"bara" Austurland að Glettingi!

Daglegt pár um lífið og tilveruna í firðinum fagra Fáskrúðsfirði.

Færslur: 2011 September

29.09.2011 00:23

Haustvaka.


Hvað ætli múmínmamma eldi úr þessu fína graskeri? Eða gerir hún það sem ég myndi gera, býr til fallega lugt? Við ræddum aðeins um haustið og hrekkjavökuna eftir kvöldmatinn, tölvu-lúsinni langaði að halda draugapartý en ekki bjóða sínum bekk, þau eru hálf óþroskuð og yrðu kanski bara hrædd (húff, hvað maður er tillitsamur) fótbolta-stráknum langaði að bjóða öllum á miðstigi, nema einni stelpu hún væri alltaf á eftir honum ! Annars mátti ég bara bjóða þeim sem ég vildi, já en gaman þá þurfum við nú ekkert að vera að velta þessu fyrir okkur því að dúka borð með svörtum ruslapokum og setja gerfi kóngulóarvef í ljósakrónuna sem ég næ ekki úr fyrr en þar næsta vor, það er ekkert efst á óskalistanum, en þegar ég sagði þeim að þetta væri nú eiginlega meira gert fyrir þá en okkur þá ákváðu þeir að hugsa um þetta og að ég mætti alls ekki hætta við. Það er næstum því komin hefð fyrir því í Mánaborg að vera með smá hausgtpartý til þess að styrkja samheldni og vinarbönd hjá yngrikynslóðinni, og í vor héldum við að við værum útskrifuð úr GF en eru það svo sannarlega ekki, heimalærdómurinn gengur vel en fótbolta-stráknum finnst ekkert smart að þurfa að lesa heima, hann er læs og á ekki að þurfa að sanna það daglega! Tölvu-lúsin aftur á móti er frekar ánægður með heimalærdóminn, já af því að þá er svo huggulegt hjá okkur tveimur við eldhúsborðið, annars er húsmóðirin flinkari að tína saman LEGO en að byggja úr því, það er víst best að fá það bara óþvegið! Bróðir-Súpermann bíður jafn spenntur og drengirnir eftir nýjasta FIFA leiknum í PS3. húff ekki kann ég á þetta en á meðan það gengur útá það að sparka bolta en ekki að murka lífið úr einhverjum þá er mér sama. Það er komin nótt og ég held ég hætti þessu pári, ég var búin að blogga í dag en það týndist einhverstaðar úti í himinn geymnum, Þangað til næst, ha det bra!

K.kv.Anna haustvökumamma

26.09.2011 14:20

Haust.


Það er komið haust. Í morgun var hálf dimmt þegar við vöknuðum og herrarnir mínir og ég hefðum allveg geta sofið lengur. Það var mánudagur í okkur, helgin var viðburðarík og húsbóndinn kom ánægður heim af sjávarútvegsýningunni með nýtt straujárn handa húsmóðurinni, það var ekki keypt á sýningunni nei hann varð að þræða allar helstu raftækjaverslanir borgarinnar áður en hann var búinn að finna það rétta, já það er ekkert "Bónus" straujárn sem dugar fyrir þessa konu. Hiemasætan veltist um í björgunarbát með unglingunum úr Björgunarsveitinni voða spennandi en hálf grá og með sjóriðu. En nú skín sólin og haustlitirnir skarta sínu fegursta ég ætla að nota daginn og birtuna og sauma og dunda mér, hafið það sem best og njótið þess að vera til.

K.kv.Anna á haustdegi.

20.09.2011 10:52

Lína og Líni!Ef Lína Langsokkur á bróðir þá get ég sagt ykkur það að hann býr hjá mér, á hverjum degi koma svo margar ótrúlegar spurningar og hugmyndir frá tölvu-lúsinni að málglöð hugmyndarík húsmóðir stendur á gati, hvernig geta blindir eignast kærustu? þeir sjá ekki hvort hún sé sæt! afhverju getum við ekki haft alla daga nammidaga nema laugardaga? þurfa allir að fara í skóla, get ég ekki bara lært heima? Held ég hringi í Margréti Pálu og bjóði henni verkefnið. Ein af hugmyndum gærdagsins var að baka vöfflur, grænar vöfflur, þær eru bara svo miklu betri en venjulegar og svo getur maður látið sem þær séu ógeðslega gamlar og þá vill þær kanski enginn og þá get ég borðað þær allar, má ég einhvertíman borða vöfflur þangað til ég æli, hvað ætli ég geti borðað margar vöfflur, ert þú mjög fljót að búa til vöfflur, helduru að við kæmumst í heimsmeta bókina, ég fyrir að borða rosalega margar vöfflur og þú fyrir að vera heimsmeistari í að vera fljót að búa þær til, já svona er lífið í Mánaborg. Ekki skrítið þó ég vakni dauð svöng eftir endalaust vöfflutal. ég hef þetta ekki lengra í dag og bið ykkur að njóta dagsins og hafa það eins gott og þið þolið.

K.kv.Anna le vaffel

16.09.2011 10:00

Haust.


Það er komið haust, í dag er þoka og rigning, en þá er bara að finna sér eitthvað huggulegt að gera innandyra, á eftir ætla ég uppí Egilstaði og ná í einn lítinn herra í flug, Victor Emil er búin að telja niður hvenar hann mætti koma til frænku og fjölskyldu, og þegar maður er 5.ára þá eru þrír laugardagar svolítið lengi að líða, en nú er komið að því, ég heyrði í honum í morgun og aðal áhyggjuefnið var hvort Jens væri ekki örugglega heima, þeir eru sálufélagar í félagi einstaks fólks í útrímingarhættu........já þeir eru báðir rauðhærðir!
Annars er frí í skólanum í dag, fótbolta-strákurinn nýtur þess að sofa út en tölvu-lúsin var vaknaður snemma en finnst voða notalegt að þurfa ekki að klæða sig strax og er bara í huggulegheitum að horfa á teiknimynd í sjónvarpinu. Heimasætan kemur heim í dag en ætlar að leika slaðsaða "konu" á æfingu sem björgunarsveitin tekur þátt í þannig að hún verður ekkert heima föstudag og laugardag og bróðir-Súpermann er náttúrulega í viðbragðsstöðu þegar kemur að svona viðburðum þannig að ég og strákarnir+Tinni verðum heima í notalegheitum. Ég vona að þið eigið góða helgi, verið glöð,brosið og verið góð hvert við annað.

K.kv.Anna á föstudegi


13.09.2011 13:33

upplifting!


Það er ekkert leindarmál að mér finnst súkkulaði MJÖG gott, morguninn var svolítið strembinn, ekki það að ég þyrfti að taka eitthvað á líkamlega, ónei, en það er oft auðveldara að grafa skurð en að taka á einhverju tilfiningalegu, ég og bróðir-Súpermann erum réttsýn og viljum miðla því áfram til þeirra sem undir okkar vendarvæng eru, þannig að þegar það koma 2.símhringingar sama morgunin frá skólanum þá verður húsmóðirin pínu leið, leið yfir því að litlu mennirnir láti skap sitt bitna á vinum sínum þegar það er kanski eitthvað allt annað að angra þá, húff er það ekki alltaf þannig að þú ert verstur við þann sem var þér bestur, allavegana þá var morguninn svolítið orkutæmandi og þá er sko gott að fá tilklynningu um pakka á pósthúsinu (Landsbankanum) stórasystir mín er sátt við Guð og menn og lifir góðu lífi í Noregi, pakkinn var frá henni, allskonar gamlar blúndur og milliverk sem nú eru í þvottavélinni dásamleg súkkulaðikanna og fleira, tek mynd af því síðar og sýni ykkur, en eitt af því sem var í pakkanum var Freia melkesjokolade, ummmmmmm, það gerist varla betra. Þannig að ég er búin að sitja hérna ein við eldhúsborðið, borða súkkulaði og vandra um á veraldarvefnum. Takk systir mín fyrir þessa fallegu sendingu.

K.kv.Anna súkkulaðidrottning

11.09.2011 00:52

Þakklæti.


Þetta er mynd af húsmóðurinni og bróðir-Súpermann, kanski á Strikinu í Köben eftir 30ár.
Yfirskrift dagsins er þakklæti, fyrir hvað ert þú þakklát-ur? Við höfum flest öll svo margt að vera þakklát fyrir, ekki halda að ég hafi troðið mér í kápu af Pollý-Önnu yfir kjólinn margumtalaða, nei ég er bara þakklát, og ég vona að þið séuð það líka, ég er þakklát fyrir svo margt, ég gæti náttúrulega talið upp heimilistækin sem létta mér lífið því ég er svo sannalega þakklát fyrir þessar uppfinningar, ég er líka þakklát fyrir það að bróðir-Súpermann er maðurinn minn og að hann kom inn í líf mitt með heimasætuna sem kaupbætir, þvílíkt pakkatilboð! Á kvöldin þegar allt er komið í ró þá er ég líka þakklát fyrir það traust sem mér og manninum mínum er sínt með því að fá að hafa hjá okkur fótbolta-strákinn og tölvu-lúsina, það er lærdómur sem hvergi er hægt að nálgast í skóla að vera þáttakandi í lífi barns sem þarf nýja meðlimi í fjölskylduna sína þegar á móti blæs, þegar ég hugsa um allt þetta sem ég get verið þakklát fyrir þá hverfur pirringurinn yfir skítugu sokkunum á stofugólfinu, opnu mjólkurfernuni sem gleymdist á borðinu og kexpakkanum sem er ennþá ofaní skúffu þó það sé búið að borða öll kexin úr honum, ekki eiða dýrmætri stund í lífi þínu í pirring, vertu þakklát, ef þú finnur ekkert til þess að vera þakklát-ur fyrir hlustaðu þá á þvottavélina þvo og dásamuðu það að þurfa ekki að þvo í höndum, eigið dásamlegan dag og umvefið ykkur með jákvæðni og þakklæti.

K.kv.Anna þakklát.

06.09.2011 20:18

Íslendingabók og kjærlighet.


Ég vitna nú stundum í Noreg sleilkibrjóstsykur á norsku heitir Kjærlighet paa pinne, sem væri þá ummhyggja-ást á pinna á okkar ástkæru íslensku, tölvu-lúsin valdi þessa mynd afþví að honum finnst sleikjó svo góður, en að ég væri að fara að pára um hann það vissann ekkert um. Fyrir tveimur kvöldum síðan þá sátum við og horfðum á sjónvarpið já öll nema heimasætan sem er víðs fjarri öllu sófa hnoði og plássleysi, þá sagði sá sem mest talar (lesist Tölvu-lúsin) Anna, eru ekki allir Íslendingar skyldir? u, jú það held ég svona hér um bil allavegana, getum við þá ekki bara farið inná Íslendingabók og verið skyld og þá erum við bara hjá fjölskyldunni okkar! Það er sko hægt að gera hlutina einfalda, ekkert óeðlilegt við það að búa hjá frænda sínum og frænku í áttundalið! Nú er partý í pottinum ég ætla að fara að gæta að ungviðinum svo þau komi nú öll uppúr. Hafið það sem best og ef ykkur finnst fjölskyldan ykkar eitthvað ræfilsleg farið þá bara á Íslendingabók og bætið við stofninn!

K.kv.Anna frænka.


03.09.2011 16:37

lakkalakk


Þegar ég var lítil þá átti ég tvær dásamlegar ömmur, amma Anna var hávaxin og dökk yfirlitum bjó alla sína tíð í sveit og sagði mér sögur frá því hún var ung og notaði vettlinga í heiskapnum til þess að verða ekki brún, þá þótti það ekkert fínt, ég man ekki eftir ömmu Önnu með varalit eða naglalakk en amma Dísa var skvísa, hún fór til útlanda (Svíþjóðar) og var með naglalakk og varalit og átti hæla skó, amma Dísa var líka harðdugleg vann í saltfiski og við önnur erfiðsstörf en fór ekki út á pósthús án þess að setja á sig varalit, ömmur mínar eru mín fyrirmynd í lífinu og þó svo að ég sé oftast með gloss þá er ég sjaldan með naglalakk eða eiginlega aldrei, ég er með vinnukonu hendur og stuttar neglur, en í gær ákvað ég að það væri bara allveg hægt að vera með naglalakk þó ekki væri lengdin til að monta sig af, ég keypti mér flottan bol og naglalakk í stíl, GRÁTT það er liturinn í haust skilst mér og nú er ég með gloss og litaðar neglur í nýja bolnum og er ekki að fara neitt, það þarf ekki að vera samasem á milli þess að vera "bara" heimavinnandi og að festast í fótlaga inniskóm og joggingbuxum, verum sætar fyrir okkur sjálfar, njótum þess að það er koimð haust og við þurfum ekki lengur að skíla okkur fyrir sólinni heldur getum gengið uppréttar í rigningunni án þess að hljóta skaða af, munið bara eftir vatnshelda maskaranum, ekkert smart að líta út eins og Pandabjörn í miðjum göngutúr. Þangað til næst brosið það er svo gott!

K.kv.Anna með lakkalakk


  • 1
Flettingar í dag: 122
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1365
Samtals gestir: 294
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 21:26:08

Eldra efni

Nafn:

"bara" Anna

Farsími:

í hleðslu!

Afmælisdagur:

29.mars

Heimilisfang:

Fjörðurinn fagri!

Heimasími:

á tali!

Um:

Hamingjusamlega gift bróðir Súpermann sem vinnur meira en flestir og þarf ótrúlega lítinn svefn, jákvæð, bjartsýn, með sterkar skoðanir, húsleg, hannyrðakona og fagurkeri.

Tenglar