"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2011 Júlí

29.07.2011 23:54

upp og niður

Lífið í Mánaborg er svolítið eins og kassaklifur, svona upp og niður, ekki að við séum með upp og niður nei,nei, nú er það hálsbólga og hausverkur með hitaslæðing sem hrjáir kappana, en þeir eru fljótir að hrista svona  af sér og þó svo að þeir væru hálf aumir í dag þá eru þeir búnir að taka einn léttan slag og smá rifrildi í kvöld svo þetta er allt með eðlilegheitum. Heimasætan bauð tveimur vinkonum í föstudags pizzuna hjá okkur og svo fóru þær að horfa á mynd og borða snakk, húff þvílík dásemd á meðan þær hugsa ekki um Vestmannaeyjar á þessum tíma árs. Annars ætlum við bara að hafa það náðugt um helgina skreppa í bíltúr í Egilstaði eða á Neskaupstað en aðalega að vera dugleg hérna heima í garðinum og bílskúrnum þegar sú gula felur sig. Ég óska ykkur öllum góðrar helgar, keyrið varlega og skemmtið ykkur fallega!

K.kv.Anna sáttasemjari.

25.07.2011 00:52

Flottastur!

Fótbolta-strákurinn, gesturinn og tölvulúsin með kassabílinn sem bróðir-Súpermann smíðaði og húsmóðirin skreitti, þeir urðu í 2.sæti í keppninni um að koma fyrstir í mark og unnu svo tiltilinn FLOTTASTI KASSABÍLINN, já Franskir dagar liðnir með sól og fullt af skemmtilegheitum, grilluðum mat og góðum gestum. Framundan er ný vika með nýjum áskorunum, hafið það sem allra allra best og njótið þess að vera til.

K.kv.Anna kassabíla skreytir

23.07.2011 01:42

Illt í hjartanu.

Mér er illt í hjartanu, 
hugur minn er hjá friðsælum frændum
sem reyndust mér sem bræður og systur á meðan 
að ég dvaldi í landinu fagra
hvernig endar þetta
hvert stefnum við

21.07.2011 10:35

upp og niður!

Múmín-mamma er slöpp, hélt að ég slippi við þessa flensu sem allir á heimilinu eru búnir að vera með en nei upp og niður kom í gær og hertók líkama húsmóðurinnar, en það er eitt gott við svona dítox það líður yfirleitt hjá á skömmum tíma, í dag skín sólin og eins gott að bretta upp ermarnar og fara að skreyta Mánaborg, spurning um að fá lánaða Liberó á elliheimilinu, bara svona til öryggis! Hafið það dásamlega yndislegt og verið velkomin á Franska daga!

K.kv.Anna öll að hressast. 

14.07.2011 23:25

Verkefni

Ég er kanski ekki eins uppgefin og hún Tora, en pínu uppgefin ég verð að viðurkenna það, verkefnið sem er að slíta taugaendunum þessa dagana er verkefni sem flestir þrá og mér hefur bara hlotnast að hluta að fá að vera þátttakandi í, en það sem er svo erfitt við svona verkefni það er þetta með leiðavísirinn, er ekki hægt að gera þetta pínulítið auðveldara og geta að minstakosti googlað upplýsingar, ég er nú reyndar ekki búin að prófa gúgglið í þessu tilviki en það væri á þessa leið: 9.ára tölvu-lús, matarvenjur skapofsi og ómælanlegur sjarmi, hvernig er hægt að koma þessu öllu fyrir í einu litlum kropp? Tölvu-lúsin á semsagt svolítið erfitt þessa dagana og í kvöld var ég bara allveg búin á því og sagði honum að ég væri bara allveg að fara að grenja og hann skyldi bara róa sig og fara svo að sofa,fyrir svefninn gæti hann hugsað um allt það skemmtilega sem við hefðum gert í dag. Eftir smá stund var kallað, og ég stóð upp og staulaðist inn svefniherbergisganginn þegar ég kom inní herbergi hjá þessum 9.ára herra þá sagði hann: Anna, mér fannst skemmtilegast að vera með þér í djúpulauginni afþví að þar náðir þú ekki niður, en ertu búin að grenja? hvað getur maður sagt, jú við fórum í sund og vorum að æfa okkur í djúpulauginni og nei ég fór ekki að grenja, en það munaði ekki miklu eftir þessa játningu um djúpulaugina. Kanski er ég betri þegar ég næ ekki niður í botn, ekki veit ég. Hafið það hugfast að við þurfum ekki að skima yfir höf og fjöll til þess að finna litlar sálir sem þarfnast þess að við tökum þátt í verkefninu, verkefnið er lífið sjálft og við berum öll ábyrgð, þangað til næst verið góð hvert við annað og við alla hina.

K.kv.Anna hálf grenjandi.

12.07.2011 11:31

Í sól og sumaryl ;-)


Það er svo gott veður, það er ótrúleg hvað blessaður geymirinn hleðst við það að hitta þessa GULU en ég heyrði nú í útvarpinu í gær að venjulegur Íslendingur ætti ekki að vera úti lengur en eina klukkustund í svona veðri! O.K ef þið venjulegu megið vera í klukkutíma ætli konur eins og ég fái þá útdeilt korteri, ég brenn eiginlega í tunglsljósi svo sólin er góð í mjög litlum skömmtum fyrir mig, en nú ætla ég að fara út og garðálfast, njótið dagsins hvar sem þið eruð og ef sú Gula sýnir sig ekki á þínum slóðum í dag þá áttu bara inni þinn klukkutíma síðar, held að ég eigi uppsafnað heilt sumar með sól miða við tíðarfarið sem hefur verið fram að þessu, en njótum dagsins og verum þakklát.

K.kv.Anna úti í korter!

07.07.2011 13:37

7.júlí 2011


Í dag eru 4.ár síðan bróðir-súpermann sagði JÁ og húsmóðirin sagði líka JÁ, það er eins og það gerst hafi í gær, en líka eins og það hafi verið fyrir langa löngu, að vera frú Súpermann er bara gott já það er náttúrulega ekkert bara en ég veit ekki um neitt sem gæti verið betra, auðvita eru dagarnir misjafnir, ekki væri nú gaman að hafa þá alla ljósbleika! Í kvöld ætla ég að grilla og bjóða uppá eitthvað gott í eftirrétt, en fyrst tek ég mér hrífu í hönd og raka heil ósköp af grasi sem sá allra duglegasti er búinn að slá út úm allann bæ, á morgun förum við í stutta ferð í borgina ég, fótbolta-strákurinn, tölvu-lúsin og herra Tinni, komum aftur heim á sunnudaginn þá mun Leó Örn frændi minn bætast í hópinn þannig að líf og fjör í Mánaborg ó,já! Hafið það sem allra allra best njótið þess að vera til og ef sú gula sýnir sig ekki gleyma að smyrja ykkur, ég kom vel steikt af N1 mótinu en er nú búiin að jafna mig. Pása í blogginu framyfir helgi.

K.kv.frú frú Anna
  • 1
Flettingar í dag: 53
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1296
Samtals gestir: 289
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 19:54:13

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar