"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2011 Apríl

29.04.2011 22:56

húsmóðir


Hús-móðir, fallegt orð eða sorglegt kanski, hver vill vera móðir húss?
Ef þið vitið nafnið mitt og farið inná ja.is þá kemur þessi fíni titill fyrir aftan nafnið mitt: Anna Ólafsdóttir húsmóðir, ég get ekki hugsað mér neitt betra, nema þá að vera húsmóðir og búðakona.
Í dag var dagur húsmóðurinnar t.d svona:
07.30 fór á fætur (frekar seint)
kveikti á sjónvarpinu og fylgdist með konunglegu brúðkaupi með öðru auganu, gekk frá þvotti og setti í vél, gleymdi mér aðeins fyrir framan sjónvarpið
09.00 gerði kaffikönnuna klára fyrir níu-kaffi húsbóndans, hengdi út
gleymdi mér dágóða stund fyrir framan sjónvarpið, búðin (Birta)var lokuð fram að hádegi vegna brúðkaups svo ég hafið extra tíma heima, bloggaði smá talaði smá í símann og dreif mig svo í sturtuna, út með herra Tinna og á Pósthúsið með pakka, brunað í vinnuna komið við í Krónuni og keypt SKYR og Kristal, var í vinnuni til kl.18.00 þá kíkt í Krónuna að nýju gleymdi að hugsa fyrir kvöldmat  þegar ég fór í búð rétt fyrir 12.00. Oktavía og ég settum stefnuna á Fáskrúðsfjörð ca. 18.40 komið heim, eldað,talað í símann í leiðinni, borðað (ekki búin að ganga frá!) fórum svo í pottin og skiptumst á sögum dagsins, búin að sitja við tölvuna síðan 22.00 húsbóndinn sofnaður í sófanum og ég á leiðinni fram í eldhús að ganga frá eftir kvöldmatinn, ekki venjulegur dagur en fyrir utan konunglegt brúðkaup er þetta yfirleitt á þessa leið 00.00 uppí rúm og bíða eftir nýjum degi sem húsmóðir í hlutastarfi.

K.kv.Anna húsmóðir, búðakona og svo margt margt fleira.

29.04.2011 08:08

afmælisgjöfin..

 
já þessir tveir herramenn eru nú flottir, litli herrann er afmælisgjöfin mín sem ég mátti ekki taka með mér heim, hef bara aldrei lent í því áður að fá gjöf sem ég ekki get notið að vild, nú hinn herrann er náttúrulega í allgjöru uppáhaldi hjá húsmóðurinni, bróðir-Súpermann í öllum sínum myndarleika, flottir eru þeir það er sko allveg á hreinu.

Það er föstudagsmorgun og úti í hinum stóra heimi er konunglegt brúðkaup, ég hlusta á notalega rödd Boga Ágústssonar lýsa höttum og kjólum, skreytingum og skúlptúrum, og bara til þess að þið áttið ykkur á því hvað þetta er merkilegur dagur, vinnustaðurinn minn er lokaður til kl.12.00 vegna brúðkaups! Já þetta er brúðkaup aldarinnar og afhverju ættu afgreyðsludömur Austurlands að missa af því.

Ég verð nú samt að friða samviskuna og brjóta saman smá þvott á meðan ég dáist af höttunum sem sumir minna á fljúgandi furðuhluti á meðan aðrir eru svo stórir að eigandinn þarf að vera gift manni sem ekki er hærri en 150.cm svo hann geti setið við hlið konu sinnar án þess að slasast, það getur nú verið hentugt að geta skílt sér undir hattabarðinu hjá frúnni þegar það er spáð rigningu.

Nú ætla ég að taka úr vél og setja í vél áður en ég set upp hattinn og skelli te í bolla, eigið dásamlegan dag hvar sem þið eruð, ég er í brúðkaupi og ætla að njót þess!

K.kv.Anna með te og hárrskraut.

23.04.2011 23:34

Gleðilega páska !Já gleðilega páska öllsömul, hér bíða páskaeggin í hóp eftir því að það komi nýr dagur, í ár eru þau af öllum stærðum og gerðum, mjög stórt Rís-egg, aðeins minna lakkrís-egg, eitt "venjulegt"-egg, svo er það Hopp-egg páskagestsins og að lokum heimatilbúið lúxusegg sem ég hlakka mikið til að bæði opna og borða, svo eftir þennan dag þá hljóta þeir að taka við mér á Vogi í  súkkulaðimeðferð.  Annars skil ég ekkert í því að konur með börn yngri en 8.ára geti skrifað blogg eða verið með fésbókarsíðu, ég hef bara varla komið inní tölvuherbergi í heila viku, en það er nú kanski hægt að smala nokkrum playmo-köllum saman og bjóða þeim í pikknikk inní tölvuherbergi og stelast á netið í leiðinni. Það er allavegana allveg nóg að gera í Mánaborg, heitipotturinn finnur ekki fyrir vanrækslu þessa dagana og herra Tinni lifir góðu lífi með talsmann sem er ónískur á lifrapylsu og álegg, þetta lendir voða mikið á gólfinu. Þegar skaparinn var búinn að skola af gluggunum hjá mér ákvað hann að taka "alþryf" það rignir allavegana hressilega núna og ég sem tróð mér í kjólinn hennar Pollý-Önnu hérna um árið segji náttúrulega bara: gott fyrir gróðurinn! ég vona að þið hafið það sem allra allra best og að þið fáið hvorki tannpínu eða í magan af páskaeggja áti. Þangað til næst.......tútirú....

K.kv.Anna páskahæna.

21.04.2011 20:22

Gleðilegt sumar!


Á sumardaginn fyrsta var mér gefin kista,
styttubönd og klútur og mosóttur hrútur.

Kæru þið sem lítið við á blogginu mínu og lesið párið mitt, takk fyrir lesturinn í vetur og gleðilegt sumar!

K.kv.Anna Sólbjört Vordís

18.04.2011 22:41

páska-gestur

               
Fænka, það er notalegt hjá þér. O, það er svo notalegt að vera með svona páska-gest, Victor Emil er hjá frænku og Jens og ætlar að vera í jafnmarga daga og puttarnir eru margir. Stelpan (heimasætan) er of stór til þess að leika í Playmo en vinkona okkar í næsta húsi hún er sko flink í Playmo og í allan dag er búið að leika og inná milli horfa á dvd og ekki má gleyma pottinum, þrátt fyrir rigningu og rok var sko buslað í góða stund í heitapottinum. Nú sofa þau vært, páska-gesturinn, heimasætan sem var örþreytt eftir dag í frystihúsinu og svo bróðir-Súpermann sem var boðið að sofa á sófanum með Barbapabba-sæng það væri svo notalegt, páska-gesturinn ætlaði nefnilega að vera í hans holu en ekki á dýnu á gólfinu, svo auðvita er húsbóndinn bara í sófanum ekki viljum við styggja gestinn okkar. Annars er vorlegt á milli rigninga skúrana og kominn smá grænn litur á limgerðið, páskahretið fór á Patró svo á morgun ætla ég að taka útihúsgögnin úr vetrargeymslunni og þurrka rikið af grillinu, já það er að koma vor! Njótið dagsins og andið djúpt þetta reddast, ekki satt!

K.kv.Anna frænka

13.04.2011 08:05

Bútasaumur.

                  
Ég er hálf þreytt í dag, en það er allt í lagi, ég kom seint heim í gær, var á svo skemmtilegu námskeiði uppí Egilstöðum, í gær morgun vaknaði ég snemma, eiginlega allveg eldsnemma og fór beina leið inní saumaherbergi að undirbúa mig fyrir námskeiðið, það var mjög flottur gátlisti sem ég gat farið eftir, það hentar mér svo vel, svo var bara að týna saman dótið, skæri styku tvinna og tuskur, eitt sem ég gerði áður en ég yfirgaf saumaherbergið með hálft herbergið með mér það var að strauja vattið og bakstykkið saman á verkefninu sem ég ætlaði að sauma um kvöldið, ég vandaði mig náttúrulega allveg óskaplega mikið við það að strauja þetta og svo kom höfuðverkurinn, hvernig átti ég að koma stykkinu með mér án þess að það væri brotið saman því ekki ætlaði ég að eyða dýrmætum tíma á námskeiðinu í þáð að standa við strauborðið, ég náði mér því í kökukefli heimilisins af gerðinni Tuppeware og rúllaði bakinu í tilvonadi löper uppá keflið (snillingur) þá var að koma þessu öllu út í bíl, saumavélinni í þar til gerðri ferðatösku annari tösku með öllu sem á listanum stóð og svo straubrettinu sem er ekki af þessari típísku litlu nettu gerð heldur frekar svona Benz á meðal strauborða, og svo það sé á hreynu Oktavía er á spítala (verkstæði) og ég húsmóðirin ek um á einhverju pínulitlu faratæki framleitt í Kóreu, ég var svo heppin þegar þarna var komið að bróðir-Súpermann kom heim í níukaffi og ég baða hann að fara með brettið út í bíl, auðvita raðaði minn góði maður öllu hafurtaskinu út í littlu dósina en þá var bara eitt vandamál eftir, hvar átti ég að komast fyrir, allt gekk þetta að lokum og ég þurfti ekki að sitja á toppnum á bíl greyinu, námskeiðið var allveg gasalega skemmtilegt og afraksturinn fáið þið að sjá síðar, ég ætla að fara að koma mér í vinnugírinn og púddast yfir á Reyðafjörð. Hafið það gott í dag og munið að drekka vatn það er svo hollt.

K.kv.Anna á litlum bíl.

11.04.2011 08:04

froskur eða prins?

                   

Að vera viss, það er ekki auðvelt að vera viss, að vera viss um það hvort froskur er bara froskur, eða hvort það leynist prins á bakvið græna dýrið það er ekki gott að vita, ég held að það sé svipað með kosningu helgarinnar, við vitum ekki hvort við völdum rétt fyrr en við eru búin að kissa froskinn og þá annað hvort fáum við nettann hroll eða verðum yfir okkur glöð. Það er ekkert eitt svar rétt en að vera trúr sannfæringu sinni það er mikilvægast. Ég er sannfærð um að ég kaus rétt, fyrir mig, vonandi kaus ég líka rétt fyrir hönd heimasætunar, því það er hennar kynslóð sem erfir landið og allt sem því fylgir, þvílíkt pakkatilboð, húff. En nú er nýr dagur ný vika og ný tækifæri og eins og vinir mínir í Hálsaskógi segja, gert er gert og borðað það sem borðað er. Eigið góðan dag og hafið að leiðarljósi lögin hans Bangsa-pabba, öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir.

K.kv.Anna á mánudegi.

09.04.2011 09:54

Hver á sér fegra föðurland

Hver á sér fegra föðurland,
með fjöll og dal og bláan sand,
með norðurljósa bjarmaband
og björk og lind í hlíð,
með friðsæl býli, ljós og ljóð
svo langt frá heimsins vígaslóð?
Geym, drottinn, okkar dýra land,
er duna jarðarstríð.

Hver á sér meðal þjóða þjóð,
er þekkir hvorki sverð né blóð,
en lifir sæl við ást og óð
og auð, sem friðsæld gaf?
Við heita brunna, hreinan bæ
og hátign jökla, bláan sæ
hún unir grandvör, farsæl, fróð
og frjáls - við yzta haf.Eigið góðan dag öll þið sem lítið við á síðuna mína.

K.kv.Anna á leið í kjörklefann.

08.04.2011 11:49

tíminn líður hratt.....


ég er á hlaupum, harða hlaupum eftir tímanum, apríl verður hálfnaður áður en ég næ að snúa mér og þá kemur mai, bjartur og fagur með Færeyja ferð sem tilhlökkunarefni, annars er endalaust af tilhlökkunarefnum, fyrir daginn í dag, ég á stafla af ný þvegnum efnum sem ég þarf að straua og strjúka, ég var svo heppin að fá fullt af dásamlega fallegum efnum í afmælisgjöf, á morgun er ekkert stórt plan en það er alltaf gaman á laugardögum, á sunnudaginn er svo "slútt" hjá sunnudagaskólanum og þá förum við með rútu á Eskifjörð og hittum alla hina sunnudagaskólana og gleðjumst saman, það verður sko skemmtilegt, nú ef ég hoppa yfir mánudaginn sem verður strembinn í vinnuni en jamnframt skemmtilegur (sjónmælingadagur) þá er þriðjudagurinn mjög spennandi með bútasaumsnámskeiði á Egilstöðum þar sem fullt af skemmtilegum STELPUM ætla að sauma saman og læra nýja hluti beint frá Ammeríku. Held að þetta yrði ofur langt blogg ef ég ætti að halda árfam að fræða ykkur um uppákomur fjölskyldunar næstu vikur, okkur leiðist ekkert það er allveg á hreynu. Ekki velta ykkur uppúr einhverju leiðinlegu, finnið ykkur eitthvað til þess að hlakka til hvort sem það er ferð með sunnudagaskólanum eða kaffibolli með góðri vinkon, njótið augnabliksins og brosið það hjálpar alltaf.

K.kv.Anna á föstudegi.

06.04.2011 23:20

heima er best!Ég er komin heim eftir smá ferð í höfuðborgina þar sem nýjasti frændinn var knúsaður og þeir stærri nutu þess að leika í Plamyo við frænku, samvera með mínum allra nánustu var nærandi en alltaf er nú best heima.

K.kv.Anna flökkukind

  • 1
Flettingar í dag: 176
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1419
Samtals gestir: 294
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 22:09:40

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar