"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2011 Ágúst

30.08.2011 00:46

af hverju ekki?


Við vorum í smá ferðalagi um helgina ég og strákarnir, í gær var langur bíltúr (tæpir 700 km.) stittur með ýmsum leikjum, gömlum klassískum eins og frúnni í Hamborg en líka leikjum sem við sömdum á staðnum, einn leikurinn gekk út á það að finna fjögur mannanöfn sem byrjuðu á A, svo B og svo koll af kolli, tölvu-lúsin varð að hafa sig allann við og þegar koma að bókstafnum F, þá hugsaði hann sig um smá stund og sagði svo, Fanney, Friðrik,Fríða og Föstudagur! það er ekki hægt að heita Föstudagur sagði stóribróðirinn með smá hneykslun í röddinni, er það ekki Anna sagði tölvu-lúsin, nei ég hélt að það væri ekki mannanafn, afhverju er hægt að heita Ágúst ef það er ekki hægt að heita Föstudagur sagði sá sem vill svör við öllu og ég hafði ekkert svar.
Annars gengur lífið vel í Mánaborg, heimasætan er greynilega upptekin í hlutverki sínu sem menntaskóla-mær það heyrist bara ekkert í henni, og strákarnir eru ánægðir í sínu. Herra heimilisins er önnum kafinn eins og honum þykir best, og húsmóðirin stjórnar hinum ímsustu tækjum og tólum af mikilli festu, má þar fyrst nefna þvottavélina og þá ryksuguna, uppþvottavélin og brauðristin eru líka í daglegri notkun og ísskápurinn er með hjarir sem ekki stífna, opnaður ótt og títt allann daginn. Þetta verður þá ekki lengra hjá mér í dag, hafið það gott og ef þið þekkið einhvern sem heitir föstudagur endilega látið mig vita!

K.kv.Anna heima í kotinu sínu

24.08.2011 07:19

Rökkur-Ró


Hvað er betra en kertaljós og rólegheit, þegar rigningin og mirkrið keppast í styrkleika fyrir utan gluggann, ég fékk þessa mynd lánaða á veraldarvefnum, í síðustu Akureyrar ferð fór ég í uppáhalds búðina mína Sirku og keypti mér nýjan dúk á eldhús borðið og lukt í stíl, þetta er eitthvað danskt merki og dúkurinn er svona hálf vax sem má fara í þvottavél, í dag ákvað ég á blogga um ekki neitt bara að láta vita að ég er í fullu fjöri, borðstofuborðið er undirlagt af saumavél og tilheyrandi, þvottahúsið yfirleitt fullt líka en það er meira blautir sokkar og buxur með grasgrænu á hnjánum, eldhúsborðið með brauðminslu og "neskvikk" blettum og hvítu handklæðin á baðinu löngu hætt að vera hvít. Já það er allt í mestu eðlilegheitum og við höfum það gott, verð að standa upp úr stólnum og ræsa drengina, eigið góðan dag og njótlið augnabliksins. 

K.kv.Anna í Mánaborg

18.08.2011 13:54

Heimavist og heimasæta!Tíminn flígur áfram, í dag er heimasætan að sortera föt og undirbúa flutning á heimavist M.E. húff stjúpan er nú hálf kvíðin en reynir að minna sig á að hún sjálf var 14.ára þegar heimavist var prófuð í fyrsta sinn, ég fór í 8.bekk að Reykjanesi í Ísafjarðadjúpi, saklaus "sveitastúlka" hringdi ég í mömmu eftir 3.daga og sagði henni að það væru 2.með flatlús og 1.ólétt! Mamma spurðu hvort ég vildi ekki bara koma aftur heim? Uuuu, NEI! ég flutti aldrei aftur heim nema á sumrin samt á ég ennþá herbergið mitt á Brunnum 5. það er nú samt voða gott að vita til þess að heimasætan kemur heim um hverja helgi og ef ég engist um af söknuði þá er nú ekki langt uppí Egilstaði, ég og bróðir-Súpermann erum búin að segja henni að við bíðum alla föstudaga á bílastæðinu við skólann veifum og hrópum: kondu nú í helgafrí elsku stelpan okkar, en heimasætan segist bara hitta okkur á bílasæðinu við Bónus, ég skil ekkert í henni. Annars er allt í góðu í Mánaborg og það eru nú fleiri sem byrja í skóla á mánudaginn, ég hef ekki miklar áhyggjur af fótbolta-stráknum en tölvu-lúsin er svolítið meira áhyggjuefni en vonandi eru þær áhyggjur allgjörlega ástæðulausar, partur úr degi í einu og muna að brosa þá hefst þetta allt saman, ég hef þetta ekki lengra í dag, ætla að koma mér fyrir á borðstofuborðinu með saumadótið og fara að gera eitthvað skemmtileg, hafið það gott og fáið ykkur epli, þau eru svo holl!

K.kv.Anna á fimmtudegi.

16.08.2011 00:39

Óréttlæti og önnur læti


Í kvöld var Tölvu-Lúsin ekki sáttur við húsmóðirina, bróðirinn fékk að horfa smá á sjónvarpið en hann sjálfur átti að skríða uppí rúm, þetta var heimsins mesta óréttlæti og úr því urðu heimsins mestu læti, en eftir drjúga stund áttaði Lúsin sig á því að hann hafði fengið tvöfaldan tölvutíma í dag og að lífið var kanski ekki eins slæmt og hann hélt í fyrstu, en ég skyldi nú bara vita það að Fótbolta-Strákurinn þyrfti jafn mikinn svefn og hann þó hann vissi ekki afhverju hann hefði orðið svona reiður því hann langaði ekkert að sjá þessa mynd! Já það getur verið erfitt að vera 9.ára og ætla að stýra og stjórna heilu heimili, í gær var tildæmis Heimasætan allveg að verða tölvufíkill, það var Tölvu-Lúsin sjálfur allveg viss um og fannst húsmóðirin afar kærulaus að stoppa ekki þessa vitleysu, heimasætan var allavegana búin að vera eins lengi og hann fengi að vera á heilli viku og það var sko ekki hollt á einum degi! Það er eins gott að það hefur einhver vit fyrir okkur fullorðna fólkinu í Mánaborg. Annars gengur lífið ágætlega þessa dagana, við grínumst með það að við tökum bara part úr degi í einu, en stundum er það bara allveg satt, það er ótrúlegt hvað bræðrum getur samið illa. Góð kona í næsta firði huggaði mig með því að segja mér að synir hennar hefðu hætt að rífast þegar þeir voru 17 og 18 já húrra ég bíð spennt! 'eg ætla að stoppa núna, frammi í eldhúsi er bæði nýbakað bananabrauð og múffur, á morgun er fótbolti frá 13-18 í Fellabæ svo smá nesti er gott að hafa. Verið glöð og þakklát, það er allveg rétt að það er mikið óréttlæti í heiminum en við skulum samt ekki vera með nein læti.

K.kv.Anna friðasinni.

13.08.2011 22:44

saumaskapur og fleira

Engilfríður er nýjasta daman í Mánaborg, nokkrar nýjar myndir í albúmi merkt ágúst!
Annars er allt gott að frétta, húsmóðirni ennþá með díbbad nebb en það lagast.
Það er haustlegt í dag í firðinum fagra og einhverjir boðskipta örðuleikar milli mín og hans sem öllu ræður svo það er búið að vökva í allan dag og það á fullu, Mér líður svolítið eins og Skrám um árið þegar hann var búinn að hrekkja jólasveininn og fékk það margfalt til baka, nú er bróðir-Súpermann búinn að vökva og vökva undanfarna daga og þá kemur náttúrulega sá sem öllu ræður og sýnir þessum vesæla garðálfi hvernig maður vökvar og það heilt þorp í einu já eða landshluta ef því er að skipta. Já eins og ég hef sagt milljón sinnum, sem betur fer stjórnum við ekki veðrinu þá fyrst færum við að rífast og slást, óeyrðirnar í London yrðu eins og upphitun. Nei ég er ekki veðursjúk, ég er svo ánægð að við skulum hafa veður, hvernig ætli það sé að búa þar sem allta er þurrt og hlítt,aldrei kósý innidagar og bara einn jakki af hverjum fjölskyldumeðlim í fatahenginu, nei þá er nú skemmtilegra að hafa, vindjakka, regnjakka, úlpu, flíspeysu, og skárri jakka af allri fjölskyldunni í ræfilsfatahenginu þannig að forstofan lítur út eins og verslun með yfirhafnir en ekki huggulegur inngangur að fallegu heimili, nei Guð sé lof fyrir fjölbreitnina!
Hef þetta ekki lengra að þessu sinni, takk fyrir þið sem ekki eruð búin að gefast upp á óreglulegu pári og kíkið ennþá við á síðunni minni, koss og knús á ykkur.

K.kv.Anna í saumagír.

09.08.2011 22:34

Svar óskast!


Húsmóðirin  er að kafna úr kvefi, hnerrar útí eitt og er bara svolítið drusluleg, einhvertíman um daginn þá útskýrði ég fyrir tölvu-lúsinni afhverju maður segði Guð hjálpi þér þegar einhver hnerrar, svo spurning kvölfsins hljómaði þannig: Anna, bjargaði Guð ekki þeim sem fengu Svarta-dauða? Afhverju var fólk að biðja hann (Guð) að hjálpa, hann skapaði náttúrulega Svarta-dauða svo hann var sá eini sem var með uppskrift af meðali við honum! Já þá hafið þið það! Húsmóðirin var nú bara orðlaus og gat ekki útskýrt fyrir Lúsini hvernig það var hægt að skapa allt án þess að skapa sjúkdóma og hvernig það var hægt að flytja fjöll en ekki gefa uppskrift af meðali, úff þetta er flókið líf. En nú ætla ég að gera eins og Tölvu-Lúsin mín og koma mér í bólið, hafið það gott,mjög gott, dásamlega gott og Guð hjálpi ykkur ef þið eruð með hnerra og díbbad nebb.

K.kv.Anna gettu betur.

09.08.2011 00:35

Arg og garg!

Var búin að blogga þessa líka fínu færsluna en hún gufaði upp reyni aftur í fyrramálið!

K.kv.Anna brjálaðislega pirruð

04.08.2011 01:10

tilgangur lífsins og fleira

Ég trúi því að við getum stjórnað því uppað vissu marki hvernig lífi við lifum, en svo er það hinn hluti lífsins, sá sem við höfum enga stjórn á, er það tilviljun eða á ég að trúa því að æðri máttur sé þar við stjórn? Afhverju deyja þá lítil börn og afhverju eiga þá önnur börn ekki góða æsku, hvers eiga blessuð börnin að gjalda að eiga foreldra sem ekki eru fær um að hugsa um þau, í hvaða höndum er það? Taugaendar húsmóðurinnar eru slitnir þessa dagana, getur verið að við séum of góð, of bláeygð og kanski bara pínulítið "græn" kanski er það ekkert fyrir "venjulegt" fólk að taka að sé svona verkefni, það hefði allavegana verið gott að fá bókasafn af leiðbeiningum með. Ég hitti andlegasinnaðann mann um daginn og hann sagði þetta vesnar áður en það batnar, húff þá er nú best að reyma á sig gönguskóna og spirna vel á móti, bróðir-Súpermann tekur hlutunum af meira æðruleysi en ég, kanski er ég bara með of stórt hjarta og þyrfti að halla þó ekki væri nema annari hjartalokunni aðeins aftur, passa að vera ekki svona opin uppá gátt. Heimasætan sem yfirleitt sýnir stillingu og umburðalindi er þreytt á því að verkefnið er hávaðasamt og heimtufrekt, auðvita er hún góðu vön, búin að eiga óskipta athygli okkar í mörg ár og þarf svo allt í einu bara að fara útfyrir hliðalínuna, Tölvu-Lúsin var að spá í það í dag hver væri vinsælasta konan á Fásk? það veit ég ekki sagð ég, þú ert kanski ekki vinsælust en samt mjög vinsæl sagði Tölvu-Lúsin, það heilsa þér allir! Já það er gott að það heilsa mér allir, það er það sem er svo gott við að búa á litlum stað, það er gott að vera vinsæl þó það sé bara á Fásk. Fótbolta-strákurinn er harðari í horn að taka, hann hefur ekki áhyggju af því hvort fóstur-mamman sé vinsæl eða ekki, hann ber allar heimsins áhyggjur á herðum sér en segir ekki orð, það borgar sig nú ekki að bera það á torg hvernig manni líður. Já svona er líf húsmóðurinnar í dag, Heimasætan komin með æfinga-aksturs-leyfi og nýja fína Oktavían kólnar varla, húff það tekur á að horfa á dömuna aka á brott í fína bílnum, en iss, þetta er bara bíll! Bróðir-Súpermann er samur við sig, á milli þess sem hann er í vinnuni þá er hann að slá gras útum víðan völl sem er náttúruleg vinna líka, ég húsmóðirin er búin að planta saumavélinni á borðstofunborðinu og strauborðinu þar við hliðina, í dag er einn engill kominn í peysu og buxur svo smá saumaskapur á milli máltíða og málamiðlana gef ég mér tíma til. Þið sem eruð enn að lesa takk fyrir þolinmæðina, takk fyrir lesturinn, takk fyrir að finnast líf mitt athyglisvert. Þangað til næst vandið ykkur að eiga gott líf.

K.kv.Anna pínu uppgefin.

01.08.2011 23:04

Herborg

Ég keypti hana Herborgu fyrir 300.- hjá HjálpræðisHernum á Reyðarfirði fyrir helgina, 
ég er mikill aðdáandi Hersins og finnst mjög gaman að gramsa þar, fæ pínu Flóamarkaðs"fíling" sem ég sakna mjög frá Noregi, en aumingja Herborg var náttúrulega berró. svo á laugardagskvöldið var saumavélin dregin fram og þessi líka fíni bolurinn frá BLEND sem ég keypti á 500.- í Sistem á Egilstöðum var fórnað fyrir skærin , ég fann hvergi bókina mína með dúkkufötum svo þetta urðu einföld létt sumarföt að þessu sinni en næst verður hnappagat eða rennilás ég lofa því. Annars er helgin búin að vera ljúf og skaparinn hefur allveg séð um vökvunina á sumarblóminum fyrir mig, ógulega góð þjónusta hjá honum blessuðum. Hafið það sem allra allra best munið að faðma þá sem ykkur þykir vænt um og ekki gleyma að brosa.

K.kv.Anna og Herborg

  • 1
Flettingar í dag: 176
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1419
Samtals gestir: 294
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 22:09:40

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar