"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2011 Maí

27.05.2011 09:47

pest!


Borgarfeðin var góð og afmælisgjöfin mín fékk nafnið Baldur Marinó, bróðir-Súpermann ætlar samt bara að kalla hann nafna!
Ég tók með mér heim í misgripum fullt af kvefi sem ég veit ekki hver á og ég er búin að reyna að skila til fyrri eigenda alla vikuna, en nú hlítur þetta að vera að koma, herra Tinni er hættur að hrökkva í kút þegar ég hnerra og er hættur að reikna með því að fá nokkurn göngutúr með þessari konu, annars er merkilegur dagur í dag heimasætan okkar er að útskrifast úr grunskóla, já og í næsta mánuði fær hún æfinga-aksturs-leifi á bíl, húff þetta er farið að hljóma eins og ég sé á fimmtugsaldri! Skaparinn er að vökva í gríð og erg, vonandi skolast aska og annar ófögnuður á haf út eða eitthvað ennþá lengra hjá belssuðu fólkinu í kringum Kirkjubæjarklaustur. Held ég hafi þetta ekki lengra að þessu sinni.

K.kv.Anna atjúúúú, og snít!

19.05.2011 00:26

FFFFF......


Fallega fjölskyldan frá Fáskrúðsfirði í Færeyjum, nýjar myndir í albúminu merkt Færeyjar !

18.05.2011 11:30

dagdraumur...


Það sem er svo gott við dagdrauma er að þeir kosta ekkert, já allavegana á meðan þú lætur ekki dagdraumana rætast í gríð og erg. Mig dreymir um fallegt dömu-reiðhjól, með körfu og rósóttum hnakk að geta hjólað útí búð og í vinnuna, en æ, já þarna kom einmitt "mómentið" sem gerði þennan draum að BARA draumi, það er ekki fyrir neinar venjulegar konur að hjóla í firðinum fagra, eitt sem er mjög gott ef stunda á hjólreiðar í þessu annars góða þorpi það er að vera í nánast ÓLIMPÍU-formi, þvílíkar brekkur og ef ég ætti að hjóla í vinnuna þá yrði ég náttúrulega að vinna annanhvern dag og nota hinn daginn til þess að hjóla í og úr vinnu, gæti reyndar fengið mér sætt kúlutjald og tjaldað við pollinn á Reyðarfirði, það gæti nú verið voða "kósý", en, nei, ég held að draumurinn um dömu-hjól og flaksandi sumarkápu verði áfram draumur, ég og Oktavía förum okkar ferða saman og reynum að einbeita okkur í umferðinni þrátt fyrir dagdraumana, á morgun er ferðinni heitið í höfuðstaðinn, heimasætana og herra Tinni verða heima og passa húsið á meðan húsmóðirin og bróðir-Súpermann skella sér í borgina og sinna ýmsum erindum, ætli við ættum að setja vetrar dekkin aftur undir Oktavíuna? Ég skil nú bara ekkert í þessari veðurspá er ekki mánuður síðan sumardagurinn fyrsti var, við ættum nú kanski bara að færa þann góða dag til 1.júlí í von um að þá verði sumar. Þangað til næst hafið það gott og ef þið eruð svo heppin að geta hjólað í vinnuna, farið varlega!

K.kv.Anna í dagdraumi.

15.05.2011 11:18

hann á afmæli í dag!


Já bróðir-Súpermann á afmæli í dag og er nú nær 50. en 40.
Í tilefni dagsins ætlum við að klippa limgerðið í kirkjugarðinum og
sinna öðrum vorverkum sem falla til, yndislegt!
Eigið góðan dag og andið að ykkur fersku lofti, það ætla ég að gera.

K.kv.Anna kona afmælis"barnsins".

14.05.2011 08:09

laugardagur!


Já það er laugardagur í dag, börn nútímans kalla þennann dag nammidag en hvað er nammi?
Ég ímynda mér þreytta mömmu með fjögur börn vakna á laugardagsmorgni, jæja börnin góð það er sælgætisdagur í dag, sælgæti það er flott orð en ætti kanski að heita sæl-vansæl-gæti, sælan stendur svo stutt yfir og þegar ég hugsa til þess þá vaknar upp sú hugsun að kanski sælgætið ætti að vera bannað yngri en 20.ára og vera merkt sérstaklega: ávanabyndandi, varan veldur stuttri sælu, tannskemmdum og ofþyngd, á tóbaki eru varnaðarorð, reykingar drepa..... svona ef einhver væri búinn að gleyma því? Á áfengi stendur held ég ekki neitt, en auðvita ætti þá að standa á flösku af fínu víni, ef þessi vökvi er drukkinn í óhófi veldur hann óhamingju,veikindum,gjaldþroti og jafnvel dauða. Eiginlega gæti Nói-Síríus fengið þessa hugmynd lánaða hjá mér: ef súkkulaði er notað í óhófi þá getur það valdið óhamingju hverskonar sem er allgjörlega á ábyrgð neytandans og verst framleiðandinn allri ábyrgð, hvernig væri að vera með miða á hliðinni á konfektkassanum sem varaði við tannpínu og súkkulaði síki, æi, nei, njótum þess alls í hófi, hvort sem það er sælgæti eða eitthvað annað allt er best í hófi og eins og ég hef sagt áður og amma mín sagði alltaf, sjálfskaparvítin eru verst.

K.kv. Anna á góðum degi.

12.05.2011 10:50

ABBA


Munið þið eftir þessum, o, þau slógu sko í gegn, ætli Evróvisíón hafi ekki hjálpað þeim? Ég heyrði í útvarpinu í morgun að þessi notalega afþreying Evrovision væri að komast í "tísku" nú var keppnin einhvertíman hallló eða ekki í tísku, ha,ha, það eru fæstir sem viðurkenna að þeir hafi gaman af þessari keppni en í ár held ég að fólk sé orðið svo leitt á sjónvarpsfréttum um Æseif-Austurlönd-fjær, Óbama og allt hitt að í kvöld og á laugardagskvöldið verði slegist um pláss í sjónvarpssófum landsmanna og að allir eigi eftir að skemmta sér konunglega. Brosum, syngjum og verum glöð.

K.kv.Anna á fimmtudegi.

10.05.2011 23:43

Já, heima er best!
Já, ég var á flakki, skrapp til Færeyja í brúðkaup og er komin heim aftur.
Mikið vildi ég að við hefðum getað stoppað lengur, en heimasætan er að ljúka
skildunáminu í GF, ekki getum við sett allann skólann á pásu svo  húsmóðirin komist í fleiri búðir í Færeyjum og geti teigt úr tánum og slappað af hjá tengdamömmu aðeins lengur, nei það verður að bíða betri tíma, en ferðin var góð og veðurguðirnir almennilegir við okkur, við sólbrunnum ekki og sjórinn var blíður það er nú ekki hægt að biðja um meira.
Annars er ég ænágð með Evróvisíjón-kvöldið og hafið ég að sjálfsögðu fulla trú á okkar mönnum allann tímann, ég held að hún Stella vinkona mín í Noregi hafi ekki verið allveg eins sátt en hún reynir bara aftur síðar og tekur þá kanski nokkra söngtíma þangað til hún fær annað tækifæri, ég var líka svo sátt við hvað fatnaður tónlistafólksins var efnis meiri en oft áður, kreppan er greynilega á undanhaldi og hafa keppendur fjármagn til þess að kaupa heila búninga en ekki drög að kjól!
Þá er bara að smala í partý fyrir laugardagskvöldið eða sjá til þess að verða boðið einhvert, veit reyndar um hús sem stendur mér ávallt opið og er húsmóðirin á því heimili vís til þess að halda lítið stelpuboð fyrir tónelskar konur með skoðanir, mér er strax farið að hlakka til.
Farið nú annars vel með ykkur og ekki gleyma sólgleraugunum heima, það er svo vont að ganga um píreygður heilan dag.

K.kv.Anna í sólskyns-skapiemoticon

  • 1
Flettingar í dag: 122
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1365
Samtals gestir: 294
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 21:26:08

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar