og verið þakklát fyrir það sem í kringum ykkur er.

K.kv.Anna á föstudegi.

01.03.2011 12:01

yndislegt!

                            
Hvað er betra en að píra augun og grafa í veskinu eftir sólgleraugunum, YNDISLEGT! Þetta með að grafa í veskinu eru náttúrulega allgjörar ýkjur, auðvita er allt í röð og reglu í veskinu mínu, en það er kanski svolítið mikið í veskinu, ég er orðin sérfræðingur í að fálma í blindni, blindni vegna þess að veskið er svart bæði að utan og innan, hulstrið utanum sólgleraugun er svart, seðlavekið (tómt) er líka svart, hvað er eiginlega málið, ég held ég leggi þessu svarta veski og dragi fram sólgula tuðru sem ég saumaði mér áður en við fórum til Tyrklands í fyrra. Gult það er málið! Eigið yndislegan dag, brosið og verið góð hvert við annað og já að lokum það er kominn nýr mánuður og sá heitir MARS og er í miklu uppáhaldi hjá mér.

 K.kv.Anna á góðum degi.

  • 1
Flettingar í dag: 77
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1320
Samtals gestir: 290
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 20:15:26

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar